Morgunblaðið - 21.01.1997, Page 31

Morgunblaðið - 21.01.1997, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997 31 treysta á börnin sem fyrirvinnu heimilisins. Þetta er vítahringur sem erfitt er að komast úr. UNICEF telur að ástandið fari versnandi. Hin umfangsmikli klámiðnaður um allan heim dregur til sín fleiri og fleiri börn og eyðileggur alla þeirra framtíð. Ekki má gleyma því að öll þessi starfsemi sem misnotar böm á einn eða annan hátt er rek- in af fullorðnum og oft með vitund valdhafa í einstökum löndum. Mörg lönd hafa dregist aftur úr vegna þess að velferðarríkin hafa dregið úr aðstoð. Slíkur samdráttur bitnar fyrst og fremst á börnunum. Lönd sem þegar voru vel á veg komin með uppbyggingu fræðslu- kerfis fyrir börn hafa orðið að draga saman seglin. í sumum ríkjum Afríku njóta 47% barna engrar menntunar. I Suður- Asíu um 34%. í Austur-Asíu og á Suður-Kyrrahafssvæðinu 6%, í Suð- ur-Ameríku og í löndunum í Karíbahafinu 12%, í ríkjunum á Balkanskaga og sumum löndum fyrrverandi Sovétríkja fá 13% barna enga menntun. Hér er um að ræða hundruð milljóna barna. Þá eru ótaldar þær hundruð milljóna er fá einhveija menntun, en langt frá því fullnægjandi. UNICEF telur að það þurfi um 20 milljarða dollara til aldamóta til þess að útrýma barnaþrælkun — um 3% af því fjármagni sem þjóðir heims munu eyða í vopnabúnað á sama tíma. Það þarf að „kaupa“ bömin upp úr námunum, af ökrunum, úr verk- smiðjunum, af ruslahaugunum og úr klámiðnaði, — reisa skóla og gefa þeim kost á menntun. Aukið heilbrigði og menntun er eina lausnin á vandanum. Við íslendingar höfum verið værukærir. Við, eins og því miður fjöldi annarra íbúa í hinum svoköll- uðu velferðarríkjum, látum okkur lítið skipta það sem er að gerast annars staðar í veröldinni. Einangr- un í hugsun og verki og þar með afskiptaleysi er eitt af aðal vanda- málum heimsins í dag. Þrátt fyrir „minnkun" heimsins (við getum nú flogið í kringum hnöttinn á 33 klst.) er það enn svo að flestir telja heima- byggðina og „vandamál" hennar það eina sem skipti máli. Það er talið að 40-45% af öllum íbúum jarðarkringlunnar hafi við margvísleg vandamál að stríða. Það er skylda íslendinga jafnt og íbúa annarra velferðarríkja að koma þessum bræðrum okkar og systrum til hjálpar. Höfundur er forseti heimshreyfingar Kiwanis. það efni. Eftir stendur að saman- burður hans er ónothæfur sem viðmiðun, þegar lagt er mat á hvort smásöluverslun með áfengi eigi fremur að vera í höndum einkaaðila eða hins opinbera. Þar þarf að sjálfsögðu að taka tiilit til þess hvor leiðin er hagkvæm- ari fyrir neytendur með tilliti til verðs og þjónustu, hvernig heil- brigð samkeppni og eðlileg við- skiptalögmál fái best notið sín á þessu sviði og loks hvernig hags- munir skattborgaranna séu best tryggðir, til dæmis í ljósi þess hvort heppilegt sé að binda jafn mikið af fjármunum ríkisins í eignum og rekstri áfengisversl- ana og nú er gert. Þá þurfa þeir sem um þessi mál fjalla einnig að velta fyrir sér þeirri grundvall- arspurningu, hvort og þá hvers vegna ríkið eigi að hafa með höndum rekstur sem einkaaðilar eru fuilfærir um að sinna. Af hálfu Verslunarráðs er ekki nokk- ur vafi um svörin við þessum spurningum enda sýnir reynslan bæði hér á landi og erlendis að hvers konar atvinnurekstur er almennt betur kominn í höndum einkaaðila en ríkisins. Kvenréttindafélag íslands 90 ára í ÞESSUM mánuði eru liðin 90 ár frá stofn- un Kvenréttindafélags íslands (KRFÍ), en fé- lagið var stofnað 27. janúar 1907. Fyrir stofnun þess voru ærnar ástæður. Konur voru langt frá álitnar fullgildir þjóðfé- lagsþegnar, höfðu ekki einu sinni kosningarétt og skorti þannig þau grundvallarmannréttindi að geta tekið þátt í stjómun eigin samfé- lags. Hin kunna forystukona, Bríet Bjarnhéðinsdóttir, ritstjóri Kvennablaðsins, var aðalhvata- maður að félagsstofnun og formað- ur þess fyrstu tvo áratugina. Mark- mið KRFÍ var frá upphafi að starfa að því að íslenskar konur fái fullt stjórnmálalegt jafnrétti á við karl- menn; kosningarétt og kjörgengi, einnig rétt til embætta og atvinnu með sömu skilyrðum og þeir. Fyrstu árin var kosningaréttur- inn aðalbaráttumál félagsins og það var ekki fyrr en átta árum frá stofnun þess sem konur fengu tak- markaðan kosningarétt til Alþing- is. í Vestur-Evrópu og Norður- Ameríku börðust konur hart fyrir viðurkenningu á sjálfsögðum rétt- indum sínum og var að sjálfsögðu lögð mest áhersla á kosningarétt og kjörgengi. Eftir stofnun KRFÍ gerðust íslenskar konur þátttak- endur í alþjóðastarfi þessara kvenna og gekk félagið í samtök- in, Intemational Woman Suffrage Alliance. Áherslurílok20.aldar Það má að miklu leyti þakka forystu KRFÍ og þrautseigri bar- áttu hinna mörgu fory- stukvenna félagsins að nokkuð er nú liðið síðan íslenskar konur fengu sömu réttindi og karlar á öllum sviðum. Staða kvenna ber þó ekki að öllu leyti vott um að svo sé. Áþreifanlegastur er munurinn á launum karla og kvenna og lítil þátttaka karla í heimilisstörfum og barnauppeldi. Einnig er áber- andi hvað konur em fámennar í æðstu stjórnunarstöðum og þátt- taka þeirra í stjórnmálum er langt frá að vera sú sama og karla. Menntun skortir konur ekki. Þær hafa um nokkurt skeið verið Það er auðveldara að berjast við óvini sem maður þekkir, segir Lilja Ólafsdóttir, en hina, sem eru dulbúnir. í meirihluta í framhaldsnámi á æðstu skólastigum. En það er eins og herslumuninn vanti til að þær fái nýtt menntun sína og tækifæri til fulls. Margar konur, sem eru vel menntaðir sérfræðingar, virð- ast ekki fá tækifæri til jafns við starfsbræður sína hvorki í launum né frama. Það liggur ekki í augum uppi hvað raunverulega er í veginum. Er andstaða karla aðalástæðan? Eða er hugsanlegt að skýringin liggi að hluta til ann- ars staðar? Erum við tilbúnar til að krefjast þess að makar okkar axli fulla ábyrgð á heimilinu? Erum við tilbúnar að ijúfa víta- hringinn; makinn hef- ur hærri laun og þess vegna á starf hans að ganga fyrir þegar árekstrar verða milli heimilis og starfs? Karlar eru ekki í þeirri óskastöðu sem ætla mætti. Nú er far- ið að viðurkenna að karlar séu félagslega einangraðir hafi þeir ekki konu sér við hlið. Gjaldið sem karlar greiði fyrir karlmennskuna sé há sjálfsmorðstíðni, afbrot, slys, hjartaáföll og alkóhólismi. Ingólfur Gíslason, starfsmaður á skrifstofu jafnréttismála segir í Helgarpóst- inum 3. apríl 1996: „Menn hafa verið að gæla við að það yrði þriðja byltingin í jafn- réttisbaráttunni. Fyrsta byltingin var kosningaréttur kvenna, síðan þegar konurnar fóru út á vinnu- markaðinn, sú þriðja verði hins vegar þegar karlmennirnir fari aft- ur inn á heimilin.“ Undan teppinu Við stöndum á krossgötum þar sem þjóðfélagsmynstur gærdags- ins er úr sér gengið en ný skipan er enn ekki komin fram. Það er margt í deiglunni og uppgjör á ýmsum sviðum. Ýmislegt er komið upp á yfirborðið sem áður mátti ekki minnast á. Kynferðislegt of- beldi er meðal þess sem nú er farið að ræða upphátt, skil- greina og vinna gegn. Ofbeldi gegn konum er síður en svo nýtt fyrirbæri. Það hefur alltaf viðgengist og hið skipulega andóf gegn því á síðustu árum er tákn um sjálfstæði og bætta sjálfsvitund kvenna. Það er aðeins stigsmunur á líkam- legu ofbeldi og þeirri kúgun sem niðurlægj- andi viðhorf leiðir af sér. Orð sem sögð eru í fyrirlitningartón um „kellingar", „stelpufífl" eða „heimskar ljóskur" og klingja í eyrum stelpna í uppvextinum hafa slæm áhrif á viðhorf kvenna til sjálfra sín ævilangt. Varist verndara Það er auðveldara að beijast við þá óvini sem maður þekkir en hina sem eru dulbúnir. Þeir geta meira að segja komið fram í líki velunn- ara og verndara, prinsar á hvítum hestum. Verndarar eru lúmskir óvinir. Þeir ræna okkur sjálfstæð- inu. Konur verða að vara sig á þeim. Lausnarorðið er GÆS en það er skammstöfun fyrir GET - ÆTLA - SKAL. Þessi einkunnar- orð þurfa konur að tileinka sér. Þá komast þær hvert sem þær kjósa. Höfundur er félagi í Kvenréttindafélagi íslands. . Litfa Olafsdóttir Ari Trausti Guðmundsson byrjaði sinn starfsferil sem kennari en er hættur að kenna og hefur snúið sér að sínu fagi, jarðeðlisfræðinni og fjallgöngum. Ef hann hefði ekki breytt skráningunni í símaskránni væru nemar enn að hringja í hann til að fá hærri einkunnir á prófum. Ari Trausti Gudmundsson kennari Símaskráin 1997 verður í einu bindi og mikil áhersla lögð á að hún innihaldi sem réttastar upplýsingar. Rétthafar síma - jafnt einstaklingar sem fyrirtæki - þurfa sjálfir að óska eftir öðrum breytingum en þeim sem orsakast af flutningi. Vinsamlegast athugið skráninguna og sendið inn breytingar ef með þarf hið fyrsta. Eyðublað er á blaðsíðu 30 í Símaskránni 1996. Upplýsingar eru veittar í síma 550 6620 og faxnúmer er 550 6629. Rétt skal vera rétt! PÓSTUR OGSÍMI HF 1997 Höfundur er lögfræðingur Verslunarráðs Islands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.