Morgunblaðið - 05.01.1997, Síða 28

Morgunblaðið - 05.01.1997, Síða 28
28 SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1997 MINNIIMGAR MORGUNBLAÐIÐ HARALDUR GUÐNASON + Haraldur Guðnason fæddist í Stóra- Sandfelli í Skriðdal 16. mars 1906. Hann lést á Sjúkra- húsinu á Egilsstöð- um 21. desember síðastliðinn. For- eldrar hans voru Vilborg Kristjáns- dóttir frá Grófar- gerði á Völlum og Guðni Björnsson frá Stóra-Sandfelli. Börn Guðna og Vil- borgar voru: Björn bóndi í Stóra-Sandfelli, Krist- ján bóndi í Stóra-Sandfelli, kvæntur Sigurborgu Guðna- dóttur frá Eskifirði, Benedikt bóndi á Ásgarði á Völlum, kvæntur Þuríði Guðmundsdótt- ur frá Arnkelsgerði, Haraldur bóndi á Eyjólfsstöðum og Sig- rún húsfreyja í Arnkelsgerði á Völlum, gift Nikulási Guð- mundssyni frá Arnkelsgerði. Auk þess áttu þau eina dóttur sem þau misstu. Systkinin eru nú öU látin. Haraldur var jarðsunginn frá Vallaneskirkju 30. desem- ber. Jarðað var í heimagrafreit á Sandfelli. Á Þorláksmessu hringdi vinur minn Magnús á Úlfsstöðum í mig og sagði mér frá andláti Haraldar frá Eyjólfsstöðum. Ekki kom mér andlát hans mikið á óvart, því að ég hafði frétt nokkrum dögum áður að hann væri mikið veikur og af honum dregið. *'Það er nú einu sinni gangur lífs- ins að kvikna, þroskast og deyja og slíkt liggur að lokum fyrir okkur öllum. Það er hins vegar ákaflega misjafnt hvemig lífíð leikur ein- staklingana og hvemig þeir bregð- ast við hlutskipti sínu. Haraldur var mjög farsæll maður, þótt líf hans væri ekki alltaf neinn dans á rósum. Eg hefi fáum kynnst, sem hafa verið eins jákvæðir gagnvart umhverfi sínu og örlögum, bæði í blíðu og stríðu og Haraldur var. Alltaf var hann glaður og þakklátur og sáttur við sitt hlutskipti, þrátt fyrir fötlun á fótum og blindu síðustu æviárin. Haraldur var kominn á tíunda áratuginn er hann lést. Hann ólst upp í Stóra-Sandfelli ásamt fjórum systkin- um sínum, þremur bræðmm og einni syst- ur, sem öll urðu dugandi bændur í Skriðdal og á Völlum og voru þekkt fyrir dugnað, myndarskap og snyrtimennsku í sínum búskap. Haraldur gekk í bamaskóla í Skriðdal eftir því sem þá gerðist, en rúmlega tvítugur fór hann í Al- þýðuskólann á Eiðum og stundaði þar nám í tvo vetur og vann síðan á Eiðum næsta vetur á eftir. Því næst gerðist hann barnakennari í Skriðdal 1930-1934 og aftur 1936- 1939. Á þessum ámm vann hann alltaf heima á búinu í Sandfelli á sumrin og eftir því sem með þurfti. Eitt ár vann hann í Kolkuósi í Skagafirði og vitnaði oft í dvöl sína þar og einkum í vin sinn Sigurmon fyrrum bónda í Kolkuósi sem hann hafði miklar mætur á. Á stríðsámnum vann Haraldur við ýmis störf í Reykjavík, m.a. byggingavinnu hjá Páli Guðjónssyni byggingameistara, föðurbróður konu minnar. Páll sagði mér eitt sinn að Haraldur hefði verið einn allra duglegasti, kappsamasti og samviskusamasti maður, sem hjá sér hefði unnið, en Páll hafði mikil umsvif og hjá honum vann fjöldi manns. Þannig var þetta með öll störf sem Haraldur kom að, hann lagði sig fram og hafði mikinn metnað fýrir að leysa öll sín verk vel af hendi, hver svo sem þau vom. Þótt Haraldur hafi starfað við ýmis ólík verkefni og getað komist t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengda- móðir og amma, ÁRNÝ MAGNEA HILMARSDÓTTIR frá Hofi Skagahreppi, lést þann 3. janúar á heimili sínu Móa- barði 8b, Hafnarfirði. Guðsteinn Hróbjartsson, Hilmar Guðsteinsson, Karolína Hilmarsdóttir, Aðalbjörg Guðsteinsdóttir, Guðjón Karlsson. t Ástkær eiginmaður minn, sonur, stjúp- faðir, tengdafaðir, afi, bróðir og mágur, BJÖRN SIGURÐSSON, Birkimel 8, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Neskirkju mánu- daginn 6. janúar kl. 13.30. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Valgeröur Eygló Kristófersdóttir. t Ástkær systir okkar, JÓHANNA SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, frá Nýjabæ, Álagranda 23, lést í Landakotsspítala 2. janúar. Jarðsett verður frá Neskirkju fimmtudaginn 9. janúar kl. 10.30. Birna Guðmundsdóttir, Helga Guðmundsdóttir. áfram á fleiri sviðum, stóð hugur hans þó alltaf til að verða bóndi í sveit. Fullveldisárið 1944 rættist þessi draumur Haraldar er hann kaupir góðjörðina Eyjólfsstaði á Völlum og hefur þar búskap. Ekki var setið auðum höndum á Eyjólfsstöðum eftir komu Haraldar, en strax hafíst handa við að rækta, byggja og bæta jörðina. Túnin stækkuðu jafnt og þétt og 1952 byggir hann vandað 480 rúmmetra steinhús (kjallari hæð og ris með kvistum) og 1959 fjós fýrir 14 mjólkurkýr auk geldneyta, hlöðu, mjólkurhús, geymslu og haughús. Allt voru þetta vandaðar og mynd- arlegar byggingar. Um margra ára skeið var þama rekinn myndar bú- skapur með mjólkurframleiðslu, sauðfjárrækt og hrossarækt og það var honum mikið metnaðarmál að rækta og eiga gott búfé. Á hveiju ári var unnið að jarða- bótum og ræktun, heyskapur stund- aður af kappi ásamt með gegning- um, mjöltum og öðrum bústörfum, sem til féllu og allt þetta gerði Haraldur einn, því að hann var ókvæntur og bjó einn mestallan sinn búskap. Sama var hvenær á sólar- hringnum farið var framhjá Eyjólfs- stöðum að vori eða sumri, oftast sást til Haraldar við störf og víst er að ekki eyddi hann miklu af vor- og sumamóttunum í svefn og iðjuleysi. Auk þessa sinnti hann húshaldinu, matbjó, bakaði og hélt öllu hreinu og snyrtilegu innanhúss sem utan. Ef komið var í Eyjólfsstaði í tíð Haraldar, var alltaf dúkað borð og framreiddar fínustu veitingar, kaffí, kökur og tertur, eða jafnvel steik- ur, enda var hann með afbrigðum gestrisinn. Haraldur var vinsæll í sinni sveit og þótti góður nágranni. Hann var allra manna greiðugastur og hjálp- samur ef með þurfti, og lá aldrei á liði sínu ef til hans var leitað. Hins vegar var hann fastur fyrir og harð- ur í hom að taka ef gengið var á hans hlut á einhvem hátt. Haraldur var mikill félagsmála- maður og ötull í þeim félögum sem hann starfaði í. Hann var formaður ungmennafélagsins í Vallahreppi í mörg ár og félagi í hestamannafé- laginu Freyfaxa til æviloka, þar sem hann var mjög áhugasamur og allt- af tilbúinn að starfa og leggja lið ef eitthvað þurfti að gera. M.a. lagði hann til túnþökur til að þekja allt áhorfendasvæðið við sýningarvöll félagsins á Stekkhólma. Þegar félagsheimili Vallamanna, Iðavellir, var byggt á árunum 1953- 1963 lögðu margir hreppsbúar fram mikla sjálfboðaliðsvinnu við bygg- inguna. Að öllum öðrum ólöstuðum má fullyrða að fáir eða enginn hafí lagt fram meiri vinnu í þessu skyni en Haraldur, þrátt fýrir að hann væri einyrki og hefði meira en nóg að gera heima þar sem hann var einnig á þessu tímabili að byggja upp heima á Eyjólfsstöðum eins og fyrr segir. Haraldur var hraustur og heilsu- góður að öðru leyti en því að hann bilaði í hnjám. Fór hann í fleiri aðgerðir til að bæta úr þessu, en þær tókust ekki sem skyldi. Fékk hann sýkingu í hné og þurfti að dvelja á sjúkrahúsi og á Reykja- lundi um alllangt skeið og hafði hann mikla fötlun af þessu síðan. Ekki ætlaði hann að gefast upp við búskapinn þrátt fyrir þetta og knú- inn af einstökum viljakrafti og hörku hélt hann áfram um tíma. Árið 1977 seldi hann síðan búið og jörðina félagasamtökunum „Ungt fólk með hlutverk". Haraldur dvaldi á Eyjólfsstöðum um nokkra hríð eftir að hann seldi jörðina, en flutti síðan til Reykjavík- ur með Birni Inga Stefánssyni og fjölskyldu hans og dvaldi á heimili þeirra á Logafold 100 í mörg ár og var hann þar eins og einn af fjölskyldunni. Milli Haraldar og þessarar fjölskyldu var mikil og gagnkvæm vinátta sem stóð til æviloka hans. Síðustu æviár sín dvaldi Haraldur á hjúkrunardeild sjúkrahússins á Egilsstöðum. Var hann þá orðinn alveg blindur og í hjólastól. Andlegri heilsu hélt hann alveg fram til þess síðasta. Hann fylgdist með því sem var að ger- ast, hlustaði á útvarp og talaði oft í síma við vini og kunningja. Starfs- gleðin og vinnusemin var alltaf sú sama. Alveg fram á sl. haust og vetur var hann að ríða tágakörfur, sem hann síðan gaf vinum og kunn- ingjum. Haraldur kunni vel að meta það sem fyrir hann var gert. Hann gaf á sínum tíma Reykjalundi og sjúkrahúsinu á Egilsstöðum nokkra peningaupphæð, í þakkar- og virð- ingarskyni við starfsemi þessara stofnana. Einnig stofnaði hann minningarsjóð um foreldra sína. Við Haraldur höfum þekkst lengi, eða alveg frá því að hann hóf bú- skap á Eyjólfsstöðum. Náið sam- starf og vinátta okkar á milli hófst hins vegar mun seinna í tengslum við hestamennskuna og hrossarækt Haraldar. Sumarið 1968 keypti eg nýfætt folald af Haraldi, sem eg gaf konunni minni. Þessi hestur er enn óbilaður á 29. aldursári. Sex önnur hross höfum við átt frá Har- aldi sem öll hafa reynst mjög vel. Hross frá Haraldi eða út af hans kyni eru nú orðin þekkt víða um land og sum þeirra hafa staðið í fremstu röð góð- og kynbótahrossa á lands- og fjórðungsmótum. Má þar nefna Seru og Topp frá Eyjólfs- stöðum og Gæfu frá Ulfsstöðum. Hross og hrossarækt var Haraldi mjög hugleikin á seinni árum. Hann hafði mjög mikinn metnað fyrir sín hross og fylgdist með þeim löngu eftir að hann hafði selt þau og gladdist mjög ef hann frétti um t Maöurinn minn, SIGURÐUR RÓBERTSSON rithöfundur, Hátúni 8, lést 27. desember. Útför hans fer fram frá Laugarneskirkju þriðjudaginn 7. janúar kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuð, en vilji ein- hver minnast hans, er bent á líknar- stofnanir. Maria Indriðadóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, EMELÍA JÓSEFÍNA ÞÓRÐARDÓTTIR frá Veiðileysu, andaðist ó Hrafnistu, Reykjavik, 3. janúar. Þórður Magnússon, Elias Magnússon, Hrafnhildur Jónsdóttir, Ingibjörg Magnúsdóttir, Halidór Arason, Sigurvin Magnússon, Guðný Guðmundsdóttir, Sólveig Magnúsdóttir, Sigurður Magnússon, Hulda Magnúsdótir, Svavar Edilonsson, barnabörn og barnabarnabörn. gott gengi þeirra. Oft ræddumst við Haraldur við í síma og eg heim- sótti hann stundum á Reykjalund, þegar hann dvaldi á Logafold 100 og á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum. Oft ræddum við þá um hross og þá ljómaði andlit hans af áhuga og gleði. Ég minnist góðs vinar með þökk og virðingu, blessuð sé minning hans. Ingimar Sveinsson. „Sæll er sá sem situr í skjóli hins hæsta, sá er gistir í skugga hins Almáttka." Nú er stundin runnin upp sem einn dag öllum mætir, kær vinur minn og samferðamaður um 20 ára skeið hefur stigið yfír landamæri hins sýnileg heims til að líta skap- ara sinn og Drottin. Kynni okkar Haraldar hófust sumarið 1977 þegar ég ásamt nokkrum ungmennum að sunnan fór til starfa við æskulýðsstarf á Egilsstöðum í boði sóknarprestsins. En þar sem hörgull var á leiguhús- næði í bænum fengum við inni hjá Haraldi bónda á Eyjólfsstöðum á Völlum. Haraldur tók okkur af- burða vel og þar hófust einstaklega náin kynni okkar sem héldust þar til yfír lauk. Haraldur var ókvæntur og barnlaus og var sem hann tæki mig sem sinn eigin son, slíkan kærleik og væntumþykju sýndi hann mér og síðar allri fjölskyldu minni. Þegar við hjónin stofnuðum heimili var hann tíður gestur þa*. dvaldi jafnan nokkrar vikur í senn. En þegar hann eltist og heilsu hans hrakaði settist hann að hjá okkur í allmörg ár þar til ekki var lengur hægt að hjúkra honum heima. Þegar litið er um öxl á þessum tímamótum er auðvelt að minnast liðinna stunda með Haraldi og þess manns sem hann hafði að geyma. Haraldur hafði sérstaka ánægju af að taka þátt í heimilishaldinu, hafði gaman af bakstri og bakaði oft vöfflur. Hann kenndi bömunum fyrstu stafína og að kveða að og að þekkja litina. Við töluðum oft um það að það væru forréttindi fyrir bömin okkar að hafa aldraðan mann á heimilinu enda reyndist hann þeim ætíð vel og hugsaði um þau sem afabörn væm. Við spiluð- um oft og var Haraldur mikill keppnismaður. Haraldur var örlátur maður og hugsaði alltaf vel til þeirra sem minna máttu sín. Hestar voru Haraldri mjög hugleiknir alveg fram á síðasta dag. Þegar hann dvaldi hjá okkur var honum mjög mikils virði að hlusta á vepurspána því honum stóð aldrei á sama hvern- ig viðraði í kringum þá. Hann átti gott hestakyn og bar hag hestanna fyrir bijósti alla tið. Haraldur var vinnusamur og var alltaf að og nú undir það síðasta reið hann körfur. Haraldur var vel að sér á flestum sviðum enda fylgdist hann vel með því sem var að gerast á líðandi stund, hvort sem það varðaði stjóm- mál, íþróttir eða almennar fréttir. Hann var mannglöggur og voru mannlýsingar hans oft mjög ná- kvæmar. Haraldur var lífsglaður maður og bjó yfír ótrúlegri þraut- seigju, sem kom vel fram þegar heilsuleysi fór að gera vart við sig hin síðari ár. Hann hreinlega kunni ekki að gefast upp. í síðustu skiptin sem við hitt- umst var þó ljóst að Haraldur var tilbúinn að kveðja og friður var yfir lífi hans. Hann var saddur líf- daga og sáttur þegar hann kvaddi með nafnið Jesú á vörum sínum tilbúinn að mæta Guði sínum. Kæri vinur, mig langar að þakka þér allar þær ógleymanlegu stundir sem við höfum átt saman og þína sterku vináttu í þau 20 ár sem við höfum þekkst. Systkinin Sara, Helga, Stefáni Andri og Ester Rós, senda þér kveðju og þakklæti fyrir umhyggju þína og kærleik. Þér munu þau aldrei gleyma. „Ég mun fá að sjá auglit þitt sakir réttlætis míns, skoða mig saddan á _ mynd þinni, þá er ég vakna.“ (Úr Davíðssálmum). Kveðja frá mér og fjölskyldunni. Björn Ingi Stefánsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.