Morgunblaðið - 21.01.1997, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 21.01.1997, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997 49 I ------------------------- Bændasamtökin Mengunar- varnir upp- fylli ýtrustu kröfur ! Á STJÓRNARFUNDI Bændasam- • taka íslands föstudaginn 17. janúar var samþykkt eftirfarandi ályktun um fyrirhugað álver í Hvalfírði: „Stjórn Bændasamtaka Islands fagnar þeirri umræðu sem orðið hefur um mengun og mengunar- varnir vegna fyrirhugaðrar bygg- ingar álvers á Grundartanga. Sú staðsetning orkar mjög tvímælis, þar sem mikill landbúnaður er stundaður í næsta nágrenni báðum megin Hvalfjarðar og fleiri rök * gegn þeirri staðsetningu en með henni. Stjórnin leggur ríka áherslu á að mengunarvarnir í stóriðju séu samkvæmt ýtrustu kröfum, sér- staklega ef svo fer að verksmiðjan verði reist á Grundartanga sem er í blómlegu landbúnaðarhéraði. Jafnframt verði tryggt, að þeir íbú- ar sem hlut eiga að máli geti treyst | því að tilkoma verksmiðjunnar ógni | ekki lífsafkomu þeirra. Stjórnin lít- Íur svo á að framtíðarlausnir í at- vinnu- og orkumálum þjóðarinnar séu ekki einvörðungu stóriðja held- ur verði áherslan að vera á atvinnu- rekstur sem fellur betur að þeirri ímynd sem við höfum skapað okkur um hreint og ómengað land.“ i i i i i i < < ( ( I ( ( I ( I ( i Málstofa um skipulag mið- hálendisins MÁLSTOFA verður haldin í um- hverfís- og byggingaverkfræðiskor Háskóla íslands í dag, þriðjudaginn 21. janúar, kl. 16 í stofu 158 í VR-II við Hjarðarhaga. Frummælendur verða: Júlíus Sól- nes, fyrrverandi umhverfisráðherra: Miðhálendi íslands sem þjóðgarður í almenningseign, Gísli Gíslason, landslagsarkitekt frá Landmótum hf.: Kynning á skipulagstillögu Svæðisskipulagsnefndar miðhá- lendisins og Trausti Valsson, skipu- lagsfræðingur: Sjónarmið sam- gangna ferðamennsku og orkunýt- ingar. Nýtt mynd- band um Jafn- réttisráð JAFNRÉTTISRÁÐ hefur gefið út myndband um Jafnréttisráð 20 ára. Myndband er framleiðandi en gerð þess var studd af aðilum í atvinnu- lífinu. I myndinyi er staða kvenna og karla árið 1996 skoðuð með hlið- sjón af þeim árangri sem náðst hefur í baráttunni fyrir jöfnum rétt- indum kynjanna. í fréttatilkynningu frá Myndbæ segir: „Jafnréttisráð er ráðgefandi aðili fyrir atvinnulífið og stjórnvöld. í myndinni er einkum horft til þess hvaða áhrif ráðið og jafnréttislögin hafa haft úti á vinnumarkaðinum. Þannig mun myndin gefa glögga mynd af stöðu atvinnulífsins í dag. Á þessum 20 árum hefur talsverð breyting orðið á viðhorfum stjórn- enda í atvinnulífinu og atvinnurek- enda til jafnréttis karla og kvenna. Nægir þar að nefna fjölgun kvenna í ábyrgðarstöðum og yfirlýstar jafn- réttisáætlanir stofnana, fyrirtækja og bæjarfélaga. Slíkar áætlanir hefðu nánast verið óhugsandi fyrir 2 áratugum. Markvert tímabil í sögu jafnrétt- is kynjanna er að baki. Því er tíma- bært að staldra við og segja frá þeim góða árangri sem náðst hef- ur. Á þessum tímamótum gefst tækifæri á að kynna þá framtíðar- sýn sem Jafnréttisráð hefur, fyrir hönd karla og kvenna í landinu.“ Nýjung hjá Germaníu ÞÝSK-ÍSLENSKA menningarfélag- ið Germaníu hyggst, auk hefðbund- inna þýskunámskeiða, bjóða upp á nýtt þýskunámskeið sem hefst í febr- úar nk. og stendur yfir í um það bil tíu vikur. Um er að ræða undirbún- ingsnámskeið fyrir hið viðurkennda þýskupróf „Zertifikat Deutsch als Fremdsprache“. Prófað er í fimm færnisþáttum: Munnlegri færn, lesskilningi, rit- færni, hlustunarskilningi og mál- fræði og orðaforða. „Þátttakendur námskeiðsins fá góða þjálfun í talmáli, rituðu máli og málfræði. Til þess að æfa nem- endur í því að skilja þýskt talmál verður notast við myndbönd. Prófað verður í maí. Þeir sem ná prófinu fá sérstakt prófskírteini sem þeir geta lagt inn hjá vinnuveitendum og skólum. Námskeiðið hentar þeim sem hafa allgóðan grunn í þýsku (til dæmis tvö til þijú ár í framhalds- skóla). Kennari á námskeiðinu verður Rebekka Magnúsdóttir-Olbrich, MA í þýskum fræðum frá háskólanum í Munchen.“ Námskeið í áfalla- og stór- slysasálfræði REYKJAVÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir tveggja daga nám- skeiði í áfalla- og stórslysasálfræði (sálræn skyndihjálp) 23. og 30. jan- úar nk. Kennt verður frá kl. 19-22 báða dagana. Námskeiðið er ætlað fyrir alla þá sem áhuga hafa á áfalla- og stórslysasálfræði og eru eldri en 15 ára. Væntanlegir þátt- takendur þurfa ekki að hafa neina fræðilega þekkingu né reynslu á þessu sviði. Námskeiðshaldari verð- ur Lárus H. Blöndal sálfræðingur. Námskeiðið verður haldið í Fáka- feni 11, 2. hæð. Námskeiðið inniheldur almenna kynningu í áfalla- og stórslysasál- fræði þar sem megininntakið eru þau áhrif og afleiðingar sem váleg- ir atburðir geta haft á fólk og hvern- ig hægt sé að draga úr mannlegum þjáningum í kjölfar þeirra eða í tengslum við þau. Önnur námskeið hjá Reykjavík- urdeild RKÍ á næstunni eru þessi: Námskeið í almennri skyndihjálp hefst fimmtudaginn 23. janúar kl. 19. Kennt verður til kl. 23 og einn- ig verður kennt 27. og 28. janúar. Námskeiðið verður haldið í Ármúla 34. Helgarnámskeið verður dagana 25. og 26. janúar. Bæði ofangreind námskeið verða 16 kennslustundir. Hjúkrunarráð við Sjúkrahús Reykjavíkur UNDIRBÚNINGUR að stofnun hjúkrunarráðs við Sjúkrahús Reykjavíkur hefur staðið yfir und- anfarin ár. Vinnuhópur sem unnið hefur að undirbúningi boðar til stofnfundar og mun hann verða haldinn miðvikudaginn 22. janúar kl. 14.30-16 í borðsal Sjúkrahúss Reykjavíkur í Fossvogi. „Meginhlutverk ráðsins er þrí- þætt; að efla hjúkrun á stofnun- inni, faglega og stjómunarlega, að vera vettvangur fyrir alhliða um- ræðu í hjúkrun og að vera ráðgef- andi aðili innan stofnunar og utan. í ráðinu munu eiga sæti allir hjúkrunarfræðingar innan SHR sem verið hafa lengur í starfí en eitt ár. Stjóm er skipuð fulltrúum frá öllum sviðum spítalans, svo og formanni, varaformanni og ritara. Á vegum ráðsins munu verða starf- andi fjórar nefndir, þar af tvær sem hingað til hafa verið á vegum hjúkr- unarstjórnar. Með stofnun hjúkrun- arráðs er stigið skref í átt að dreifi- stýringu, en slíkt er eitt af stjórnun- arlegum markmiðum stofnunarinn- ar,“ segir í fréttatilkynningu. FRÉTTIR reldralaus börn, Upphæö 5.5 miljón, Stuðnitigsaðiiar: Morgnnblaðið/Þorkell Afhenti gám með tækjum HALLDÓR Ásgrímsson utanrík- isráðherra afhenti sl. laugardag Jouri A. Rechetov sendiherra Rússa gám fullan af tækjum til nota á barnaheimili í Friazno í Moskvu. Á þessu barnaheimili dvelja mörg fjölfötluð börn. Tækjagjöfin er samnorrænt hjálparverkefni sem Lionsmenn á íslandi hafa skipulagt. Heildar- Ferðastyrkir til fræðimanna ÍSLANDSDEILD Letterstedtska sjóðsins mun veita ferðastyrki á árinu 1997 til íslenskra vísinda- og fræðimanna sem ferðast vilja til Norðurlanda á árinu í rannsóknar- skyni. „Ekki er um eiginlega náms- styrki að ræða heldur koma þeir kostnaður er 5 miUjónir króna. Þar af leggja íslenskir Lions- menn fram eina milljón og ís- lenska ríkið lagði fram 500 þús- und krónur. Afhendingin var í tengslum við Norrænt þing Li- onsmanna sem stóð yfir í Reykja- vik í síðustu viku. Mótið sóttu 300 Lionsmenn, þar af um 200 er- lendir. einir til greina sem lokið hafa námi er hyggja á frekari rannsóknir eða þekkingarleit á starfssviði sínu svo sem við rannsóknir á vísinda- eða fræðistofnunum eða með þátttöku í fundum eða ráðstefnum. Umsóknir með greinagóðum upplýsingum um tilgang ferðar skal senda til ritara íslandsdeildar Lett- erstedtska sjóðsins, Þórs Magnús- sonar þjóðminjavarðar, Þjóðminja- safni íslands, segir í fréttatilkynn- ingu frá sjóðnum. Biblíulestrum dreift í 9000 eintökum HIÐ íslenska Biblíufélag sendi nú um áramótin enn frá sér ritið Biblíu- lestrar sem er áætlun um daglegan Biblíulestur árið 1997. Að þessu sinni er ritið gefíð út í tveimur gerð- um, annars vegar hefðbundinni handhægri útgáfu í fremur litlu broti og hins vegar í stærra broti með læsilegra letri fyrir sjóndapra. Ritinu er dreift endurgjaldslaust til allra sem þess óska og er hægt að snúa sér til afgreiðslu Hins ís- lenska Biblíufélags í Guðbrands- stofu, Hallgrímskirkju, með óskir þar um. Ástandinu í Suður-Kóreu mótmælt FORMENN ASÍ og BSRB hafa sent utanríkisráðherra bréf þar sem mót- mælt er því ástandi sem nú ríkir í Suður-Kóreu. Jafnframt hefur stjóm BSRB sent frá sér eftirfarandi álykt- un: „Stjóm BSRB fordæmir harðlega framkomu stjómvalda í Suður- Kóreu við verkalýðshreyfinguna þar og hvetur ríkisstjórn íslands til að mótmæla breytingum á vinnulög- gjöfinni í Suður-Kóreu sem gera rétt launafólks og samtaka þeirra að engu. Breytingamar em brot á mannréttindum og á mörgum gmndvallarsamþykktum Alþjóða- vinnumálastofnunarinnar sem ís- lendingar em aðilar að.“ Verslun hættir EBAS gjafavörur á Laugavegi 103 hættir rekstri frá og með 1. febrúar og er rýmingarsala hafin. Ur dagbók lögreglunnar í DAGBÓK helgarinnar em 350 tilvik færð til bókar. Tilkynningar vegna hávaða og ónæðis innan dyra vom 16 talsins, afskipti voru höfð af 29 manns vegna ölvunar- háttsemi á almannafæri. Skráð eru 6 slys og óhöpp, 4 líkamsmeið- ingar, 20 eignarspjöll, 12 innbrot og 9 þjófnaðir. Tuttugu og þrír voru kærðir fyrir of hraðan akstur og 9 af þeim sem stöðvaðir voru í akstri eru gmnaðir um ölvunarakstur. Tilkynnt var um 29 umferðar- óhöpp til lögreglu. Með sundskýlu og legókubba Á föstudagsmorgun var til- kynnt um innbrot við Hverafold, við Gullengi og við Laugaveg. Úr bifreiðunum var m.a. stolið geisla- spilumm, útvarpi, íþróttatösku, snyrtidóti og skólatösku. Spennt- ur var upp gluggi húss við Loga- fold og þaðan stolið myndbands- tæki og hljómflutningstækjum. Talsverðu magni af tóbaki og skiptimynt var stolið í innbroti í söluturn á Eiðistorgi. Á laugardag var tilkynnt um innbrot í bifreið við Hraunbæ. Á sunnudag var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki við Stórhöfða og úr henni stolið geislaspilara. Þá var farið inn í fyrirtæki við Vagnhöfða og þaðan stolið skiptimynt. Á föstudag var maður staðinn að hnupli úr verslunum við Laugaveg. Hafði honum t.d. tek- ist að ná sér í sundskýlu, leg- okubba og tóm myndbandshulst- ur áður en hann var gómaður. Hlutunum var skilað til hinna ýmsu verslana og maðurinn færð- ur á lögreglustöð. Skömmu síðar var kona handtekin á heimili sínu í Kópavogi eftir að hún hafði stol- ið síma úr verslun við Grensás- veg. Um miðjan dag á föstudag varð drengur á reiðhjóli fyrir bif- Eignar- spjöll og innbrot reið á Nesvegi. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild. Þá datt stúlka og fór úr hnjálið er hún var á jazzballettæfingu. Henni var komið í liðinn aftur og síðan flutt á slysadeild með sjúkrabifreið. Símadóni kærður Aðfaranótt laugardags kom til slagsmála á veitingastað við Vita- stíg. Flytja þurfti einn aðila á slysadeild. Stúlka var flutt á slysadeild eftir að hafa rekið sig á inni á veitingastað við Tryggva- götu. Maður hljóp utan í bifreið í Bankastræti og meiddist minni- háttar á höfði. Hann var fluttur á slysadeild og síðan vistaður í fangageymslunum. Fjarlægja þurfti tvo pilta eftir ólæti í strætisvagni á Suðurlands- braut. Á laugardag slasaðist drengur á skíðabretti í Bláfjöllum er hann fór þar fram af stökkpalli og ætl- aði síðan í hring. Hann hlaut áverka á rófubein, bak og háls og var því fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið. Bifreið valt heilan hring og hafnaði á akstursstef- numerki eftir árekstur tveggja bifreiða við gatnamót Réttarholts- vegar og Sogavegar á laugardag. Meiðsli urðu ekki á fólki, en bif- reiðirnar voru óökufærar á eftir. Á laugardagskvöld kærði ung kona símaónæði manns, sem hafði verið með ítrekaða dónatilburði við hana. Auðveldara en áður er að eiga við og fylgja eftir slikum málum því orðið er algengt að fólk hafí símnúmerabirti tengdan símtækjum sínum. Drengur var fluttur á slysadeild með skurð á hálsi eftir að hafa fallið á Skautasvellinu. Um nótt- ina voru tveir piltar handteknir í Grafarvogi eftir að þeir höfðu farið fyrir hópi pilta um svæðið og brotið m.a. rúður í grunnskóla og leikskóla. Þeir voru vistaðir að Stuðlum. Talinn vera með skammbyssu Fjórum drengjum var ekið heim til sín í Vesturbænum eftir að þeir höfðu reynt að vinna skemmdir á leiktækjum á leikvelli við Tómasarhaga. Tilkynnt var um mann með skammbyssu innan klæða á veitingastað við Vestur- götu. Við nánari athugun reyndist vera um leikfangabyssu að ræða. Maðurinn var færður á lögreglu- stöð, en að viðtali loknu var hann fijáls ferða sinna. Maður var sleginn með glasi á eyra á veitingahúsi við Austur- stræti. Hann var fluttur á slysa- deild. Árásaraðilinn var farinn af vettvangi, en vitað var hver hann er. Til slagsmála kom á milli nokk- urra manna við Háholt í Mos- fellsbæ. Aðilar voru róaðir niður og síðan fluttir heim til sín. Eng- ar skrámur hlutust af. Tilkynnt var um reykjarlykt frá húsi við Skólavörðustíg er líða tók á nóttina. Þar mun maður hafa ætlað að elda sér næturmat, en sofnað út frá hlóðunum. Ekkert tjón hlaust af. Lögreglumenn þurftu að hafa afskipti af nokkrum unglingum, sem gerðu sér það að leik að klifra utan á fjölbýlishúsi við Háaleitis- braut. Er lögreglumennirnir ætl- uðu að hafa tal af unglingunum veittust tveir þeirra að þeim. Þeir voru færðir á lögreglustöð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.