Morgunblaðið - 11.01.1997, Síða 23

Morgunblaðið - 11.01.1997, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR LAUGARDAGUR 11..JANÚAR 1997 23 Útsölur snemma í ár 30-50% afslátt- ur algengastur „ÞAÐ er eins og Þorláksmessa sé núna á hvetjum degi,“ sagði afgreiðslustúlka í einni verslun þegar farið var á útsölur í vik- unni. Flestar búðir í Kringlunni byijuðu með útsölu síðastliðinn fimmtudag og við Laugaveg voru margar búðir komnar með útsölu- skilti í glugga. Á nokkrum stöð- um var troðfullt útúr dyrum og ekki óalgeng sjón að konurnar væru inni í verslunum að skoða en eiginmennirnir eða kærastarn- ir tvístigu í anddyrinu og biðu þess að kallað yrði á þá til að fá álit. Jólainnkaupin sem margir hafa tekið út á greiðslukort og þurfa að borga í janúar og febrúar virð- ast ekki standa í vegi fyrir að fólk nýti sér útsölurnar. „Það er búið að vera mjög mik- ið að gera en ég hef aldrei byijað eins snemma með útsölu og í ár,“ segir Guðjón Hilmarsson kaup- maður í Spörtu. „Viðskiptavinirnir eru strax eftir áramót farnir að spyija hvenær útsala hefjist og því ekki eftir neinu að bíða.“ Guð- jón segist taka eftir því að verslun- areigendur séu hættir að bjóða 50-70% afslátt í byijun útsölu. „Afslátturinn hjá verslunum er ekki eins mikill í upphafi og tíðk- aðist fyrir nokkrum árum. Nú lækka vörurnar frekar þegar líður á útsöluna." Hljóðið í kaupmönnum var gott bæði við Laugaveg og nágrenni og í Kringlunni, flestum ber sam- an um að mikið hafi verið að gera fyrir jólin og svo virðist sem ekk- ert lát sé á kaupum landans nú eftir áramótin. Morgunblaðið/Ásdts LEIFUR Örn Gunnarsson og Ýr Frisbæk áttu hlé í skólanum og brugðu sér í bæinn. Þau voru aðallega að skoða en Leifur sagðist kaupa þónokkuð á útsölum og þá aðallega fatnað. SIGURJÓN Þórsson eigandi Herranna í Kringlunni hafði í nógu að snúast enda útsalan nýbyrjuð þegar litið var þar inn. Siguijón segir mikið keypt af buxum, skyrtum og jakkafötum en afslátturinn er 30-40%. Hann segir karlmennina stundum vera eina á ferð en ef frúrnar eru með í för ráða þær kaupunum! FER ekki röðin að koma að mér! VINKONURNAR Sigríður Elsa Oddsdóttir og Guðrún Gunnars- dóttir voru á útsölurölti niður Laugaveg með börnin sín, Frið- í’ik Þór Ólafsson og Bryi\ju Guðmundsdóttur. Þær höfðu komið við á útsölu í Englabörnum og keypt sitthvað á börnin. Sigríður Elsa sem er með fjögur börn segist árlega bíða eftir útsölunni í Englabörnum því sér líki fötin þar og afslátturinn sé yfirleitt ekki lægri en um 40%. Þær höfðu kíkt í aðrar búðir og voru búnar að kaupa nokkuð á sig og aðra i fjölskyldunni. SILJA Rún Gunnlaugsdóttir afgreiðslustúlka í Flaueli sagði að mikið hefði verið að gera og öll föt væru með 50% afslætti. Peysan sem hún er hér að sýna kostar 2.000 krónur á útsölunni og pilsið 1.900 krónur. SPÁDÓMAR BIBLÍUNNAR Enn eitt námskeiðið um hrífandi spádóma Biblíunnar, þar sem Daníelsbók er sérstaklega tekin til meðferðar, hefst á Hótel íslandi 13. janúar kl. 20 og verður einu sinni í viku, á mánudögum, alls 10 skipti. Leiðbeinandi verður dr. Steinþór Þórðarson og er aðgangur ókeypis. Þátttakendur hafi með sér eintak af Biblíu. Innritun í síma 588 7800 á daginn og 554 6850 á kvöldin. Sjálfsafgreiðslu- afsláttur Nýttu þér 2 kr. sjálfsafgreiðsluafslátt af hverjum lítra af eldsneyti á eftirtöldum þjónustustöðvum Olís. • Sæbraut við Kleppsveg • Mjódd í Breiðholti • Gullinbrú í Grafarvogi • Klöpp við Skúlagötu • Háaieitisbraut MAGDALENA Kjartansdóttir þjá versluninni Barnastig seg- ir algengan afslátt vera 30-70%. Fötin sem hún held- ur hér á henta á níu ára dreng. Buxurnar voru á 3.990 krónur en kosta nú 2.790 krónur. Langerma pólóbolur var á 2.230 krónur en er nú á 1.560 krónur og ullarpeysan var á 4.340 krónur en kostar á útsölunni 2.600 krónur. í VERSLUNINNI 4 YOU í Kringlunni standa yfir til- boðsdagar og í næstu viku hefst síðan útsalan af fullum krafti. Ragnar Egilson held- ur hér á buxum sem nú kosta 1.900 krónur, jakkakfötin eru á 9.900 krónur, frakkinn á 4.900 og skyrtan á 1.600 krónur. ÚTSALAN er í fullum gangi hjá Vero Moda og mikið um að vera. Sigrún Garðarsdótt- ir brá sér í fatnað sem er á útsölunni að þessu sinni. Eins og sést á verðlækkuninni á piisinu má viða gera reyfara- kaup. Það var áður á 3.590 krónur en kostar nú 359 krónur. Peysan sem Sigrún er í kostar á útsölunni 1.290 krónur. • Ananaustum • Hamraborg, Kópavogi • Langitangi, Mosfellsbæ • Reykjanesbraut, Garðabæ • Vesturgötu, Hafnarfirði • Suðurgötu, Akranesi • Básinn, Keflavík olis léttir þér lífið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.