Morgunblaðið - 01.12.1996, Side 52
52 E SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Kjarvalsstaðir
Bækur, kort, plaggöt, gjafavörur.
Opiö daglega frá kl. 10-18.
ARVISS viðburður hjá
Bjarna Elvari Pjeturs-
syni, tengdasyni Önn-
ulóar, er að fara á
hreindýraveiðar.
Að sjálfsögðu er það svo hans
verk að matreiða bráðina og það
finnst Bjarna Elvari ekki síðri
skemmtun. „Matreiðslan hjá mér
er eiginlega eins og punkturinn
yfir i-ið, segir hann. „Ég elda yfir-
leitt alla mína bráð og býð síðan
til veislu."
Kristín Heimisdóttir, eiginkona
Bjarna Elvars, segir hann vera af-
bragðskokk, það verði ekki af hon-
um skafið, en sér finnist óréttlátt
að hann eldi yfirleitt sparimat á
meðan hún sé í hversdagsmatn-
um, t.d. fiskibollum, og fái ekkert
hrós fyrir. „Ég elda eiginlega bara
það sem mér finnst gott" viður-
kennir Bjarni Elvar. „Til dæmis er
ég með forréttadellu, kannski gæti
ég þó soðið ýsu en varla meira en
það.“
Bragðast betur en besta
nautasteik
„Hreindýrakjöt bragðast betur
en mýksta og besta nautasteik og
er með sterku villibráðarbragðið
enda lifir dýrið aðallega á lyngi og
grasi,“ segir Bjarni Elvar um leið
og hann skellir steik á pönnuna.
„Kjötið er yfirleitt mjög meyrt og
galdurinn er fólginn í að steikja það
ekki of lengi," upplýsir hann.
Hreindýrasteikur eru yfirleitt
borðaðar til hátíðabrigða en Bjarni
Elvar segir marga góða rétti vera
til úr hreindýrahakki sem borða
má hversdags. Bjarni Elvar hefur
einnig veitt hreindýr á Graenlandi
og segir kjöt þaðan vera heldur
grófara en það íslenska. í ár voru
felld um 270 dýr hérlendis og fara
þau að mestu til veitingahúsa að
sögn Bjarna Elvars, en veiðitíma-
bilið er frá 1. ágúst til 15. septem-
ber.
Með hreindýrauppskriftinni fylg-
ir uppskrift að einum fiskrétti
Bjarna Elvars sem hann eldar
gjarnan á jólum.
KitchenAid
DÁLÍTIÐ sænskt, sýprus-tré f potti með rauðri
slaufu, rauður daiahestur eða annað lítið jóla-
skraut á munnþurrkuna og ofin diskamotta.
GLANSANDI fóður er glæsilegur dúkur, jóla-
slaufur í hlutverki servíettuhringja og einir
og jólaengill setja hátíðlegan blæ á borðið.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
VIÐ ELDHÚSBORÐIÐ föndra f.v. Sigríður og Annaló, húsbóndinn Heimir Sindrason,
Heimir Bjarnason, Lárus Gísli Halldórsson og Gréta Rut Bjarnadóttir.
er
rnié
Serviettuhringir aó hœtti Önnulóar
HÚSMÓÐIRIN á Vesturströnd 20,
Anna Lovísa Tryggvadóttir, er orð-
lögð fyrir myndarskap en hún hefur
það m.a. fyrir sið að föndra og búa
til skreytingar fyrir jólin. „Kjallarinn
hjá mér er yfirfullur af alls kyns jóla-
skrauti, sem ég tek upp smátt og
smátt alla jólaföstuna. Ég hef
óskaplega gaman af því að föndra
og á hverju ári prófa ég eitthvað
nýtt, í ár eru það servíettuhringir,
ódýrir og einfaldir, en ákaflega
skemmtilegir."
Líf og fjör var á heimilinu daginn
sem blaðamann og Ijósmyndara
Morgunblaðsins bar að garði,
mæðgurnar Annaló, eins og hún
er kölluð og dóttir hennar, Sigríður
sátu við eldhúsborðið og veltu fyrir
sér útfærslum á servíettuhringjum
og nutu liðstyrks annarra úr fjöl-
skyldunni, Bjarni Elvar Pjetursson
tengdasonur var í eldhúsinu að
matreiða hreindýrasteik en hundur-
inn hans, Perla, var önnum kafinn
í borðstofunni við að gæða sér á
gómsætum rétti húsbóndans sem
Ijósmyndari Morgunblaðsins var að
undirbúa tökur á. Perla virtist vera
sæmilega sátt við matinn því hún
sleikti rækilega út um að málsverði
loknum en kokkurinn var hins vegar
ekki ýkja hrifinn af góðri matarlyst
hundsins.
Sigríður er iðnhönnuður og
hægri hönd móður sinnar í skreyt-
ingum og föndri. „Mamma er
mesta jólabarnið í fjölskyldunni en
henni tekst alltaf að smita okkur
hin með gleði sinni,“ segir Sigríð-
ur. Annaló segist ekki getað lifað
án jólanna. „Þau kalla á líflega liti
og fallega hluti. Á tímabili málaði
ég mikið á postulín, þá helst jóla-
munstur ýmiss konar, m.a. krúsir
og kakókönnu, og í desembermán-
uði borðum við alltaf af diskum með
jólamunstri sem ég málaði sjálf.
Fyrir fimmtán árum byrjaði ég að
föndra með trölladeig en er nú að
mestu hætt því. Auk þess hef ég
gaman af alls kyns saumaskap og
bý til jólasveina af öllum stærðum
og gerðum, diskamottur, og ýmis-
legt fleira nytsamlegt.'1
Gerð servíettuhringja
Að mati Önnulóar fer of mikill
tími hjá fólki í verslunarferðir fyrir
jólin í stað þess að undirbúa
hátíðina í rólegheitum með t.d
föndri. „Slíkt er skapandi, sam-
einar fjölskylduna og skilur eft-
ir skemmtilegar minningar. í
raun geta allir föndrað og það
þarf alls ekki að vera flókið. Serví-
ettuhringirnir eru glöggt dæmi um
það.“
Við gerð servíettuhringjanna
notar Annaló hugmyndaflugið.
„Hægt er til dæmis að kaupa marg-
lita glersteina í föndurbúðum sem
síðan má brjóta niður í smærri ein-
ingar og líma á málmhring með
plötu. Málmhringinn er hægt að
úða gylltan eða silfurlitaðan eftir
smekk," segir hún.
Aðra ódýra leið segir Annaló
vera að nota snúrur og bönd sem
Morgunblaðið/Golli
fást í metravís í efnabúðum til að
vefja utan unn t.d. skorna eldhús-
pappírrúllu. „Á milli er gott að þétta
með bómull eða eldhús pappír,"
segir hún. „Stundum er óþarfi að
nota undirlag ef snúran er nóg
þétt og stíf til að mynda hring,"
baetir hún við.
í föndurbúðum fást einnig alls
konar hringir, t.d hringir úr viði sem
setja má efni á. Góð lausn og ekki
síður falleg er einfaldlega að binda
slaufu úr fallegum borða og setja á
servíettu."
I
I
Draumavél
heimilanna!
5 gerðir
Margir litir
Fæst um land allt.
50 ára frábær reynsla.
Morgunblaðið/Golli
BER, t.d. vibunum eða jafnvel reyniber fest á
vír og vafið utan um munnþurrkurnar. Gæta
verður þess að vírinn sé húðaður eða úr kop-
ar, svo hann smiti ekki. Myrta og mandarína
eru festar á vír og lagðar á borðið og skeiðin
í súpuskálina, sem sést í bakgrunni, er skreytt
með beri, sem fest er með vír á.
EINFALDLEIKINN í fyrirrúmi. Jólagrautur og
kanill í tini og tré og ofinn jóladúkur til skrauts
Morgunblaðið/Áslaug
BERGFLÉTTA er fallegur servíettuhringur.
JOLABORDIÐ
Einar
Farestveit&Co.hf.
Borgartúni 28 « 562 2901 og 562 2900
GYLLT borð hæfir vel á hátíðastundum.
Greinar, kerti og efnisstrangi gyllt og þurrkað-
ar eplasneiðar setja punktinn yfir i-ið.
JÓLABORÐIÐ getur verið með ýmsu móti, allt
eftir efnum og ástæðum. Fengnar voru nokkrar
góðar konur, kunnar að smekkvisi, til að leggja
á jólaborð og gefa hugmynd um hvað er hægt
að gera. Þær heita Erla Dögg Ingjaldsdóttir,
Auður Stefánsdóttir, og Kolbrún Finnsdóttir.