Morgunblaðið - 11.01.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.01.1997, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR • Lesið í málverk IV VERKAMENN í SNJÓ EINS og fram hefur komið hafði Munch mikinn hug á að reisa hinum vinnandi stéttum minnisvarða í myndverk- um sínum, röð mynda í likingu við Lífsrásina. Um árabil var hann jafn upptekinn af þessu afmarkaða viðfangsefni og lífinu, ástinni og dauðanum fyrrum. Nálgaðist það frá mörgum hliðum, og vissulega hafði hann rétt fyrir sér er hann sagði, að nú væri tími verkamanns- ins runnin upp, allra þeirra er legðu hönd að líkamlegri vinnu. Erfiðismanna í öllum greinum þjóðfélagsins, jafnt götunnar, byggingariðnaðarins, múrverksins sem landbúnaðarins. Þetta fólk átti samúð hans alla og hann hafði ríka samkennd með lífsbaráttu þess, nægjusemi, þrautseigju og stolti. Og þó var Munch naumast pólitískur í þeim skilningi sem seinni tímar lögðu á hugtakið, en hann hafði lifað fólksflóttann úr sveitunum, mannfjölgunina í stór- borgum Evrópu, og öll þau vanda- mál sem fylgdu. Sjálfur búið í heilsuspilíandi hverfum erfiðis- manna í æsku. Þetta var hugum- stórt fólk sem lagði allt í sölurnar til að geta séð sér og sínum far- boða. Fátækrafulltrúar tímanna áttu jafnvel helst við þann vanda að etja, að finna það fólk sem raun- verulega þurfti á hjálp að halda. Slík var sjálfbjargarviðleitnin og stoltið þar sem skórinn kreppti harðast að, en af hinu fólkinu var nóg. Hins vegar var hann andstæð- ingur yfirborðsmennsku og brodd- borgaraháttar. Viðhorf Munchs til erfiðisvinnu- fólks og lítilmagnans á sér margar hliðstæður i myndlistinni, einkum eins og hún kemur fram i átökun- um við lífið og hvunndaginn. Hér voru myndlistarmenn á heimavelli, því fagið gerði til þeirra miklar kröfur um verkmennt og vinnulag, jafnframt voru þeir margir heim- spekilega sinnaðir og miklir frið- arvinir. Þeim lét þó betur að draga upp myndir af atburðunum en að vera beinir þátttakendur í hags- munapataldri, sem snerti þá sjálfa harla lítið og voru þannig eins konar fréttaritarar og sjónrænir sagnfræðingar tímanna. Þá voru allir dagar þeirra vinnudagar og sjálfur vann Munch baki brotnu og lagði nótt við dag er umbrot sköpunaráráttunnar voru mest. Munch átti sér griðastað frá skarkala heimsins, sem var lítið hús í litlu þorpi við Ásgarðsströnd, er hann hefur gert ódauðlegan með list sinni, þvi þangað sótti hann mörg nafnkenndustu mynd- efni sín. Það kom fyrir að fiski- menn drukknuðu í aftakaveðrum, enda straumar miklir úti fyrir, ekki ýkja langt þaðan sem Osló- fjörður gengur inn úr Skagerak. Eins og gerist verða þá konur ekkjur og börn munaðarlaus og líf þeirra umturnast í einu vetfangi. Málarinn hermdi stundum af konu nokkurri sem hafði átt fallegt hús, fallegan garð og velhirt börn, en varð að hlaupa frá húsi og börnum og taka að sér hvað sem bauðst undir sólinni tii að eiga fyrir skóm á börnin yfir veturinn. Annarri með fjögur lítil börn, sem tók upp á því að þvo og strauja fyrir sum- argestina, þar á meðal hann sjálf- an. Hverja einustu skjólu af vatni, sem hún notaði við þvottinn, varð hún að sækja í uppsprettulind við ströndina, ganga með upp brattan bakka og síðan inn í skóginn. I hvert skipti sem Munch tók kon- una tali á fömum vegi var hún alsæl og full þakklætis til almættis- ins, fyrir að fá svo mikið af óhreinu taui að þvo að hún yrði jafnvel að fá hjálparfólk lungann úr nóttinni. Þetta var fólkið hans, og fyrir slíku lítillæti og þakklæti til for- sjónarinnar fyrir að eiga fyrir daglegu brauði tók hann ofan, var alþýðlegur og vinsæll á meðal þess. Fólkinu líkaði hins vegar síður við myndir hans sem hann setti gjarnan út til þerris og döm- urnar meðal sumargestanna ot- uðu sólhlifunum að þeim er þær gengu framhjá húsinu til að forð- ast að bera þær augum. Geðþekki fallegi maðurinn átti svo alla sam- úð íbúa þorpsins fyrir að vera svona skrítinn og aleinn, vorkunn fyrir að smyija að auki jafn hvers- dagslegum myndefnum, jafnvel ósiðsamlegum, á uppstrengda dúka sína. Munch hafði gilda ástæðu til að mála erfiðisvinnufólk, sem var að honum þótti vænt um það og vildi veg þess sem mestan. Sá í því og vinnunni Iífið sjálft, og lífið vildi hann mála, blóðmikið og safaríkt mannlif. Þetta kom þannig beint frá hjartanu og verkefni fékk hann fá eða engin, hafði þó mikinn áhuga á að myndskreyta ráðhúsið sem staðsetja skyldi í miðri borg- inni. Það var mikill hugur í mönn- um er hrinda skyldi í framkvæmd gömlum draum um ráðhús 1915, og upphaflega átti það að vera fullbyggt á 300 ára afmæli Kristia- níu 1924. Sá stórhuga draumur rættist ekki, því grunnsteinninn var loksins lagður 1931 og fullbúið var það fyrst 1950, á 900 ára af- mæli Osló. Munch átti til nóg af rismiklum uppköstum að veggskreytingum með vinnandi fólki, bæði stórar teikningar og málverk, er hug- myndin fékk nýjan byr er leið á þriðja áratuginn. Vann þá upp ýmis myndefni, aðallega frá 1913-15. Myndin Verkamenn í spjó, frá 19331-33, (181x25o sm) sem er máluð með olíu á pappír, er ein þeirra og á sér mjög sterka hliðstæðu í samnefndu málverki frá 1913-14, (223,5x162 sm), sem tilheyrir Munch-safninu. Með listamanninum hefur blundað rík þrá til að taka þátt í skreytingu ráðhússins, og undir þessar væntingar tók Dagblaðið, sem rak áróður undir kjörorðinu „List í Ráðhúsið“. Arkitektar hússins voru báðir mjög hlynntir hugmyndinni, og voru auk þess miklir aðdáendur Munchs. Þeir höfðu áætlanir um að láta hann skreyta nokkra aðalveggina með múrmálverkum, en á því var sá hængur að það yrði ekki hægt fyrr en húsið væri tilbúið. Munch kom því aldrei til að skreyta hús- ið og hefði ekki gert það þó hann hefði lifað, var háaldraður, farinn að heilsu og kröftum og lést 1944. Sjálfur var hann ekki of bjart- sýnn, því hann sagði í blaðavið- tali í Berlín 1927; að málari sem hefði fengið slíkt verkefni í Nor- egi sem Aulaen, hátíðarsal háskól- ans, fengi það trauðla aftur. Aftur á móti lagði hann grunn að norskri veggmyndagerð siðari tíma með Aulaskreytingunum, og myndum sínum ef vinnandi fólki. Þar hafði hann þá miklu og ótví- ræðu yfirburði yfir sporgöngu- menn sína, að sviðið var opið og ónumið, enginn skuggi af risanum Edvard Munch... Bragi Ásgeirsson MENNING/ LISTIR í NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn - Sigtúni Mótunarárin í list Ásmundar Sveinssonar. Kjarvalsstaðir - Flókagötu Yfirlitssýn. á verkum eftir Hring Jóhannes- son í vestursal, sýn. á nýjum verkum eftir Jónínu Guðnadóttur f miðsal og sýn. á verk- um eftir Kjarval í austursal. Listasafn íslands Sýningin „Á vængjum vinnunnar“ til 19. jan. Gallerí Hornið - Hafnarstræti 15 Lulu Yee sýnir til 22. jan. Mokka - Skólavörðustíg Ljósmyndir eftir Spessa til 6. febr. Sólon íslandus - við Bankastræti Sigurlaug Jóhannesdóttir, Silla sýnir til 19. jan. Galleríkeðjan - Sýnirými Sýningar í janúar: í sýniboxi: Haraldur Jóns- son. I barmi: Róbert Róbertsson og Ragn- heiður Ágústsdóttir ber sýninguna. Hlust: 5514348: G.R. Lúðvíksson. Ófeigur - Skólavörðustíg Sýn. á húsgögnum eftir Frank ReitenspieB til 17. jan. Gerðarsafni - Hamraborg 4, Kóp. Bestu blaðaljósmyndirnar 1996 og úrval mynda liðinna áratuga til 2. febr. Undir pari - Smiðjustíg 3 Sýning Frakks „Undur og hljóðmerki" tit 25. jan. Listhús 39 - Strandgötu 39, Hf. Samsýn. Önnu Guðjónsdóttur og Erlu Sól- veigar Óskarsdóttur til 26. jan. Norræna húsið - við Hringbraut Gerhard Roland Zeller og Þór Ludwig Stie- fel sýna til 26. jan. Veggspjaldasýning í anddyrinu til 29. jan. Nýlistasafnið - Vatnsstíg 3b Svava Bjömsdóttir sýnir til 26. jan. Gallerí Fold - við Rauðarárstíg Sýn. á nokkrum af síðustu myndum Hrings Jóhannessonar f baksal gallerísins til 2. febr. Gallerí Stöðlakot - Bókhlöðustíg 6 Sigurður Haukur Lúðvígsson sýnir til 28. jan. TÓNLIST Laugardagur 11.janúar Sigurbjöm Bemharðsson fiðluleikari á styrkt- artónleikum íslensku óperunnar í íslensku óperunni kl. 14.30. Vínartónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands í Háskólabfói kl. 17. Sunnudagur 12. janúar Arndís Halla Ásgeirsdóttir sópransöngkona kemur fram á tónleikum í Digraneskirkju kl. 20.30. Tríó Reykjavíkur f Bústaðakirkju kl. 20.30. Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveit- ar íslands í Háskólabfói kl. 17. Miðvikudagur 15. janúar Ólafur Árni Bjarnason á tónleikum í Hafnar- borg kl. 20.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Villiöndin sun. 12. jan., fös. Leitt hún skyldi vera skækja fím. 16. jan., fös. Þrek og tár lau. 11. jan., lau. Kennarar óskast fim. 16. jan. Borgarleikhúsið Trúðaskólinn lau. 18. jan. Svanurinn fös. 17. jan., lau. BarPar fim. 16. jan. Domino fim. 16. jan. Fagra veröld fim. 16. jan., lau. Stone Free fös. 17. jan. Skemmtihúsið Ormstunga lau. 11. jan., lau. Loftkastalinn Áfram Latibær sun. 12. jan. Á sama tfma að ári iau. 11. jan., lau. Sirkus Skara skrípó fös. 17. jan. Hermóður og Háðvör Birtingur lau. 11. jan. Nemendaleikhúsið Hátfð lau. 11. jan., lau. Höfðaborgin „Gefm fyrir drama þessi dama ...“ lau. 11. jan., fim., lau. Kaffileikhúsið Einleikir Völu Þórs lau. 11. jan., fös., lau. Lcikfélag Akureyrar Undir berum himni fös. 17. jan., lau. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega fyrir kl. 16 á miðviku- dögum merktar: Morgunblaðið, Menn- ing/listir, Kringlunni 1,103 Rvík. Myndsend- ir: 569-1181.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.