Morgunblaðið - 01.12.1996, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 01.12.1996, Qupperneq 50
50 E SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Islenskí hancVCerk © c\ic\ 9 . / Vesturgötu 3b, n» / Hlaðvarpanum Gœðavara Gjafavara — malar og kafTislell. Allir verðflokkar. ^ VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. Handunnír íslenskír lístmunír Grettisgötu 7 v/Klapparstíg, 101 Reykjavík, sími 562 0426 yggingavorur e.h.f. Ármúla 18 • Sími 553 5697 I Harðir pakkar fyrir hagleiks fólk á öllum aldri Rennibekkir og fylgihlutir ..fjölbreitt úrval Country verslunin M ÞRJAR SYSTUR M Laugavegi 92 (Við hliðina á Stjörnubíói) Sími 562-5660 RJÚPUR vafðar vfnviðariaufum, prosciutto og beikoni. RJÚPURNAR hlutaðar í tvennt. RJÚPAN sést ekki aðeins á borð- um íslendinga á jólum, hún er vel þekkt suður við Miðjarðarhaf þótt ekki sé hún jólamatur þar. Er um tvö rjúpnaafbrigði að ræða, fjall- rjúpuna sem finnst í Ölpunum og svo dalrjúpu sem er mun dreifð- ari. ítalski listakokkurinn Enzo Parri frá Sienna, var staddur hér á landi í nóvember, og tókst að veiða upp úr honum tvær rjúpna- uppskriftir. Nær útilokað er að ræða lengi við ítala um villibráð án þess að tartufo-jarðsveppurinn skjóti upp kollinum en hann er tal- inn ómissandi í mörgum Ijúffeng- um réttum. Er hann að finna í báð- um uppskriftunum og vel við hæfi að bjóða upp á slíkan sparisvepp um hátíðarnar. Önnur uppskriftin „rjúpur með trufflum" (pernice ai tartufi) kemur frá Enzo sjálfum og ber hún alla þá kosti sem nútíma Toscana-eld- húsið hefur upp á að bjóða. Úrvals- hráefni með fersku kryddívafi. Til að svíkja ekki uppruna sinn, hringdi Enzo til móður sinnar, Ölmu Parri Bocci, og fékk uppskrift frá henni „trufflaðar rjúpur" (Pernice tartu- fata) sem erfrá tímum Medici-ætt- arinnar. Hjálpaði Leifur Kolbeins- son svo við að „íslenska" upp- skriftirnar í tilraunaeldhúsi La Primavera. wummmmmmmmmmmmm Rjúpur meé trufflum 4 rjúpur, hangnar og hamflettar _____800 g kóngasveppir,_ í legi eða frosnir ÞRENNS konar rjúpur úr eldhúsi Enzo Parri og móftur hans. Morgunblaðið/Kristinn Trufflur „tartufo“ eru hring- laga, hrukkóttir og villtir sveppir sem vaxa undir yfirborði jarðar ekki ósvipaðir kartöflum að lög- un og stærð. Svartar trufflur koma frá Italíu og Frakklandi en finnast á Spáni, Ungverjalandi og Marókkó. Hvítu trufflurnar „il tartufo binanco" sem þykja bestar er helst að finna í ná- grenni Alba í Piedmonte héraði á norður Italíu. Þessi gimsteinn allra bragð- efna „töfrar viðstadda með him- neskum ilmi sem gefur fyrirheit um sérstakt, ólýsanlegt bragð, eins og blanda af jörðu, kryddi, kóngasveppum og hvítlauk". Sveppurinn vex við rætur trjáa og þarf sérþjálfaða hunda til að nasa hann uppi. Bestir þykja þeir sem finnast í nálægð eikartijáa. Á svipuðum tíma og íslenskir ijúpnaveiðimenn halda upp til heiða þá kemba trufflusafnarar ásamt hundum sínum hæðirnar þar sem helst er funda von. Oft eru notuð aldargömul kort sem ganga frá föður til sonar. Síðan er farið á markaðinn með það sem finnst en truflan er langt frá því að vera ódýr. Verðið getur verið um 100.000 - 200.000 kr. kílóið og fer það þá eftir tegund, aldri og árferði hvert markaðs- verðið er. I aldanna rás hefur þessi ein- staka náttúruafurð safnað um sig ævintýraljóma og goðsögnum. Á mismunandi tíma á ólíkum stöð- um hefur því verið trúað að truf- flan sé ómótstæðilegt sköpunar- verk kölska og norna hans og vaxi eingöngu þar sem eldingu hafi lostið niður. í Egyptalandi til forna, Babýlon, Grikklandi og Róm var trufflan álitin fjársjóður og fengu hvorki þjónar né þrælar að handfjatla hana. Trufflan hefur verið þekkt í nokkur þúsund ár, þótt uppruni hennar sé óþekktur. í elstu þekktu kokkabókinni De Re Coquinaria eftir Apicius eru truffluuppskriftir. En á tímum Apiciusar trúðu rómverjar því að trufflan hefði bæði lækninga- mátt og yki kynorku. Hélst sú trú fram um miðaldir og sagt er að Loðvík XIV hafi borðað pund af trufflum á dag. I matargerð eru trufflurnar bestar ferskar en búið er að þróa aðferðir til að njóta þeirra á fjar- lægari stöðum utan tínslutíma sem hefst í október og nær fram á vetur. Hægt er að fá trufflur i legi, til er trufflukrem og trufflubragbættar olíur sem dreifa bragðinu vel. Til skamms tíma hafa truffluafurðir fengist í Heilsuhúsinu. tKX Morgunblaðið/hmo

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.