Morgunblaðið - 21.01.1997, Síða 4

Morgunblaðið - 21.01.1997, Síða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Frumathugun á mati á umhverfisáhrifum vegna Sultartangavirkjunar lokið Skipulagsstjóri fellst á framkvæmdir SKIPULAG ríkisins hefur fallist á byggingu 125 MW Sultartanga- virkjunar í Þjórsá við Sandafell eft- ir frumathugun á mati á umhverfís- áhrifum. Úrskurðurinn er felldur með því skilyrði að Landsvirkjun ábyrgist tilteknar mótvægisaðgerð- ir og annist rannsóknir tii að fylgj- ast með umhverfisáhrifum fram- kvæmdarinnar. í því skyni að stækka raforku- kerfi Landsvirkjunar er fyrirhugað að hækka Sultartangastíflu um 1,6 m og hækka um leið rekstrarvatns- borð lónsins. Við hækkun vatns- borðsins stækkar flatarmál lónsins úr 18 km2 í 20 km2. Samkvæmt mati Skipulags rík- isins lúta helstu skammtímaum- hverfísáhrif framkvæmdarinnar að landbroti við hækkað vatnsborð Sultartangalóns og ónæði og meng- un frá starfsemi á framkvæmda- tíma. Helstu áhrif til langframa eru áhrif á landslag og ásýnd svæðisins umhverfís virkjunina í Sandafelli og á Hafínu. Auk þess verður árfar- vegur Þjórsár milli Sultartanga- stíflu og Búrfellsstíflu að mestu þurr langtímum saman, einkum að vetrarlagi. Umhverfísáhrif eru á hinn bóginn talin hverfandi saman- borið við þær breytingar á grunn- vatnsstöðu og lindarennsli sem urðu við byggingu fyrri áfanga Sultar- tangastíflu og myndun Sultar- tangalóns árið 1984. Mótvægisaðgerðir fullnægjandi Skipulagsstjóri ríkisins telur að mótvægisaðgerðir og rannsóknir sem lagðar hafí verið til í frummats- skýslu væru fullnægjandi til að draga úr óæskilegum umhverf- isáhrifum. Meðal tillagna um mót- vægisaðgerðir er sú að allt rask af framkvæmdum verði bætt með uppgræðslu og formun lands um- hverfís mannvirki, endanleg hönn- un mannvirkja miði að því að fella þau sem best inn í landslag, efnis- námur verði jafnaðar og færðar til fyrra horfs og að rennsli í Rauðá verði mælt og fylgst með hvort breyting verði á því vegna breyttrar grunnvatnsstöðu eftir hækkun lóns- ins. Til að fýlgjast með umhverfís- áhrifum framkvæmdarinnar telur skipulagsstjóri brýnt að fylgjast með breytingum sem verða á rofi strandar Sultartangalóns, mæla og kortleggja gróðurlendi sem fer und- ir vatn við stækkun lónsins, fylgj- ast með framvindu gróðurs og dýra- lífs á Sultartanga og kanna loks á vettvangi minjar við feijustaðinn Hald. Launavísitalan fyrir 1996 hækkaði um 6,4% frá 1995 Dró í sundur með opinber- um starfsmönnum og ASÍ Launavísitalan í heild hefur hækk- að um 17,4% að meðaltali frá 1991 LAUNAVÍSITALAN hækkaði að meðaltali um 6,4% á síðasta ári frá árinu á undan, samkvæmt yfír- liti Hagstofu íslands. Hækkunin stafar fyrst og fremst af launa- hækkunum sem urðu um áramótin 1995-1996. Sé litið á þróun vísi- tölunnar innan ársins þá hækkaði hún um 0,9% frá fyrsta ársfjórð- ungi á síðasta ári til og með fjórða ársfjórðungi 1996. 9,8% hækkun frá fyrsta ársfjórðungi 1995 Hagstofan reiknar út launavísi- tölu annars vegar fyrir opinbera starfsmenn og bankamenn og hins vegar fyrir almenna markaðinn. Samkvæmt vísitölunum hefur þró- un launa þessara hópa verið með mismunandi hætti á síðustu árum og enn dró í sundur með þessum hópum á seinasta ári ef miðað er við þróun vísitölunnar milli árs- fjórðunga. Vísitala launa á almennum markaði hækkaði um 5,3% að meðaltali á seinasta ári frá árs- meðaltali 1995 en á sama tímabili hefur vísitala launa opinberra starfsmanna og bankamanna hækkað um 8,2% eða um þijú prósentustig umfram hækkunina á almenna markaðinum. Hækkun vísitölu almenna markaðarins frá 1. ársfjórðungi í fyrra til loka árs- ins nam 0,7% en vísitala fyrir opin- bera starfsmenn hækkaði um 1,3% á sama tímabili. Sé litið á hækkun launavlsitöl- unnar frá fyrsta ársfjórðungi árið 1995 til ársloka nýliðins árs, hækkaði vísitalan í heild um 9,8% á þessu tímabili. Vísitala launa opinberra starfsmanna og banka- manna hækkaði á sama tímabili um 12,6% en vísitalan fyrir al- menna vinnumarkaðinn hækkaði um 7,9%. Launavísitalan í heild hefur hækkað um 17,4% að meðaltali frá árinu 1991, þar af hefur vísitala fyrir almenna markaðinn hækkað um 14,5% en opinbera starfsmenn og bankamenn um 21,9%. spurning: Hvaða áhrif höfðu eftirfarandi þættir á ákvörðun um íslandsferð? I 1 Mjög mikil I I Einhver 1 I Lítil I 1 Engin Svðr í ágúst 1996 0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 7° íslensk náttúra Hreinleiki Friðsæld landsins Hálendið íslensk menning Þjóðin Þekktir íslendingar Millilending Heims. til vina/ætt. Sérstakur atburður | I ZZZZZE n ------- r Eftir hverju sækjast erlendir ferðamenn á íslandi? Rósemd í óbeisl aðri náttúru - i Vonbrigði með verðlag og þjónustu NÁTTÚRUFEGURÐ, hreinleiki, inni fengu hugmyndina að íslands- friðsæld og hálendið draga flesta heimsókn eftir að hafa lesið upp- útlendinga hingað í sumarfrí og lýsingar um landið á alnetinu, íslensk náttúra stenst væntingarn- Oddný Þóra Óladóttir landfræð- ar. Hinsvegar veldur verðlag, þjón- usta, minjagripir og leiga á bílum gestunum vonbrigðum, sam- kvæmt nýrri og viðamikilli könn- un, sem Ferðamálaráð íslands lét gera á viðhorfum erlendra ferða- manna 1996. Niðurstöður viðhorfskönnunar- innar sýna að 90% erlendra ferða- manna treysta sér til að mæla með íslandsferð fyrir vini sína, og segir Birgir Þorgeirsson for- maður Ferðamálaráðs það góðar fréttir. „Ég óttast hinsvegar að ferða- þjónustan skaðist ef stórfram- kvæmdir hefjast á hálendinu," segir Birgir og telur ferðaþjón- ustuna arðbærari en stóriðjur á hálendi. Gjaldeyristekjur vegna erlendra ferðamanna voru 20 milljarðar á nýliðnu ári. Alnetið góður kynningarmiðill Helmingur sumargesta kom hingað á eigin vegum og 70% haustgesta, og athygli vekur að nær helmingur tekur ákvörðun um að koma hingað á innan við 14 dögum fyrir brottförina. Magnús Oddsson ferðamálastjóri vekur at- hygli á að 8-12% evrópskra og 20% bandarískra ferðamanna í könnun- ingur stjórnar könnuninni, sem mun standa til aldamóta. Niður- stöður núna voru unnar úr u.þ.b. fímmtán hundruð svörum. Veðrið fær bærilega einkunn Fjörutíu ár var meðalaldur er- t lendra ferðamanna í ágúst-október 1996 og flestir voru karlkyns eða 68%. Margir komu frá Skandinav- \ íu eða 24% og næstflestir frá Þýskalandi eða 20%. Dæmigerður erlendur ferða- maður hefur framhaldsskóla- menntun, dvelur hér í u.þ.b. 12 daga og sækist eftir ró og spekt í íslenskri náttúru. í könnuninni voru gestir beðnir um að gefa viðskiptum sínum við land og þjóð einkunn á bilinu 1-10. Náttúran fékk 9,5, þjóðin 8,1, | menningin 7,7 en veðrið ekki nema I 6,2. Verðlagið líkaði þeim hinsveg- ar verst og gáfu því 3,3 í fallein- kunn. Ráðstefnugestir haustið 1996 gáfu einnig einkunnir. Skipulag ferðamála, sem spannar allt ferðalagið hér, fékk um 4,5 í ein- kunn og þjónustan var ekki nema | á bilinu 5,1-5,9. í ljós kom að 33% gesta gáfu þjónustunni vegna við- skipta aðeins einkunn á bilinu 0-1- | Mál Vinnumálasambandsins til sáttasemjara VR undrast vinnubrögðin VINNUMALASAMBANDIÐ hefur vísað formlega til Ríkissáttasemj- ara deilum sínum við viðsemjendur sína en að sögn Þóris Einarssonar ríkissáttasemjara er enn beðið ná- kvæmra upplýsinga um hvaða við- semjendur er að ræða. Magnús L. Sveinsson, formaður VR segir að forystumenn Verslunarmannafé- lags Reykjavíkur furði sig á þess- ari ákvörðun Vinnumálasambands- ins. „Þeir hafa ekki tilkynnt okkur þetta. Það hafa engar efnislegar viðræður farið fram við Vinnu- málasambandið og það hefur ekki lagt fram endanlegar kröfur. Það er gert ráð fyrir því í viðræðuáætl- un okkar við Vinnumálasambandið að aðilar leggi fram endanlegar kröfur en það hafa þeir ekki gert. Okkur þykir skrítið að við skulum frétta það í fjölmiðlum að þeir séu búnir að senda svokallaða deilu við launþegasamtökin til ríkissátta- semjara. Okkur finnst þetta ein- kennileg vinnubrögð," segir Magn- Ús. 20 mál til meðferðar Hluti aðildarfélaga ASÍ, þ.e. Iðja, Verkamannasambandið og Sjó- mannasambandið, hefur vísað mál- um sínum formlega til sáttasemjara og Samiðn og Rafiðnaðarsamband- ið hafí samþykkt að fara sömu leið en Landssamband verslunarmanna hefur ekki gert slíkar samþykktir. Aðspurður sagðist Þórir Einars- son ríkissáttasemjari telja að áætl- anir um framgang sáttaviðræðna hjá embættinu færu að taka á sig mynd eftir að mál fleiri landssam- banda ASÍ kæmu til embættisins. Þar eru nú tuttugu mál til með- ferðar eftir að Landssamband lög- reglumanna vísaði deilu sinni við ríkið til Ríkissáttasemjara í gær. j

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.