Morgunblaðið - 11.01.1997, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 11.01.1997, Qupperneq 36
36 LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ BERGUR ÖRN EYJÓLFS + Bergur Örn Eyjólfs fæddist á Hvoli í Mýrdal 27. október 1938. Hann lést 30. desember síðastliðinn. Bergnr Örn ólst upp á Hvoli hjá Eyjólfi Guð- mundssyni bónda og rithöfundi, f. 31.8. 1870, d. 16.10. 1954, og Arnþrúði Guðjónsdóttur hús- móður, f. 21.12. 1872, d. 30.10.1962, til átta ára aldurs. Hann flutti þá með móður sinni, Steinunni Eyjólfs- dóttir, f. 1.5. 1910, d. 21.11. 1979, að Pétursey í Mýrdal, en hún giftist Siguijóni Arnasyni bónda þar, f. 17.4.1891, d. 25.7. 1986. Uppeldissystkini Bergs Arnar eru: Elín Siguijónsdótt- ir, f. 12.1.1922, Selfossi; Þórar- inn Siguijónsson, f. 26.7. 1923, Laugardælum, Hraungerðis- hreppi; og Árni Siguijónsson, f. 21.3. 1921, Vík. Hálfbræður Bergs Arnar eru: Eyjóifur Sig- uijónsson, f. 15.6. 1947, Péturs- ey, Mýrdal; og Sigurður Sigur- f. 17.12. Pétursey, Mýrdal. Hinn 9. júní 1993 kvæntist Bergur Örn Guðlaugu M. Guðlaugsdóttur, f. 10.1. 1938, frá Vík. Börn hennar eru, Kristín, Einar Guðni, Guðlaugur Jakob, pskar Sig- urður, Ólöf Ósk og Ragnar Sævar. Barnaskóla lauk Bergur Örn frá Litla-Hvammsskóla og gagnfræðaprófi frá Skóga- skóla. Hann fór síðan i Iðnskól- ann á Selfossi í vélvirkjanám og lauk sveinsprófi í iðngrein sinni frá Vélsmiðjunni Héðni við Seljaveg í Reykjavík. Berg- ur Örn öðlaðist meistararétt- indi í iðninni. Hann lauk kæli- tækninámi 1986, vann þjá Bif- reiðaverkstæði Kaupfélagsins í Vík og var sjálfstæður atvinnu- rekandi frá 1989. Útför Bergs Arnar fer fram frá Skeiðflatakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Örn er dáinn. Þannig hljómuðu orð bróður míns að kveldi 30. des- embers sl. Við vissum þó að hveiju dró og vorum búin undir þessa setn- ingu. Baráttan var ekki löng en hún var ströng. Bergur Örn kom inn í líf okkar systkina þegar hann og móðir okk- ar hófu búskap saman fyrir u.þ.b. sjö árum. Bergur Örn og móðir okkar áttu þessi fáu ár saman í mikilli hamingju og dáðumst við oft að hve hann var henni góður. Engin ferð var of löng fyrir Gullu og ekkert viðvik var of erfitt fyrir hana. Þau undu hag sínum vel saman og nutu virkilega hvers dags saman sem því miður voru of fáir. Sama gilti um okkur systkinin, ekkert var of mikið fyrir okkur. Örn bjó á heimili mínu í sex vikur fyrir fjórutn árum, er hann var að leita sér lækninga. Mér er þessi tími mjög minnisstæður fyrir það hvað Örn var vel heima í öllum möguleg- um málum sem bar á góma og þá sérstaklega er laut að bókmenntum, gömlum sem nýjum. Áhugamál Arnar voru mörg, fyr- ir utan bækur. Sérstakan áhuga hafði hann á vélbúnaði ýmiss konar og öðrum búnaði sem laut að hvers- konar framþróun. Enda stóð hugur hans til hvers konar framkvæmda sem gæti orðið sveit hans til fram- dráttar. Var hann einn af frumkvöðlum í Mýrdal að koma af stað gras- kögglaverksmiðju í sveitinni. Einnig sá hann um uppsetningu og viðhald á vélum fyrir pijónastofuna Kötlu. Hann var ekki bara góður fagmað- ur í sinni iðn, heldur gat hann nán- ast gert við hvaða hlut sem var þó hann hefði verið dæmdur ónýtur af öðrum. Margoft gerði hann við kæliskápa og önnur raftæki fyrir sveitunga sína. Eg varð oft vitni að því að hringt var í Örn og hann beðinn að koma og laga olíukyndi- tæki, pípulagnir eða önnur tæki sem voru í lamasessi. Var hann alltaf boðinn og búinn að veita þessa þjón- ustu og oftar en ekki var það utan hefðbundins vinnutíma. Ekki má gleyma hve hann og mamma höfðu gert mikið fyrir hús- ið sitt í Norður-Vík. Nánast end- urnýjað og lagfært stóran hluta þess. I Norður-Vík voru margar vistarverur og ævinlega var nóg pláss fyrir okkur þegar við komum þangað til dvalar í skemmri eða lengri tíma. Það sem gerði dvölina alltaf svo ánægjulega í þessu stóra húsi var hin þægileg nærvera og . vinsemd sem þau hjónin veittu svo ríkulega af. Við systkinin og fjöl- skyldur okkar höfum notið þess svo ríkulega þegar við höfum dvalið hjá þeim og minnist ég sérstaklega dvalar okkar þar á sumrin. Björgunarsveitin Víkveiji fékk einnig notið krafta Arnar og er mér það minnisstætt er við hringd- um og spurðum um heilsu hans sl. haust að hann hafði verið að koma frá leit að Jonnu frá Hornafirði. Vissum við þá að hann var orðinn veikur og fór meira af vilja en mætti. Ég vil fyrir hönd okkar systkina þakka honum vináttu og tryggð þessi ár sem hann átti með móður okkar. Einnig votta ég aðstandend- um hans mína dýpstu samúð. Ég vil sérstaklega þakka sóknar- prestinum, sr. Haraldi Kristjáns- syni, þá miklu hlýju og umhyggju sem hann hefur sýnt móður okkar á þessum erfiða tíma. Fyrir hönd okkar systkina, maka og barna okkar, Kristín Þorsteinsdóttir. Örn minn, ég kveð þig með þess- um ljóðlínum: Ekki neitt ég átti skilið. Innst í mér þín birta skín. Hvemig fórstu að brúa bilið, bilið milli mín og þín? Jakob Örn. Bamdóms ár er búið eitt brot af ævi þinni Guð hefur á því góður veitt gjafír af miskunn sinni. Nýr er heimur næsta ár. Náms eru fleygar dúfur. Bæði, Drottinn, bros og tár blessi þér, litli stúfur. Þessar vísur orti hann Eyjólfur afi til fyrsta barnabarnsins hans Bergs Arnar eða litla stúfs á fyrsta afmælisdaginn hans. Örn eins og hann var alltaf kallaður átti fyrstu æviárin á Hvoli hjá Steinu móður sinni og föðursystur minni og hpnn- ar fólki. Þar sem hann var miklu eldri en ég, man ég hann ekki fyrr en á þrítugsaldri og þá fyrst sem leðurklæddan ungan mann, sem þeysti í hlað á mótorhjóli. Hins veg- ar finnst mér ég alltaf Iiafa þekkt hann af tali fólksins heima og ýms- um smámyndum sem sýndu smá- barn með spurn í augum til ungs manns um tvítugt með allt lífið framundan. Átta ára flutti hann að Pétursey með móður sinni sem þá giftist Siguijóni Árnasyni bónda þar og eignaðist hann tvo hálfbræður, Eyjólf og Sigurð. Að loknu gagn- fræðaprófi við Skógaskóla, stund- aði hann nám í Iðnskóla fyrst á Selfossi og seinna í Reykjavík og lauk vélsmíðanámi frá vélsmiðjunni Héðni. Árið 1964 fór hann að vinna á verkstæðinu í Vík og varð seinna verkstæðisformaður þar. Á tímabili vann hann við raflagnir og eins sá hann um vélar pijónastofunnar Kötlu. Það var ekki afslagur að stóri frændi kæmi í heimsókn, bæði gerði hann við allar vélar sem biluðu á heimilinu og svo var hann óskap- lega duglegur að fljúgast á við okk- ur krakkana. Á unglingsárunum var hann óþreytandi að keyra okkur á hinar ýmsu skemmtanir og fyrsta útilegan var farin með honum. Hann var glaðlyndur í sínum hópi og skemmti okkur með eftirhermum og ýmsum frásögnum á leiðinni. Hann starfaði mikið með björgunar- sveitinni Víkveija og um hver ára- mót, þegar við vorum unglingar kom hann að skjóta upp flugeldum með okkur. En fyrst og fremst var hann nátengdur bernskuheimilinu, þótt hann ætti heimili í Pétursey og dveldi í Reykjavík og yrði svo heim- ilisfastur í Vík, rofnuðu aldrei tengslin við bernskuheimilið. Oft sat hann á rúmstokknum hjá blindri ömmu sinni og talaði við hana og hann var einstakur móðurfólkinu sínu. Þótt ég sæi hann ekki eins oft á seinni árum vegna fjarveru minnar, hélt hann áfram að vera í huga mínum, sami glettnislegi mót- orhjólagæinn og forðum daga og það var gott að eiga svona einstak- an frænda. Þrúða. Elsku frændi og vinur. Á stundum sem þessari brestur okkur orð. Spurningin sem aldrei verður svarað yfirgnæfir allt: „hvers vegna?“ Það fáum við aldrei að vita en það vitum við að minning- una um þig tekur enginn frá okkur. Gömul myndaalbúm segja okkur hveija söguna af annarri. Fyrsta leikhúsferðin, fyrsta útilegan og svo ótalmargt það fyrsta sem við gerð- um, alltaf varst þú til staðar, óþreytandi að þeytast með okkur um allt, ef ekki í veruleikanum, þá í hugmyndafluginu. Ótal sinnum könnuðum við jarð- kringluna, bæði utan frá og innan, ferðuðumst um himinhvolfið, virkj- uðum náttúruöflin og svo ótalmargt annað. Alltaf hafðir þú töfralausnir á reiðum höndum þegar öll sund virtust lokuð og óteljandi eru stund- irnar sem við gleymdum okkur við að leysa alheimsvandamálin, oft langt fram á nætur. Við eigum eft- ir að sakna þín úr góðra vina hópi. Við þökkum þér samveruna á lífs- göngunni í gleði og sorg, á stórum stundum jafnt sem smáum. Þú fórst alltof fljótt en við erum ríkari af að hafa fengið að þekkja þig. Elsku Gulla, þinn missir er mik- ill en enginn tekur frá þér minning- una um yndislegan mann og þá gleði og hamingju sem þið fenguð að njóta á þessum alltof stutta tíma. Mundu þegar syrtir að, að þú græt- ur vegna þess sem var gleði þín. Fjölskyldurnar frá Suður-Hvoli. Góður vinur og félagi er horfinn inn á aðrar víddir langt um aldur fram. Hann varð að lúta í læra haldi fyrir þeim sjúkdómi, sem vís- indin ráða illa við, þrátt fyrir að ekkert sé til sparað og ómældar upphæðir fari árlega til rannsókna virðist árangurinn nánast enginn. Bergur Örn bjó yfir yfirgripsmik- illi tæknilegri þekkingu og skipti þá ekki máli hvort heldur var raf- magnsfræði, véltækni eða tækni almennt. Þar var hvergi komið að tómum kofunum. Tæknilegþekking hans náði langt út fyrir þann ramma, sem ég hefi áður kynnst. Við Bergur Örn unnum saman að ýmsum tæknilegum verkefnum og beindist hugur okkar þá mjög að rannsóknum á rafsegulsviði og þráðlausum orkuflutningi. Þessar rannsóknir og tilraunir leiddu okkur inn á algjörlega nýjar brautir varð- andi skilning á orku og efni. Fyrir einu og hálfu ári mynduð- um við þrír, Bergur Örn, Þorsteinn Guðlaugsson mágur hans og ég, vinnuhóp til þess að rannsaka óþol vegna rafseguls- og rafgeislunar- sviðs. Þorsteinn hafði um tíma feng- ist við að mæla slíkt og aðstoða fólk, sem þjáist vegna slíkrar meng- unar, en mengun vegna rafgeislun- ar er vaxandi vandamál hér á landi sem annars staðar. Þorsteinn hefur sérstaka hæfí- leika að skynja slík svið. Með nokk- urri æfingu tókst okkur Bergi Emi einnig að tileinka okkur þessa hæfi- leika. Síst datt mér það þó í hug, að ég gæti skynjað þetta, mér fannst að skynjun rafgeislunarsviðs með pijónum væri svo langt frá raunveruleikanum og jarðbindingu minni. Ég gleymi að sjálfsögðu ekki þeim degi á verkstæðinu hans í gamla verslunarhúsinu í Vík, þegar hann kenndi mér að ná tökum á þessari mælitækni og ég mun verða honum ævinlega þakklátur fyrir það eins og svo margt annað í okkar kynnum. Þó að notkun pijónanna sýnist í fljótu bragði vera „hjákát- leg“, hefur þessi tækni þó verið notuð um aldir til að fínna vatn og m.a. fólk sem grafíst hefur í snjó- flóðum og það með góðum árangri. Sá einfaldi skilningur að allt efni geisli frá sér margsnúnum bylgjum er lykill að nýrri tækni. Næstu mánuðina unnum við óslitið að tilraunum með tæki til þess að uppheíja rafgeislunarsviðið staðbundið og gerðum margar furðulegar uppgötvanir. Þar reyndi svo sannarlega á hugarflug og hafsjó þekkingar Bergs Arnar á öllum mögulegum hlutum frá hinu smæsta til hins stærsta. Okkur varð fijótlega ljóst, að við vorum að kom- ast út fyrir hinn þekkta ramma eðlisfræðinnar, sem Rannsóknarráð ríkisins og fleiri kalla því undarlega nafni hjávísindi. Líklega er þá ljóst að nýjungar eiga ekki upp á pall- borðið hjá þeim, sem ráða rann- sóknarijármagni. En þrátt fyrir lítil fjárráð var nú hafíst handa að kanna áhrif rafgeislunar á heilsu manna. Skýrslur voru teknar af rúmlega fimm hundruð heimilum. Af þessum skýrslum er ljóst að rafgeislunin veldur ómældu heilsu- tjóni. Við höfum reynt að koma þessu á framfæri en án árangurs. Rannsóknir okkar leiddu fljótlega ljós helstu orsakir rafgeislunarinnar og að geislunin sem olli mestu raf- geislunaróþoli var mismunandi eðl- is. Til þess að eyða allri geislun í hýbýlum hefði þurft að smíða dýran og flókin búnað. í staðinn var farin sú leið að smíða ódýr tæki, sem eyddu mestu og hættulegustu geisl- uninni. Bergur Örn og Guðlaug smíðuðu mikinn fjölda þessara tækja nánast í sjálfboðavinnu. Mik- ill fjöldi tækja var gefinn eða seldur á svo vægu verði, að varla var fyr- ir kostnaði. Sú vissa að verið væri að hjálpa fólki í erfiðleikum var öllu ofar. Sárast var þó að suma hættulegustu geislunina er hægt að upphefja við búnaðinn, sem send- ir hana frá sér og á þetta sérstak- lega við farsímaloftnetin. Forráða- menn Pósts og síma hafa ekki skil- ið þetta og meinað aðgang að bún- aðinum, þrátt fyrir að afgeislunar- tækin hafí engin áhrif á aðra virkni. Þessi afstaða er því óskiljanlegri, þar sem vandamál vegna farsímans hrannast upp víða um heim. Þetta olli okkur miklum vonbrigðum. í ákafa viðfangsefnanna gleymd- um við því oftast að Bergur Örn var einnig að beijast við krabba- meinið. Það hafði samt ekki áhrif á fijóan huga hans, þó ljóst væri að hveiju stefndi. Undarlegast er kannski, að margt bendir til þess i rannsóknum okkar, að rafgeislunin og efnisgeislun í umhverfinu geti hugsanlega valdið krabbameini og mörgum öðrum sjúkdómum, en hvort hægt er að snúa dæminu við þegar í óefni er komið er ekki ljóst. Við veltum þeirri spurningu oft fyr- ir okkur, hvort krabbameinsrann- sóknir væru á villigötum. Samhentir skoðuðum við þessi mál frá öllum mögulegum hliðum og mikill fjöldi rannsóknarverkefna bíður. Það er stundum sagt að það komi maður manns í stað. Ég get samt ekki séð að það eigi við hér. Við höfðum þjálfað hugi okkar svo vel saman. Ur því sem komið er er líklega best að sá háskóli úti í heimi, sem sýnt hefur þessu áhuga, taki við. Þó að við Bergur Örn höfum þekkst frá barnæsku, fæddir og aldir upp í sömu sveit, kynntumst við fyrst náið fyrir tveimur árum, en þá fórum við að vinna saman að ýmsum verkefnum og hugðar- efnum. Fáum mönnum hefí ég kynnst eins heilsteyptum nærgætn- um og viðkvæmum í eðli sínu. Sam- verustundirnir á þessum tveimur árum marka spor, sem ekki verða afmáð. Margar voru þær ánægju- stundirnar, sem ég átti á heimili þeirra Guðlaugar. Það var og er kærleiksheimili, þar sem góður andi ríkir. Sérstaklega minnist ég að- fangadagskvölds 1995, þegar þau buðu mér að dvelja með sér. í raun- inni hefur lífíð kennt mér, að „því betur sem ég kynnist mönnunum, þeim mun vænna þykir mér um hundinn minn“. Þessi fleygu orð eiga oft við. Guðlaug og Bergur Örn eru hins vegar í þeim hópi, sem maður vildi helst þekkja og um- gangast. Elsku Guðlaug mín, ég veit að missir þinn er mikill og þú saknar hans sárt, en minningin um góðan dreng mun lifa. Þó að ég sé mikill efahyggjumaður, eru mörg rök, sem hníga að því, að lífinu sé ekki lokið með þessari stuttu jarðvist, en lík- lega er þetta þó öðruvisi en margir halda. Allir góðir vættir standi með þér og þínum. Kári Einarsson. Enginn veit hvað átt hefur, fyrr en misst hefur. Þessi orð koma mér í hug þegar ég minnist horfins vinar og félaga, Bergs Arnar Eyjólfs, sem Iést á heimili sínu á Norður-Vík í Mýrdal 30. desember sl. Bergur Örn hafði undanfarin fimm ár barist við krabbamein og eins og svo margir aðrir varð hann nú að lúta í lægra haldi, þrátt fyrir öll læknavisindi og góða hjúkrun. Vegir okkar Arnar lágu saman, þegar hann árið 1965 kom hingað til Víkur og hóf störf sem renni- smiður hjá Kaupfélagi Skaftfell- inga, en áður hafði Örn lært vél- smíði og rennismíði og starfað hjá Vélsmiðjunni Héðni í Reykjavik. Það var ekki aðeins að ég þyrfti oft að leita til Arnar á verkstæðið, heldur áttum við sameiginleg áhugamál, sem var starf okkar í björgunarsveitinni Víkveija í Vík. Þær voru ófáar vinnu- og spjall- stundirnar sem við áttum þar og björgunarsveitin hefur stækkað á þessum árum frá því að eiga ekki neitt í það sem hún er í dag. Eitt af fyrstu tækjunum sem sveitinni áskotnaðist var gamalt ógangfært beltatæki, nokkurskonar skriðdreki. Þá komu fljótt í ljós hæfíleikar Arnar, bæði sem renni- smiðs og vélfræðings og smíðaði hann og renndi tannhjól, sem vant- aði í kveikju og vél án þess að hafa þar nokkrar fyrirmyndir. Beltatæki þetta var meðal annars notað við björgunarstörf í Vestmannaeyja- gosinu árið 1973. Þá stofnuðum við 9 félagar úr björgunarsveitinni svo- kallaðan bátaklúbb, sem fjármagn- aði og keypti ýmsan búnað til „sjó- sports", eins og hraðbát, sjóskíði og köfunarbúnað. Varð Örn sjálfkjörinn eftirlits- og tæknistjóri bæði yfir búnað klúbbsins og sveitarinnar. Þó að heilsu Arnar væri farið að hraka núna síðustu árin, lét hann sig ekki vanta á fundi sveitarinnar eða í útköll og starfaði þá í stjórnstöð og núna síðast þegar mb. Jonna fórst í október sl. Þá Ieiddi Örn fyrstu ungliðadeild- ina sem stofnuð var innan björgun- arsveitarinnar og var einkar lagið að ná til unglinga og setja sig inn í hugðarefni þeirra og ræða þeirra mál af innsæi og áhuga. Veit ég fyrir víst að flestir unglingar hér á árum áður fengu sína fyrstu innsýn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.