Morgunblaðið - 11.01.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.01.1997, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ AMERÍSKI DRAUMURINN RÆTTIST Á FÖÐUR HANS Fluglækn- Irinn laks á íslandi Kapteinn Ray Olafsson læknir í Banda- ríska flotanum á Keflavíkurflugvelli skoðar Menntun ng fyrri störf Herstöðin í Keflavík er 4.500 manna samfélag, tí- undi stærsti bær í land- inu. Hún er verndað sam- félag og helmingurinn er hermenn af karl- eða kvenkyni, aðrir eru mak- ar og börn. Lífsþægindin eiga að vera sambærileg við það sem annars staðar þekkist. Sjúkrahúsið á vellinum er útbúið til að taka við nú land og leitar ættingja, en afí hans og amma fluttu um síðustu aldamót úr Eyja- firði til Kanada. Gunnar Hersveinn heim- sótti hann og fræddist meðal annars um af- rek föður hans Josephs Olafsson. SKUDRAUMUR Ray Olafsson var að koma til Islands. Hann lærði til læknis og gekk í herinn, varð kapteinn og fluglæknir, meðal ann- ars í Japan og Indónesíu. Alltaf sótti hann um að fá að starfa í bandarísku herstöðinni í Keflavík og loks í júní í fyrra rættist draum- urinn um landið fyrirheitna. Raymond Paul Olafsson á alís- lenskan föður, Joseph Olafsson sem les, skrifar og talar reiprenn- andi íslensku án þess að hafa komið til landsins. Joseph er fæddur 1912 og ólst upp í Kanada en talaði ein- göngu íslensku til sex ára aldurs. En margir fullorðnir Vestur-ís- lendingar töluðu aðeins íslensku, Joseph lærði enskuna í skóla. Foreldrar Josephs voru Sveinn Olafsson og Guðrún Guðmunds- dóttur sem fluttu ung frá íslandi og settust að í Sasketchwan í Kanada. Sveinn var sonur Ólafs Jónssonar bónda að Blómsturvöllum í Eyja- firði. Guðrún var fædd að Kristnesi í Eyjafirði 1875, dóttir Andrésar Guðmundar Jóhannessonar. Langamma Rays var Guðrún ljósmóðir Stefánsdóttir, Jónsonar bónda á Grund, Finnssonar. FJÖLSKYLDA Rays í Keflavík, frá vinstri Amanda 16 ára, Amber 15 ára, fjölda manns og veita Vicky 13 ára og eiginkonan Marcia. Ray hcldur á flughjálminum. þeim fyrstu aðhlynningu til dæmis eftir flugslys eða vegna stríðs, auk þess að veita almenna læknisþjónustu í byggða- laginu. Átta læknar starfa hjá því og er Ray Olafsson næstráðandi við spítalann, þó ekki nú sem eiginleg- ur læknir heldur við stjórnun. Hann er kapteinn að tign í flotan- um, en heitið fluglæknir er haft um lækni sem sérhæfður er í kvillum sem hrjáð geta herflugmenn. Hér er venjulega um unga hrausta flug- menn að ræða, sem hafa tilhneig- ingu til að gera lítið úr veikindum sínum, en vegna þess hve dýrum farkostum þeir stjórna verða þeir alltaf að vera í toppformi og í um- sjón sérþjálfaðs læknis. Ray hefur líka flugréttindi á Orion kafbáta- leitarvél og á 200 flugtíma að baki. Ray Olafsson er 52 ára gamall, konan hans heitir Marcia og eiga þau sex börn, þrjú þeirra; Elisa- beth 29 ára, Peter 27 ára og Alex 26 ára eru í Bandaríkjunum. Hin þrjú ættleiddu þau í Japan og eru þau Jón Þveráí Svarfaðardal L Ólafur Jónsson Blómsturvöllum í Eyjafirðl L Sr. Magnús Elnarsson Tjörn I Svarfaöardal I Björn Magnússon Stærri-Skógum I Ragnheiður Björnsdóttir Jarðbrú I Svarfaðardal I Jón Finnson Grund i Stefán Jónsson Grund Guðrún Stefánsdóttir Ágústína M. Jóhannesdóttir Teigi í Eyjafirði L Andrés G. Jóhannesson Naustum Svein Ólafsson (1869-1952) Leslie, Saskatchewan, Kanada 1 Guðrún Guðmundsdóttir (f. 1875) Kristnesi í Eyjafirði I Joseph Olafsson (f. 1912) Alice Guthrie I------- Ray Olafsson Á leikandinn einn á ferð þarf hann að etja kappi við tölvuna, sem getur orðið upp í fjórskipt, en nokkrir geta leikið samtímis um mótaldstengingu eða á tölvuneti, sex alls. Reyndar er hern- aður ekki sterkasta hlið leiksins, allar fara orrusturnar fram á ferhyrndu svæði, en nokkru skiptir færni þess sem leikur. Færni má auka með sér- stakri þjálfun, en best reynist ævinlega að hafa yfirburði liðs. heimalandið og stofna sjálfstætt ríki, en það er ekki hlaupið að því, að minnsta kosti ekki fyrr en meirihluti nýlendubúa er samþykkur. Öðru hvoru þarf að berjast við innfædda sem amast við landvinningunum, en einnig þarf iðulega að takast á við keppinaut sem einnig er að leggja landsvæðið undir sig. Sé B LCfffGI* knnnuéMr ag iand- nmmar Ekki ganga allir tölvuleikir út á að skjóta og drepa, þeir eru líka til friðsælir og jafn- vel lærdómsríkir. Árni Matthíasson gerðist landnemi í nýjum heimi. riii] Ð FARA á milli landa var meirháttar ferðalag á sextándu öld og ekki hægt að hlaupa eftir hjálp ef Jlla fór eins og fram kemur í leiknum Conquest of the New World sem Interplay gefúr út. í fyrstu for þess sem leikur eru þrír landkönnuðir og her. Skömmu síðar kemur til nýja landsins annað skip sem á er einn land- nemi, annar her og landkönnuður. Ekki fást fleiri liðs- menn og ef svo illa fer að landnemarnir falla áður en fyrsta nýlendan er komin á koppinn verður ekkert úr frekari landvinningum. Þó útlit leiksins minni um margt á landvinninga Spánverja í Mið- og Suður-Ameríku er leikurinn alls ekki byggður á raunverulegum atburðum; nýr heimur er búinn til í hverjum leik og aðstæður því síbreytilegar. Þegar kom- ið er til nýja landsins eru þó innfæddir jafnan indíánaætt- bálkar ýmsir, ýmist vinsamlegir eða heldur árásargjamir. Ef illa fer gæti svo farið að nýlendan nýja yrði illvígum indíánum að bráð, en einnig er gott að koma sér fyrir skammt frá vinsamlegum ættbálki til að tryggja viðskiptí og verslun. Einnig má versla við heimalandið, sem skiptir sér ekki af nýlendunni nema að því leyti að krefja hana um skatta sem hækka nokkuð reglulega líkt og í raunveruleik- anum. Verði skattamir óbærilegir má slíta sambandinu við í kjölfar landkönnuða koma land- og eins gott að vera búinn að tryggja nægt landflæmi með skógi ná- lægt, á og helst hafnaraðstöðu. Þegar búið er að koma á fót allra nauðsynlegustu byggingum, til að mynda sögunarmyllu, bú- garða, járn- og gullnámur og bryggju eða verslunarmiðstöð, verður að huga að and- legri vellíðan landnemanna og reisa kirkju og líkamlegri vellíðan og reisa krá. Kirkjan er nauðsynleg til að laða að fleiri landnema og kráin er ekki síður nauðsynleg, ekki síst til að ráða nýja landkönnuði til starfa, því þeirra ger- ist fjótt þörf, ekki síst ef finna á land fyrir fleiri byggðir. Landkönnuðir koma einnig í góðar þarfir við að vinna sig í álit og græða stig um leið, því ef þeir finna áður óþekkt fljót eða fjall sem enginn hefur klifið gefst þeim sem leikur færi á að nefna það að vild og fær fyrir virðingu mikla. Hægt er að velja um hvort leikandinn er að iðja fyrir eitt Evrópustórveldanna eða sem innfæddur. Állmikill munur er á eftir því hvaða þjóðerni er val- ið, mest ef leikið er sem innfæddur, og gerir að verk- um að leikurinn lifir lengur en margir álíka, ekki síst í ljósi þess að sífellt er ný lönd að kanna og leggja undir krúnuna, en ógetið er einnig þess möguleika að sníða leikinn eftir eigin höfði; velja fjölda andstæð- inga, hve margar indíánabyggðir eru á landinu, hlutfall lands og vatns og svo mætti lengi telja. Myndvinnsla er öll með ágætum og þó ekki séu smá- atriði að þvælast fyrir er allur frágangur til fyrirmynd- ar og hægt er að fá gott yfirlit af landinu öllu með því að færa sig fjær, en einnig má komast allnálægt. Conquest of the New World krefst a.m.k. tölvu með 66 MHz 80486 örgjörva, 8 Mb innra minni, SVGA skjákorts með a.m.k. 512 K skjáminni og tveggja hraða geisladrifi. Hljóðkort er ekki nauðsynlegt en til bóta. Leikinn má leika yfir tölvunet, með mótaldstengingu eða raðtengikapal. Kirkjur ng krár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.