Morgunblaðið - 11.01.1997, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 11.01.1997, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1997 47 FRÉTTIR RÖGNVALDUR Ingólfsson, HR, afhenti Guðlaugi Björgvinssyni, MS, viðurkenninguna en auk þeirra eru á myndinni Guðjón Reynir, MS, Garðar, HR, Ágúst, Hagvangi, og Reynir Kristinsson, Hagvangi. Mjólkursamsalan fær viðurkenningu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur HEILBRIGÐISEFTIRLIT Reykjavíkur hefur veitt Mjólkur- samsölunni viðurkenningu fyrir innra gæðaeftirlitskerfi fyrirtæk- isins, GÁMES. „Gæðakerfinu er ætlað að tryggja öryggi og hreinlæti við framleiðslu og dreifingu matvæla en GÁMES er skammstöfun fyrir greiningu áhættuþátta og mikil- vægra eftirlitsstaða. Með GÁMES er sett upp virkt eftirlit á öllum stigum framleiðslu og dreifingar til að tryggja gæði vörunnar. Sett- ar eru skýrar reglur um fyrir- byggjandi aðgerðir og viðbrögð við hverskyns frávikum frá ör- yggiskröfum," segir m.a. í frétta- tilkynningu frá Mjólkursamsöl- unni. Ennfremur segir: „Heilbrigðis- eftirlit Reykjavíkur hefur undan- farna mánuði gert úttekt á GÁ- MES kerfi Mjólkursamsölunnar til að tryggja að ákvæði reglu- gerðar nr. 552/1994 um innra eftirlit í matvælafyrirtækjum séu uppfyllt. Tekin hafa verið fjöl- mörg sýni, bæði af hráefni og lokaframleiðslu og þau rannsök- uð. Allar niðurstöður hafa verið innan settra marka. Jafnframt vinnu við GAMES kerfið hjá Mjólkursamsölunni er unnið að því að gera fyrirtækið vottunarhæft samkvæmt ISO 9001 gæðastaðlinum. Úttekt á GÁMES kerfinu önn- uðust þeir Garðar Sigþórsson og Rögnvaldur Ingólfsson, svæðis- sljóri matvælasviðs Heilbrigðis- eftirlits Reykjavíkur. Umsjón með uppsetningu kerfisins annaðist Guðjón Reynir Jóhannesson, gæðastjóri Mjólkursamsölunnar, en honum til ráðgjafar var Ágúst Þorbjörnsson, rekstrarráðgjafi hjá Hagvangi." Breiðholts- sókn 25 ára FYRSTA kirkjusóknin í Breiðholts- hverfinu í Reykjavík var stofnuð föstudaginn 14. janúar 1972, en hverfið var þá í hraðri uppbyggingu eftir að fyrstu íbúarnir settust þar að í lok ársins 1967. Verður sókn- in, sem hlaut nafnið Breiðholts- sókn, því 25 ára þriðjudaginn 14. janúar nk. en fram að stofnun hennar tilheyrðu frumbýlingar hverfisins Bústaðasókn. Þessara tímamóta verður minnst við guðsþjónustu í Breiðholtskirkju í Mjódd á morgun, sunnudaginn 12. janúar, kl. 14. Mun fyrsti sókn- arnefndarformaðurinn Sigurþór Þorgilsson, prédika og að guðsþjón- ustu iokinni er kirkjugestum boðið að þiggja veitingar í tilefni dags- ins. Einnig verður í tilefni af af- mælinu sett upp í safnaðarheimili kirkjunnar sýning frá Hinu íslenska Biblíufélagi sem rekur ritunarsögu Biblíunnar í máli og myndum og kynnir sögu íslensku Biblíunnar. Er það von okkar að sem flestir sóknarbúar og aðrir velunnarar kirkjunnar sjái sér fært að taka þátt í guðsþjónustunni og gleðjast þannig með okkur á þessum tíma- mótum. Sr. Gísli Jónasson -----»" ♦.--- Grósku fagnað ÞINGFLOKKUR jafnaðarmanna samþykkti í vikunni ályktun þar sem fagnað var því frumkvæði sem ungt fólk hefði haft með stofnun Grósku - samtaka jafnaðarmanna og lýst stuðningi við baráttu sam- takanna fyrir eflingu jafnaðar- stefnunnar á íslandi. Segir í ályktuninni að með þessu frumkvæði sé unga fólkið, sem m.a. komi úr ungliðahreyfingum stjórnmálaflokkanna, að sýna við- horf sem þau ætlist til að verði öðrum til eftirbreytni. Gengið á reka suð- ur Reykj anesskaga FRÁ árinu 1988 hefur Útivist stað- ið fyrir gönguferðum langa sam- fellda vegalengd í áföngum. Fljót- lega fékk þetta fyrirkomulag ný- yrðið raðganga og tók þá einnig yfir ferðaraðir sem tengdu saman ákveðnar stofnanir, Þórsmerkur- gangan 1990 og Póstgangan 1991 eru dæmi um það fyrrgreinda en Kirkjugangan 1992 og Skólagang- an 1993 um síðarnefnda, segir í fréýt frá Útivist. í fyrstu raðgöngu Útivistar 1997 verður gengið með allri vest- urströnd Reykjanesskagans og „Gengið á reka“ í sex áföngum hálfsmánaðarlega. Að ganga á reka var viða daglegur viðburður á sjávaijöðrum fyrr á tímum. Oft ríkti eftirvænting fyrir þessar ferð- ir sem breytist svo í fögnuð, von- brigði eða varð tregablandið allt eftir því hvað fannst rekið hvetju sinni. í raðgöngu Útivistar verður hugað að því sem er að finna í ijörunni og fylgst með fjörulands- laginu á útfiri á stórstraumsfjöru en fjaran á Reykjanesi er einstök til þeirra hluta og jafnframt sú tegundaflesta á landinu hvað dýr og plöntur viðkemur. Fylgdarmenn verða heimamenn sem gengið hafa fjörurnar frá barnæsku og einnig sérfróðir menn á ýmsum sviðum. Þátttakendur fá afhent númeruð göngukort. í fyrsta áfanganum, sunnudag- inn 12. janúar, verður gengið frá Garðskagaflös suður að Bæjar- skeijum (Býjarskeijum). Farið verður með rútu frá Umferðarmið- stöðinni kl. 10.30. Stansað við Fitjanesti við Njarðvíkurfitjar kl. 11.15. Gangan hefst við Byggða- og sjóminjasafn Gerðahrepps um kl. 11.30. Eftir að hafa litið þar inn og skoðað kort yfir skipsströnd í gamla vitanum verður gengið með sjónum suður í Sandgerðisbæ þar verður litið inn á Fræðasetrið og gengið um hafnarsvæðið undir leiðsögn kunnugra. Áfanganum lýkur við Bæjarsker. Raðgangan hentar öllum ungum sem öldnum því að rútan fylgir hópnum efitr í flestum áföngum. Fjallar um stéttaskipt- ingu á Akur- eyri í dokt- orsritgerð •HERMANN Óskarsson félags- fræðingur varði doktorsritgerð (Dr. Fil) við Gautaborgarháskóla (Göte- borgs Universitet) 18. desember sl. Heiti ritgerðarinnar er „En klass- trukturs uppkomst och utveckling. Akureyri 1860 till 1940.“ Leiðbeinandi var prófessor Gör- an Therborn við háskólann í Gautaborg og for- stöðumaður SCASSS (The Swedish Collegium for Advanced Study in the Social Sciences), Upp- sölum, Svíþjóð. I dómnefnd sátu: Prófessor Bengt Furáker, Sociolog- iska institutionen, Göteborgs uni- versitet, professor Jan Ch. Karls- son, Arbetsvetenskap, Högskolan í Karlstad og docent Marie Demker, Statsvetenskapliga institutionen, Göteborgs universitet. Andmælandi var docent Tomas Peterson, Socio- logiska institutionen, Lunds uni- versitet. í fréttatilkynningu segir: „Rit- gerðin fjallar um upphaf og þróun stéttaskiptingar á Akureyri og byggir á upplýsingum manntala og annarra heimilda um atvinnuskipt- ingu, myndun stéttbundinna sam- taka og átök stétta í bænum. Ann- að markmið verksins er að útskýra upphaf og þróun félagsgerðar nú- tíma samfélags (kapítalísks samfé- lags) á íslandi. Verkið er 320 blaðs- íður og skiptist í sex meginkafla. í inngangi eru markmið rannsóknar- innar rakin og efnistök útskýrð. Annar kafli fjallar um stéttarhug- takið, kenningar um stéttaskiptingu og rannsóknarlíkön. Rannsóknar- efnið er kynnt á lýðfræðilegan (de- mografisk) hátt í þriðja kafla og þróun stétta á Akureyri gerð ítarleg skil í fjórða kafla. Fimmti kafli verksins fjallar um samstöðu stétta, stéttaátök og þróun borgaralegs samfélags á Akureyri. Þar er ljallað um stofnun félaga, stjórnmálasam- taka, félagslegan ágreining og stéttasamtök. í kafla sex er þróun og stöðu atvinnumála á Akureyri eftir 1940 og fram til 1996 lýst í stuttu máli. Niðurstöður eru kynnt- ar í sjöunda kafla. Meginniðurstaða rannsóknarinn- ar eru að stéttargerð bæjarsamfé- lagsins á Akureyri var í heild tiltölu- lega stöðug, stærðarhlutföll stétt- anna breyttust lítið á tímabilinu frá 1860-1940 en miklar breytingar urðu aftur á móti á innri gerð þeirra. Verkalýðsstéttin bast fyrst samtökum um hagsmuni sína í lok síðustu aldar, en stéttaátök náðu hámarki á kreppuárunum á þriðja tug aldarinnar. Lítið fór fyrir stétt- vísi og samstöðu borgara á Akur- eyri þar til í lok annars áratugar þessarar aldar. Dönsk áhrif ein- kenndu borgarastéttina um miðja síðustu öld og settu sterkan svip á bæjarlífið fram yfir aldarmótin. Áhrifa hugmyndafræði sjálfstæðis- baráttunnar gætti allt tímabilið og drór úr áhrifum hugmyndafræði stéttabaráttu, einkum í lok 19. ald- ar og fyrstu tvo áratugi þeirrar tuttugustu.“ Rannsóknin var styrkt af menn- ingarmálanefnd Akureyrarbæjar, Rannsóknarsjóði Háskólans á Akureyri og Norræna rannsókna- háskólanum NorFA. Hermann er fæddur 7. febrúar 1951. Hann er sonur Elínar Frið- riksdóttur, húsmæðrakennara og Oskars Ágústssonar íþróttakenn- ara. Hann lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut frá Menntaskól- anum á Akureyri 1972. Kand Fil prófi í félagsfræði og hagfræði frá háskólanum í Gautaborg 1980, kennararéttindaprófi í uppeldis- og' ' kennslufræði frá Kennaraháskóla íslands 1989, magisternámi í fé- lagsfræði við háskólann í Gauta- borg 1993. Samhliða doktorsnám- inu hefur Hermann gegnt starfi sem lektor við Háskólann á Akureyrien hann hefur verið fastur kennari við háskólann frá 1988. Sambýliskona Hermanns er Karín M. Svein- björnsdóttir, framhaldsskólakenn- ari og eiga þau eina dóttur, Sylvíu Ósk. Frá fyrra hjónabandi á Her- mann soninn Arnar Frey. Tónlistarguðsþjónusta í Hafnarfjarðarkirkju FYRSTA tónlistarguðsþjónusta ársins í Hafnarfjarðarkirkju verður á morgun, sunnudaginn 12. janúar. í henni er lögð höfuðáhersla á söng, tónlist og íhugun, en stutt hugleið- ing rammar inn stundina. Að þessu sinni er tónlistarguðs- þjónustan sérstaklega helguð hjón- um og fólki í sambúð í tilefni þess Kvikmyndasýn- ingar í Norræna húsinu KVIKMYNDASÝNINGAR fyrir böm og unglinga eru alla sunnu- daga kl. 14 í Norræna húsinu. Sunnudaginn 12. janúar verður sýnd teiknimyndin „Linnea i málar- ens tradgárd". Myndin fjallar um sænsku stelp- una Linneu sem fer með Blomqvist nágranna sínum til Parísar og í trjá- garð franska málarans Claude Mon- et í Giverny. Skemmtileg og fræð- andi teiknimynd fyrir alla fjölskyld- una. Myndin er frá árinu 1992 og er 30 mín. að lengd og er með sænsku tali. Leikstjórn er í höndum Lenu Anderson og Christinu Björk. Bók sem þessi teiknimynd er byggð á kom út hjá Máli og menningu fyrir nokkrum árum og heitir Lilja í garði listmálarans. Allir era velkomnir og er aðgang- ur ókeypis. að hjónanámskeið kirkjunnar eru að hefjast á ný. Beðið verður fyrir sambúðarfólki og þeir sem vilja geta kveikt á kertum og fengið fyrirbæn. Hugleiðingu flytur Halla Jónsdóttir en hún er leiðbeinandi á hjónanámskeiðunum ásamt sr. Þór- halli Heimissyni. Organisti er Nat- alía Chow en prestur sr. Þórhallur Heimisson. Hjónanámskeið kirkjunnar hefj- ast síðan þriðjudaginn 14. janúar. Öll námskeið haustsins voru þétt- setin og skráning á vormisseri er þegar hafin. Hægt er að skrá sig á námskeiðin hjá Hafnarfjarðar-* kirkju. Þórhallur Heimisson -----» ♦ ♦------ LEIÐRÉTT Vilhjálmur H. en ekki Þ. í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær á bls. 2 um niðurstöður efnafræði- prófs í HÍ var vitnað í Vilhjálm H. Vilhjálmsson. Var hann sagður heita Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og er beðist velvirðingar á mistökun-' um. Röng höfundarkynning í MORGUNBLAÐINU í gær, föstu- dag, er grein eftir Dag B. Eggerts- son með yfirskriftinni „Vatni stökkt á gæs“. Höfundur er sagður for- maður Stúdentaráðs en hann er fyrrv. formaður ráðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.