Morgunblaðið - 11.01.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.01.1997, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR B/C 8. TBL. 85. ÁRG. LAUGARDAGUR 11. JANÚAR1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Nordlys/Ole Ásheim SNJÓKOMA og skafrenningur hafa fært hús í Norður-Noregi í kaf. Þessi mynd var tekin í Tromso þar sem húseigendur hafa fengið aðstoð hjálparsveitarmanna við að moka sig út úr húsum sínum. Spáð er áframhaldandi snjókomu á svæðinu. Snjóflóð valda mann- Ijóni í Norður-Noregi Osló, Tromso. Morgunblaðið. MESTA fannfergi sem verið hefur í fimmtán ár í Norður-Noregi hefur valdið miklum samgönguerf- iðleikum og snjóflóðahættu á svæðinu. Síðdegis í gær féll um 100 m breitt snjóflóð um íjörutíu km austan við Tromso, sem hreif með sér tvö íbúðar- hús og einn bíl, en það var aðeins eitt af mörgum flóðum sem féllu í gærdag. Eldri hjón, sem bjuggu í einu húsanna, fundust látin er björgunarmenn komust á vettvang. Eins manns er saknað, og tveir liggja alvarlega slasaðir á sjúkrahúsi. Á Vannoya norður af Tromse hafa um sjötíu manns orðið að yfirgefa heimili sín sökum hættu á snjóflóðum. Fjölmörg lítil flóð hafa fallið í Eldri hjón fórust í fannferginu - mesta snjókoma í fimmtán ár Troms-fylki og Austur-Finnmörku. í gærkvöldi hafði ekki enn verið lýst yfir neyðarástandi á svæðinu, en að sögn heimildarmanna Morgun- blaðsins voru björgunarsveitir hersins, Sivilfor- svaret, í viðbragðsstöðu, þar sem hætta á frekari snjóflóðum var talin mikil. í Norðlandi, Troms og Finnmörku hafa flestir vegir verið lokaðir frá því á fimmtudag og miklar tafir hafa orðið í flugi. Fjölmargir komust ekki til vinnu og skóla í gær og nú þegar er ljóst að skólahald fellur niður víða, þar sem vegagerðin segist þurfa helgina til að opna vegi á svæðinu. Veðrið, sem skall á aðfaranótt fimmtudags, hafði gengið lítillega niður í gær. Áfram var spáð snjókomu en þó minni en verið hefur. Fyrra met er frá 1981 en þá náði snjóhæðin 1,92 metrum. Óvíst er hvort fannfergið nær því nú, en í gær- kvöldi var það orðið 1,70 m að þykkt. ■ Byrjað að rýma/16 Jeltsín frá vinnu í 3 vikur Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, sem lagður hefur verið inn á sjúkra- hús með lungnabólgu, sýndi engin batamerki í gær og sögðu læknar að hann mundi ekki snúa aftur til starfa í Kreml næstu þijár vikurnar. Að sögn lækna átti Jeltsín auð- veldara með andardrátt í gær. Ser- gei Míronov, yfirlæknir læknamið- stöðvarinnar í Kreml sagði hins vegar að forsetinn væri daufur í dálkinn út af því að þurfa að leggj- ast inn á sjúkrahús á ný þar sem aðeins tvær vikur væru liðnar frá því að hann sneri aftur til vinnu eftir sex mánaða f|'arveru vegna hjartaaðgerðar. Áhrif á efnahagsspár Veikindi Jeltsíns hafa orðið ýms- um íjölmiðlum tilefni til bölspáa um stjórnmálaástandið í Rússlandi og voru uppi vangaveltur um að nauð- synlegar umbætur í efnahagsmál- um mundu teíjast. Míronov sagði í gær að Jeltsín mundi liggja þijá daga til viðbótar á sjúkrahúsi og síðan vera heima hjá sér í þijár vikur á meðan hann væri að ná sér. Jeltsín væri hins vegar ekki áfjáður í að hlýða lækn- um sínum. Hann bætti því við að hefja hefði átt meðferð á Jeltsín vegna veikinda hans nokkrum dög- um fyrr, en hann hefði ekki tekið það í mál. Veikindi forsetans virtust ekki hafa áhrif á rússneska fjármála- markaði. Verðbréfaviðskipti voru mikil og gengi hlutabréfa í helstu fyrirtækjum hækkaði mikið. Þess voru dæmi að hlutabréf einstakra fyrirtækja hækkuðu um 10 af hund- raði. Leiðtogafundi Samveldis sjálf- stæðra ríkja, sem áætlaður var 17. janúar nk. hefur verið frestað vegna veikinda Jeltsíns. Stj órnarandstæðingar í Búlgaríu rísa gegn þingmeirihluta sósíalista Viljanýjar kosninsrar ii. Reuter. Reuter Dimmur dagur í kauphöllinni MIKIÐ verðfall hefur verið í kauphöliinni í Tókýó í Japan síð- ustu daga og féll gengi hlutabréfa í 225 helstu fyrirtækjunum um 4,26% í gær. Hefur það þá fallið um 10,6% frá áramótum. Það er því ekki að undra þótt hann sé ekki mjög upplitsdjarfur þessi starfsmaður kauphallarinnar. ■ Japönsk verðbréf/14 ALLT að fimmtíu þúsund manns söfnuðust í gær að þinghúsi Búlgar- íu í Sofíu til að sýna kröfum stjórnarandstöðuþingmanna stuðn- ing sinn og kreijast nýrra þingkosn- inga. Mikil óánægja í garð stjórn- valda er nú ríkjandi í Búlgaríu, en að ríkisstjórninni standa sósíalistar, arftakar kommúnista. Það sem hrinti mótmælaaðgerð- unum af stað var sú ákvörðun þing- meirihluta sósíalista að hafna því að utandagskrárumræða um svo- kallaða „bjargaryfirlýsingu“ yrði tekin á dagskrá, en með henni hef- ur stjórnarandstaðan farið fram að boðað verði til nýrra kosninga. í kjölfar þess fylktu stuðnings- menn stjórnarandstöðunnar liði til þinghússins og kröfðust nýrra kosn- inga. Allt að 50.000 manns eru talin hafa safnazt saman við bygg- ingu þingsins í miðborg Sofíu. Brenndi múgurinn rauða fána og gaf reiði sinni í garð stjórnarinnar lausan tauminn. Allar rúður á jarð- hæð hússins voru brotnar og átti óeirðalögreglan fullt í fangi með að halda aftur af fólkinu. Nokkrum tugum stjórnarand- stæðinga tókst að ráðast til inn- göngu í þinghúsið, en lögreglan hrakti þá til baka með því að beita táragasi, kylfum og þrýstivatni. Að minnsta kosti fimmtán manns, sem örmagnazt höfðu vegna táragass og troðnings, voru lagðir inn á sjúkrahús. Reuter BÚLGARSKUR stjórnarand- stæðingur lætur höfuðáverka ekki aftra sér frá því að hrópa niður stjórn sósíalista fyrir utan þinghúsið í Sofíu. Forseti Búlgaríu, Zhelyu Zhelev, sem búizt var við að myndi fela sósíalistum að mynda nýja ríkis- stjórn í dag, laugardag, sagði í sjón- varpsviðtali í gærkvöldi að hann myndi ekki gera það. Hann sagðist myndu kalla öryggisráð ríkisins saman þess í stað til að ráðfæra sig um hvernig bregðast skuli við. Hinn 21. desember sl. hafði Zhan Videnov forsætisráðherra sagt af sér vegna alvarlegrar gagnrýni á hagstjórnarstefnu hans. Ekki neyðarástand „Ég vona að enn sé nægileg skynsemi fyrir hendi til að ekki verði lýst yfir neyðarástandi," sagði varaformaður Bandalags lýðræðis- afla og fyrrverandi forsætisráð- herra, Filip Dimitrov. Þingmenn sósíalista þorðu ekki að yfirgefa þinghúsið fyrr en eftir miðnætti í nótt og þá í fylgd her- manna. Fulltrúar stjórnarandstöð- unnar sögðust sig hvergi myndu hræra fyrr en „bjargaryfirlýsingin" yrði samþykkt. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Jordan Sokolov, sagði í útvarpsvið- tali: „Við munum halda okkur í þinghúsinu til þess að þrýsta á um að boðað verði til nýrra kosninga. Það er eina lausnin í stöðunni."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.