Morgunblaðið - 11.01.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.01.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAU GARDAGUR 11. JANÚAR 1997 15 URVERINU Styttistísölu Thomson MontpelIier.Morgunblaðið. FRANSKA ríkisstjórnin mun á næstunni kynna endurskoðuð áform sín hvað varðar fyrsta áfanga einkavæðingar franska rafeindaiðnaðarfyrirtækisins Thomson SA og er búist við því að hluti fyrirtækisins verði settur á markað fljótlega. Eins og kunnugt er hætti franska ríkisstjórnin við sölu fyr- irtækisins í desember og tilkynnti skömmu síðar að hún hygðist selja það í tveimur hlutum, ann- ars vegar rafeindaarminn Thom- son-CSF og hins vegar margmiðl- unararminn Thomson Multi- media. í fyrstu lotu er ætlunin að setja Thomson-CSF á markað en sala á Thomson Multimedia mun bíða uns endurfjármögnun hans er lok- ið. Stjórn Thomson-CSF hefur lýst því yfir að hún telji best að selja fyrirtækið á opnum markaði og nýtur sú leið stuðnings iðnað- arráðherra Frakklands og virðist heldur ekki vera varnarmálaráð- herra landsins á móti skapi. Samkvæmt því sem fram kemur í franska dagblaðinu Les Echos, kýs fjármálaráðherra Frakklands hins vegar heldur að ganga til samningaviðræðna við hæstbjóð- anda um sölu á Thomson-CFS í einu lagi. Aðstoðarmenn ráðherr- ans þvertaka hins vegar fyrir að hafa látið eitthvað uppi um við- horf hans í þessu máli. Ríkisstjórn- in fundaði um málið á þriðjudags- morgun, en enn hefur ekki neitt verið gefið upp um niðurstöðu þess fundar. Dassa ult-A erospa ti- ale sameinast í vor París. Reuter. FRANSKA ríkisflugiðnaðarfyr- irtækið Aerospatiale og herfiug- vélaframleiðandinn Dassault verða sameinuð í vor og verður nýja fyr- irtækið síðan fljótlega einkavætt að sögn talsmanna franska varn- armálaráðuneutisins. Að sögn stjórnvalda verður óháð einkavæð- ingarnefnd Frakka beðin að meta verðmæti fyrirtækjanna og láta í ljós álit á skilmálum samrunans. Sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að bíða eftir samþykki einkavæð- ingarnefndar áður en skilmálarnir verða ákveðnir er talin benda til þess að stjórnin vilji fara að öllu með gát í máli Aerospatiale/Das- sault og geri sér grein fyrir að hún megi ekki við öðrum eins skakkaföllum og klúðrinu í sam- bandi við sölu Thomson SA í fyrra. Rúmlega 4 milljómr atvmnulausar Kohl vill viðræður um atvinnuleysi Bonn. Reuter. HELMUT KOHL kanzlari sagði á fimmtudag að efnahagsbati Þjóð- verja stæði traustum fótum, en lýsti sig fúsan til nýrra viðræðna við vinnuveitendur og verkalýðsleið- toga um leiðir til að vinna bug á atvinnuleysi. Síðustu tölur sýna að 4.156 millj- ónir Þjóðveija voru án atvinnu í desember, fleiri en nokkru sinni frá stríðslokum, og Kohl sagði að erf- itt yrði að ná því takmarki að minnka atvinnuleysi um helming fyrir árið 2000, en ekki ógerlegt. „Baráttam gegn atvinnuleysi er enn meginviðfangsefnið innan- lands,“ sagði Kohl á blaðamanna- fundi, „og 4,1 milljónar atvinnu- leysi, eins og nú, er óviðunandi.“ Kohl kvaðst reiðubúinn að stýra nýjum viðræðum vinnuveitenda og verkalýðsfélaga. Svipaðar viðræður í fyrra um „bandalag um atvinnu" fóru út um þúfur vegna andstöðu verkalýðshreyfingarinnar gegn að- haldsstefnu stjórnarinnar. Kohl tók fram að ekki gæti orðið af nýjum viðræðum nema án fyrirfram skil- yrða. Kohl sem vill koma í veg fyrir tafir á fyrirætlunum um stofnun myntbandalags Evrópu (EMU) 1999, lýsti sig andvígan þýzkri þjóðaratkvæðagreiðslu um EMU, en kvaðst vongóður um að fá þýzku þjóðina á sitt band að lokum. Flokkur sósialdemókrata sagði að stjórn Kohls hefði „engar hug- myndir og óljós loforð“ fram að færa í baráttu gegn mesta atvinnu- leysi síðan í heimskreppunni miklu. Talsmaður flokksins í efnahags- málum, Ernst Schwanhold sagði að stórfellt atvinnuleysi ógnaði stöðugleika í Þýzkalandi. Tölur sýna að atvinnuleysi í des- ember í 4.148 milljónir, eða 10,8 af hundraði og kann það að aukast í 4.5 milljónir í vetur að sögn for- stöðumanns þýzku vinnumálaskrif- stofunnar, Bernhard Jagoda. Kohl kvað eina ástæðuna inn- flutning fólks frá Austur-Evrópu, en kvaðst ekki skilja hvers vegna fyrirtæki segðu upp fólki og núver- andi starfsmenn yrðu að vinna yfir- vinnu. Með minni yfirvinnu yrðu til hundruð þúsunda starfa. _ ^ Morgunblaðið/Þorkell VERKSTJORAR og stjórnendur fyrirtækja innan ÍS funduðu í gær með starfsmönnum ÍS innan lands og utan um markaðsmálin, söluna á síðasta ári og horfur á þessu. Ari Þorsteinsson, forstöðu- maður sjávarútvegssviðs KEA, ávarpar fúndarmenn, en honum á hægri hönd eru Hermann Hans- son, s^'órnarformaður ÍS, Árni Benediktsson fundarritari og Sæmundur Guðmundsson fundarstjóri. Velta ÍS jókst um 6 milljarða í fyrra Sala afurða árið 1996 nam alls um 166.000 tonnum ÍSLENZKAR sjávarafurðir seldu á síðasta ári 166.300 tonn af fiski og fiskafurðum að verðmæti rúm- lega 20 milljarðar króna. Það er meira en hundrað þúsund tonna aukning frá árinu 1995. Aukning- in á sölu afurða frá íslandi er 71% og sala afurða frá erlendum fyrir- tækjum hefur tífaldazt. Alls voru seld 98.600 tonn héðan að heim- an, en 67.700 frá erlendum fyrir- tækjum. ÍS er þar með orðinn stærsti seljandi sjávarafurða á íslandi. Afkoma ÍS á síðasta ári liggur ekki fyrir, en þegar er þó ljóst, að hún var betri en árið áður. Heildarvelta fyrirtækisins varð tæplega 21,3 milljarðar króna og jókst um rúma 6 millj- arða frá árinu 1995. Framleiðsla ÍS á síðasta ári nam alls 135.500 tonnum, sem er rúm- lega tvöfldun frá árinu 1995. Á íslandi voru framleidd 72.400 tonn, sem er aukning um 22%. Framleiðsla á botnfiski dróst sam- an um 11,6%. Þar munar mestu um 15% samdrátt í þorski, 28% í ýsu, 33 í karfa og 19 í ufsa. Mikil aukning varð á framleiðslu á stein- bít og öðrum tegundum. Loðnu- framleiðsla varð alls um 20.700 tonn, sem er rúmlega tvöföldum frá árinu 1995 og síldarfrysting jókst um 41%. Þá tvöfaldaðist framleiðsla á rækju og varð hún alls um 9.100 tonn. Mest selt af alaskaufsa Framleiðsla á erlendri grundu varð alls rúmlega 63.000 tonn, sem er meira en tíföldun frá árinu áður. í Namibíu voru framleidd 5.700 tonn, sem er 34,7% aukning frá árinu áður, en þar er uppistaðan lýsingur. Hjá UTRF á Kamtsjatka tslenskar sjávarafurðir hf. >í>:i jf | lJ • ii •• ■ ■ ■ ^ 25-pmilljarðar króna Velta 1992-96 20 Annað Sala erl. afurða Útflutningur Cif 1992 1993 1994 1995 1996 voru framleidd 37.400 tonn, en á síðasta ári seldi ÍS aðeins rúmlega 1.400 tonn þaðam. Uppistaðan í þeirri framleiðslu er alaskaufsi, 42.600 tonn, síld, 6.800 tonn, hrogn úr ufsanum 3.100 tonn og kyrrahafsþorskur 3.600 tonn. Alaskaufsi er því langstærsta fisk- tegundin, sem framleidd var á veg- um ÍS, en í tonnum talið kemur loðnan, 20.600 tonn, næst, síld rúmlega 20.000 tonn og þorskur, 10.500 tonn næst. Horfum fram á betri tíð „Árangurinn hérna heima næst að rniklu leyti vegna dugnaðar framleiðenda," segir Benedikt Sveinsson, forstjóri IS. „Þeir eru útsjónarsamir og hafa náð að auka vinnsluna. Þessi árangur er einnig vegna vinnu okkar sjálfra í sölu- og markaðsmálum og við höfum einnig náð í nýja framleiðendur eins og Vinnslustöðina í Vest- mannaeyjum sé dæmi tekið. Ég held að horfurnar séu góðar áfram, þó markaðurinn fyrir loðnu sé ekki jafnopinn og í fyrra. í heildina litið held ég að útlitið sé bara nokkuð gott. Eg held að landvinnslan geti einnig náð sér á strik, ef okkur tekst að ná auknum þorskafla á land og náð honum tiltölulega ódýrt inn í húsin og unnið með okkar ágæta vinnuafli. Markaður- inn er að mínu mati góður um þessar mundir. Því tel ég að við horfum fram á betri tíð. Hvað erlendu verkefnin varðar, snýst málið um að viðhalda þeim og bæta við þau í framtíðinni. Við þurfum líka að ná meira út úr því, sem við höfum þegar. Aukn- ingin hjá okkur á síðasta ári er auðvitað ævintýralega mikil og því snýst málið kannski um að halda fengnum hlut á þessu ári. Miklar breytingar Það er líka eftir miklu að sækj- ast hér heima í viðskiptum með fisk. Miklar breytingar hafa átt sér stað á síðustu 10 árum og ég er viss um að á næstu 10 árum verða líka miklar breytingar. Við ætlum okkur auðvitað ekki að sofna á verðinum. Við verðum að fylgjast með þeim breytingum sem eiga sér stað og spila sem bezt úr þeim. Það má til dæmis benda á þau tækifæri sem felast í aukningu á þorskafla. Þá við séum í landvinn- ingum erlendis, höfum við auðvitað ekki gleymt heimamarkaðnum, sem er vissulega undirstaðan í starfsemi okkar. Reyndar er sjáv- arútvegurinn í vaxandi mæli án landamæra, þannig að tækifærin liggja í raun alls staðar," segir Bendikt Sveinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.