Morgunblaðið - 11.01.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1997 29
______AÐSEMPAR GREiMAR_
Er menningin auð-
lind eða ómagi?
Hvað á að gera
árið 2000?
Margir velta því
eflaust fyrir sér
hvernig best megi
minnast þúsund ára
afmælis kristni í
landinu, og án efa
margar hugmyndir á
lofti. Hér verður bætt
í safnið nokkrum
hugmyndum að sýn-
ingum sem efna
mætti til á þessum
tímamótum. Við-
fangsefnið er hins
vegar svo margþætt
og stórt, að því yrðu
ekki gerð nein viðhlítandi skil í
einni sýningu á einum stað, held-
ur mætti skipta því í nokkra þætti.
Ritun kristnisögu er vel á veg
komin og þar er sá grunnur sem
byggja má á og útfæra síðan hina
myndrænu og sýningartæknilegu
hlið á mörgum stöðum og af
mörgum aðilum. Landsfeður ættu
að varast vítin og dreifa atburðum
og sýningum á allt árið 2000 í
stað þess að leggja allt upp úr
einni dagstund á Þingvöllum, með
víðkunnum, hugsanlegum afleið-
ingum.
Kirkjulist
Erfitt er að koma auga á annan
og merkari atburð í náinni fram-
tíð, sem betur væri til þess fallinn
að opna nýjar sýningar í endur-
bættum húsakynnum Þjóðminja-
safnsins, en veglega sýningu á
íslenskri kirkjulist árið 2000.
Væntanlega fer viðgerðum á hús-
næði safnsins að ljúka og að því
kemur að hinar upprunalegu sýn-
ingar þess verða tekn-
ar niður. Hér er kjörið
tækifæri að sýna ijöl-
marga dýrgripi ís-
lenskrar kirkjulistar
sem safnið og kirkjur
landsins geyma.
Kristnisaga
Efna mætti til sum-
arsýningar á biskups-
stólunum t.d. í skóla-
húsnæði, og tengja
dómkirkjunum þrem-
ur, í Reykjavík, í Skál-
holti og á Hólum. Á
hverjum stað yrði tek-
ið fyrir efni tengt við-
komandi biskupsdæmi, dagskrár
yrðu í dómkirkjunum með tónlist,
erindum og kynningum um sumar-
ið, fyrir innlenda og erlenda gesti.
Kirkjur
Islands
Kirkjur landsins gætu myndað
eina stóra sýningu. Gefin yrði út
handbók um allar kirkjur á ís-
landi með ljósmynd af hverri
kirkju, upplýsingum um staðsetn-
ingu, höfund, byggingarár og
vígsludag, húsagerð, kirkjugripi
og listaverk, skrá yfir presta sem
setið hafa staðinn, upplýsingar
um kirkjugarð, legstaði o.fl. í
kirkjunum lægju frammi ítarlegri
upplýsingar. Kjörið verkefni fyrir
sóknarnefndir. í hverri sókn er
eidra fólk sem þekkir sögu við-
komandi staðar og hefur tíma til
að sýna kirkju sína gestum og
gangandi. Gera má Islandskort
þar sem allar kirkjur landsins,
prestsetur, prestaköll og prófast-
dæmi, klausturstaðir og aðrir
Hvernig minnumst
við best, spyr Björn
G. Björnsson, í þessari
síðustu grein af
þremur, þúsund ára
afmælis kristnitöku
í landinu?
sögustaðir kristninnar eru til-
greindir.
Kristnin og
ritlistin
Hér er að lokum lögð fram sú
hugmynd, að aðalatriði hátíða-
halda kirkju og þjóðar árið 2000
verði vegleg sýning um þátt
kristnj og kirkju í ritlist og bóka-
gerð íslendinga. Með kristninni
kom ritlistin í landið og hið lat-
neska stafróf. Kirkjan er móðir
bóklegra mennta og undir hennar
væng, í klaustrum og fræðasetr-
um, voru ritaðar margar perlur
íslenskra fornbókmennta, skráð-
ar sögur konunga og biskupa og
samin dýr helgikvæði. Prent-
verkið á Hólum, sálmar síra Hall-
gríms, húslestrar Vídalíns, allt
er þetta efni í sýningu um stóran
þátt kirkjunnar í menningarar-
finum, bókmenntum íslendinga.
Vonandi berum við gæfu til að
skilja aðalatriði frá aukaatriðum
og halda þannig upp á árið 2000
að sómi verði að fyrir land og
þjóð.
Höfundur er leikmyndasmiður.
Björn G.
Björnsson
Kramhúsið
fer á flug
Gód leikfimi eykur orku þrek og þol.
- Öndunaræfingar. vaxtarmótun,
dans-kinesis, teygiur og slökun.
- Sérstakir tímar fyrir bakveika.
. Kvennatímar og karlatímar.
- Morguntímar með
barnapössun.
lAuft
þe&s/ fyófJu/fi ui&afra,
sulsu/,
kriþahýóya, fai-c/ii({(/
/eiksmiA/U’
Innritun í síma 5515103
fvv'v V.rakWar\a \ Kramhúsvnu-.
Tónmennt (3-6 ára) • MyndWst (7-9 ára)
le'\W\sUA-A5 árá)
h&H'2
W5I0
Á afmælisárinu verða einungis
frumsýnd íslensk leikrit
dómínó
eftirjökuljakobsson
1897-1997
Fersk, íslensk klassík! Dularfullt leikrit, í senn flókið og einfalt,
sem sýnir okkur ráðvillt fólk í þjóðfélagi allsnægta. Leiksýningin
hefur nú þegar fengið stórkostlegar viðtökur.
eftir Karl Ágúst Úlfsson og Gunnar Reyni Sveinsson.
Finnst þér gaman að hlæja?
Trúðaskólinn er eitt fyndnasta bamaleikrit
sem skrifað hefttr verið!
Söngleikur byggður á ljóðum Tómasar Guðmundssonar,
borgarskáldsins sem gerði Reykjavík spennandi,
rómantíska og gáskafulla.
| Láttu þig ekki vanta á afmælissýningar
I Leikfélags Reykjavíkur!