Morgunblaðið - 01.12.1996, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996 E 39
SALTAÐOG
ÞVl’ fjær sem menn
eru frá heimahögun-
um, því meiri
áherslu leggja þeir á
að viðhalda þeim
jólahefðum sem þeir
eru aldir upp við. Sú
er að minnsta kosti
reynsla Norð-
mannsins Leif
Myrdal, sem kennir
norsku og stundar
nám í Þroskaþjálfa-
skólanum. Eftir að
hann flutti til ís-
lands, hóf hann að
verka kjöttil jólanna,
svokallað pinn-
ekjott, auk þess sem
hann hefur tekið til
hendinni við smá-
kökubakstur, þó
misjafnlega hafi tek-
ist til.
Leif hefur búið
hér á landi í sjö ár,
en hann er kvæntur
séra Þóreyju Guð-
mundsdóttur. Leif
er frá Björgvin, sem er á vestur-
strönd Noregs, en hann segir jól-
asiðina ólíka eftir því hvar í Noregi
menn búi.
Á aðfangadagskvöld sýður hann
lambasíðu, sem hefur verið látin
hanga og þorna frá því í byrjun
október, en þá hefur hún legið í
saltpækli í tvær vikur. Á Þorláks-
messu er síðan skorin niður á milli
rifjanna, og bitarnir útvatnaðir í
sólarhring. Þeir eru soðnir, sumir
sjóða pinnekjatt á birkiteinum,
sem lagðir eru í botninn á pottinum
en Leif segist ekki hrifinn af því.
„Þetta er mjög feitt kjöt, óhollt og
gott og borið fram með kartöflum
og rófustöppu, sem krydduð er
með múskati," segir Leif. Þórey
heldur í sínar íslensku hefðir,
hangikjöt er einnig á jólaborðinu.
Það er afar misjafnt hvernig
verkun kjötsins tekst, en það er
undir hita og raka komið. Þurrkuð
og söltuð lambasíða er mest borð-
uð á vesturströndinni að sögn
Leifs, hann segir reykta síðu einn-
ig til. í Austur-Noregi tíðkist hins
vegar að borða svínasíðu og
steikta medisterpylsu með súrkáli.
í Þrændalögum gæði menn sér
hins vegar lambarifjum og lutfiski.
Þegar Leif saltar og þurrkar lamba-
síðuna, verkar hann einnig lamba-
læri, svokölluð fenalár, sem eru
látin hanga til vors. Á hans heima-
slóðum tíðkast að bíða með að
gæða sér á lærinu þar til gaukurinn
hefur látið heyra í sér, en hér bíða
Norðmennirnir fram til þjóðhátíð-
ardagsins, 17. maí.
matargerð," segir
Leif.
Af öðrum jóla-
mat sem hann hef-
ur haldið í má nefna
smákökur, bæði
svokallaða smultr-
inger og berlínarkr-
ansa. Smultringer
eru steiktir í feiti líkt
og kleinur og segir
Leif kúnst að gera
það svo vel sé.
„Síðast urðu þeir
svo harðir að það
mátti rota mann
með þeim. En það
er hægara sagt en
gert að læra að
gera mat sem er
aðeins borðaður
einu sinni á ári.“
Hundur til
altaris
Ein helsta jóla-
minning Leifs er
hins vegar tengd
kirkjusókn en ekki matarvenjum.
Hann er frá bóndabæ sem stendur
nú í útjaðri Bergen og þar á bæ
voru tveir hundar. Annar þeirra gaf
upp öndina skömmu fyrir jól og
hinn var ósköp einmana. Þegar
fjölskyldan fór til kirkju á aðfanga-
dag, var hann lokaður inni í eld-
húsi. Þegar komið var heim úr
kirkju kom í Ijós að hundurinn hafði
reynt að komast út um gluggann
með því að naga gluggapóstana.
Hafði honum orðið svo vel ágengt
að eldúsið var fullt af spæni og
skipta þurfti um gluggapósta.
Næsta ár var hundurinn lokaður
inni í viðarskýli áður en haldið var
til kirkju. Hún var svo full af fólki
að opnað varð út, auk þess sem
fólk sat hvar sem því var við kom-
ið, meira að segja upp við altarið.
Eina lausa plássið var fyrir miðju
altari. í miðri messu skýtur hundur-
inn hins vegar upp kollinum í kirkj-
unni, skellir sér upp að altari og
gólar ákaflega í takt við lúðrasveit-
ina sem lék jólalög. Presturinn
brást ókvæða við, elti hundinn um
allt og sparkaði honum að endingu
út. Hundurinn lét ekki segjast, en
þá tók faðir Leifs til sinna ráða,
náði hundinum og sendi hann heim
í leigubíl.
Smultringer
150 g smjör
__________1 14 dl sykur________
_____________3 egg_____________
3 dl rjómi
Morgunblaðið/Golli
SÖLTUÐ lambasíðan hefur
hangið og þornað frá þvf í
byrjun október. Leif hugar
að henni öðru hverju.
Jólaþorskur
Á jóladag er þorskur víða á borð-
um Norðmanna, en ekki þó hjá Leif.
Þórey segist lítt hrifin af þeim sið
að borða soðinn þorsk með kartöfl-
um og feitinni af soðnu pinnekjott,
eins og tíðkist á vesturströndinni,
að ekki sé minnst á lutfisk, sem
margir hafa kynnst. „Þetta eru mjög
gamlir siðir og því einfaldir. Á jólum
er ekki verið að streitast við flókna
________14 tsk kgrdemommur__________
4 tsk lyftiduft
___________10-11 dl hveiti__________
Sykur og smjör hrært saman, egg-
in þeytt og þeim og mjólkinni
bætt út í til skiptis við þurrefnin.
Hnoðið og fletjið út í mjóa rúllu,
skerið niður í langa bita, sem
hnýttur er einn hnútur á. Steikt í
feiti, tólg eða jurtafeiti, eins og
kleinur.
Vtingo
. mountain jakki:
Ur protex 6000 _ „
vatnsheldu ethi
kr. j.Tt.UuU
áður 19.800
með útöndun.
flís peysur:
Nýtt útlit, Titir og I CO/
mikið úrval. I J/O
Þvkkar og loftmiklar.
Frá kr. 5.015.
nimbus sett:
Úr delfy 1000 _
vatnsheldu efhi | | OfVT
með útöndun. kr. XX.LIUL/
Jakki og buxur. áður 14.100
ITALSKIR GONGUSKC
stubat skór:
kr 6.980
áöur 8.700
Vatnsvarðir með
sympatex.
hæjilegir skór fyrir
léttar gögnuferéir.
SEGLAGERÐIN
ÆGIR
Eyjaslóð 7 Reykjavík s.5ll 2200
BALLY
Jólagjöfin
hennar
Jólagjöfin
hans
SKÓUERSLUN
KÓPAVOGS
HAMRABORG 3, SÍMI 554 1754.