Morgunblaðið - 21.01.1997, Side 14

Morgunblaðið - 21.01.1997, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunbiaðið/KHstján JÓHANN Már Jóhannsson söngv- HUSFYLLIR varð á tónleikum til styrktar Ólafi Helga Gíslasyni arj var einn þeirra sem fram kom sem missti báða fætur og fingur á siðasta ári í kjölfar veikinda. a tónleikunum, undirleikari hans var Guðjón Pálsson. Styrktartónleikar í Glerárkirkju Söfnunin skilaði um 1,2 milljónum HÚSFYLLIR varð á tónleikum til styrktar Ólafi Helga Gísla- syni, Brúnum í Aðaldal, sem haldnir voru í Glerárkirkju um helgina. Hann hefur átti við veikindi að stríða, greindist ungur með skemmd í nýra og varð að fara reglulega í nýrnavél. Fyrir 14 árum fékk hann nýra í Danmörku og náði þeirri heilsu að geta unn- ið að búskap með foreldrum sín- um næstu árin. Fyrir þremur árum fór ígrædda nýrað að gefa sig og verður Ólafur Helgi nú að fara reglulega í nýrnavél. A síð- asta ári þurfti að taka af honum báða fætuma vegna dreps og skömmu seinna einnig fingur. Hann dvelur nú á Landspítalanum og er farinn að standa í gervifæt- ur. Hefur hann tekið veikindum sínum með jafnaðargeði og stefnir að því að komast sem fyrst í þjónustuíbúð fyrir fatlaða. Alls söfnuðust riflega 1,2 millj- ónir króna á tónleikunum, með styrktarlínum og því fé sem lagt hefur verið inn á reikning söfn- unarinnar. Aðstandendur tónleik- anna em ánægðir með árang- urinn, segja hann hafa farið fram úr björtustu vonum. Meðal þeirra sem framkoniu var Tjarnarkvartettinn, Álfta- gerðisbræður, Karlakór Eyja- fjarðar, Sálubót.sem er blandaður kór úr S-Þingeyjarsýslu, þá sungu frændurnir Jóhann Már Jóhanns- son og Örn Birgisson. Sr. Pétur Þórarinsson ávarpaði samkom- una og Þráinn Karlsson las upp. Unnið að stofnun sumarháskóla UNNIÐ er að stofnun sumarháskóla á Akureyri og hefur atvinnumála- nefnd bæjarins samþykkt að veita 700.000 krónur til verkefnisins. Samstarfshópur um sumarháskóla á Akureyri, hefur skilað skýrslu um málið og innan atvinnumálanefndar hefur verið fjallað um hvernig best væri að standa að skipulagi verkefn- isins og fjármögnun. Starfsmenn Háskólans á Akureyri hafa lýst sig fúsa til samstarfs og til greina kemur að Háskólinn leggi til aðstöðu vegna verkefnisins. Einn- ig er ráðgert að aðrir aðilar komi að verkefninu, ferðaþjónustuaðilar, Gilfélagið og fleiri. Hugmyndin er að bæði innlendir og erlendir náms- menn geti sótt skólann. Starfsmaður ráðinn tímabundið Berglind Hallgrímsdóttir, starfs- maður á Atvinnumálaskrifstofu Ak- ureyrarbæjar, segir að á næstunni verði kannaður rekstrargrundvöllur slíkrar stofnunar á Akureyri og þá í nánu samstarfi við HA. Ákveðið hefur verið að ráða starfsmann í 50% stöðu tímabundið í 7-8 mánuði og er verið að ganga frá samningi við Örnu Ýr Sigurðardóttur, guðfræð- ing, um að taka starfið að sér. „Það er mjög erfitt að meta þörf- ina fyrir slíkan skóla en þær stofnan- ir sem við höfum haft samband við hafa sýnt málinu áhuga og það eru augljósir möguleikar á að nemendur erlendra háskóla komi hingað. Varð- andi kennsluefni kemur ýmislegt til greina, bæði akademísk námskeið, sem hægt væri að vinna í samstarfi við erlenda háskóla og einnig eru uppi hugmyndir um önnur námskeið sem höfðað gætu til almennings. Það er þó ekkert frágengið." Stefnt að því að byrja í sumar Berglind segir að áhugi sé fyrir samstarfsverkefni við háskóla í Kanada, einnig að setja upp mynd- listarnámskeið og koma á ráðstefnu um barnaheimspeki, svo eitthvað sé nefnt. „Undirbúningsverkefnið snýr að því að kanna ýmsa möguleika á rekstri slíkrar stofnunar til framtíðar en ekki er gert ráð fyrir að skólinn verði rekinn af sveitarfélaginu til lengri tíma. Þetta þarf að vera sjálf- bær stofnun en þó að kannaðir verði möguleikar á styrkjum, t.d. úr er- lendum sjóðum." Stefnt er að því að starfsemi skól- ans heQist í einhverjum mæli í sum- ar, í júlí og byijun ágúst. „Síðan verður dæmið gert upp af þeim aðil- um sem að þessu máli koma og ákveðið með framhaldið," sagði Berglind. Skrifstof ustarf - Akureyri Stórt og öflugt framleiðslufyrirtæki óskar að ráða starfsmann á skrifstofu fyrirtækisins. • Starfið felst í útreikningi launa og annarri launavinnslu, símasvörun og almennum skrifstofustörfum. • Áskilin er reynsla í launavinnslu ásamt tölvukunnáttu. Lögð er áhersla á sjálfstæði í vinnubrögðum og lipurð í mannlegum samskiptum. Umsóknir þurfa að hafa borist skrifstofu okkar fyrir 31. janúar nk. þar sem umsóknareyðublöð liggja frammi og nánari upplýsingar eru veittar: Endurskoðun Akureyri hf. löggiltir endurskoðendur Glerárgötu 24, Akureyri - Sími 462 6600 - Fax 462 6601 Endurskoðun - Skattaráðgjöf - Rekstrarráðgjöf - Bókhald RÁÐNINGAR Notuðu ekki örygg- isbelti FJÓRTÁN ökumenn hafa verið kærðir síðustu daga fyrir að nota ekki öryggisbelti. Samkvæmt upplýsingum iög- reglu er meirihluti þeirra sem kærður er fyrir að nota ekki ör- yggisbelti ungt fólk, sem ætla mætti að hefði vanist því að nota belti þegar það lærði á bíl. Kunna ekki á stefnuljós Lögreglu þykir Akureyringar einnig eiga margt ólært í notkun stefnuljósa. Svo virðist sem sum- um sé ofraun að færa til stefnu- ljósarofann, að ekki sé talað um nógu tímanlega áður en aksturs- stefnu er breytt. Alltof margir láti sér nægja að gefa nokkur blikk Björgunarsveitarmaður á snjóflóða- námskeiði hætt kominn Lenti í þremur snjóflóðum í Hlíðarfjalli LITLU munaði að illa færi er Leónard Birg- isson, formaður Flugbjörgunarsveit- arinnar á Akureyri, lenti í þremur snjó- flóðum í Hlíðarfjalli sl. sunnudag. León- ard komst af eigin rammleik niður á veg, skammt fyrir ofan bæinn Hlíðar- enda, eftir að hafa krafsað sig upp úr einu snjóflóði, flotið ofan á tveimur til við- bótar og gengið í rúmlega hnédjúpum snjó í einar þijár klukkustundir. í samtali við Morgunblaðið í gær sagðist León- ard vissulega hafa verið heppinn að sleppa heill úr fjallinu. „Mér tókst að halda ró minni allan tím- ann og það skiptir miklu máli við svona aðstæður.“ Björgunarsveitir kallaðar út Sex björgunarsveitarmenn til viðbótar voru þarna á ferð, fimm komust fljótlega í göngukofa í fjallinu eftir að veðrið versnaði en sá sjötti, sem einnig villtist frá félögum sínum, gekk fram á vélsleða hópsins og beið þar eft- ir aðstoð. Félagarnir fimm köll- uðu eftir aðstoð björgunar- sveitarmanna á Akureyri, strax og ljóst var að tveir þeirra höfðu orðið viðskila við hópinn og var um 30-40 manna hópur kallaður út. Snjótroðari sótti mennina fimm í gönguskálann og mann- inn sem var við vélsleðann. Björgunarsveitarmenn á Akureyri voru á viðamiklu snjó- flóðanámskeiði um helgina og á sunnudag hélt 7 manna hópur upp í Hlíðarfjall til að skoða aðstæður þar. Um kl. 14.30-15 kom hópurinn að stað þar sem fallið hafði snjóflóð, skammt norðan við svokallaðan Manns- hrygg. Björgunarsveitarmenn- irnir fóru að þeim stað sem snjó- hengjan brotnaði og gerðu þar m.a. alls kyns próf- anir og mælingar. Leónard sagði að þegar hópurinn ætl- aði að halda af staðnum um tveim- ur klukkustundum síðar, hafi verið komið leiðindakóf. „Fljótlega versnaði veðrið og var varla stætt á köflum. Ég missti fljótlega af félögum mínum og þar sem kófið var mikið og skyggnið slæmt átti ég erfitt með að lesa af átta- vitanum. Ég festi því niður skíðin, stafina og bak- pokann og ætlaði að halda kyrru fyrir meðan veðrið gengi yfir. Þar sem ég var vel búinn hefði ég getað haldið kyrru fyrir alla nóttina ef því hefði verið að skipta.“ Krafsaði sig upp úr flóðinu Skömmu síðar varð Leónard fyrir nokkuð stóru snjóflóði, sem hreif hann með sér niður hlíðina. „Þegar flóðið stoppaði náði ég að krafsa mig upp úr því en i þann mund sem ég stóð upp, kom önnur spýja og þeytti mér enn lengra. Er seinna flóðið stöðvaðist tók ég á rás og komst upp á einhvern hól að mér fannst, settist þar á stein og mat stöðuna. Er ég hafði setið þar í stutta stund, kom þriðja fíóðið og hreif mig mér sér. Er flóðið stoppaði komst ég út úr kófinu og gat þá áttað mig á staðháttum. Ég stillti áttavitann í austur og fljótlega sá ég ljósin í bænum og setti þá stefnuna á Hlíðarenda. Er ég kom niður á veg hitti ég fyrir félaga mína á vélsleðum, sem skömmu áður höfðu rekist á slóð mína.“ Leónard var nokkuð stifur í fótunum eftir átökin en þó hinn hressasti og hann var mættur til vinnu í gær eins og ekkert hefði í skorist. Morgunblaðið/Kristján Leónard Birgisson eftir að beygt hefur verið, sem er alltof seint. Tveir ökumenn voru kærðir fyr- ir of hraðan akstur og ógætilegan akstur, einn fyrir að aka gegn rauðu ljósi og einn fyrir að aka án réttinda. Númer voru tekin af þremur bílum vegna vanrækslu á skoðun. Þá stöðvaði lögregla all- margar bifreiðar sem ekki voru með ljósabúnað í lagi. Sjö manns gistu fangageymslur vegna ölvunar og í sumum tilvik- um átaka, en þeim sem voru við- ræðuhæfir og rólegir var ekið heim. -----♦ ♦ ♦--- Hádegissam- vera í Glerár- kirkju HÁDEGISSAMVERUR eru í Gler- árkirkju á miðvikudögum frá kl. 12 til 13. Þær hefjast með orgeltónlist, sálmur er sunginn, ritningarvers íhugað og að lokum er gengið til altaris og fyrirbæna. Að stundinni lokinni er boðið upp á léttan hádegisverð gegn vægu gjaldi. Samverustundin og hádegisverður stendur yfir í um klukkustund, þannig að margir ættu að geta notað hádegishlé sitt til að sækja þessar samveru- stundir í Glerárkirkju á miðviku- dögum. ----♦ ♦ ♦---- Mömmu- morgunn ÁRNÝ Runólfsdóttir flytur fyrir- lestur á mömmumorgni í safnaðar- heimili Akureyrarkirkju á morgun, miðvikudag. Hann stendur frá kl. 10 til 12 og eru leikföng og bæk- ur til staðar fyrir börnin. Allir for- eldrar velkomnir með börn sín. Gengið er inn um kapelludyrnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.