Morgunblaðið - 11.01.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.01.1997, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ f Verðlaun afhent fyrir lestur og veggspjöld í Stóru norrænu lestrarkeppninni GUÐNÝ Birna Ólafsdóttir og Kristján Már Gunnarsson. HRAFNHILDUR Hjartardóttir og Dagný Ágústsdóttir. Bæjaryfirvöld í Garðabæ úrræðalaus gagnvart ólátaseggjum á Garðatorgi VERÐLAUN fyrir lestur og bestu veggspjöldin sem nemendur í grunnskólum landsins unnu í tengslum við Mími, Stóru nor- rænu lestrarkeppnina, í nóvem- ber sl. voru veitt við hátíðlega athöfn í Norræna húsinu í gær. Keppt var í þremur aldurshópum og voru veitt verðlaun fyrir fyrsta, annað og þriðja sætið innan hvers hóps. Tveir fulltrúar frá hveijum bekk tóku við verðlaununum úr hendi Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta ís- lands, og hlutu að gjöf viðurkenningarskjöl, bækur og boli merkt keppninni. Auk þess fengu þeir bekkir sem lentu í fyrsta sæti 90.000 krónur hver. Þau veggspjöld sem lentu í fyrsta sæti verða send áfram til Stavangers I Noregi þar sem þau munu keppa við sam- bærileg veggspjöld hinna Norður- landanna. Fyrstu verðlaunin í yngsta ald- urshópnum fóru til 3. bekkjar ID íBrekkubæjarskóla á Akranesi. Önnur verðlaun hlaut 2. bekkur L í Laugarnesskóla i Reykjavík og þriðju verðlaun hlaut 4. bekkur SI Grandaskóla í Reykjavík. í öðrum aldurshópnum fóru fyrstu verðlaun til 7. bekkjar NM í Aust- urbæjarskóla í Reykjavík, önnur verðlaun hlaut 5. bekkur, Kirkju- bæjarskóla á Síðu og þriðju verð- laun hlaut 5. bekkur Æfingaskól- ans í Reykjavík. í elsta aldurs- hópnum fóru fyrstu verðlaunin til 10. bekkjar I í Snælandsskóla í Kópavogi, önnur verðlaun hlaut 8. bekkur R í Breiðholtsskóla I Reykjavík og þriðju verðlaun hlaut hópur 9105-01 í Víðistaða- skóla, Hafnarfirði. Bækurnar fram yfir sælgætið í máli Garðars Gíslasonar verk- efnissljóra lestrarkeppninnar kom fram að ríflega þijátíu þús- und börn hefðu tekið þátt í keppn- inni eða um 70% allra grunnskóla- nema. Útreikningar sýndu að nemendur á landinu hefðu lesið um 215 þúsund bækur eða rúm- lega 21 milljón síðna. Bókastaflinn hærri en Öræfajökull VERÐLAUN í Stóru norrænu lestrar- keppninni voru veitt í gær. ÓSKAR Sindri Gíslason og Ragnheiður Júlía Ragnarsdóttir. VIGNIR Orn Morgunblaðið/Ásdís yndís Björk Elíasdóttir ásamt kennara sinum Svanfriði Franklínsdóttur. „Ef öllum þessum bókum yrði staflað upp myndi hæðin á þeim vera um 2.319 metrar eða um 200 metrum hærri en Öræfajökull. Yrðu allar bækurnar hins vegar settar í 33 jafn háa bókastafla, myndi hver og einn þessara stafla verða á hæð við Hallgrímskirkju- turn. Skal því engan undra þótt bókasöfnin á landinu hafi ekki haft undan að afgreiða bækur á meðan á lestrarkepninni stóð,“ sagði Garðar og nefndi einnig sem dæmi um áhugann á keppn- inni að börnin hefðu hætt að leita að sælgætisskálinni i heimsókn- inni hjá ömmu og afa, heldur hefðu þau farið í bókaskápana og „hreinsað út allar norrænar bæk- ur sem þar fundust". Garðar sagði ennfremur að mikil ánægja væri með árangur keppninnar á hinum Norðurlönd- unum, en þrátt fyrir mikinn metn- að þar hefði þátttaka íslendinga verið hlutfallslega raeiri. Anægðir sigurvegarar Yngst í hópi vinningshafanna voru þau Vignir Örn og Bryndís Björk, 7 ára nemendur úr Laugar- nesskóla. „Við lásum mikið á meðan á keppninni stóð, en einnig lásu mamma og pabbi fyrir okkur,“ sögðu þau, að vonum ánægð með verðlaunin. „Nú er ég að lesa bókina Kuggur, Mosi og mæður þeirra sem ég fékk í jólagjöf og finnst hún mjög skemmtileg og fynd- in,“ sagði Bryndís, en Vignir sagði að mamma sín væri að lesa fyrir hann Pabbi, mamma, börn og bíll. Guðný Birna og Kristján Már, 8 ára nemendur í Brekkubæjarskóla, sögðu að bekkurinn þeirra hefði lesið samtals 9.100 blaðsíður. „Við lásum aðallega bækur eftir H.C. Andersen," sögðu þau. Guðný sagði að uppáhaldssagan hennar eftir hann væri Næturgalinn, en Kristján sagði að uppáhaldssagan sín væri Pabbi veit hvað hann syngur. Oskar Sindri og Ragnheiður Júlía eru 12 ára nemendur úr Austurbæjarskóla. Þau sögðust hafa verið iðin við lesturinn, en einnig lagt mikinn metnað í vegg- spjaldið. „Óskar átti hugmyndina að veggspjaldinu og síðan vann bekkurinn saman að því að útfæra hana,“ sagði Ragnheiður. „Mynd- in sýnir vængjaða hestinn Pegas- us lesa bók með fullt af krökkum í kring, sem einnig eru að lesa,“ sagði Óskar. Bekkjarsysturnar úr Snælands- skóla, þær Hrafnhildur og Dagný, voru sammála um að lestrar- keppnin væri mjög sniðug og hvetti krakka örugglega til að lesa meira. „Ég hef til að mynda aldrei lesið mikið, en þegar keppnin hófst byijaði ég á því,“ sagði Hrafnhildur. „Málfræðin verður kannski aðeins betri fyrir vikið,“ sagði hún. Dagný var á því að krakkar læsu mest á aldrin- um tólf til þrettán ára, en eftir því sem þau yrðu eldri minnkaði áhuginn, auk þess sem tíminn yrði minni. Aukin löggæsla eina ráðið BÆJARYFIRVÖLD í Garðabæ hafa ekki úrræði til að stemma stigu við skrílslátum unglinga í grennd við verslunarmiðstöðina á Garðatorgi, að sögn Ingimundar Sigurpálssonar bæjarstjóra. Hann segir bæjaryfirvöld hafa fundað með lögreglu seinasta haust til að leita leiða til úrbóta og hafi verið gripið til samræmdra aðgerða barnavemdaryfirvalda og lögreglu í kjölfarið sem hafi gefið góða raun. Lýstu yfir áhyggjum Samkvæmt þeim upplýsingum sem hann hafi fengið, hafi ekki ver- ið um erfiðleika að ræða frá byijun nóvember og til þess tíma sem ólæti urðu á nýársnótt. Því komi honum á óvart vitnisburður verslunareig- enda, þess efnis að ástandið hafi verið óviðunandi í allan vetur. „Atburðirnir á nýársnótt staðfesta að þarna er um að ræða þrjá til fjóra einstakinga sem halda öllu í spennu. Bæjarstjórnir hafa hins vegar ekki löggæsluvald og geta ekki gripið til aðgerða gagnvart þeim sem hafa sig í frammi með þessum hætti. Hins vegar höfum við átt í viðræð- um við sýslumann og yfirmann lög- reglunnnar um þessi mál og lýst yfir áhyggjum okkur með að lög- gæslan væri ekki nægjanlega öflug til að taka á þessum vanda. Auk þess getum við tekið það upp við okkar þingmenn að þeir beiti sér fyrir auknum fjárveitingum til lög- gæslu,“ segir Ingimundur. Eftirlit verður hert Eðvar Ólafsson, rannsóknarlög- reglumaður í Hafnarfirði, segir að þess misskilnings hafi gætt í Morg- unblaðinu í gær að ekki væri búið að kæra forsprakka þeirra spjalla sem unnin hafa verið á Garðatorgi og bifreiðum íbúa í nágrenninu. Verslunareigendur hafi nú þegar lagt fram formlega kæru vegna rúðubrota og nokkrir bifreiðaeigend- ur. Hann reikni með að lögreglan Ijúki frágangi málsins í næstu viku. „Við höfum yfirheyrt um 15-20 unglinga og bíðum nú eftir að þeir sem urðu fyrir tjóni af völdum skemmdarvarga leggi fram kröfur, en að því loknum leggjum við málið fyrir sýslumann sem sendir það eflaust til ríkissaksóknara. Embætti ríkissaksóknara tekur síðan ákvörð- un um ákærur vegna þessa, en þeir krakkar sem við höfum meðhöndlað eru flestir sakhæfir," segir Eðvar. Eðvar segir að eftirlit með Garða- torgi verði hert næstu helgar og reynt að sporna við þeirri óheillaþróun sem þar hefur orðið. „Hópmyndun af þessu tagi biýtur í bága við lögreglu- samþykkt, en það getur hins verið erfitt að reka heim mikinn mann- flölda eins og við þekkjum úr miðbæ Reykjavíkur. Við munum hins vegar fylgjast grannt með,“ segir hann. Meiðyrðamál gegn ritstjóra Alþýðublaðs > Leggja skal efnis- legan dóm | á málið * HÆSTIRÉTTUR hefur vísað máli ákæruvaldsins gegn Hrafni Jökuls- syni aftur til héraðsdóms til efnis- legrar meðferðar. Héraðsdómur hafði vísað málinu frá, þar sem dóm- urinn taldi að ákvæði í almennum hegningarlögum, sem kveður á um | að opinberir starfsmenn geti krafist _ þess að ærumeiðandi móðgun eða aðdróttun gegn þeim sæti opinberri £ ákæru, samrýmdist ekki jafnræðis- reglu stjórnarskrárinnar, því mönn- um væri mismunað eftir starfsstétt. Þessum skilningi hafnar Hæstiréttur. Ákæruvaldið stefndi Hrafni Jök- ulssyni, þáverandi ritstjóra Alþýðu- blaðsins, vegna ummæla um Harald Johannessen, forstjóra _ Fangelsis- málastofnunar ríkisins. Ákæruvaldið kærði úrskurð héraðsdóms til Hæsta- réttar og krafðist þess að hann yrði Q felldur úr gildi og héraðsdómi yrði a gert að taka málið til efnismeðferðar. Ekki andstætt stjórnarskrá í niðurstöðu Hæstaréttar í g*r segir, að í almennum hegningarlög- um sé kveðið á um leið til málsóknar vegna meiðyrða gagnvart opinberum starfsmönnum, en ekki sérstaka efn- islega vernd æru þeirra. „Laga- L ákvæði, sem á þennan hátt veita opinberum starfsmönnum réttindi | eða leggja á þá skyldur umfram aðra, a verða ekki talin andstæð 65. grein ” stjórnarskrárinnar, sbr. 3. gr. stjórn- skipunarlaga nr. 97/1995. Eru þvj ekki efni til að vísa málinu frá dómi af þeim sökum. Samkvæmt þessu verður hinn kærði úrskurður felldur úr gildi.“ Hæstaréttardómaramir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson felldu hinn kærða úrskurð úr gildi og lögðu fyr; ir héraðsdómara að taka málið til 1 efnismeðferðar. ™ ------♦ ♦ ♦----- Járnblendiverksmiðj- an á Grundartanga Breytt eign- araðild til |< skoðunar * FINNUR Ingólfsson iðnaðarráðherra segir að í tengslum við stækkun Járn- blendiverksmiðjunnar á Grundar- tanga hafi eigendur hennar skoðað þann möguleika að breyta eignar- aðild að verksmiðjunni. Umræður um þetta séu ekki það langt komnar að Ijóst sé til hvaða niðurstöðu þær leiði. 11 Eigendur íslenska járnblendifé- ,(jj lagsins em þrír, íslenska ríkið með ' . 55% eignarhlut, Elkem í Noregi með " 30% hlut og Sumitomo í Japan með 15% hlut. „í tengslum við hugsanlega stækkun Járnblendiverksmiðjunnar hefur verið kannaður sá möguleiki að stækka um tvo ofna en ekki einn og í tengslum við það hefur komið upp umræða um hugsanlega breyt- j ingu á eignarhaldi á fyrirtækinu. Þetta er allt á umræðustigi og engar i 4 ákvarðanir verið teknar," sagði iðn- aðarráðherra. * Finnur sagði stefnt að því að taka ákvörðun um stækkun verksmiðj- unnar um einn ofn í lok þessa mánað- ar, en ólíklegt sé að fyrir þann tíma verði lokið umræðu um hugsanlegar breytingar á eignaraðild. Aðspurður sagðist Finnur ekki útiloka að ís- lenska ríkið muni selja eitthvað af j hlutafé sínu í verksmiðjunni til inn- e lendra fjárfesta í framtíðinni, en slíkt ■« yrði ekki skoðað fyrr en öllum samn- |s ingum um hugsanlega stækkun verk- ( smiðjunnar væri lokið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.