Morgunblaðið - 21.01.1997, Side 25

Morgunblaðið - 21.01.1997, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997 25 Morgunblaðið/Ásdís Unglingar sýna í Ráðhúsinu INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri opnaði á föstudag myndlistarsýninguna Hvernig líð- ur mér í Ráðhúsi Reykjavíkur. Sýningin, sem stendur til 24. jan- úar, er afrakstur verkefnis sem Már sýnir á Veraldar- vefnum MÁR Örlygsson sýnir um þessar mundir nokkur verk í myndlistar- galieríi Apple-umboðsins, sem lista- maður janúarmánaðar. „Ekki er víst að allir kannist við þessa sýningaraðstöðu, en það sem gefur henni sérstöðu er staðsetning hennar, þ.e. á Veraldarvefnum. Gall- eríið finnst eftir slóðinni http://www.apple.is/gallery. Sýn- ingin hófst þann 8. janúar og mun standa fram til 8. febrúar nk. Þama er á ferðinni nokkurs konar samkvæmi mynda og máls, þar sem viðfangsefnið er dekkri hiiðar tilver- unnar og umkomuleysi mannsins. Myndirnar eru bæði ljósmyndir og verk unnin með biandaðri tækni sem að lokum eru meðhöndluð með hjálp tölvunnar. unglingar í Mótorsmiðjunni unnu að í húsnæði sem Héðinn smiðja lánaði hópnum. Næstkomandi sunnudag, 26. janúar, verður síðan haldin styrktarhátíð í Borgarleik- húsinu i tengslum við sýninguna. VERK eftir Má. Með hverri mynd stendur svo stutt ljóð eða orð-hópur. Már er nemi og starfar einnig sem vefhönnuður á auglýsingastofu í borginni," segir í kynningu. Halldór Asgeirsson myndlistarmaður í Ingólfsstræti 8 Morgunblaðið/Ámi Sæberg VERK Halldórs Ásgeirssonar í Ingólfsstræti 8, „og að vatnið sýni hjarta sitt“. Á bak við skuggann leynist ljós HALLDÓR Ásgeirsson myndlistar- maður hefur opnað sýningu í Ing- ólfsstræti 8, þar sem lituðu vatni undir gleri er varpað á vegg með halogenljósum. Yfirskrift sýningar- innar, „og að vatnið sýni hjarta sitt“, er tekið úr ljóðlínu eftir mexíkóska ljóðskáldið Octavio Paz. Hugmyndin að verki af þessu tagi kviknaði í vaxandi skammdeginu haustið 1995, þegar Halldór sat í góðu yfirlæti við kertaljós og sötraði rauðvín. Þá birtist sýnin honum fyrst, flöktandi loginn frá kertinu varpaði vínandanum á borðið og myndaði rauða rák er leitaði lengra inn í myrkrið. „Var ég tengdur þess- um loga eða var það vafurlogi er læddist að sálinni í myrkrinu?" í byijun nóvember, sama ár, var verkið Norðurljós, sem byggt var á fyrrnefndri reynslu, sett upp fyrir nemendur í Myndlista- og handíða- skóla íslands og í kjölfarið fór Hall- dór að beina vasaljósi að uppfylltum glerflöskum og sjá „arkitýpísk" form birtast á vegg. „Upp frá því gerðust hlutirnir hratt.“ í febrúar 1996 setti listamaðurinn „Postulana tólf“ upp í gamalli kap- ellu í Clermont Ferrand í Frakklandi og reyndi með halogenljósi og mis- munandi glerílátum að endurvekja horfna steinda glugga kapellunnar. Um Jónsmessuna blandaði hann síð- an bleklitum út í glerskálar fylltar af vatni og „Vatnsaugun“ urðu til á sýningu á Seyðisfirði - tveir dagar liðu þar til litataumarnir náðu að blandast saman. I lok september „spilaði“ Halldór á vasaljós á litaðan vökva undir gleri útfrá sex raftónverkum á Nor- rænum músíkdögum í Hafnarhúsinu og í byij- un nóvember braut hann upplýstan gler- hlut á vegg í lok fyrir- lestrar í MHÍ. Leitin heldur áfram Á árinu 1997 „heldur leitin áfram", svo sem Halldór kemst að orði, og leikurinn hefur bor- ist í Ingólfsstræti 8. „Ég hafði góðan tíma Halldór til að undirbúa sýning- Ásgeirsson una, sem er mikilvægt, þar sem hægt er að vinna verk sem þetta á óteljandi vegu. Ég þreifaði mig því áfram í rólegheitunum til að finna rétta liti, ílát og, umfram allt, réttu stemmninguna í salnum. Það má eiginlega segja að ég hafí unnið eins og vísindamaður." Halldór segir „hið eteríska ástand" sérstaklega heillandi og oft- ar en ekki hafi hann verið í sér heimi þegar hann hvarf af vettvangi eftir „tilraunir dagsins“ í galleríinu. Hann hafí hreinlega sogast inn í verkið. „Eterinn varir meðan hann varir. Á bak við skuggann leynist ljós, andinn í flöskunni göfgar vök- vann og vatnið sýnir hjarta sitt.“ Glerílátin sem lista- maðurinn notar í verkið eru ólíkrar gerðar, „til að bijóta upp stemmn- inguna“ og fyrir vikið eru myndimar á veggn- um af mismunandi toga. Eru ílátin keypt sérstak- lega fyrir sýninguna en Halldór hefur mikinn áhuga á að fá glerlista- mann til liðs við sig fyr- ir verkefni framtíðar- innar. Með þeim hætti yrði auðveldara að út- færa hugmyndir, auk þess sem „alltaf er gam- an að spyrða listgreinar saman“. Halldór hefur komið víða við á ferli sínum sem myndlistarmaður enda kveðst hann óhræddur við að kanna nýjar lendur - „ég er sífellt leitandi." Hefur hann meðal annars ummyndað hraun með logsuðu og þróað þannig tengsl við glerið. Um þessar mundir á birtan, í sinni fjöl- breyttustu mynd, hins vegar hug hans allan. „Ég skil ekki hvers vegna i ósköpunum ég hef ekki gert mér grein fyrir töfrum birtunnar hér á landi fyrr - það eru engir tveir dag- ar eins. Þess vegna langar mig í fyllingu tímans að vinna verk sem endurspeglar allan ljóshringinn á Islandi. A því verður þó bið, þar sem ferlið er svo skammt á veg kornið." Sýningin er opin frá kl. 14-18 fimmtudaga til sunnudaga og stend- ur til 16. febrúar. 449 kr.H (Venjulegt verð 589 kr. Sparið w 140 kr.) ■ Mc2x4= Frá aðeirts 399!!! ntni Mc2 STJORNUMALTE) enn meiri sMRmmm Fjölskyldu/hóptilboð: 4 máltíðir eða fleiri: Lítil Mc2 Stjörnumáltíð 399 kr. hver Mið Mc2 Stjörnumáltíð 499 kr. hver Stór Mc2 Stjömumáltíð 549 kr. hver Þtá spaiið a.mJk. 72Q bn.fitá Mc2= Tvöfaldur McOstborgari: Tvcer safarikar kjötsneiðar og tvœr þykkar ostsneiðar. Lítil: Mc2, lítill McFranskar, 0,25 1 gos - 449 kr. Mið: Mc2, miðstærð McFranskar og 0,4 1 gos - 549 kr. Stór: Mc2, stór McFranskar og 0,5 1 gos - 599 kr. Þú sparar a.m.k. 130 kr. ffd listaverði. /Yv . McDonaids ■ ■ ■ AÐEINS ISTUTTAN TIMA Langar þig... að vita flest allt sem vitað er um líf eftir dauðann og líklegan tilgang lífsins... í skemmtilegum skóla eitt kvöld í viku eða eitt laugardagssíðdegi í viku? Og langar þig að vita hvar látnir vinir þínir og vandamenn hugsanlega og líklega eru í dag og hvers konar þjóðfélag þar virðist vera? Og langar þig ef til vill að setjast í mjúkan og svo sannarlega spennandi skóla innan um glaðværa og jákvæða nemendur fyrir hófleg skólagjöld? Ef svo er þá áttu ef til vill samleið með okkur og yfir 500 ánægðum nemendum Sálarrannsóknarskólans sl. 3 ár. Hringdu ogfdðu allar nánari upplýsingar um langskemmtilegasta skólann í bænum sem í boði er í dag. Yfir skráningardagana er svarað í sttna Sálarrannsóknarskólans alla daga vikunnar kL 14 til 19. Sálarrannsóknarskólinn - „skemmtilegastl skólinn í bænum" - Vegmúla 2, símar 561 9015 og 588 6050.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.