Morgunblaðið - 11.01.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.01.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR LAUGARDAGUR 11..JANÚAR 1997 23 Útsölur snemma í ár 30-50% afslátt- ur algengastur „ÞAÐ er eins og Þorláksmessa sé núna á hvetjum degi,“ sagði afgreiðslustúlka í einni verslun þegar farið var á útsölur í vik- unni. Flestar búðir í Kringlunni byijuðu með útsölu síðastliðinn fimmtudag og við Laugaveg voru margar búðir komnar með útsölu- skilti í glugga. Á nokkrum stöð- um var troðfullt útúr dyrum og ekki óalgeng sjón að konurnar væru inni í verslunum að skoða en eiginmennirnir eða kærastarn- ir tvístigu í anddyrinu og biðu þess að kallað yrði á þá til að fá álit. Jólainnkaupin sem margir hafa tekið út á greiðslukort og þurfa að borga í janúar og febrúar virð- ast ekki standa í vegi fyrir að fólk nýti sér útsölurnar. „Það er búið að vera mjög mik- ið að gera en ég hef aldrei byijað eins snemma með útsölu og í ár,“ segir Guðjón Hilmarsson kaup- maður í Spörtu. „Viðskiptavinirnir eru strax eftir áramót farnir að spyija hvenær útsala hefjist og því ekki eftir neinu að bíða.“ Guð- jón segist taka eftir því að verslun- areigendur séu hættir að bjóða 50-70% afslátt í byijun útsölu. „Afslátturinn hjá verslunum er ekki eins mikill í upphafi og tíðk- aðist fyrir nokkrum árum. Nú lækka vörurnar frekar þegar líður á útsöluna." Hljóðið í kaupmönnum var gott bæði við Laugaveg og nágrenni og í Kringlunni, flestum ber sam- an um að mikið hafi verið að gera fyrir jólin og svo virðist sem ekk- ert lát sé á kaupum landans nú eftir áramótin. Morgunblaðið/Ásdts LEIFUR Örn Gunnarsson og Ýr Frisbæk áttu hlé í skólanum og brugðu sér í bæinn. Þau voru aðallega að skoða en Leifur sagðist kaupa þónokkuð á útsölum og þá aðallega fatnað. SIGURJÓN Þórsson eigandi Herranna í Kringlunni hafði í nógu að snúast enda útsalan nýbyrjuð þegar litið var þar inn. Siguijón segir mikið keypt af buxum, skyrtum og jakkafötum en afslátturinn er 30-40%. Hann segir karlmennina stundum vera eina á ferð en ef frúrnar eru með í för ráða þær kaupunum! FER ekki röðin að koma að mér! VINKONURNAR Sigríður Elsa Oddsdóttir og Guðrún Gunnars- dóttir voru á útsölurölti niður Laugaveg með börnin sín, Frið- í’ik Þór Ólafsson og Bryi\ju Guðmundsdóttur. Þær höfðu komið við á útsölu í Englabörnum og keypt sitthvað á börnin. Sigríður Elsa sem er með fjögur börn segist árlega bíða eftir útsölunni í Englabörnum því sér líki fötin þar og afslátturinn sé yfirleitt ekki lægri en um 40%. Þær höfðu kíkt í aðrar búðir og voru búnar að kaupa nokkuð á sig og aðra i fjölskyldunni. SILJA Rún Gunnlaugsdóttir afgreiðslustúlka í Flaueli sagði að mikið hefði verið að gera og öll föt væru með 50% afslætti. Peysan sem hún er hér að sýna kostar 2.000 krónur á útsölunni og pilsið 1.900 krónur. SPÁDÓMAR BIBLÍUNNAR Enn eitt námskeiðið um hrífandi spádóma Biblíunnar, þar sem Daníelsbók er sérstaklega tekin til meðferðar, hefst á Hótel íslandi 13. janúar kl. 20 og verður einu sinni í viku, á mánudögum, alls 10 skipti. Leiðbeinandi verður dr. Steinþór Þórðarson og er aðgangur ókeypis. Þátttakendur hafi með sér eintak af Biblíu. Innritun í síma 588 7800 á daginn og 554 6850 á kvöldin. Sjálfsafgreiðslu- afsláttur Nýttu þér 2 kr. sjálfsafgreiðsluafslátt af hverjum lítra af eldsneyti á eftirtöldum þjónustustöðvum Olís. • Sæbraut við Kleppsveg • Mjódd í Breiðholti • Gullinbrú í Grafarvogi • Klöpp við Skúlagötu • Háaieitisbraut MAGDALENA Kjartansdóttir þjá versluninni Barnastig seg- ir algengan afslátt vera 30-70%. Fötin sem hún held- ur hér á henta á níu ára dreng. Buxurnar voru á 3.990 krónur en kosta nú 2.790 krónur. Langerma pólóbolur var á 2.230 krónur en er nú á 1.560 krónur og ullarpeysan var á 4.340 krónur en kostar á útsölunni 2.600 krónur. í VERSLUNINNI 4 YOU í Kringlunni standa yfir til- boðsdagar og í næstu viku hefst síðan útsalan af fullum krafti. Ragnar Egilson held- ur hér á buxum sem nú kosta 1.900 krónur, jakkakfötin eru á 9.900 krónur, frakkinn á 4.900 og skyrtan á 1.600 krónur. ÚTSALAN er í fullum gangi hjá Vero Moda og mikið um að vera. Sigrún Garðarsdótt- ir brá sér í fatnað sem er á útsölunni að þessu sinni. Eins og sést á verðlækkuninni á piisinu má viða gera reyfara- kaup. Það var áður á 3.590 krónur en kostar nú 359 krónur. Peysan sem Sigrún er í kostar á útsölunni 1.290 krónur. • Ananaustum • Hamraborg, Kópavogi • Langitangi, Mosfellsbæ • Reykjanesbraut, Garðabæ • Vesturgötu, Hafnarfirði • Suðurgötu, Akranesi • Básinn, Keflavík olis léttir þér lífið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.