Morgunblaðið - 11.01.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.01.1997, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Forstjóri Osta- og smjörsölunnar segir mjólkuriðnaðinn ekki taka ákvörðun um verð á mjólkurafurðum Heildsölukostn- aður leiðréttur ÓSKAR H. Gunnarsson, forstjóri Osta- og smjörsölunnar, segir að það sé ekki á valdi Osta- og smjör- sölunnar eða mjólkuriðnaðarins að breyta verði á mjólkurafurðum heldur fimmmannanefndar. Fyrirliggjandi hugmyndir um magnafsláttarkerfi í viðskiptum með mjólkurafurðir gangi út á að leiðrétta skiptingu á kostnaði sem mjólkuriðnaður hafi af því að selja og dreifa vörunum til smásala. Sama kerfi og í iiágrannalöndunum Á síðasta ári féllst samkeppnis- ráð á kröfu Bónuss um að Osta- og smjörsölunni bæri að veita af- slátt á mjólkurafurðum sem eru utan verðlagsákvæða fímmmanna- nefndar. Óskar sagði að það hefðu verið ýmsir annmarkar á að ein- angra þennan afslátt við þessar tilteknu vörutegundir. Auk þess hefði það verið mat stjómenda í mjólkuriðnaði að krafa kæmi fljót- lega fram um að veittur yrði magn- afsláttur af öllum mjólkurvörum, einnig þeim sem em bundnar opin- berri verðlagningu og þess vegna hefðu þeir lagt til að afslátturinn næði til allra mjólkurafurða. „Við tókum það frumkvæði að kanna hvernig þessum viðskiptum er háttað í nágrannalöndum okk- ar. Tillögurnar sem liggja fyrir fimmmannanefnd taka mið af þessu og eru í megindráttum sniðnar að því sem gerist í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Við teljum því að við séum tiltölulega opnir fyrir breytingum og viljum laga okkur að breyttu þjóðfélagi," sagði Óskar. „Núna er sama verð á mjólkur- vörum alls staðar á landinu, sama í hversu miklu magni viðkomandi verslun hefur keypt af mjólkur- iðnaðinum. Það má segja að heild- sölukostnaðinum hafi verið jafnað út. Sá stóri hefur að hluta til borið kostnað af viðskiptum þess litla. Með hugmyndum sem liggja fyrir um að hækka verðið um 1% er þvi verið að gera tillögu um að jafna þessum kostnaði á nýjan leik. Þetta er ekki ákvörðun sem mjólkuriðnaðurinn tekur heldur er það fimmmannanefnd og sam- keppnisráð sem koma að mál- inu.“ Ákvörðun hefur verið tekin um að afnema smátt og smátt opin- bera verðlagningu á lambakjöti. Engin slík ákvörðun hefur verið tekin varðandi mjólkurafurðir, en viðræður standa nú yfir milli bænda og landbúnaðarráðuneytis- ins um endurnýjun á búvörusamn- ingi í mjólkurframleiðslu. Óskar sagði að ef magnafsláttakerfi yrði komið á í viðskiptum með mjólkur- afurðir kynnu menn að feta sig inn á þá braut að gefa verðlagningu í smásölu fijálsa. Opið bréf til Halldórs Þor- steinssonar MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Friðrik Rafnssyni, ritstjóra Tímarits Máls og menningar: „Kæri Halldór. Föstudaginn 10. janúar sl. birtist hér í Morgunblaðinu grein eftir þig undir fyrirsögninni „Nóbelsverð- launahafí fær falleinkunn hjá Máli og menningu“. Tilefni skrifanna er að ég afþakkaði fyrir áramótin þýðingu þína á smásögu eftir ít- alska skáldjöfurinn Pirandello. Þér hefur sýnilega sárnað afsvarið, ekki bara fyrir þína hönd, heldur fyrir hönd Pirandello og gott ef ekki allrar ítölsku þjóðarinnar, því þú ferð mikinn í greininni og send- ir mér tóninn fyrir að hafa hafnað þýðingunni. En eitthvað hefur þig þrotið rökin í reiðikastinu, því skyndilega ferðu m.a. að geðvonsk- ast út í Guðmund Andra Thorsson vegna efasemda hans um að sumar íslenskrar barnabækur séu ekki nógu skemmtilegar. Hvað kemur það þýðingu þinni á sögu Piran- dello við? Ég starfa eftir þeirri ritstjórnar- reglu að bréfaskipti um handrit séu trúnaðarmál og ræði þá hluti ein- göngu við nánustu samstarfskonu mína, Ingibjörgu Haraldsdóttur, aðstoðarritstjóra, skáld og þýð- anda. En úr því þú kýst að ryðjast með annars ágæt samskipti okkar í fjölmiðla er best að fólk fái að vita það sem þú veist þegar. Satt er það, ég hafnaði sögunni og hafði reyndar áður hafnað fleiri þýðingum þínum. Afsvarið sendi ég þér eftir að hafa lesið sögumar og leitað álits Ingibjargar. Ástæðan var sú, eins og ég sagði þér í bréfinu, að okkur leist ekki nógu vel á þær. Ástæðan var einnig sú, og það hefði ég ef til vill átt að orða skýrar í afsvarinu, að okkur fannst þýðingin ekki nógu lipur. Það er ábyrgðar- hluti og vandaverk að þýða verk mikilla höfunda á borð við Piran- dello. Á því sviði gætir þú margt lært af Thor Vilhjálmssyni. Ég bendi þér sérstaklega á snilldarþýðingu hans á „Nafni rósarinnar" eftir Umberto Eco fyrir áratug eða svo. Það er því mesti misskilningur, Halldór, að mér sé eitthvað uppsig- að við Pirandello eða ítölsku þjóð- ina. Og þaðan af síður við þig. Mitt starf er að bjóða áskrifendum TMM upp á sem allra best og fjölbreytt- ast lesefni um bókmenntir og listir, sem felst m.a. í að velja úr því gríð- armikla efni sem tímaritinu býðst til birtingar. Við Ingibjörg gáfum því þýðingu þinni „falleinkunn", en ekki Pirandello. En við emm auðvit- að enginn Stóridómur eins og þú virðist halda og því vona ég bara að þú náir tilskilinni „einkunn" hjá öðra bókmenntatímariti." Morgunblaðið/Ásdís „SPEGLUN“ TJORNIN er vinsælt viðfangs- um í vikunni spegluðust húsin efni ljósmyndara og í stillun- við Tjarnargötu skemmtilega. Ford kynnir nýja fjár- mögnunar- leið FORD-umboðið Brimborg í Reykja- vík býður til Ford-sýningar um helg- ina og verða þar sýndar ýmsar gerð- ir Ford fólksbíla og jeppa. Einnig kynnir Brimborg fyrst bílaumboða nýja fjármögnunarleið við bílakaup sem nefnd hefur verið „Fislétt fjár- mögnun“. Brimborg kynnir fólksbílana Fiesta, Escort og Mondeo, sendi- og fólksflutningabílana Transit og Econolinej Explorer-jeppann og pallbíla. Á síðasta ári seldust alls 359 fólksbílar frá Ford og jókst markaðshlutdeild þeirra um 160% frá fyrra ári og var orðin 4,5%. Egill Jóhannsson framkvæmdastjóri hjá Brimborg segir að nýja fjár- mögnunarleiðin þýði allt að 70% lægri greiðslubyrði en við hefðbund- in bílalán, fjármagnskostnaður sé minni og að ekki þurfi ábyrgðar- menn. Má sem dæmi nefna að sé keyptur bíll sem kostar eina milljón króna og greidd 300.000 króna út- borgun verður mánaðargreiðsla í þijú ár kr. 12.457. Mánaðarleg greiðsla ræðst af útborgun og því hversu há lokaafborgun bílsins verð- ur en söluandvirði hans getur geng- ið uppí lokaútborgunina. Kaupend- um er fijálst að tryggja hjá hvaða tryggingafélagi sem er en kaskó- trygging er skilyrði. Lýsing verður eigandi bílsins en kaupandi er skráð- ur umráðamaður í skráningarskír- teini hans. Opið verður hjá Ford-umboðinu á laugardag milli kl. 12 og 16 og á sunnudag milli kl. 13 og 16. rrn nrn rrn -i n-in lárusi>.valdimarsson,framkvæmdastjóri UUL I lOU'UUL I u/U JÓHANNÞÚRBARSON,HRL.LðGGILTURRVSTEIBBIASflLI. Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Einbýlishús - móti suðri og sól Vandað og vel byggt steinhús, 141,2 fm nettó auK geymslu og föndurherbergis I kj. Góður bílskúr, 33,6 fm auk geymslu. Ræktuð lóð með stórri verönd og heitum potti. Vinsæll staður við Hrauntungu Kóp. 2ja herb. íbúðir - góð kjör Við Barónsstíg, skammt frá Laugavegi, mikið endurnýjuö. Við Rofabæ, 1. hæð. Langtímalán kr. 3,0 millj. Tilboð óskast. Við Barðavog, stór samþykkt kjallaraíb. Sérinngangur. Á vinsælum stað í Vesturborginni Sólrík 3ja herb. íbúð á 2. hæð, 81,9 fm. Góð geymsla í kj. Ný endurbætt sameign. Vinsæll staður. Vestan Elliðaáa - vestur á Nes Versiunarhúsnæði 450-500 fm óskast fyrir landsþekkt fyrirtæki. Má vera ófullgert/eða þarfn. endurbóta. Farið verður með allar uppl. sem trúnaðarmál. Fjöldi fjársterkra kaupenda á skrá. Óskað er eftir íbúðum, sérhæðum, rað- og einbýlishúsum af flestum stærðum og gerðum. Margskonar eignaskipti. • • • Opið í dag kl. 10-14. Góð byggingarlóð óskast. Almenna fasteignasalan sf. var stofnuð 14. júlí 1944. ALMENNA FASTEIGNASALAN LAUGAVEG118 S, 5521150 - 552 1370 Fossvogur — endaraðhús Vorum að fá í einkasölu tæplega 200 fm endaraðhús á góðum stað við Brúnaland. í húsinu eru 4 svefnherb. og stofa m.m. Ræktuð lóð. Suðursvalir. Bílskúr. Bein sala eða skipti á minni eign. Opið í dag, laugardag, kl. 11—14 EIGNASALAN, Ingólfsstræti 12, símar 551 9540 og 551 9191. ------Afríka Jparfna&t, jpín!------------------ Takið pátt í 6 mánaða ejálfboðaliðaetarfi í verkefninu HUMANA FEOPLE TO FEOFLE i Móeambik: - Við að kenna í íþró-ttaekóla fyrir götubörn - Starfa að féiagemáium í barnaþorpi - Taka þátt í uppbyggingu ekóia á iandebyggðinni Enqrar kumáttu er krafíet, einunqie áhuqa oq framtakeeemi par eem peee er pörfl Nauðsynlegrar kunnáttu er afíað á 5 mánaða námskeiði í Den rejsende Hejskoie í Tvind, Danmörku. dyrjað! eeptember 1997. Eftirdvöiina í Afríku tekur við 4 ára uppiýeinqaetarf. Kynningarfundur ítZeykjavík 31.janúar. Skrifið eða eendið símbréf eftir nánari upplý&ingum. Fax OO 4-5 75 54 35 &7 til Lillian Christen&en/Pag Den rejsende Hjþskole í Tvind, Skorkærvej 8, DK-6990 Ulfborg J Gæslu- varðhald framlengt HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sam- þykkti síðdegis á fímmtudag kröfu lögreglu um að framlengja gæslu- varðhald yfír hollensku pari á fímm- tugsaldri til 6. febrúar næstkom- andi, en parið var handtekið á Kefla- víkurflugvelli með mikið af hassi í fóram sínum skömmu fyrir jól. Auk Hollendinganna eru ijórir íslendingar í haldi vegna málsins. Samkvæmt upplýsingum frá fíkni- efndadeild lögreglunnar var krafa gerð um framlengingu vegna um- fangs brota fólksins, og þykir ástæða til að reyna að halda fólkinu í gæsluvarðhaldi þangað til dómur fellur. í gær fór lögregian einnig fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir einum íslendinganna fjögurra, sem hefði að öðrum kosti átt að losna í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.