Morgunblaðið - 11.01.1997, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1997 47
FRÉTTIR
RÖGNVALDUR Ingólfsson, HR, afhenti Guðlaugi Björgvinssyni, MS, viðurkenninguna en auk þeirra
eru á myndinni Guðjón Reynir, MS, Garðar, HR, Ágúst, Hagvangi, og Reynir Kristinsson, Hagvangi.
Mjólkursamsalan fær viðurkenningu
Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur
HEILBRIGÐISEFTIRLIT
Reykjavíkur hefur veitt Mjólkur-
samsölunni viðurkenningu fyrir
innra gæðaeftirlitskerfi fyrirtæk-
isins, GÁMES.
„Gæðakerfinu er ætlað að
tryggja öryggi og hreinlæti við
framleiðslu og dreifingu matvæla
en GÁMES er skammstöfun fyrir
greiningu áhættuþátta og mikil-
vægra eftirlitsstaða. Með GÁMES
er sett upp virkt eftirlit á öllum
stigum framleiðslu og dreifingar
til að tryggja gæði vörunnar. Sett-
ar eru skýrar reglur um fyrir-
byggjandi aðgerðir og viðbrögð
við hverskyns frávikum frá ör-
yggiskröfum," segir m.a. í frétta-
tilkynningu frá Mjólkursamsöl-
unni.
Ennfremur segir: „Heilbrigðis-
eftirlit Reykjavíkur hefur undan-
farna mánuði gert úttekt á GÁ-
MES kerfi Mjólkursamsölunnar
til að tryggja að ákvæði reglu-
gerðar nr. 552/1994 um innra
eftirlit í matvælafyrirtækjum séu
uppfyllt. Tekin hafa verið fjöl-
mörg sýni, bæði af hráefni og
lokaframleiðslu og þau rannsök-
uð. Allar niðurstöður hafa verið
innan settra marka.
Jafnframt vinnu við GAMES
kerfið hjá Mjólkursamsölunni er
unnið að því að gera fyrirtækið
vottunarhæft samkvæmt ISO
9001 gæðastaðlinum.
Úttekt á GÁMES kerfinu önn-
uðust þeir Garðar Sigþórsson og
Rögnvaldur Ingólfsson, svæðis-
sljóri matvælasviðs Heilbrigðis-
eftirlits Reykjavíkur. Umsjón með
uppsetningu kerfisins annaðist
Guðjón Reynir Jóhannesson,
gæðastjóri Mjólkursamsölunnar,
en honum til ráðgjafar var Ágúst
Þorbjörnsson, rekstrarráðgjafi
hjá Hagvangi."
Breiðholts-
sókn 25 ára
FYRSTA kirkjusóknin í Breiðholts-
hverfinu í Reykjavík var stofnuð
föstudaginn 14. janúar 1972, en
hverfið var þá í hraðri uppbyggingu
eftir að fyrstu íbúarnir settust þar
að í lok ársins 1967. Verður sókn-
in, sem hlaut nafnið Breiðholts-
sókn, því 25 ára þriðjudaginn 14.
janúar nk. en fram að stofnun
hennar tilheyrðu frumbýlingar
hverfisins Bústaðasókn.
Þessara tímamóta verður minnst
við guðsþjónustu í Breiðholtskirkju
í Mjódd á morgun, sunnudaginn
12. janúar, kl. 14. Mun fyrsti sókn-
arnefndarformaðurinn Sigurþór
Þorgilsson, prédika og að guðsþjón-
ustu iokinni er kirkjugestum boðið
að þiggja veitingar í tilefni dags-
ins. Einnig verður í tilefni af af-
mælinu sett upp í safnaðarheimili
kirkjunnar sýning frá Hinu íslenska
Biblíufélagi sem rekur ritunarsögu
Biblíunnar í máli og myndum og
kynnir sögu íslensku Biblíunnar.
Er það von okkar að sem flestir
sóknarbúar og aðrir velunnarar
kirkjunnar sjái sér fært að taka
þátt í guðsþjónustunni og gleðjast
þannig með okkur á þessum tíma-
mótum.
Sr. Gísli Jónasson
-----»" ♦.---
Grósku
fagnað
ÞINGFLOKKUR jafnaðarmanna
samþykkti í vikunni ályktun þar
sem fagnað var því frumkvæði sem
ungt fólk hefði haft með stofnun
Grósku - samtaka jafnaðarmanna
og lýst stuðningi við baráttu sam-
takanna fyrir eflingu jafnaðar-
stefnunnar á íslandi.
Segir í ályktuninni að með þessu
frumkvæði sé unga fólkið, sem
m.a. komi úr ungliðahreyfingum
stjórnmálaflokkanna, að sýna við-
horf sem þau ætlist til að verði
öðrum til eftirbreytni.
Gengið á reka suð-
ur Reykj anesskaga
FRÁ árinu 1988 hefur Útivist stað-
ið fyrir gönguferðum langa sam-
fellda vegalengd í áföngum. Fljót-
lega fékk þetta fyrirkomulag ný-
yrðið raðganga og tók þá einnig
yfir ferðaraðir sem tengdu saman
ákveðnar stofnanir, Þórsmerkur-
gangan 1990 og Póstgangan 1991
eru dæmi um það fyrrgreinda en
Kirkjugangan 1992 og Skólagang-
an 1993 um síðarnefnda, segir í
fréýt frá Útivist.
í fyrstu raðgöngu Útivistar
1997 verður gengið með allri vest-
urströnd Reykjanesskagans og
„Gengið á reka“ í sex áföngum
hálfsmánaðarlega. Að ganga á
reka var viða daglegur viðburður
á sjávaijöðrum fyrr á tímum. Oft
ríkti eftirvænting fyrir þessar ferð-
ir sem breytist svo í fögnuð, von-
brigði eða varð tregablandið allt
eftir því hvað fannst rekið hvetju
sinni.
í raðgöngu Útivistar verður
hugað að því sem er að finna í
ijörunni og fylgst með fjörulands-
laginu á útfiri á stórstraumsfjöru
en fjaran á Reykjanesi er einstök
til þeirra hluta og jafnframt sú
tegundaflesta á landinu hvað dýr
og plöntur viðkemur. Fylgdarmenn
verða heimamenn sem gengið hafa
fjörurnar frá barnæsku og einnig
sérfróðir menn á ýmsum sviðum.
Þátttakendur fá afhent númeruð
göngukort.
í fyrsta áfanganum, sunnudag-
inn 12. janúar, verður gengið frá
Garðskagaflös suður að Bæjar-
skeijum (Býjarskeijum). Farið
verður með rútu frá Umferðarmið-
stöðinni kl. 10.30. Stansað við
Fitjanesti við Njarðvíkurfitjar kl.
11.15. Gangan hefst við Byggða-
og sjóminjasafn Gerðahrepps um
kl. 11.30. Eftir að hafa litið þar
inn og skoðað kort yfir skipsströnd
í gamla vitanum verður gengið
með sjónum suður í Sandgerðisbæ
þar verður litið inn á Fræðasetrið
og gengið um hafnarsvæðið undir
leiðsögn kunnugra. Áfanganum
lýkur við Bæjarsker. Raðgangan
hentar öllum ungum sem öldnum
því að rútan fylgir hópnum efitr í
flestum áföngum.
Fjallar um
stéttaskipt-
ingu á Akur-
eyri í dokt-
orsritgerð
•HERMANN Óskarsson félags-
fræðingur varði doktorsritgerð (Dr.
Fil) við Gautaborgarháskóla (Göte-
borgs Universitet) 18. desember sl.
Heiti ritgerðarinnar er „En klass-
trukturs uppkomst
och utveckling.
Akureyri 1860 till
1940.“
Leiðbeinandi
var prófessor Gör-
an Therborn við
háskólann í
Gautaborg og for-
stöðumaður
SCASSS (The
Swedish Collegium for Advanced
Study in the Social Sciences), Upp-
sölum, Svíþjóð. I dómnefnd sátu:
Prófessor Bengt Furáker, Sociolog-
iska institutionen, Göteborgs uni-
versitet, professor Jan Ch. Karls-
son, Arbetsvetenskap, Högskolan í
Karlstad og docent Marie Demker,
Statsvetenskapliga institutionen,
Göteborgs universitet. Andmælandi
var docent Tomas Peterson, Socio-
logiska institutionen, Lunds uni-
versitet.
í fréttatilkynningu segir: „Rit-
gerðin fjallar um upphaf og þróun
stéttaskiptingar á Akureyri og
byggir á upplýsingum manntala og
annarra heimilda um atvinnuskipt-
ingu, myndun stéttbundinna sam-
taka og átök stétta í bænum. Ann-
að markmið verksins er að útskýra
upphaf og þróun félagsgerðar nú-
tíma samfélags (kapítalísks samfé-
lags) á íslandi. Verkið er 320 blaðs-
íður og skiptist í sex meginkafla. í
inngangi eru markmið rannsóknar-
innar rakin og efnistök útskýrð.
Annar kafli fjallar um stéttarhug-
takið, kenningar um stéttaskiptingu
og rannsóknarlíkön. Rannsóknar-
efnið er kynnt á lýðfræðilegan (de-
mografisk) hátt í þriðja kafla og
þróun stétta á Akureyri gerð ítarleg
skil í fjórða kafla. Fimmti kafli
verksins fjallar um samstöðu stétta,
stéttaátök og þróun borgaralegs
samfélags á Akureyri. Þar er ljallað
um stofnun félaga, stjórnmálasam-
taka, félagslegan ágreining og
stéttasamtök. í kafla sex er þróun
og stöðu atvinnumála á Akureyri
eftir 1940 og fram til 1996 lýst í
stuttu máli. Niðurstöður eru kynnt-
ar í sjöunda kafla.
Meginniðurstaða rannsóknarinn-
ar eru að stéttargerð bæjarsamfé-
lagsins á Akureyri var í heild tiltölu-
lega stöðug, stærðarhlutföll stétt-
anna breyttust lítið á tímabilinu frá
1860-1940 en miklar breytingar
urðu aftur á móti á innri gerð
þeirra. Verkalýðsstéttin bast fyrst
samtökum um hagsmuni sína í lok
síðustu aldar, en stéttaátök náðu
hámarki á kreppuárunum á þriðja
tug aldarinnar. Lítið fór fyrir stétt-
vísi og samstöðu borgara á Akur-
eyri þar til í lok annars áratugar
þessarar aldar. Dönsk áhrif ein-
kenndu borgarastéttina um miðja
síðustu öld og settu sterkan svip á
bæjarlífið fram yfir aldarmótin.
Áhrifa hugmyndafræði sjálfstæðis-
baráttunnar gætti allt tímabilið og
drór úr áhrifum hugmyndafræði
stéttabaráttu, einkum í lok 19. ald-
ar og fyrstu tvo áratugi þeirrar
tuttugustu.“
Rannsóknin var styrkt af menn-
ingarmálanefnd Akureyrarbæjar,
Rannsóknarsjóði Háskólans á
Akureyri og Norræna rannsókna-
háskólanum NorFA.
Hermann er fæddur 7. febrúar
1951. Hann er sonur Elínar Frið-
riksdóttur, húsmæðrakennara og
Oskars Ágústssonar íþróttakenn-
ara. Hann lauk stúdentsprófi af
náttúrufræðibraut frá Menntaskól-
anum á Akureyri 1972. Kand Fil
prófi í félagsfræði og hagfræði frá
háskólanum í Gautaborg 1980,
kennararéttindaprófi í uppeldis- og' '
kennslufræði frá Kennaraháskóla
íslands 1989, magisternámi í fé-
lagsfræði við háskólann í Gauta-
borg 1993. Samhliða doktorsnám-
inu hefur Hermann gegnt starfi sem
lektor við Háskólann á Akureyrien
hann hefur verið fastur kennari við
háskólann frá 1988. Sambýliskona
Hermanns er Karín M. Svein-
björnsdóttir, framhaldsskólakenn-
ari og eiga þau eina dóttur, Sylvíu
Ósk. Frá fyrra hjónabandi á Her-
mann soninn Arnar Frey.
Tónlistarguðsþjónusta
í Hafnarfjarðarkirkju
FYRSTA tónlistarguðsþjónusta
ársins í Hafnarfjarðarkirkju verður
á morgun, sunnudaginn 12. janúar.
í henni er lögð höfuðáhersla á söng,
tónlist og íhugun, en stutt hugleið-
ing rammar inn stundina.
Að þessu sinni er tónlistarguðs-
þjónustan sérstaklega helguð hjón-
um og fólki í sambúð í tilefni þess
Kvikmyndasýn-
ingar í Norræna
húsinu
KVIKMYNDASÝNINGAR fyrir
böm og unglinga eru alla sunnu-
daga kl. 14 í Norræna húsinu.
Sunnudaginn 12. janúar verður
sýnd teiknimyndin „Linnea i málar-
ens tradgárd".
Myndin fjallar um sænsku stelp-
una Linneu sem fer með Blomqvist
nágranna sínum til Parísar og í trjá-
garð franska málarans Claude Mon-
et í Giverny. Skemmtileg og fræð-
andi teiknimynd fyrir alla fjölskyld-
una.
Myndin er frá árinu 1992 og er
30 mín. að lengd og er með sænsku
tali. Leikstjórn er í höndum Lenu
Anderson og Christinu Björk. Bók
sem þessi teiknimynd er byggð á
kom út hjá Máli og menningu fyrir
nokkrum árum og heitir Lilja í garði
listmálarans.
Allir era velkomnir og er aðgang-
ur ókeypis.
að hjónanámskeið kirkjunnar eru
að hefjast á ný. Beðið verður fyrir
sambúðarfólki og þeir sem vilja
geta kveikt á kertum og fengið
fyrirbæn. Hugleiðingu flytur Halla
Jónsdóttir en hún er leiðbeinandi á
hjónanámskeiðunum ásamt sr. Þór-
halli Heimissyni. Organisti er Nat-
alía Chow en prestur sr. Þórhallur
Heimisson.
Hjónanámskeið kirkjunnar hefj-
ast síðan þriðjudaginn 14. janúar.
Öll námskeið haustsins voru þétt-
setin og skráning á vormisseri er
þegar hafin. Hægt er að skrá sig
á námskeiðin hjá Hafnarfjarðar-*
kirkju.
Þórhallur Heimisson
-----» ♦ ♦------
LEIÐRÉTT
Vilhjálmur H. en ekki Þ.
í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær á
bls. 2 um niðurstöður efnafræði-
prófs í HÍ var vitnað í Vilhjálm H.
Vilhjálmsson. Var hann sagður
heita Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og
er beðist velvirðingar á mistökun-'
um.
Röng höfundarkynning
í MORGUNBLAÐINU í gær, föstu-
dag, er grein eftir Dag B. Eggerts-
son með yfirskriftinni „Vatni stökkt
á gæs“. Höfundur er sagður for-
maður Stúdentaráðs en hann er
fyrrv. formaður ráðsins.