Morgunblaðið - 11.01.1997, Side 1

Morgunblaðið - 11.01.1997, Side 1
96 SÍÐUR B/C 8. TBL. 85. ÁRG. LAUGARDAGUR 11. JANÚAR1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Nordlys/Ole Ásheim SNJÓKOMA og skafrenningur hafa fært hús í Norður-Noregi í kaf. Þessi mynd var tekin í Tromso þar sem húseigendur hafa fengið aðstoð hjálparsveitarmanna við að moka sig út úr húsum sínum. Spáð er áframhaldandi snjókomu á svæðinu. Snjóflóð valda mann- Ijóni í Norður-Noregi Osló, Tromso. Morgunblaðið. MESTA fannfergi sem verið hefur í fimmtán ár í Norður-Noregi hefur valdið miklum samgönguerf- iðleikum og snjóflóðahættu á svæðinu. Síðdegis í gær féll um 100 m breitt snjóflóð um íjörutíu km austan við Tromso, sem hreif með sér tvö íbúðar- hús og einn bíl, en það var aðeins eitt af mörgum flóðum sem féllu í gærdag. Eldri hjón, sem bjuggu í einu húsanna, fundust látin er björgunarmenn komust á vettvang. Eins manns er saknað, og tveir liggja alvarlega slasaðir á sjúkrahúsi. Á Vannoya norður af Tromse hafa um sjötíu manns orðið að yfirgefa heimili sín sökum hættu á snjóflóðum. Fjölmörg lítil flóð hafa fallið í Eldri hjón fórust í fannferginu - mesta snjókoma í fimmtán ár Troms-fylki og Austur-Finnmörku. í gærkvöldi hafði ekki enn verið lýst yfir neyðarástandi á svæðinu, en að sögn heimildarmanna Morgun- blaðsins voru björgunarsveitir hersins, Sivilfor- svaret, í viðbragðsstöðu, þar sem hætta á frekari snjóflóðum var talin mikil. í Norðlandi, Troms og Finnmörku hafa flestir vegir verið lokaðir frá því á fimmtudag og miklar tafir hafa orðið í flugi. Fjölmargir komust ekki til vinnu og skóla í gær og nú þegar er ljóst að skólahald fellur niður víða, þar sem vegagerðin segist þurfa helgina til að opna vegi á svæðinu. Veðrið, sem skall á aðfaranótt fimmtudags, hafði gengið lítillega niður í gær. Áfram var spáð snjókomu en þó minni en verið hefur. Fyrra met er frá 1981 en þá náði snjóhæðin 1,92 metrum. Óvíst er hvort fannfergið nær því nú, en í gær- kvöldi var það orðið 1,70 m að þykkt. ■ Byrjað að rýma/16 Jeltsín frá vinnu í 3 vikur Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, sem lagður hefur verið inn á sjúkra- hús með lungnabólgu, sýndi engin batamerki í gær og sögðu læknar að hann mundi ekki snúa aftur til starfa í Kreml næstu þijár vikurnar. Að sögn lækna átti Jeltsín auð- veldara með andardrátt í gær. Ser- gei Míronov, yfirlæknir læknamið- stöðvarinnar í Kreml sagði hins vegar að forsetinn væri daufur í dálkinn út af því að þurfa að leggj- ast inn á sjúkrahús á ný þar sem aðeins tvær vikur væru liðnar frá því að hann sneri aftur til vinnu eftir sex mánaða f|'arveru vegna hjartaaðgerðar. Áhrif á efnahagsspár Veikindi Jeltsíns hafa orðið ýms- um íjölmiðlum tilefni til bölspáa um stjórnmálaástandið í Rússlandi og voru uppi vangaveltur um að nauð- synlegar umbætur í efnahagsmál- um mundu teíjast. Míronov sagði í gær að Jeltsín mundi liggja þijá daga til viðbótar á sjúkrahúsi og síðan vera heima hjá sér í þijár vikur á meðan hann væri að ná sér. Jeltsín væri hins vegar ekki áfjáður í að hlýða lækn- um sínum. Hann bætti því við að hefja hefði átt meðferð á Jeltsín vegna veikinda hans nokkrum dög- um fyrr, en hann hefði ekki tekið það í mál. Veikindi forsetans virtust ekki hafa áhrif á rússneska fjármála- markaði. Verðbréfaviðskipti voru mikil og gengi hlutabréfa í helstu fyrirtækjum hækkaði mikið. Þess voru dæmi að hlutabréf einstakra fyrirtækja hækkuðu um 10 af hund- raði. Leiðtogafundi Samveldis sjálf- stæðra ríkja, sem áætlaður var 17. janúar nk. hefur verið frestað vegna veikinda Jeltsíns. Stj órnarandstæðingar í Búlgaríu rísa gegn þingmeirihluta sósíalista Viljanýjar kosninsrar ii. Reuter. Reuter Dimmur dagur í kauphöllinni MIKIÐ verðfall hefur verið í kauphöliinni í Tókýó í Japan síð- ustu daga og féll gengi hlutabréfa í 225 helstu fyrirtækjunum um 4,26% í gær. Hefur það þá fallið um 10,6% frá áramótum. Það er því ekki að undra þótt hann sé ekki mjög upplitsdjarfur þessi starfsmaður kauphallarinnar. ■ Japönsk verðbréf/14 ALLT að fimmtíu þúsund manns söfnuðust í gær að þinghúsi Búlgar- íu í Sofíu til að sýna kröfum stjórnarandstöðuþingmanna stuðn- ing sinn og kreijast nýrra þingkosn- inga. Mikil óánægja í garð stjórn- valda er nú ríkjandi í Búlgaríu, en að ríkisstjórninni standa sósíalistar, arftakar kommúnista. Það sem hrinti mótmælaaðgerð- unum af stað var sú ákvörðun þing- meirihluta sósíalista að hafna því að utandagskrárumræða um svo- kallaða „bjargaryfirlýsingu“ yrði tekin á dagskrá, en með henni hef- ur stjórnarandstaðan farið fram að boðað verði til nýrra kosninga. í kjölfar þess fylktu stuðnings- menn stjórnarandstöðunnar liði til þinghússins og kröfðust nýrra kosn- inga. Allt að 50.000 manns eru talin hafa safnazt saman við bygg- ingu þingsins í miðborg Sofíu. Brenndi múgurinn rauða fána og gaf reiði sinni í garð stjórnarinnar lausan tauminn. Allar rúður á jarð- hæð hússins voru brotnar og átti óeirðalögreglan fullt í fangi með að halda aftur af fólkinu. Nokkrum tugum stjórnarand- stæðinga tókst að ráðast til inn- göngu í þinghúsið, en lögreglan hrakti þá til baka með því að beita táragasi, kylfum og þrýstivatni. Að minnsta kosti fimmtán manns, sem örmagnazt höfðu vegna táragass og troðnings, voru lagðir inn á sjúkrahús. Reuter BÚLGARSKUR stjórnarand- stæðingur lætur höfuðáverka ekki aftra sér frá því að hrópa niður stjórn sósíalista fyrir utan þinghúsið í Sofíu. Forseti Búlgaríu, Zhelyu Zhelev, sem búizt var við að myndi fela sósíalistum að mynda nýja ríkis- stjórn í dag, laugardag, sagði í sjón- varpsviðtali í gærkvöldi að hann myndi ekki gera það. Hann sagðist myndu kalla öryggisráð ríkisins saman þess í stað til að ráðfæra sig um hvernig bregðast skuli við. Hinn 21. desember sl. hafði Zhan Videnov forsætisráðherra sagt af sér vegna alvarlegrar gagnrýni á hagstjórnarstefnu hans. Ekki neyðarástand „Ég vona að enn sé nægileg skynsemi fyrir hendi til að ekki verði lýst yfir neyðarástandi," sagði varaformaður Bandalags lýðræðis- afla og fyrrverandi forsætisráð- herra, Filip Dimitrov. Þingmenn sósíalista þorðu ekki að yfirgefa þinghúsið fyrr en eftir miðnætti í nótt og þá í fylgd her- manna. Fulltrúar stjórnarandstöð- unnar sögðust sig hvergi myndu hræra fyrr en „bjargaryfirlýsingin" yrði samþykkt. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Jordan Sokolov, sagði í útvarpsvið- tali: „Við munum halda okkur í þinghúsinu til þess að þrýsta á um að boðað verði til nýrra kosninga. Það er eina lausnin í stöðunni."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.