Morgunblaðið - 11.01.1997, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Hundrað ára afmæli Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu
Efnt til hátíðar-
dagskrár á morgun
EFNT verður til sérstakrar há-
tíðardagskrár í Borgarleikhús-
inu á morgun, sunnudag, í tilefni
af aldarafmæli Leikfélags
Reylgavíkur. Yigdís Finnboga-
dóttir, formaður afmælisnefnd-
arinnar, stýrir dagskránni en
fjölmargir munu koma fram.
Tvær viðurkenningar verða
veittar á dagskránni; Geir Borg
afhendir styrk úr sjóði Stefaníu
Guðmundsdóttur, leikkonu, og
Þórhildur Þorleifsdóttir, leikhús-
stjóri Borgarleikhússins, afhend-
ir verðlaun í leikverkasamkeppni
Leikfélags Reykjavíkur sem efnt
var til í tilefni af afmælinu.
Á dagskránni munu fjölmarg-
ir taka til máls; Sigurður Karls-
son, formaður Leikfélags
Reykjavíkur, Davíð Oddsson,
forsætisráðherra, Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri,
Sveinn Einarsson, fyrsti leikhús-
stjóri leikfélagsins, Edda Þórar-
insdóttir, formaður Félags ís-
lenskra leikara, Pétur Einars-
son, formaður Félags leikstjóra
á íslandi, Árni Ibsen, ritari Leik-
skáldafélags íslands, Stefán
Baldursson, Þjóðleikhússtjóri,
Trausti Ólafsson, leikhússtjóri
Leikfélags Akureyrar, Katrín
Hall, listdansstjóri íslenska
dansflokksins, Valur Valsson,
bankastjóri íslandsbanka, María
Kristjánsdóttir, leiklistarstjóri
Ríkisútvarpsins, og Garðar
Cortes, óperustjóri ísiensku
óperunnar.
Listamenn Þjóðleikhússins,
Leikfélags Akureyrar, íslenska
dansflokksins, Utvarpsleikhúss-
ins og íslensku óperunnar koma
fram.
Að loknum dagskráratriðum
verður slegið upp veislu í Borg-
arleikhúsinu.
Afmælisnefnd Leikfélags
Reykjavíkur skipa leikhúsráð og
heiðursfélagar. Auk Vigdísar
Finnbogadóttur, sem er formað-
ur eins og áður sagði, sitja i
nefndinni Baldvin Tryggvason,
Jón Sigurbjörnsson, Páll Baldvin
Baldvinsson, Sigurður Karlsson,
Steindór Hjörleifsson, Sveinn
Einarsson, Þorleikur Karlsson,
Þórhildur Þorleifsdóttir, Örnólf-
ur Thorsson og fyrir hönd Hall-
dórs Laxness situr Auður Lax-
ness.
Fagra veröld frumsýnd
í kvöld verður söngleikurinn
Fagra veröld eftir Karl Ágúst
Úlfsson og Gunnar Reyni Sveins-
son frumsýndur í Borgarleik-
húsinu, hann er byggður á Ijóð-
um úr samnefndri bók borgar-
skáldsins, Tómasar Guðmunds-
sonar. Fjallað er um verkið og
rætt við aðstandendur sýningar-
innar í Lesbók Morgunblaðsins
í dag, en hún er tileinkuð aldar-
afmæli Leikfélags Reykjavíkur.
Morgunblaðið/Kristinn
SÉRSTÖK sögusýning verður í Borgarleikhúsinu í tilefni af af-
mælinu. Þar verða til sýnis munir og minjar úr sögu Leikfélags
Reykjavíkur. Á myndinni er Ögmundur Jóhannesson, ljósahönn-
uður, að ganga frá leikmunum til sýningar í kjallara leikhússins.
Með stolin
ávísana-
blöð og
fíkniefni
TVEIR menn voru handtekn-
ir í Kópavogi í fyrrinótt með
lítilræði af hassi í fórum sín-
um. Annar þeirra viðurkenndi
við yfirheyrslur að vera eig-
andi efnisins og hefur báðum
verið sleppt, samkvæmt upp-
lýsingum frá lögreglunni í
Kópavogi.
Þrír menn á aldrinum 16
til 29 ára voru handteknir í
gærmorgun á gangi skammt
frá alkunnum viðverustað ut-
angarðsfólks í Kópavogi og
reyndust þeir hafa í fórum
sínum stolin blöð úr ávísana-
hefti og sprautu sem innihélt
efnisleifar, auk annarra
tækja til neyslu. Ekki var
hægt að yfirheyra þá strax,
þar sem þeir voru undir áhrif-
um vímuefna.
Hýrnaði yfir
eiganda
Eigandi ávísanablaðanna,
sem stolið var úr fyrirtæki í
bænum, hafði eingöngu til-
kynnt hvarf þeirra til við-
skiptabanka síns og varð því
í senn undrandi og feginn
þegar lögreglumenn úr Kópa-
voginum greindi honum frá
því að þau hefðu komið í leit-
irnar með fyrrgreindum
hætti.
Brýnt að Jám-
blendifélagið
taki ákvörðun
Samið um skuldir Vestfirsks skelfisks
Vinnsla hefst
í apríl með
stærra skipi
íslenskt við-
skiptaspil
til kynning-
ar á evró
NEFND sem sinnir kynningu á
nýju Evrópumyntinni fyrir Evr-
ópusambandið hefur ákveðið að
breytt útgáfa íslenska viðskipta-
spilsins Neworld verði notuð í að-
ildarlöndunum til að kynna böm-
um og unglingum myntina. Spilið
verður þýtt á tungumál allra Evr-
ópusambandsríkja og gefið út í
tugum og jafnvel hundruðum þús-
unda eintaka sem dreift verður í
skóla og aðrar stofnanir.
Evrópukort í stað heimskorts
íslenskir eigendur spilsins hafa
staðið í viðræðum við embættis-
menn sambandsins í rúmt ár en á
fimmtudag var gefið endanlegt
vilyrði fyrir því að spilið yrði not-
að. Að sögn Tómasar Gunnarsson-
ar, eins eigendanna, notuðu nefnd-
armenn jólin til að spila það með
fjölskyldunum og tóku ákvörðun-
ina í framhaldi af því.
Tómas segir að næstu vikurnar
verði unnið að því að aðlaga spilið
þörfum Evrópusambandsins.
„Nefndin mun koma að efni sem
tengist myntinni og sennilega
verður spilaborðinu breytt úr
heimskorti í Evrópukort og ein-
hveijar fleiri útlitsbreytingar
verða gerðar. Við munum ekki
heimta neinar stórar upphæðir
fyrir spilið í sjálfu sér en aðalatrið-
ið er að þeir muni greiða götu
þess og kaupa af okkur mikinn
fjölda sjálfir. Þetta gjörbreytir
okkar samningsaðstöðu við útgef-
endur og dreifingaraðila.“
Góð sala fyrir jólin
Tómas segir að sala spilsins hér
á landi hafi gengið vel. Alls seldust
fyrir jól tæp 5.500 eintök af sex
þúsund sem voru sett á markað.
HALLDÓR Jónatansson, forstjóri
Landsvirkjunar, segir mikilvægt fyr-
ir Landsvirkjun að fá að vita sem
fyrst hvort íslenska járnblendifélag-
ið hf. ætlar að stækka verksmiðjuna
á Grundartanga. Ef vel ætti að vera
þyrfti að bjóða út framkvæmdir við
byggingu Sultartangavirkjunar og
Hágöngumiðlun á næstu vikum.
Aðspurður sagði Halldór að vissr-
ar óþolinmæði væri farið að gæta
hjá Landsvirkjun varðandi stækkun
járnblendiverksmiðjunnar, en stjórn
fyrirtækisins frestaði í fyrradag að
taka endanlega ákvörðun um stækk-
un. Hann sagði að unnið væri að
undirbúningi virkjana í samræmi við
áætlanir um aukna orkusölu til verk-
smiðjunnar og komið væri að því
að taka ákvarðanir um útboð.
Miklar fjárskuldbindingar
„Ef vel á að vera þurfum við að
bjóða út framkvæmdir við Sultar-
tangavirkjun fljótlega. Þegar
ákvörðun verður tekin um útboð
verða líkur á stækkun jámblendi-
verksmiðjunnar og byggingu hins
fyrirhugaða álvers Columbia að vera
meirí en minni. Hér er um stóra
virkjun að ræða sem kallar á miklar
fjárskuldbindingar. Við vildum því
helst að ákvörðun lægi fyrir um
stækkun verksmiðjunnar á næstu
vikum. Allar áætlanir okkar gera ráð
fyrir að Sultartangavirkjun verði
komin í gagnið i október 1999. Til
þess að svo megi verða má ekki
dragast mikið lengur að fyrstu út-
boðin við framkvæmdir fari fram.
Um er að ræða gröft fyrir stöðvar-
húsi og jöfnunarþró, auk Há-
göngumiðlunar," sagði Halldór.
Halldór sagði að útboðsgögn væru
að verða tilbúin og biðu þess að
verða send út. „Við hefðum helst
viljað hafa sem fastast undir fótun-
um áður en við tökum þetta skref.
Stjóm Landsvirkjunar mun koma
saman á næstu vikum og fjalla um
hvort líkindin á því að af þessari
stækkun verði og á því að Columbia-
álverið verði byggt séu nægileg mik-
il til að réttlæta að fara í útboð.“
VESTFIRSKUR skelfiskur á Flat-
eyri hefur náð nauðasamningum við
langflesta kröfuhafa og er gert ráð
fyrir að samningamir fari fyrir dóm-
ara í næsta mánuði. Fyrirtækið er
að festa kaup á skelfiskveiðiskipi í
Bandaríkjunum sem hefur helmingi
meiri burðargetu en Æsa ÍS, sem
fórst í Arnarfirði í júlí á síðasta ári.
Guðlaugur Pálsson, framkvæmda-
stjóri Vestfirsks skelfisks, áætlar að
vinnsla hefjist á ný í apríl.
Nauðasamningarnir fela í sér að
fyrirtækið greiðir 20% af öllum kröf-
um og fellir niður hlutaféð um 80%.
Stefnt er að hlutafjáraukningu síðar
með þátttöku þeirra eigenda sem
það kjósa. Guðlaugur segir að 85%
hluthafa hyggist taka þátt í upp-
byggingu fyrirtækisins. Skuldir
Vestfirsks skelfisks voru um 250
milljónir.
„Ef við kaupum þetta skip sem
við höfum verið að skoða ættu skuld-
ir fyrirtækisins að standa í um 200
milljónum króna. Það er mjög góð
skuldastaða sem ætti ekki að standa
í vegi fyrir starfseminni," sagði
Guðlaugur.
Auka þarf vinnsluna
Samningur um kaupin á skipinu
verður líklega undirritaður í lok
þessa mánaðar en það er keypt af
útgerð í Tampa í Flórída. Skipið er
sérstaklega hannað til skelfískveiða
en var síðan breytt til að veiða
hörpuskel og krabba. Það hefur leg-
ið bundið við bryggju í nokkum tíma
vegna kvótaleysis. Guðlaugur segir
að það taki um einn mánuð að gera
nauðsynlegar breytingar á skipinu
fyrir skelfiskveiðar hérlendis. Hing-
að komið mun kostnaðurinn af
kaupunum og breytingunum verða
um 90-100 milljónir króna. Skipið
hefur rúmlega helmingi meiri burð-
ar- og veiðigetu en Æsa.
„Skipið tekur meira en við þurf-
um daglega í vinnsluna. Við erum
því að auka verulega veiðigetuna
og getum sótt á mið á Breiðafirði,
Faxaflóa eða hvar sem er. Það þarf
að auka vinnsluna í landi miðað við
það hver hún var þegar gamla skip-
ið var í notkun. Vinnslan réð mjög
vel við það sem skipið aflaði og það
þarf aðeins að lengja vinnutímann
í landi. Það verða á milli 25-30
manns við vinnsluna en við vorum
með 23 menn þegar mest var áður.
Við stefnum að því að hefja vinnslu
um miðjan eða endaðan apríl. Mark-
aðurinn er góður. Kvótinn hefur
minnkað mikið hjá Bandaríkja-
mönnum og það virðist vanta mikið
inn á markaðinn. Verðið hefur að-
eins stigið en reyndar höfðum við
nýlega fengið hækkun þegar Æsa
fórst. Yfir vetrarmánuðina stígur
verðið en það fellur yfir sumarmán-
uðina,“ sagði Guðlaugur.
Hann sagði að menn hefðu engar
áhyggjur af markaðnum og verði.
Nú einbeittu menn sér að því að
koma fyrirtækinu af stað og fjár-
magna kaupin á skipinu.
Einar Oddur Kristjánsson hefur
látið af stjómarformennsku í fyrir-
tækinu. Hann situr nú í stjóm þess
en stjórnarformaður er Stefán Jóns-
son.
Landsvlrkjun þarf að bjóða út virkjanir
h
i
\
i
,