Morgunblaðið - 21.01.1997, Síða 1

Morgunblaðið - 21.01.1997, Síða 1
f 104 SIÐUR B/C trgisiiWðMfe STOFNAÐ 1913 16. TBL. 85. ARG. ÞRIÐJUDAGUR 21. JANUAR 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Bill Clinton sver embættiseið forseta Bandaríkjanna öðru sinni Til móts við „land nýrra fyrirheita“ . __ ii m nrmni nnrni i rmm Washington. Reuter. BILL Clinton sór í gær embættiseið forseta Bandaríkjanna til næstu fjögurra ára, og varð þar með fyrst- ur Bandaríkjaforseta úr röðum demókrata allt frá embættistíð Franklíns D. Roosevelts fyrir sextíu árum til að gera það til annars kjör- tímabilsins í röð. í embættistökuræðu sinni, sem Clinton hélt í stilltu frostveðri af svölum þinghússins í Washington, lýsti forsetinn hugsýn sinni um þró- un Bandaríkjanna á komandi öld og skoraði á repúblikana að aðstoða hann við að byggja upp „land nýrra fyrirheita". Klukkan 12:05 að staðartíma (kl. 17:05 að íslenzkum tíma) tók William Rehnquist, forseti hæsta- - réttar Bandaríkjanna, eiðstafmn af forsetanum, að viðstöddum eigin- konu hans Hillary og dótturinni Chelsea. Vitnað í Martin Luther King Að eiðstafnum svörnum hélt Clinton um 25 mínútna langa ræðu. Hann vitnaði í leiðtoga mannrétt- indabaráttu blökkumanna á sjö- unda áratugnum, Martin Luther King Jr., sem sagði hin fieygu orð „Ég á mér draum,“ á stað sem var í sjónmáli Clintons þar sem hann flutti ræðu sína. í gær var afmælisdagur Kings, en hann er almennur frídagur í Bandaríkjunum til minningar um baráttu blökkumannaleiðtogans, sem var myrtur árið 1968. „Undir leiðsögn hinnar fomu hug- sýnar um fyrirheitna landið, látum oss beina sjónum vorum að landi nýrra fyrirheita,“ sagði Clinton. Svo virðist sem Clinton hafi með þessu ennfremur verið að bjóða upp á orðin „ný fyrirheit" sem einkunn- arorð stjórnar sinnar á hinu nýja kjörtímabili, hliðstæð einkunnar- orðum þeim sem John F. Kennedy valdi við embættistöku sína, „ný landamæri". Sagði Clinton fyrirheitin ná allt frá eins háleitum markmiðum og samlyndi kynþáttanna til jarðbund- inna hluta á borð við hallalaus fjár- lög og endurskoðun laga um fjár- mögnun stjórnmálaflokka. Þau orð sem Clinton hafði um utanríkismál í ræðunni voru af mjög almennum toga. „Við munum standa öflugir fyrir frið og frelsi og viðhalda sterkum vörnum gegn hvers konar hermdarverkum og eyðileggingu," sagði hann. Hátíðahöldum dagsins lauk með skrúðgöngu eftir Pennsylvania Avenue og viðhafnardansleikjum um kvöldið. Reuter ÞINGHÚS Bandaríkjamanna, Capitol, er þakið fánaskreytingum er Bill Clinton heldur embættistökuræðu sína fyrir tugþúsundum áheyrenda. Clinton er annar demókratinn í hálfa öld, sem sver embættiseið forseta Bandaríkjanna tvö kjörtímabil í röð. + Svissnesk könnun Tíundi hver íbúi „fátækur“ Bern. Reuter. SAMKVÆMT niðurstöðum fyrstu könnunarinnar, sem gerð hefur verið á fátækt í Sviss, einu ríkasta Iandi heims, lifa allt að tíu af hundraði íbúa þar undir fátæktarmörkum. Engin opinberlega viðurkennd fá- tæktarmörk eru við lýði í Sviss. Þess í stað eru í könnuninni mörkin sett við þær tekjur, sem miðað er við að séu lágmark til framfærslu í Alpalýð- veldinu, en þær eru nú 2.100 sviss- neskir frankar á mánuði, um 103.000 kr., fyrir einstakling. Þeir sem hafa lægri tekjur en þetta geta sótt um framfærslustyrk frá hinu opinbera. Könnunin, sem Svissneska vís- indastofnunin stóð að, náði til fleiri en 6.000 svissneskra borgara og út- lendinga búsettra í Iandinu. Niður- stöður hennar benda til að 9,8% íbúa Sviss hafi tekjur undir ofangreindum mörkum og teljist þar af leiðandi falla undir fátæktarmörk. Samkvæmt viðmiðunarstaðli Svissneska félagsmálaráðsins, sem setur tekjumörkin við 1.800 franka á mánuði, er hlutfall íbúa Sviss, sem lifa í fátækt, 5,6%. Ríkisfjölmiðlar í Serbíu bendla stjórnarandstöðu við tilræði Ótti við vaxandi hörku stjórnvalda Belgrad. Reuter. SERBNESKUR dómstóll ákvað í gær að fresta því að staðfesta niður- stöðu yfirkjörstjórnar í Belgrad, að stjórnarandstaðan hefði borið sigur- orð af sósíalistaflokki Slobodans Milosevics forseta í sveitarstjórnar- kosningunum fyrir tveimur mánuð- um. Telja stjórnarandstæðingar, að frestunin sé runnin undan rifjum harðlínumanna og óttast, að stjórn- völd muni notfæra sér vaxandi ólgu í Kosovo til að bæla niður alla and- stöðu í landinu. Forseti dómstólsins, undirréttar í Belgrad, sagði, að ákvörðun kjör- stjórnarinnar hefði verið frestað þar til hæstiréttur Serbíu hefði úrskurðað hvaða dómstóll skyldi fjalla um þetta mál. Telja fréttaskýrendur, að for- ingjarnir í sósíalistaflokknum hafi skipað fyrir um þetta en með því að vísa málinu til hæstaréttar, sem get- ur tekið sér þann tíma, er hann vill, fá þeir sjálfír meiri tíma til aðgerða. Zajedno, samfylking stjórnarand- Reuter. NAMSMAÐUR í Belgrad stekkur yfir ónýtt sjónvarp í mótmælaaðgerðum stjórnar- andstæðinga í gær. Stækkun NATO Samið um tímaáætlun frekari viðræðna Moskvu. Reuter. JAVIER Solana, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO, og Jevgení Prímakov, utanríkisráð- herra Rússlands, ræddust við í fimm klukkustundir í Moskvu í gær um fyrirhugaða stækkun bandalagsins, án þess að komast nær samkomu- lagi. Strax að fundinum loknum flaug Solana aftur til Brussel. Und- ir kvöld gáfu bæði höfuðstöðvar NATO og rússneska utanríkisráðu- neytið út nærri samhljóða yfirlýs- ingu um niðurstöðu fundarins. Stækkun NATO er viðkvæmt mál fyrir Rússa og Prímakov er mjög harður í andstöðu sinni við hana. í yfírlýsingu rússneska utan- ríkisráðuneytisins segir þó, að fund- urinn hafí alls ekki verið árangurs- laus, og viðræðum yrði haldið áfram. Þó er tekið fram, að sú vinna verði ekki auðveld. Einnig rætt um sérstakt samband NATO og Rússlands Erindi Solana var að fullvissa Rússa um, að stækkun NATO í austur myndi ekki ógna öryggi þeirra, ásamt því að ræða um sér- stakt samband NATO og Rúss- lands. Þetta var staðfest í yfirlýs- ingunum. Ekki hafði verið búizt við neinum sérstökum tíðindum af þessum fundi og veikindi Borís Jeltsíns for- seta gerðu það heldur ekki líklegra þar sem hann hefur haft lokaorðið í utanríkismálum og öðrum mikil- vægum málaflokkum. stöðunnar, varð líka fyrir öðru áfalli í gær þegar hæstiréttur úrskurðaði, að sósíalistar hefðu sigrað í borginni Sabac en Zajedno telur, að hún hafi sigrað þar og í 13 öðrum borgum. Kjörstjórnin í Nis, næststærstu borg Serbíu, úrskurðaði einnig í síð- ustu viku, að þar hefði stjórnarand- staðan sigrað og sósíalistaflokkurinn áfrýjaði þeim dómi líka. Banatilræði í Kosovo Serbneskum rektor háskóla í Kosovo, sem er aðallega byggt fólki af albönskum uppruna, var sýnt banatilræði í síðustu viku. Hafa rík- isfjölmiðlarnir í Serbíu gert mikið úr þessu máli og er því haldið fram, að albanskir aðskilnaðarsinnar og serbneska stjórnarandstaðan hafi staðið saman að því. Óttast stjórnar- andstæðingar, að ríkisstjórn Mil- osevics hyggist nota tilræðið sem afsökun fyrir einhvers konar neyðar- aðgerðum. Símtöl með auglýs- ingahléum Stokkhólmi. Reuter. SÆNSKA fyrirtækið Gratis- telefon býður nú viðskiptavin- um sínum upp á ókeypis sím- töl, með því skilyrði að þeir séu tilbúnir að sætta sig við að símtölin verði rofín með auglýs- ingahléum. Fyrirtækið hóf að prófa þessa þjónustu í Lundi og Norr- köping 1. nóvember sl. og ann- ar nú um 30.000 símtölum á dag. Tíu sekúndna auglýsingahlé Símanotendur fá aðgang að þessari þjónustu með því að velja fyrst grænt númer fyrir- tækisins, og síðan númer þess, sem hringt skal í. Með tilrauna- keyrslu þjónustunnar hefur verið hægt að hringja ókeypis hvert sem er innan Svíþjóðar. Auglýsingar eru spilaðar inn í símtalið fyrst við upphaf þess og síðan í tíu sekúndur eftir fyrstu talmínútuna. Eftir það rjúfa auglýsingar símtalið í tíu sekúndur í senn á þriggja mín- útna fresti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.