Morgunblaðið - 21.01.1997, Page 45

Morgunblaðið - 21.01.1997, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997 45 hvar sem hann kom færði hann gleði með sér. Votta ég Stebba, Þóreyju, Guð- rúnu og öðrum aðstandendum dýpstu samúð mína. Deyr fé deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim sér góðan getur. _ _ (Or Hávamálum.) íris Andrea. Hann kom inn í líf okkar í föndur- stofunni á Grund, eins og ferskur andblær. Alltaf hjálpsamur, hlýr og hress. Hann sýndi okkur kragana sem hann pijónaði og hafði gefið á barnaheimili Landspítalans, þeir voru vel prjónaðir og hlýir. Og hlýr var hugurinn sem fylgdi gjöfinni. Smám saman fann hann sinn sess hjá okkur og fór að leggja okkur lið. Hann hafði um eitthvert árabil sinnt móður látins vinar síns. Og eftir að hún kom á Grund heim- sótti Rafn hana reglulega, fór með hana út að ganga eða í bíltúr. Seinna þegar hún var komin á sjúkradeild kom hann tvisvar á dag og mataði hana og sinnti eins og sannur sonur. Og það gerði hann þar til yfir lauk. Þá varð tómarúm í lífi hans. „Ég á ekkert erindi hing- að lengur," sagði hann. Það tók okkur ekki langan tíma að sannfæra hann um að hann ætti erindi á Grund. Frá þeim tíma starfaði hann hér sem sjálfboðaliði. Hann vann eftir orðunum í Matt- eusi 7:12. „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ Hann var boðinn og búinn að leggja öðrum lið. Við nutum nær- veru hans. Og hann blómstraði hjá okkur. Hann var einstaklega vel- virkur og lét ekkert frá sér sem hann var óánægður með. Hann bjó til gjafir fýrir fjölskylduna, systur- dæturnar og „nafna“ litla. Skemmtileg var líka kisufjölskyldan sem hann færði barnadeild Larid- spítalans. Eftir síðustu páska klippti Kristín niður nokkrar greinar og hnýtti krossa úr þeim. Rafn varð yfir sig hrifínn. Hann útfærði hugmyndina og bjó til bílkrossana, skreytti þá með blómi og setti band í. Svo hófst markaðssetningin. Þeir voru til sölu á föndurstofunni fyrir einhvern smáaur í nokkra daga, þá kom hann og sótti upplagið og gaf öllum á deildinni sinni á „Lansanum". Hann tók heilu andvökunæturnar í að búa til krossa og var iðinn við að gefa þá. Ætli þeir hafi ekki orð- ið eitthvað á þriðja hundraðið allt í allt. „Og svo er svo mikil boðun í þeim,“ sagði hann glaður í bragði. Dóra var stödd í Seltjamarnes- kirkju, þegar hann eftir kyrrðar- stund gaf öllum viðstöddum kross, og meira en það, gjöfinni fylgdi saga um mann sem kom til Krists með sinn þunga kross og bað um að fá annan léttari. Kristur tók því vel og bauð manninum að máta af lagemum. Að lokum fann hann kross sem passaði honum. Kristur bað hann að skoða krossinn aðeins betur, þá þekkti maðurinn sinn eig- in kross. Hann passaði best. Við sem umgengumst Rafn viss- um að hans kross var ekki léttur. Föndurstofan á Grund var fastur punktur í tilveru Rafns á liðnu ári. Ef hann treysti sér út úr húsi kom hann til okkar. En það komu líka dagar sem voru svo erfíðir að hann gat ekki axlað sinn kross, þá fór hann ekki út úr húsi og svaraði jafnvel ekki í síma. En hann átti góða að. Hann átti lifandi trú á Jesú Krist, og hann átti yndislega fjölskyldu sem hélt fast utan um hann. Við erum þakk- lát fyrir að hafa átt samleið með honum. Hans er nú sárt saknað hér á Grund. Góður Guð blessi minningu Rafns Stefánssonar. Kristín og Dóra. „Ég er vegurinn og sannleikurinn og lífið; enginn kemur til föðurins MINNIIMGAR nema fyrir mig. Ef þér hafið þekkt mig munuð þér og þekkja föður minn. Og héðan í frá þekkið þér hann og hafið þegar séð hann,“ las presturinn. Amen svöruðum við Rabbi. Við vorum í kyrrðarstund í kirkju og heilt eilífðarbrot síðan vegir almættisins höfðu leitt okkur saman. Fáein misseri samfylgdar að baki. Byijuðu sem samskipti sjúklings og læknis þar sem læknir- inn reyndi að fylgja ritúali slíkra samskipta. Sjúklingurinn ekki. Rabbi fór sínar leiðir. Það tók mig stund að átta mig á honum. Leiðslur tilfinningalífsins voru ekki einangr- aðar þar á bæ og auk þess utaná- liggjandi. Maðurinn var loftvog mannlífs og formælandi þjóðarsál- arinnar þætti honum á réttan mál- stað hallað. Mér gekk ekki vel að eiga við Rabba. Hann stóð keikur í skugga dauðans og hjó ótt og títt með spaugi og glettni. Angistin var þarna. Angistin sem við öll eigum þegar skjöldurinn er látinn síga og við lítum alvöru lífs og dauða. Það var ómögulegt að fá Rabba til að hugsa um sjálfan sig eða virða af alúð. Aðrir gengu fyrir og af óvensluðum var réttur aldraðra mestur. í byijun samfylgdar var Rabbi oft mæddur og mörg voru símtöl og samtöl. Þau enduðu jafn- an á einn veg. Þegar Rabbi hafði rakið raunir sína kom oftast að því að hann sá eitthvað spaugilegt við þessa tilveru og rak þá upp hrossa- hlátur og sagði: „Jæja Snorri minn, þetta er nú orðið ágætt hjá þér.“ Þótt Rabbi væri olnbogabarn hjá sjálfum sér var umhyggja hans fyr- ir hag annarra ósigrandi konungs- ríki hans. Þetta mátti ég sjálfur reyna. Fjölmargar urðu kyrrðar- stundirnar og hann ók lækni sínum og lét hann síðan borða. Svart kaffi og sígaretta var allt sem hann þáði. Dag einn mætti Rabbi á geðdeildina með fullan bíl af skóm frá vini sín- um skóaranum. Fótaplöggin áttu að fara á útsölu og Rabba varð hugsað til eins af smáfuglunum og linnti ekki látum fyrr en læknirinn fékkst til að máta. Engum mátti gleyma. Sælgæti í poka, heklaður trefill, stokkur með „Orði guðs til þín“ og margt fleira gladdi þessi misseri geð læknisins sem var í hlutverki þess sem allt þiggur en ekkert fær gefið. Með stokknum „Orð guðs til þín“ fýlgdi eftirfar- andi lesning: „SÁLARVÍTAMÍN. Innihaldsefni: ritningargreinar. Samheitalyf: heilög Biblía. Notkun: Lyfið verkar á kvíða og spennu og erfiðleika við að sofna. Éinnig er gott að byija hvern dag með þessu lyfí. Skammtar: Lágmark er einn skammtur á dag, ómælt eftir þörf- um. Aukaverkanir: Ör hjartsláttur, gleði og vellíðan eru algengar - sjaldgæfar aukaverkanir: Sektar- kennd sem eyðist eftir því sem lyf- ið er notað. Athugið: Notkun lyfsins hefur í för með sér ávanahættu!“ Vel var fyrir þörfum læknisins hugsað og á þessu stigi meðferðar- innar var orðið ógreinilegt hvor var læknir hvors. Á síðastliðinni aðventu hitti ég Rabba á förnum vegi og þá var hann með poka fullan af litlum tré- krossum sem hann hafði gert af kvistum. „Mér gengur svo rosalega illa að selja þetta því það eru svo margir sem ég þarf að gefa kross,“ hló Rabbi með öllum hausnum. Lít- ill trékross prýddi jólakortið nú síð- astliðin jól og þegar glaðst var yfir handverki meistarans var Rabbi sjálfur við dyr dauðans. Þegar allt annað þraut nálgaðist ég Rabba í gegn um konu sem ég þekkti ekkert. Konu sem var borin á höndum ástvina og studd af góð- um lækni í fjarlægum landshluta. Konu sem var deyjandi úr krabba- meini og af óþekktum ástæðum vildi ná fundi mínum. Við Rabbi ræddum ósk hennar. Við ræddum hlutskipti hennar. Við ræddum um dauðann og við ræddum um hvað ég gæti gert. „Þú verður að fara,“ sagði Rabbi. „Þú átt ekkert val,“ sagði hann og röddin varð hás. Ferðalag mitt stóð fyrir dyrum en þá var hringt og mér tjáð að konan hefði verið lögð inn á Landspítal- ann. Gæti ég komið? Ég vitjaði konunnar, nestaður með stokknum hans Rabba, „Orð Guðs til þín“. Ég sagði henni frá þessum vini mínum og hugsunum hans til henn- ar. Áður en ég kvaddi bað ég að fá að skilja stokkinn hans eftir hjá henni. Eftirfarandi er úr bréfí sem dóttir konunnar skrifaði Rabba að beiðni móður sinnar: - við mæðgurnar hjálpuðumst svo að við að opna pakkann frá þér. Henni fannst einstakt að mað- ur sem hún þekkti ekki léti sér svo umhugað um hennar líðan, hann hlyti að vera einstakur. Með erfiðis- munum dró hún miða úr stokknum; ég stillti mig um að að hjálpa henni meðan hún fann rétta miðann. Ég verð að segja að ég var mjög spennt. Jú, svarið kom - „Hjálp vor er fólg- in í nafni Drottins, skapara himins og jarðar". (sálm. 124.8.) Varþetta tilviljun? Næsta nótt var erfið og hún var örþreytt. Ég spurði hana hvort hún vildi draga miða úr stokknum. Hún vildi það. Þar stóð - „Sjá hönd drottins er eigi svo stutt að hann geti ekki hjálpað og eyra hans er ekki svo þykkt að hann heyri ekki.“ (Jes. 59.1.) Stuttu seinna kvöddumst við mæðgurnar, við vissum báðar að þetta gat verið hinsta kveðjan. Hún var góð og hlý og mér leið vel er ég fór frá henni. Ég hafði áður haft orð á því við hana að mig langaði til að skrifa þér og þakka gjöfina og bað hún mig endilega að gera það. Er við kvöddumst spurði hún mig hvort ég væri búin að skrifa þér, ég lof- aði að gera það fljótt og væri það ljúft. Næsta morgun kvaddi hún þetta líf, róleg og æðrulaus, um- kringd sínum nánustu. Dótturdóttir hennar sem er prestur flutti stutta kveðju og bæn. Þar sagði hún frá þessum óþekkta vini sem sendi henni svo ljúfa kveðju og dró miða úr stokknum og bað um að þau orð sem þar stæðu væru fyrir hana og okkur öll. Við hlýddum á orðin „Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá.“ (sálm. 37.5.) Ókunnugi vinur, með þínum kærleika hefur þú sent ekki aðeins henni heldur okkur öllum ljós sem mun fylgja okkur áfram. Þannig endaði lítil helgisaga í henni miðri Reykjavík. En hvert er upphaf og hver er endir eilífðar? Tvær þjáðar sálir sem fundust ekki en fundust þó. Rabba leið best ef hann gat gleymt sér og slyngastur var hann við það í hlutverki miskunnsama Samveijans. Lunkinn var hann sem sálusorgari. Næmur fyrir því sem sagt var en einnig fyrir hinu ósagða í mannlegum tjáskiptum. Fiskbúðin var félagsmiðstöð og þar naut hann sín meðan kraftar entust. Þegar hann var spurður að því hvort hann væri orðinn öryrki svaraði hann: „Sagðirðu öryrki?“ „Nei, ég er raf- virki - alltaf í stuði!“ Þannig mætti maðurinn hörmum sínum. Maður- inn sem mettaði fjöldann með fiski í starfi sínu og tók margan í bakarí- ið með stráksskap sínum. Maður sem fyrirvarð sig. Vinur, sem sann- aði mér, að maðurinn er skapaður í mynd guðs. Ekki í útliti. Til þess held ég að Rabbi hafi verið allt of gæjalegur - og þó. En að innræti, því í innviðum Rabba var eitthvað guðdómlegt sem á sér samnefnara í því sem er kærleikur í víðfeðmi þess orðs. Mesta dýrindi sem við mennirnir þiggjum og gefum. Vini mínum fylgi ég með orðum úr stokknum góða sem Rabbi auð- vitað endumýjaði mér. Við lok þess- ara skrifa er eftirfarandi ritning dregin úr stokknum sem slembiúr- tak eins og það heitir á fagmáli: „Þér elskaðir, elskum hver annan, því kærleikurinn er frá Guði kom- inn, og hver sá, er elskar er af Guði fæddur og þekkir Guð“. (1. Jóh. 4.7.) Ver sæll vinur á nýjum slóðum. Haf þökk fyrir vegfylgd og nesti. Snorri Ingimarsson. • Fleiri minningargreinar um Rafn Stefánsson bíða birtingar ogmunu birtast í blaðinu næstu daga. t Eiginkona mín, dóttir, móðir, tengdamóðir og amma, JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR ALONSO, lést á heimili sínu í Barcelona á Spáni rnánudaginn 13. janúar. Útför hennar hefur farið fram. Jóse Alonso Fernánder, Jónfna Margrét Egilsdóttir, Kurt Magnús, Carína, Níls Magnús. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ARNAR ÁGÚSTSSON frá Varmahlíð, Vestmannaeyjum, Bjarnhólastfg 1, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 22. janúar kl. 13.30. Elín Aðalsteinsdóttir, Guðrún Arnarsdóttir, Magnús Axelsson, Pálína Arnarsdóttir, Kristján Níelsen, Ester Arnarsdóttir, Sigurður Halldórsson og barnabörn. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HÓLMFRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR, Hlíf, fsafirði, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu, ísafirði, sunnudaginn 19. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Páll Sigurðsson, Karftas Pálsdóttir, Baldur Geirmundsson Kristfn Pálsdóttir, Sveinn Scheving, Júlfana Pálsdóttir, Kristján Finnsson, Guðný Pálsdóttir, Sigurður Bessason, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við and- lát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og bróður, EINARS INGIMUNDARSONAR, Miðleiti 7, Reykjavík. Fyrir hönd aðstandenda, Valdís Einarsdóttir, Ingimundur Einarsson, Guðrún H. Ragnarsdóttir, Ingveldur Einarsdóttir, Ársæll Friðriksson. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓHÖNNU EBENESERSDÓTTUR, Hellisbraut 20, Reykhólum. Jens Guðmundsson, Ebeneser Jensson, Eiríkur Jensson, Helgi Jensson og fjölskyldur. t Þakka auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, LÁRU SIGRfÐAR BJARNADÓTTUR frá Ögurnesi. Fyrir hönd vandamanna. Þórunn Danfelsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.