Morgunblaðið - 11.01.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.01.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1997 39 að í lífinu kemur gjarnan í ljós að uppskeran er heldur rýr miðað við allan orðaflauminn. Hins vegar eru menn sem vinna af elju og sam- viskusemi sitt dagsverk. Björn var í hópi þeirra. Hann lét verkin tala og lét gott af sér leiða. Störf hans byggðust einnig upp á kærleika og ást. Þetta kemur skýrt fram í bókinni þegar Björn fjallar um baráttu bænda fyrir varðveislu Laxár og baráttu gegn fyrirhuguð- um virkjunarframkvæmdum. Þar segir: „Við áttum sterkara afl, en það var ástin. Við elskuðum þessa á og þessi vötn, fólk hafði gengið á þessum bökkum og þekkti þar fugla og fiska. Ástin er sterkasta afl í heimi.“ Annað sem segir okkur mikið um raunverulega manngerð fólks er hvernig það kemur fram við aðra. Hvort það lifir fyrst og fremst fyrir eigið skinn og eyðir mestri orku í að raka að sér gæðum án þess að leyfa öðrum að njóta þeirra, eða hvort viðkomandi gefur af sér og leggur orku í að vinna að því að öðrum líði vel. Af ávöxtunum skulum þér þekkja þá. Björn var einn af þeim sem sannarlega gaf af sjálfum sér til þerra sem þurftu aðstoðar við. Þetta kom bæði fram í smáu sem stóru. T.d. kom þetta 1 skýrt í ljós í samskiptum hans við i börn sem hændust mjög að honum. I Ég veit að ferðir Björns síðastliðið sumar með Svövu Guðrúnu, dóttur okkar Sveinbjargar, verða henni ómetanlegur fjársjóður. Þá fóru þau saman ásamt hundinum Bangsa á pallbílnum til að skoða fuglana og aðra fegurð náttúrunn- ar. Enda hafði Björn einstakt lag á að tala við börn á þeirra nótum . og setja sig inn í hugsanagang ' þeirra. Flestir vita um ofangreinda bók, „Rennt í hylinn“. Færri vita | væntanlega að hann var langt kom- inn með að skrifa barnabók þar sem skilningur hans á börnum kemur svo vel og fallega í ljós. Bókin fjall- ar um fjögurra ára stúlku sem býr í Reykjavík og á afa sem býr í sveit norður í landi. Þarna talaði Björn af eigin reynslu. Já, af ávöxtunum skuluð þér | þekkja þá. Björn hefur á ævi sinni unnið þrekvirki sem glöggt kemur fram í þeirri uppbyggingu sem | blasir við á Laxamýri. Þar blasir lífsstarf hans við sem hefur verið byggt upp í samstarfi við Vigfús bróður Björns, samstarfi sem hefur byggst á gagnkvæmri virðingu, vináttu og trausti. En lífsstarf Björns er ekki bara sjáanlegt í ræktun jarðar, ár og uppbyggingu húsa. Lífsstarf hans var einnig fólgið í gríðarmikilli reynslu, þekk- ■ ingu og hlýju sem hann miðlaði til j okkar sem kynntumst honum. Fyrir u.þ.b. 8 árum fékk Björn fyrsta hjartaáfallið. Hann náði ótrúlega góðri heilsu aftur þangað til hann fékk annað hjartaáfall sem skerti mjög vinnugetu hans. Hann sló hins vegar ekki af og hélt ótrauður áfram og vann eftir því sem heilsan leyfði. Síðasta kvöldið hans Björns reyndist vera síðasta gamlárskvöld. Þá var hann óvenju | hress miðað við það sem hann hafði verið í nokkurn tíma á und- * an. Þrátt fyrir að vera fársjúkur var hann enn að skipuleggja fram- tíðina og ýmislegt sem gera þurfti. Þetta kvöld var okkur sem þekkt- um hann og þótti vænt um hann ógleymanlegt, því hann gat notið þess að ræða við fólkið sitt og borða síðustu kvöldmáltíð sína á g Laxamýri meðal ástvina. Þannig vildi Björn hafa það. Árinu var lokið! Björn var sáttur við guð og menn. Hann var sáttur við lífs- starfið. Elsku Jóna, Sveinbjörg, Jón Helgi, Halla Bergþóra og Elín Margrét, ég votta ykkur og öðrum ástvinum Björns mína dýpstu sam- úð og bið góðan Guð að blessa og varðveita Björn Gunnar Jónsson. Blessuð sé minning mikils manns. Helgi Hróðmarsson. Nýársdagur, fyrsti dagurinn á árinu, færði ekki góðar fréttir, hann Bjössi er dáinn. Bjössi var búinn að vera mikið veikur undan- farið, en samt var ég ekki tilbúin að heyra þessa frétt. Mikill er sökn- uður okkar er þekktum Bjössa. Ég var 6 ára þegar Ninna frænka og Bjössi giftu sig og fór ég til þeirra það sumar og var það mitt fyrsta sumar af mörgum, fannst aldrei neitt sumar vera nema að komast á Laxamýri strax eftir skólann. Þessi ár mín á Laxamýri eru mér mjög dýrmæt og tel ég það forrétt- indi að hafa fengið að alast upp að nokkru leyti hjá þeim. Bjössi minn, hvernig er hægt að kveðja þig, andlát þitt kom alltof snemma en við Guð deilir enginn. Trúin var stór hluti af þínu lífí og er það huggun að vita að nú líður þér vel. Aldrei get ég fullþakkað þér og Jónu alla þá elsku og stuðn- ing sem þig hafið veitt mér og mínum börnum í gegnum árin. Sárast er að vita að þú ert ekki lengur á Laxamýri þegar við kom- um í heimsókn en minning þín verð- ur þar alltaf. Far í friði, elsku Bjössi, með þökk fyrir allt. Erla. Yfir steina fyllir flóð í fögru morgunskini. Áin syngur sorgarljóð sínum besta vini. (Albert Ríkarðsson) Um hádegisbilið 1. janúar barst okkur sú sorgarfrétt að Björn Gunnar Jónsson hefði látist um morguninn eftir erfiða sjúkdóms- legu, þar sem hann sýndi mikinn kjark og æðruleysi fram til hinstu stundar. Björn var karlmenni sem sífellt sótti á brattann og tókst á við mál dagsins óbugaður og hafði guðstrú að leiðarljósi sem birtist í auðmýkt og gerir hvern mann hæfari til að takast á við lífið. Einnig sá eigin- leiki að sjá skoplegu hliðina á mönnum og málefnum sem litaði frásögn hans og gerði hana oft að listaverki. Okkur finnst sá þáttur í eðli hans að laða að sér börn með mildu brosi og nægum tíma svo stór og lýsa honum best. Að lokum viljum við þakka þér hlýjuna og kærleikann í okkar garð. Ellý og Albert. „Hjá mér er komið haust, frændi." Mér varð órótt við þessi orð frænda míns þar sem við stóð- um tveir og horfðum yfir Mjósund- ið í kvöldroðanum. Áin ásamt fuglunum kvað sinn dýrasta óð til heiðurs sköpunarverkinu. Lónbúinn rauf vatnsflötinn, silfurgljáandi og stæltur. Fallegt sumarkvöld við Laxá. Þegar við Björn héldum heim á leið í náttmyrkrinu var ég þungt hugsi, umhverfið og orð Björns höfðu áminnt mig um smæð mannsins. Ég var alvarlegur á svip en Björn leiftraði af gleði. Að mér virtist sáttur bæði við guð og menn. Slíkir menn kveðja með reisn og þeirra ber að minnast með reisn. Björn hafði yndi af börnum og var félagi bæði í leik og starfi og hafði þann góða kost að hæla börn- um og unglingum þegar vel var gert. Hann hafði leiftrandi frásagn- argáfu og gat lýtalaust hermt eftir mönnum og eru mér margir leik- þættir hans minnistæðir, oft frum- fluttir í miðju erfiðisverki. Það gladdi þá og á minningin eftir að gleðja. Ég veit að lífsleið frænda míns var oft brött og stórgrýtt. Það var ekki fyrir meðalmann að komast hana til enda. Hann var sá gæfu- maður að öðlast trú, auðmjúkur gagnvart sjálfum sér og aðstæðum sínum, þakklátur og hógvær. Þessi lífsviðhorf mótuðu daglega breytni hans, rík samkennd bæði í hug og verki. Síðustu ár Björns voru erfíð vegna heilsuleysis. Ég dáðist ætíð að því hve viljinn til verks og at- hafna var mikill þrátt fyrir bága heilsu. Mér eru minnistæð orð hans þegar hann tjáði mér að hann væri auðmaður og vitnaði þá til fjöl- skyldu sinnar. Hjartgott fólk sem studdi hann af miklu hugrekki fram á síðasta dag. Mér þykir vænt um þá frændsemi. Vinaskilnaður er ætíð viðkvæm stund. Það er margs að minnast og það er margt að þakka. Hið mannlega líf endar skjótt, far vel á braut. Vigfús B. Albertsson. Falla munu blöð þín bleik til jarðar, en víst mun stofn þinn standa. Þetta orti Jóhann Siguijónsson fyrir löngu, einn af mörgum kvist- um af traustum stofni Laxamýrar- fólks. Og nú er Björn G. Jónsson allur. Öll verðum við bleik blöð um síðir, öll hverfum við af vettvangi daganna til annars heims. Björn safnaðist til feðra sinna á nýárs- dag, en einmitt þá syngja menn sálm sr. Matthíasar: Hvað boðar nýárs blessuð sól? hún boðar náttúrunnar jól, hún flytur líf og líknarráð, hún ljómar heit af Drottins náð. Með nýju ári verða tímamót, og þau verða að þessu sinni skarpari en ella, að Björn er af þessum heimi. Nú eru náttúrunnar jól, sagði sr. Matthías, nú hækkar sól á lofti og vorið er skemmra undan með hveijum degi sem líður, nátt- úran vaknar smám saman til lífs, og um síðir lifna blóm í haga, lömb skoppa á túni og silfraður lónbúinn leitar í strenginn og lognværan hyl. Bjöm G. Jónsson var góður drengur, einlægur vinur og traust- ur félagi. Andlát hans kom ekki á óvart, því þungbær veikindi höfðu þjakað hann lengi og stundin gat runnið upp hvenær sem var. Og hann kveið ekki vistaskiptunum, hann var tilbúinn að ganga á vit herra síns, sem hann hafði vegsam- að í ræðu og riti og ekki sízt með háttum sínum. Hann var einlægur trúmaður og ég efa ekki, að hann býr nú sæll að sínu. Ég hygg raunar, að Birni hafi þótt sem ætlunarverk sitt væri nú í höfn. Hann gaf út bók á haustdög- um, eins konar svanasöng sem er lofgjörð hans um Aðaldal og perlu hennar, Laxá, lífið sjálft í marg- breytileika sínum, gott og gjöfult þeim sem bera skynbragð á um- hverfi sitt. „Rennt í hylinn" verður óbrotgjarn minnisvarði um Björn á Laxamýri. Hann var frumkvöðull góðra verka og þurfti stundum að ryðja grýtta braut eins og oft verð- ur hlutskipti hugsjónamanna. Björn átti ekki langt að sækja áhuga sinn á móður náttúru. Ætt- arfylgja Laxamýrarfólks hefur lengi verið veiðigleði með fullri virðingu fyrir móður náttúru, bú- skaparhyggja í beztu merkingu orðsins, góðar gáfur, útþrá, skáld- skaparhneigð og lífsfjör. Laxamýri er vildisjörð með veiðihlunnindum og æðarvarpi, og bærinn stendur á sérfögrum stað, ef svo má segja, Skjálfandaflói mót norðri, Laxá í túnfætinum, hraunið allt um kring í margbreytilegum myndum. Björn tók eðliskosti ættar sinnar í arf, ekki sízt ræktunarþrá og kraft föður síns, Jóns H. Þorbergssonar, sem var á sínum tíma forystumað- ur í sauðfjárrækt landsmanna. Björn sinnti fiskirækt af lifandi áhuga og einlægni, og störf hans á þeim vettvangi hafa haft áhrif um land allt, þótt kraftar hans hafi einkum beinzt að því að auka veg Laxár í Aðaldal. Hann gerði sér ljósa grein fyrir því, að fiski- rækt er ekki stundargaman, rækt- unarmál eiga sér engin takmörk í tíma og rúmi, allt slíkt starf er í þágu framtíðar, aldrei sér fyrir endann. Og Björn bjó svo um hnúta, að starfi hans verður fram haldið þótt nú sé hann farinn á aðrar slóðir. Ekki er ofmælt, að tengsl Laxárfélagsmanna og heima- manna í Aðaldal séu einstök. Veiðimenn og Laxárbændur hafa nú átt farsælt samstarf í um sex- tíu ár, og hver kynslóð hefur byggt á þeim grunni sem lagður var í öndverðu. Björn G. Jónsson var aðeins sex ára þegar þetta sam- starf hófst, og hann átti ríkan þátt í að viðhalda því, efla það og glæða virðingu manna fyrir lífríki árinnar og náttúrunnar yfirleitt, hvort sem var fugl á bala eða blóm í hlíð. Þeir Laxamýrarbræður hafa átt sinn þátt í því að treysta tengsl veiðimanna og veiðibænda, heima- fólks yfirleitt. Þeir hafa verið óþreytandi að liðsinna veiðimönn- um og ævinlega tekið á móti þeim með einstakri gestrisni og hlýhug. Björn gaf sér ætíð tóm til þess að ræða við veiðimenn, spjalla við þá um ána sína á þann hátt sem er einstakur fyrir veiðimenn: umræða um veiðiskap og veiðihorfur er ávallt endalaus og alltaf jafn skemmtileg, ávallt bjartsýn. Hann var ekki aðeins gestgjafi í þeim veizlusal sem Aðaldalur er, heldur sérstakur og sannur vinur sem gott er að hafa kynnzt. Þeir sem eiga minningar um Björn á Laxa- mýri eiga þar gildan sjóð. Ég kynntist Birni og Jónu konu hans í fyrstu ferðum mínum norður í Laxá fyrir meira en þijátíu árum, sem og Vigfúsi bróður hans og Sigríði konu hans, og samskipti okkar hafa staðið síðan. Þau urðu tíðari eftir að ég valdist til forsvars í félagi okkar sem höfum Laxá á leigu. Vikulega og oft daglega átt- um við samræður, skiptumst á skoðunum og sögðum fréttir. Björn var í eðli sínu leiðtogi, náttúru- greindur maður sem átti auðvelt með að greina kjarna frá hismi í því fréttaflóði sem einkennir nútím- ann. Hann var einstaklega mót- tækilegur fyrir öllu því sem horfði til betri vegar í samskiptum manna, viðræðugóður og fús að gefa mönn- um hollráð, hugmyndaríkur og hafði skarpa dómgreind. . Björn á Laxamýri unni jörð sinni eins og þeir fleiri Laxamýrarmenn, ánni, dalnum. Hann var afburða- snjall veiðimaður, hafði næma til- finningu fyrir því hvernig standa bæri að veiðunum, þekkti hvern stein, hveija ólgu og hvert boðafall í ánni fyrir jörð sinni. Því fór fjarri að hann bæri þessa kunnáttu á torg að óreyndu, en hann miðlaði gestum sínum fúslega af reynslu- brunni sínum, og margir veiðimenn eiga honum að þakka snarpar og eftirminnilegar glímur við lónbú- ann fyrir neðan Æðarfossa þar sem oft reynir bæði á þol og útsjónar- semi við veiðarnar - þar sem foss- niður og straumköst eru undirspil, hljómkviðan endalausa. í bók sinni fjallar Björn meðal annars af hrifn- ingu og næmum skilningi um þetta tónfall vatns og lands og líkir því við hljóma stórkostlegustu tón- verka. Sú lýsing hans er einstök og óhætt er að taka undir það með honum að þeir sem heyra þessa hljóma og skynja þá í sálu sinni eru í hrynjandi við sjálfa náttúruna. Björn á Laxamýri er allur. í norðurferðum munum við ekki lengur taka í hönd hans hlýja og þétta; orðalaust bauð hann okkur velkomna með brosi sínu. En stund- irnar með honum við Laxá eða heima á Laxamýri geymum við með okkur, og við minnumst hans ætíð þegar Laxá ber á góma. Ég, fjölskylda mín, Laxárfélagið, veiðifélagarnir allir fyrr og síðar kveðjum Björn með þakklæti og virðingu. Fjölskylda hans öll tók þátt í hugsjónastarfinu af lífi og sál. Hún á nú um sárt að binda. Ég sendi öllu hans fólki einlægar samúðarkveðjur. Megi guð gefa því öllu líf og líknarráð. Missir þeirra er mestur og megi það nú minnast góðs drengs og einlægs vinar. Guð varðveiti minningu Björns á Laxa- mýri. Víst mun stofn hans standa. Orri Vigfússon. Pétur sonur minn hringdi í mig vestur um haf til að segja mér að Björn á Laxamýri væri allur. Það kom ekki á óvart. Ég hafði skropp- ið til hans fyrir jólin upp á Landspítala. Hann bar sig vel og hafði skýrar skoðanir á mönnum og málefnum eins og jafnan áður, en þó leyndist mér ekki að þrek- manninum var brugðið. Hann hafði enda átt við löng og ströng veikindi að stríða og var orðinn vanur því að horfast í augu við dauðann og hann gerði það með jafnaðargeði. Það var kannski þess vegna sem hann skrifaði bókina sína, þar sem hann talar við ána sína, sem kom út nú fyrir jólin. Honum var mikill léttir að koma henni frá sér af því honum lá mik- ið á hjarta, trúmanninum og nátt- úruunnandanum, sem hafði fæðst og alist upp á bökkum Laxár, lifað með henni og dáið inn í hana. Skáldbóndinn á Sandi sagði um ekkjuna á Knútsstöðum: „Hún elskaði ekki landið en aðeins þennan blett, af ánni nokkra faðma og hraunið svart og grett." Þetta virðist kannski vera þröngt sjónarhorn en ég er ekki viss um að svo sé. Þeim hæfileika fylgir mikill þroski að geta lifað sig inn í landið og inn í náttúruna á þeim stað þar sem maður er borinn og barnfæddur, þekkja háttalag dýra og fugla, laxa og silunga og geta róið út í varphólmann og sest hjá hreiðri gamallar kollu sem er að byija að grána og strokið henni fyrir vináttu sakir. Björn á Laxamýri bar vel sæmd- arheitið bóndi. Hann var ræktunar- maður af lífi og sál og samvinna þeirra bræðranna, Vigfúsar og hans, við rekstur félagsbúsins á Laxamýri var einstök. í rauninni vann Björn þrekvirki við uppbygg- ingu og rekstur eldisstöðvarinnar á Laxamýri sem hann vann með öðrum störfum. Þetta var einka- framtak nokkurra manna sem urðu að þreifa sig áfram og ganga í hinn harða reynsluskóla brautryðjand- ans vegna þess að grundvallar- þekking í fiskeldi var ekki fyrir hendi hér á landi á þeim tíma. En Björn þráaðist við og honum tókst það sem hann ætlaði sér þótt útlit- ið hafi sannarlega verið svart um tíma í blóðugri samkeppni við ríkis- rekið fiskeldi á Hólum. Og ekki bætti úr skák að nauðungasamn- ingar og gjaldþrot hjá fiskeldisfyr- irtækjum voru algeng á þessum tíma svo að eldisstöðin á Laxamýri hlaut að verða fyrir áföllum af þeim sökum. Björn hafði brennandi áhuga á þjóðmálum og skilning á mikilvægi vestrænnar samvinnu og varnar- samstarfi vestrænna ríkja. Hann fylgdi Sjálfstæðisflokknum fast að málum og að leiðarlokum þakka ég honum vináttu og stuðning. Björn á Laxamýri var farsæll í sínu einkalifi. Það var hamingju- dagur hans þegar hann hitti Jónu og sótti hana til Reykjavíkur. Það var jafnræði með þeim og þau áttu barnaláni að fagna. Þau voru höfð- ingjar heim að sækja, ávallt ljúf og drengir góðir en föst fyrir. Þessar línur bera þér, Jóna og fjölskyldunni samúðarkveðjur frá okkur Kristrúnu. Söknuður ykkar er sár og mikill en það er heið- ríkja yfir skilnaðarstund Björns á Laxamýri. Guð blessi minningu hans. Halldór Blöndal. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavöröustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 909«
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.