Morgunblaðið - 21.01.1997, Side 46

Morgunblaðið - 21.01.1997, Side 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ t Innilegt þakklæti sendum við öllum, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför bróður míns og frænda, SKÚLA EINARSSONAR. Helga Þórðardóttir, Erla Þórðar. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför GUÐMUNDAR KRISTJÁNS SIGURGEIRSSONAR, Klauf, Eyjafjarðarsveit. Ingibjörg Jóhannsdóttir, Geir Guðmundsson, Heiðbjört Eiríksdóttir, Hólmfriður Guðmundsdóttir, Jón Eggertsson, Hjalti Guðmundsson, Guðný Ósk Agnarsdóttir, Leifur Guðmundsson, Þórdís Karlsdóttir, Anna Sigrfður Guðmundsdóttir, Haukur Geir Guðnason, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓHANNT. KRISTJÁNSSON fyrrv. lögregluþjónn, hjúkrunarheimilinu Sunnuhlið, Kópavogi, áðurtil heimilis á Kársnesbraut 71, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 22. janúar kl. 13.30. Sigrún Dagbjört Pétursdóttir, Kristján H. Jóhannsson, Brynja Baldursdóttir, Rúdólf Jóhannsson, Hrönn Kristinsdóttir, Ari Jóhannsson, Anna Ingibergsdóttir og barnabörn. t Útför elskulegrar móður okkar, tengda- móður, ömmu, langömmu og langa- langömmu, SÆUNNAR JÓFRÍÐAR JÓHANNESDÓTTUR, sem lést mánudaginn 14. janúar sl., fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 1 22. janúar kl. 15.00. Jóhannes Þorsteinsson, Helga Þorsteinsdóttir, Guðni Arnberg Þorsteinsson, Málfríður Ólína Þorsteinsdóttir, Steini Sævar Þorsteinsson, Árni Hreiðar Þorsteinsson og fjölskyldur. „ Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson REYKJAVIKURMEISTARARNIR í sveitakeppni 1997. Talið frá vinstri: Ragnar Hermannsson, Sverr- ir Armannsson, Jón Baldursson, Björn Eysteinsson og Sævar Þorbjörnsson. Einn meistaranna, Þor- geir Eyjólfsson, var ekki viðstaddur verðlaunaafhendinguna. Enn vinnur Landsbréf Reykjavíkurmeistaratitilinn BRIPS Bridshöllin Þönglabakka REYKJAVÍKURMÓTIÐ í SVEITAKEPPNI - ÚRSLIT 18.-19. janúar - Aðgangur ókeypis. SVEIT Landsbréfa sigraði sveit Júlla örugglega í 64 spila úrslita- leik, sem fram fór sl. sunnudag. Lokatölur urðu 173 gegn 111. í sveit Landsbréfa spiluðu Jón Bald- ursson, Sævar Þorbjörnsson, Björn Eysteinsson, Sverrir Ármannsson, Ragnar Hermannsson og Þorgeir Eyjólfsson. Sveit Landsbréfa hefir lengi verið sigursæl í Reykjavíkur- mótinu og var þetta í ellefta sinn, sem Jón Baldursson vinnur þennan titil. Leikurinn hófst kl. 11 og vann sveit Landsbréfa fyrstu lotuna 21-15. Sveitin vann einnig aðra lotu, nú með 48 gegn 22. Júlli vann svo þriðju lotuna 44-27 og jafnaðist leikurinn og munaði aðeins 15 stig- um þegar síðasta lotan byrjaði. Júlli og félagar sáu hins vegar ekki til sólar í síðustu lotunni sem Lands- bréf vann 77-30. Spilin í síðustu lotunni gáfu ýmsa möguleika en síðasta spilið var svona: (sjá stöðumynd) I lokaða salnum voru spiluð 4 hjörtu og unnin 5 en í opna salnum vakti Jakob Kristinsson í norður á einu laufi. Jón Baldursson sagði 2 lauf sem var annað tveggja lauf eða rauðir litir. Ólafur Lárusson dobl- Norður ♦ AG97 ▼ AKDG1083 ♦ A4 ♦ - Vestur Austur ♦ 1032 ♦ K85 V 9754 11 V - ♦ KD62 ♦ 1087 ♦ Á7 ♦ DG96432 Suður ♦ D64 V 62 ♦ G953 ♦ K1085 aði, en það lofaði 6 punktum, og Jakob stökk í 6 hjörtu (síðasta spil- ið í mótinu). Útspil Jóns var lágt lauf og nú gat Jakob unnið spilið með því að setja 8 eða 10 í laufi. Hann reyndi kónginn og þar með gat hann ekki fengið nema 11 slagi. í silfursveitinni spiluðu bræðurn- ir Hermann og Ólafur Lárussynir, Jakob Kristinsson, Júlíus Sigurjóns- son, Stefán Jóhannsson og Hrannar Erlingsson. Sveit Verðbréfamarkaðar ís- landsbanka varð í þriðja sæti í mótinu en þeir höfðu tapað í undan- úrslitum fyrir Landsbréfum með 87 gegn 108. Júlli vann Hjólbarðahöll- ina í undanúrslitum með 123 gegn 109. Jafnhliða úrslitakeppninni spii- uðu sveitirnar sem lentu í 6.-8. sæti í báðum riðlum í Reykjavíkur- mótinu um 3 sæti í íslandsmótinu. Þar urðu miklar sviptingar og úr- slit nokkuð óvænt. Lokastaða efstu sveita: Ragnar T. Jónasson 85 NEON 84 Héðinn-Schindler 83 Málning hf. 80 Símon Símonarson 75 Keppnisstjórinn Sveinn R. Eiríks- son afhenti verðlaun í mótslok. Frítt fyrir unglinga hjá Bridsfélagi Reykjavíkur Bridsfélag Reykjavíkur hefir ákveð- ið að bæta við spiladegi það sem eftir lifir vetrar og bjóða yngri spil- urunum að spila frítt á jpriðjudög- um, en þetta kemur m.a. fram í fréttatilkynningu, sem þættinum hefir borizt: Bridsfélag Reykjavíkur hefur bætt við sig spiladegi. nú spilar félagið á þriðjudögum og miðviku- dögum. Fyrsti þriðjudagurinn sem verður spilaður undir stjórn BR er þriðjudagurinn 21. janúar. Þá verð- ur spilaður Mitchell-tvímenningur með forgefnum spilum. 28. janúar verður spilaður Monrad Barómeter, og síðan Mitchell og Monrad Baró- meter til skiptis. Spilurum undir tvítugu er boðið upp á spilamennsku á þriðjudögum en þeir þurfa að borga hálft gjald ef þeir spila á miðvikudögum. Spilurum verður boðið upp á að leggja 500 kr. á par, í verðlaunasjóð og rennur verð- launasjóður aftur til 3 efstu par- anna sem lögðu pening í hann. Miðvikudaginn 22. janúar byijar aðalsveitakeppni félagsins. Fyrir- komulag fer eftir sveitafjölda og nær keppnin yfir 6 miðvikudags- kvöld.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.