Morgunblaðið - 11.01.1997, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Reuter
PERÚSKIR lögreglumenn voru við öllu búnir eftir að skothvell-
ir rufu næturkyrrðina í fyrrinótt.
Gífurlegt fannfergi truflar samgöngur í Norður-Noregi
Byrjað að rýma hús
vegna snjóflóðahættu
Nordlys/Ole Ásheim
ÍBÚAR Tromso hafa ekki við að moka snjó frá húsum sínum
vegua fannfergis og skafrennings.
GÍFURLEGT fannfergi í Norður-
Noregi hefur valdið miklum sam-
göngutruflunum og víða er talin
hætta á snjóflóðum. Hafa 27 hús
í Vannoya fyrir norðan Tromso
verið rýmd vegna snjóflóðahættu
en fimmtán ár eru liðin frá því að
fannfergi var svo mikið í N-Nor-
egi. Engin slys hafa orðið á mönn-
um í óveðrinu.
Óveðrið skall á aðfararnótt
fimmtudags og geisaði stormur við
ströndina í Norðlandi, Troms og
Finnmörku. Vindur hefur gengið
mikið niður, sérstaklega inn til
landsins er þar snjóar hins vegar
gífurlega. Snjóhæðin í Tromso var
farin að nálgast tvo metra í gær
en fyrra metið er frá 1981, 1,92
metrar.
Sér ekki úr augum
Að sögn Láru Konráðsdóttur,
sem býr í Tromso, er mikill skaf-
renningur svo að sér vart úr augum
og flestir vegir ófærir. „Snjórinn
náði manni vel í mitti þegar við
komum út í gærmorgun og við
sjáum ekki út um glugga. Þetta
er ekki venjulegt veður miðað við
árstíma og ekki laust við að fóik
velti því fyrir sér hvernig veðrið
og snjóþyngslin verði þegar líður
á veturinn, fyrst ástandið er svona
núna. En það er ekki aftakaveður
hér, ég var á íslandi þegar snjóflóð-
ið féll á Súðavík og þetta er ekki
eins slæmt og þá, nema ef til við
út við ströndina," segir Lára.
Vegasamband við Tromso rofn-
aði í fyrrinótt er snjóflóð féllu á
veginn þangað og er meirihluti
vega í bænum og nágrenni hans
ófær. Flugsamgöngur hafa verið
stopular en ekki legið niðri.
Fjölmargir vinnustaðir voru
lokaðir í gær þar sem fólk komst
ekki til vinnu og skólar voru hálf-
tómir. Um 70 manns hafa orðið
að yfirgefa hús sína á Vannoya
en ekki er talin ástæða til að rýma
fleiri hús þótt víða sé talin snjó-
flóðahætta. Þá hafa bæjarstarfsm-
en, félagar í björgunarsveitum og
fleiri verið kvaddir út til að aðstoða
eldra fólk og veikt, sem kemst
ekki út úr húsum.
í
í
I
(
<
(
(
!<
i
i
Sandinistar óánægðir
og ganara af binsi
Manasrua. Reuter. ^ J ^ ^ ^ ^ ^
Minntu á
sig með
skothríð
SKÆRULIÐARNIR, sem hafa
japanska sendiráðið í Lima, höf-
uðborg Perús, á valdi sínu
ásamt 74 gíslum, skutu í fyrri-
nótt fjórum skotum upp í loftið.
Var mikil viðbúnaður hjá lög-
reglunni á eftir en talið er, að
skæruliðarnir hafi fyrst og
fremst verið að minna á sig og
kröfur sínar. Alberto Pandolfi,
forsætisráðherra Perús, sagði í
fyrradag, að skæruliðunum yrði
hugsanlega leyft að fara úr
landi ef þeir slepptu gíslunum
og yrði skýrt frá því síðar hvaða
ríki vildu taka við þeim.
HÆGRIMAÐURINN Arnolodo Ale-
mán tók við embætti forseta Nic-
aragua í gær eftir að þingmenn Þjóð-
frelsisfylkingar sandinista höfðu
gengið af þingi og hótað að efna til
götumótmæli gegn stjórn hans.
36 þingmenn af 93 gengu af
fyrsta fundi nýja þingsins til að
mótmæla þeirri ákvörðun yfirkjör-
stjórnar að hafna tillögu sandinista
um leynilega atkvæðagreiðslu vegna
kjörs forseta þingsins og sex manna
forsætisnefndar. Þeir sögðu að ann-
ars myndu þingmenn annarra flokka
ekki þora að kjósa þá sem sandinist-
ar styddu af ótta við reiði nýrrar
hægristjórnar Alemáns.
Þrátt fyrir fjarveru sandinistanna
var flokksbróðir Alemáns kjörinn
forseti þingsins. Sex stuðningsmenn
Alemáns voru einnig kjörnir í for-
sætisnefndina.
Varað við einræði
Þingmenn sandinista sögðust ætla
að heyja baráttuna gegn stjórni.nni
á götunum þar sem Alemán hefði
náð tangarhaldi á löggjafar-, fram-
kvæmda- og dómsvaldinu.
„Litlar líkur eru á að frumvörp,
sem Alemán er á móti, verði sam-
þykkt hér á þinginu," sagði Victor
Hugo Tinoco, hægri hönd Daniels
Ortega, leiðtoga sandinista.
Alemán sór
embættiseið við
hátíðlega athöfn
í gær að viðstödd-
um forsetum sjö
ríkja í Rómönsku
Ameríku og full-
trúum frá 61
landi. Sandinistar
sniðgengu at-
höfnina og hafa
neitað að viður-
kenna stjórn Ale-
máns. Þeir saka yfirvöld um kosn-
ingasvik í forsetakosningunum 20.
október, þegar Ortega beið ósigur
fyrir Aiemán.
Sinatra fékk
hjartaáfall
Los Angeles. Reuter.
FRANK Sinatra fékk hjartaáfall síð-
degis í fyrradag og var fluttur í
skyndingu a Cedars-Sinai sjúkra-
húsið í Beverly Hills-hverfi Los Ang-
eles. Líðan hans var sögð góð í gær
og lá hann þá á almennri deild en
ekki gjörgæslu.
Þetta var í þriðja sinn á tveimur
mánuðum sem Sinatra, sem er 81
árs, er fluttur í spítala. Hann hafði
verið aðeins tvo daga heima er hann
fékk síðasta áfallið, hafði af ókunnum
ástæðum dvalist rúman sólarhring á
sama sjúkrahúsi í byrjun vikunnar.
Var hann lagður þar inn einnig í
nóvember og lá þá átta daga vegna
klemmdrar taugar og lungnabólgu.
Sinatra hefur hrakað mjög á síð-
ustu árum til heilsunnar og þjáðst
af margvíslegum kvillum.
Haldið upp á
fertugsafmæli
Rómarsáttmála
Brussel. Reuter.
ÍTALIR hafa boðað til sér-
staks fundar utanríkisráð-
herra Evrópusambandsins í
Róm hinn 25. marz næstkom-
andi til að halda upp á 40 ára
afmæli Rómarsáttmálans, sem
er kjarninn í núverandi stofn-
sáttmála sambandsins.
Með Rómarsáttmálanum
varð Efnahagsbandalag Evr-
ópu (EBE) til árið 1957. Ásamt
Kola- og stálbandalagi Evrópu
og Kjarnorkubandalagi Evr-
ópu myndaði EB Evrópu-
bandalagið (EB), sem breyttist
í Evrópusamband er Rómar-
sáttmálanum var breytt, en
hinn nýi stofnsáttmáli ESB er
kenndur við Maastricht.
EVROPA^
Ráðherrarnir munu nota
tækifærið í Róm og ræða
breytingar á stofnunum ESB,
sem eru til umfjöllunar á ríkj-
aráðstefnu sambandsins.
Fiestir eru sammála um að
stofnanirnar, sem komið var
á fót með Rómarsáttmálanum
fyrir sex ríki, dugi ekki Evr-
ópusambandi tuttugu eða
fleiri ríkja á næstu öld.
Skoðanakönnun í fjórum fjölmennustu ríkjum ESB
Meirihluti vill þjóðar-
atkvæðagreiðslu um EMU
MEIRIHLUTI kjósenda í fjórum fjöl-
mennustu aðildarríkjum Evrópu-
sambandsins vill að haldin verði
þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild að
Efnahags- og myntbandalagi Evr-
ópu, sem á að taka gildi í ársbyrjun
1999. Þetta kemur fram í skoðana-
könnun, sem gerð var á vegum fjög-
urra blaða, The Daily Telegraph í
Bretlandi, L’Espresso á Ítalíu, Le
Figaro í Frakkiandi og Handelsblatt
í Þýzkalandi.
I öllum aðildarríkjunum nema It-
alíu vildi yfírgnæfandi meirihluti að
haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðsla
um EMU. Þannig vildu hátt í 80%
Breta og Þjóðverja fá að greiða at-
kvæði um myndbandalagið, en 52%
ítala.
Þegar spurt var hvernig menn
myndu greiða atkvæði í slíkri þjóðar-
Frakkar og ítalir
hlynntir EMU,
Bretar á móti og
Þjóðverjar á báð-
um áttum
atkvæðagreiðslu sagðist meirihluti
Frakka (61%) og ítala (71%) myndu
styðja EMU-aðild. í Bretlandi sögð-
ust 56% myndu greiða atkvæði gegn
EMU-aðild, en 26% sögðust henni
meðmæltir. I Þýzkalandi var ekki
marktækur munur á já- og neimönn-
um. Þar sögðust 43% myndu styðja
EMU, en 44% sögðust andvígir
myntbandalaginu.
Telja að Þýzkaland yrði
ráðandi í EMU
Spurt var hvort menn teldu að
eitthvert eitt ríki yrði ráðandi í nýju
Efnahags- og myntbandalagi. Meiri-
hluti svarenda í Bretlandi, Frakk-
landi og á Ítalíu svaraði því til að
það yrði Þýzkaland. Af þeim Þjóð-
veijum, sem nefndu eitthvert ríki,
nefndu flestir sjálft Þýzkaland, en
þó ekki meirihluti.
Yfir þrír fjórðuhlutar kjósenda í
Frakklandi, Þýzkalandi og á Ítalíu
sögðust vilja að lönd þeirra yrðu
áfram í ESB. Naumur meirihluti
Breta vill vera áfram í Evrópusam-
bandinu.
Sömu spurninga var spurt í öllum
ríkjunum og var úrtakið í hveiju
landi 950 manns.
i