Morgunblaðið - 11.01.1997, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 11.01.1997, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1997 45 MINNINGAR MESSUR Á MORGUN ÓLAFÍA Þ. REIMARSDÓTTIR + ÓIafía Þ. Reim- arsdóttir fædd- ist í Vestmannaeyj- um 18. janúar 1910. Hún lést á hjúkrun- arheimilinu Ljós- heimum á Selfossi 2. janúar síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Reimar Hjartarson, f. 10.1. 1891 á Álftahóli í Austur-Landeyjum, pípugerðarmaður í Vestmannaeyjum, d. 7.6. 1955, og Anna Magnea Einarsdótt- ir, f. 5.2.1887 í Miðholti í Reykja- vík, húsmóðir í Vestmannaeyj- Almáttug hönd og ásjá þín enn hefur náð og séð til mín. Lof sé þér, Guð, fyrir lán og hag, lífið, heilsu og vernd í dag. Eg vil ganga til náða nú, nú bið ég, Guð, mig geymir þú, vertu minni hvílu hjá, hjá mér vak þú og að mér gá. Veittu mér, Drottinn, værð og ró, vek mig í réttan tíma þó. Líkaminn sofi sætt sem ber, sálin og andinn vaki í þér. (S. Jónsson frá Presthólum.) Hún Lóa er dáin, farin á æðri svið. Þegar líkaminn er orðinn slitinn og sjúkur og aldurinn hár er dauðinn líkn. Hún var tilbúin. Lóa var lítil vexti, kvik í hreyfingum og broshýr. Það var svo auðvelt að gleðja hana, aðeins að líta inn til hennar var henni gleðiefni. Lítill bíltúr var á við utan- landsferð hjá öðrum, gat hún verið að minnast hans í marga mánuði á eftir. Aldrei komum við í heimsókn öðruvísi en Lóa spyrði um börnin okkar, en hún bar mikla umhyggju fyrir öllum í fjölskyldunni og var ákaflega barngóð. Lóa dvaldi á Ljós- heimum, Hjúkrunarheimili aldraðra, síðustu ár ævi sinnar, en þar leið henni vel. Starfsfóikið og vistmenn- um, d. 8.2.1964. Systk- ini Ólafíu og hálfsystk- ini eru: Guðmundur Kristinsson, látinn, Ragnar Einarsson, lát- inn, Þórunn Reimars- dóttir, látin, Hjörtrós Alda Reimarsdóttir, látin, Guðmundur Lúðvík Rósinkrans Reimarsson, búsettur í Reykjavík, og Sig- urður Reimarsson, bú- settur í Vestmannaeyj- um; Útför Ólafíu fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. irnir voru hennar vinir og félagar, þar var hennar heimili. Við viljum þakka Lóu fyrir sam- fylgdina og hlýjuna í okkar garð. Guð veri ávallt með þér. Við kveðjum þig okkar litla ljúfa vina. Við geymum ávallt umhyggjuna þína, þitt bjarta bros, þinn létta fót. Þína tryggð og vinahót, þannig viljum við þig muna. Starfsfólki Ljósheima eru færðar hugheilar þakkir fyrir frábæra umönnun. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Gróa K. Bjarnadóttir. Með nokkrum orðum viljum við kveðja elskulega Lóu okkar. Nú er hún horfin yfir móðuna miklu og hefur hlotið hvíldina og við vitum að hún hefur hlotið góða heimkomu. Lóu okkar þökkum allt það góða sem frá henni stafaði. Við, móðir okkar og amma biðjum henni blessunar guðs. Minningin um hlýlega persónu og það góða frá Lóu mun lifa. Jesús sagði: „Ég er ljós heimsins. Hver sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri heldur hafa ljós lífsins." Ásdís Magnea og Aldís Ósk Egilsdætur. HÓLMFRÍÐUR MEKKÍNÓSDÓTTIR + Hólmfríður Mekkínósdóttir fæddist í Reykjavík 24. nóv- ember 1923. Hún lést í Sjúkra- húsi Reykjavíkur 3. janúar síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 8. janúar. Þau vináttubönd sem lifa lengst eru tengd á bernsku- og æskuárum. Þá er hugurinn opinn og allt af ein- lægni sagt. Þó lífsbrautin verði ólík og áföll á leiðinni treystir það sanna vináttu fremur en hitt. Fríða var þessi trygglynda, góða og umhyggjusama vinkona sem aldr- ei brást. Hennar sterkasti eiginleiki var þjónustulund. Hún vildi allt fyrir aðra gera. Hún var elst systkina, átti þrjá yngri bræður. En nokkur systkina hennar höfðu dáið við fæðingu. Fríða var fyrsta barnið sem komst á legg og því mikið yndi og eftirlæti foreldr- anna, sérstaklega föður síns. í upphafi stríðsáranna var ekki við hæfí að ungar stúlkur væru mik- ið á flandri að kvöldlagi. Hermenn á hveiju strái, útgöngubann og tak- mörkuð lýsing á götunum. Þá var það að nokkrar stöllur stofnuðu saumaklúbb. Allar bjuggum við þá stutt hver frá annarri og þá þótti sjálfsagt að allir ptjónuðu peysur og saumuðu út. Eitt kvöld í viku hitt- umst við og þegar einhver úr hópn- um hvarf burt úr bænum til langdv- alar í útlöndum eða annars staðar héldu hinar samt hópinn. Sumar gengu snemma í hjónaband og ein- beittu sér að búi og börnum, en aðrar voru á ferð og flugi á vinnu- markaðinum. En ein af þeim var Fríða. Börn fæddust, fjölskyldur gerðu sínar kröfur, en alltaf héldum við hópinn. Stunum fórum við í ferðalög saman innan lands og utan, skemmtum okkur með mökum og börnum, en fyrst og fremst vorum við þátttakendur í gleði og sorg hver hjá annarri. í þessum hópi var Fríða sú sem var hreyfanlegust, viljugust að heimsækja hinar, fúsust til að- stoðar á stórhátíðum, sú sem mundi eftir afmælum mæðra okkar og barna og gaf sér tíma til að spjalla við krakkana okkar um þeirra áhugamál. Á gleðistundu var hún kátust allra og manna skemmtilegust. Hún var mikill fagurkeri, næm á fagmennsku og gæði í húsbúnaði, vandlát og kröfuhörð um val á öllu til híbýla- prýði, á skrautmuni jafnt og mynd- list. Hún sótti leikhús og sá flestar málverkasýningar sem á boðstólum voru þangað til á síðustu árum að framboð á slíku fór yfir öll mörk. Matargerð lék henni í höndum og þar var ekkert skorið við neglur. Framreiddar kræsingar veittar af eðlislægum höfðingsskap og rausn. í mörg ár voru sundlaugarferðir fastur liður í daglegu lífi hennar enda hún vön slíku frá ungum árum þegar foreldrar hennar bjuggu í nágrenni gömlu sundlauganna í Laugardal. Henni leið vel eftir sund- sprett og naut þess að eiga smá- spjall við aðra fastagesti í laugunum. Það var í slíkri ferð sem hún fékk hvíldina. Hún er sú fyrsta úr hópnum sem kveður og það verður tómlegt án hennar. Að leiðarlokum er þökkuð löng og góð samfylgd. Valdís Pálsdóttir. Guðspjall dagsins: Þegar Jesús var 12 ára. (Lúk. 2.) ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffi eftir messu. Árni Bergur Sigurbjörns- son. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Foreldrar hvattirtil þátttöku með börnunum. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guðmunds- son. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. Dómkórinn syngur. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. Barna- starf kl. 13. Bænaguðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Hjalti Guðmunds- son. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs- þjónusta kl. 10.15. Organist' Kjart- an Ólafsson. Sr. Pétur Þorsteins- son. GRENSÁSKIRKJA: Fjölskyldu- messa kl. 11. Börnin taka þátt í messunni ásamt Eirnýju Ásgeirs- dóttur, Þuríði Guðnadóttur og Sonju Berg. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Organisti Árni Arinbjarn- arson. HALLGRÍMSKIRKJA: Barnasam- koma og messa kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Messa kl. 14. Organ- isti Pavel Manasek. Sr. Helga Soff- ía Konráðsdóttir. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Messa kl. 11. Prestur sr. Tómas Guðmundsson. Organisti Jón Stefánsson. Kór Langholtskirkju (hópur IV) syngur. Einsöngur Valgerður Guðrún Guðnadóttir. Hljóðfæraleikarar úr Kór og Gradualekór leika. Kaffisopi eftir messu. Barnastarf kl. 13 í umsjá Lenu Rós Matthíasdóttur. LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Félagar úr Kór Laugarneskirkju syngja. Organisti Gunnar Gunn- arsson. Barnastarf á sama tíma. Guðsþjónusta kl. 14 í Sjálfsbjarg- arhúsinu, Hátúni 12. Kvöldmessa kl. 20.30. Kór Laugarneskirkju. Gréta Matthíasdóttir og Þorvaldur Halldórsson syngja. Undirleik ann- ast Sigurður Flosason, saxófón- leikari, Tómas R. Einarsson, bassaleikari og Matthías Hamstock, trommuleikari, ásamt organistanum Gunnari Gunnars- syni. Lifandi tónlist frá kl. 20. Ólaf- ur Jóhannsson. NESKIRKJA: Barnastarf kl. 11. Opið hús frá kl. 10. Sr. Frank M. Halldórsson. Frostaskjól: Barna- starf kl. 11. Húsið opnar kl. 10.30. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Halldór Reynisson. Organisti Reynir Jón- asson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Hildur Sigurðar- dóttir. Organisti Viera Manasek. Barnastarf á sama tíma. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Guðs- þjónusta kl. 14. Barnastarf á sama tíma. Foreldrar skírnarbarna síð- astliðins árs boðnir sérstaklega velkomnir. Kaffi eftir messu. ÁRBÆJARKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Kristín G. Jónsdóttir. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Hátíðarguðsþjón- usta vegna 25 ára afmælis safnað- arins kl. 14. Sigurþór Þorgilsson fyrsti formaður sóknarnefndar prédikar. Kaffiveitingar að guðs- þjónustu lokinni. Samkoma Ungs fólks með hlutverk kl. 20. Gísli Jón- asson. DIGRANESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Magnús Guð- jónsson. Barnaguðsþjónusta á sama tíma. Léttur málsverður að lokinni guðsþjónustu. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Umsjón Ragnar Schram. Guðsþjónusta á samatíma. Prestursr. Guðmundur Karl Ágústsson. Organisti Lenka Mátéová. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Umsjón hafa Hjörtur og Rúna. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Kjartan Jónsson kristniboði prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti. Organisti Hrönn Helgadóttir. Prestarnir. HJALLAKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Sr. íris Kristjáns- dóttir þjónar. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Organisti Oddný J. Þor- steinsdóttir. Sóknarprestur. KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarf í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11. Hátíðarmessa kl. 14. Biskup ís- lands herra Ólafur Skúlason helgar nýtt og vandað orgel sem sett hefur verið upp í kirkjunni. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Arnar Falkner organista. Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur einsöng. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ágúst Einarsson prédikar. Selj- ur, kór kvenfélagsins, leiða söng. Organisti Sólveig Einarsdóttir. Sóknarprestur. FRÍKIRKJAN, Rvík: Barnaguðs- þjónusta kl. 11.15. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Pavel Smid. Cecil Haraldsson. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Laug- ardag: Messa kl. 8 og kl. 14. Sunnudag: Hámessa kl. 10.30, messa kl. 14, messa á ensku kl. 20. Mánudaga til föstudaga: mess- ur kl. 8 og kl. 18. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11 á sunnudögum. MESSÍAS-FRÍKIRKJA: Rauðarár- stíg 26, Reykjavík. Guðsþjónusta sunnudag kl. 20 og fimmtudag kl. 20. Altarisganga öll sunnudags- kvöld. Prestur sr. Guðmundur Örn Ragnarsson. ORÐ LÍFSINS: Grensásvegi 8. Al- menn samkoma og sunnudaga- skóli kl. 11. Ræðumaður Ásmund- ur Magnússon. Allir hjartanlega velkomnir. (ýrir WINDOWS Tökum Opus-Allt og annan hugbúnað uppí S\ kerfisþróun hf. Fákafeni 11 -Sími 568 8055 Verslunar- menn! sjálfvirk skráning Límmiðaprentari RAFHÖNNUN VBH ||| Ármúla 17 - S(ml 538 3600 Fax 588 3611 - vbh@centrum Inniskór frá 490 kuldaskór frá 1990 smáskór í bláu húsi v/Fákafen FÆREYSKA SJÓMANNAHEIM- ILIÐ: Samkoma á morgun kl. 17. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Bænastund kl. 19.30. Hjálpræðissamkoma kl. 20. Elsabet Daníelsdóttir talar. VÍDALÍNSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Einsöngur Rannveig Fríða Bragadóttir. Píanóleikur: Gerrit Scuil. Sunnudagaskóli á sama tíma í safnaðarheimilinu. Sunnudaga- skóli í Hofstaðaskóla kl. 13. Bragi Friðriksson. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14. Barna- og unglingakór kirkj- unnar og kór Víðistaðasóknar syngja. Sigurður Helgi Guðmunds- son. GARÐAKIRKJA. Guðsþjónusta kl. 14. Bragi Friðriksson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnudagaskóli í Hvaleyrarskóla kl. 11. Sunnudagaskóli Hafnar- fjarðarkirkju kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Natalía Chow. Prestur sr. Gunnþór Ingason. Tón- listarguðsþjónusta kl. 18. Örn Arn- arson og Valdimar Másson syngja. Organisti Natalía Chow. Halla Jónsdóttir, leiðbeinandi á hjóna- námskeiðum kirkjunnar, flytur hug- leiðingu. Fyrirbænir fyrir hjónum og fólki í sambúð. Prestur sr. Þór- haljur Heimisson. FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Barna- samkoma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kirkjukórinn leiðir söng ásamt Erni Arnarsyni. Organisti Þóra Guðmundsdóttir. Fundur með fermingarbörnum og foreldrum að lokinni guðsþjónustu. Einar Ey- jólfsson. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa sunnudaga kl. 8.30. Aðra daga kl. 8. Allir velkomnir. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík: Messa kl. 14. HVERAGERÐISKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Jón Ragnarsson. HEILSUSTOFNUN NLFÍ: Guðs- þjónusta kl. 11. Jón Ragnarsson. SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 14. Sóknarprestur. STOKKSEYRARKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Úlfar Guð- mundsson. LANDAKIRKJA, Vestmannaeyj- um: Almenn guðsþjónusta kl. 14. Sr. Bjarni Þór Bjarnason, héraðs- prestur, þjónar. Messukaffi. HVAMMSTANGAKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Barnafræð- arar eru Laura Ann-Howser og Guðrún Helga Bjarnadóttir. Krist- ján Björnsson. AKRANESKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta í dag, laugardag kl. 11. TTT-samvera í safnaðarheimilinu kl. 13. Stjórnandi Sigurður Grétar Sigurðsson. Messa kl. 14. Björn Jónsson. Fríkirkjusöfnuöurinn i Reykjavík Sunnudagur 12. janúar 1. sunnudagur eftir þrettánda: Barnaguðsþjónusta kl. 11.15 Guðsþjónusta kl. 14.00 +
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.