Morgunblaðið - 21.01.1997, Síða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Ljóska
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reylgavík • Simi 569 1100 • Símbréf 569 1329
• Netfang: lauga@mbl.is
Aðsókn að leikrit-
inu Stone Free
Athugasemd
vegna greinar frá
Þjóðleikhúsinu
Frá Leikfélagi íslands:
HINN 16. janúar birtist í Morgun-
blaðinu grein sem Guðrún Bach-
mann, leikhúsritari Þjóðleikhússins,
ritar vegna aðsóknar að leikritinu
Stone Free sem Leikfélag íslands
setur upp í samstarfi við Leikfélag
Reykjavíkur.
Þar bendir Guðrún á þá staðreynd
að frá opnun Þjóðleikhússins 1950
hafi „a.m.k. 10 sýningar" náð sam-
bærilegum fjölda sýninga og áhorf-
enda og Stone Free. Það er rétt, einn-
ig hefur Leikfélag Reykjavíkur sett
upp fjölda leiksýninga sem hlotið
hafa aðsókn tugþúsunda íslendinga.
Guðrún nefnir réttilega að Fiðlar-
inn á þakinu (árið 1969) í Þjóðleikhús-
inu hafi hlotið aðsókn 53 þúsund ís-
lendinga en einnig má geta þess að
uppsetningu LR á Fló á skinni (árið
1972) sáu um 59 þúsund manns.
Leikfélag íslands vill leiðrétta þá
rangfærslu Guðrúnar að aðstandend-
ur leikhússins telji að Stone Free
hafi slegið aðsóknarmet allra tima
hér á landi. Slíkt er fjarstæða. Að-
standendur Leikfélags íslands hafa
aldrei nokkum tímann látið sér detta
í hug, sagt, né gefið í skyn að svo
sé. Þetta á Guðrún Bachmann að vita
mætavel, enda hafa aðstandendur
Leikfélags íslands verið í stöðugu og
góðu sambandi við hana frá stofnun
félagsins. Því er óljóst hvað henni
gengur til.
Hins vegar hefur komið fram að
frá frumsýningu Stone Free hefur
verið uppselt á hverja sýningu verks-
ins og fjölda aukasýninga verið bætt
við. En þar sem Leikfélag íslands
er sjálfstæður atvinnuleikhópur hafði
félagið ekki burði til að gera samning
nema til sex mánaða við starfsfólk
sitt vegna sýninga á Stone Free. Af
þessum sökum þarf nú að ljúka sýn-
ingum fyrir fullu húsi, ómögulegt er
að bæta við fleiri aukasýningum og
listamenn halda nú til annarra starfa.
Þegar þessar línur eru ritaðar eru
þijár sýningar eftir á Stone Free sem
alíar eru uppseldar og biðlistar eftir
miðum á þær.
í auglýsingum Stone Free hefur
verið bent á þá staðreynd að sýning-
in sé sú vinsælasta hér á landi árið
1996. Þeirri staðreynd fær ekkert
breytt, ekki einu sinni einlægur vilji
leikhúsritara íjóðleikhússins. Að-
sóknarmet allra tíma hérlendis stend-
ur hins vegar enn óhaggað hjá Fló
á skinni og líklegt er að svo verði
enn um sinn.
Af hálfu Leikfélags íslands stóð
ekki til að fara í meting við Þjóðleik-
húsið um aðsóknartölur, enda fínnst
okkur slíkt óviðeigandi. En eftir að
Þjóðleikhúsið sendi frá sér grein með
röngum fullyrðingum þótti okkur
rétt að láta það sanna koma fram.
íslendingar hafa alltaf verið mikil
leikhúsþjóð. Sjaldan eða aldrei hefur
framboðið verið meira. Gróskumikið
starf stóru leikhúsanna er aðdáunar-
vert og reglulega bætast nýjir fijálsir
atvinnuleikhópar við þá flóru sem
fyrir er. Það hlýtur að vera fagnaðar-
efni að aðsókn að leikhúsi á íslandi
virðist aukast með hveiju árinu enda
þótt tölumar rokki frá einu húsi til
annars milli ára. Vonandi heldur að-
sókn að íslensku leikhúsi áfram að
aukast um ókomin ár og hver veit
nema einhvem tímann takist að ná
áhorfendafjölda að einni leiksýningu
yfir 60 þúsund á íslandi. Þá væri
ástæða fyrir leikhúsfólk allt að gleðj-
ast, hvort svo sem sú sýning verði á
fjölum Þjóðleikhússins, hjá Leikfélagi
Reykjavíkur eða einhveijum hinna
svokölluðu fijálsu atvinnuleikhúsa.
Fyrir hönd Leikfélags íslands og
Stone Free,
BREKI KARLSSON,
KARLPÉTURJÓNSSON,
MAGNÚS GEIR ÞÓRÐARSON.
Tóbakshatur
og fordómar
Frá Eddu Júlíusdóttur:
NÚ ÞEGAR nýtt ár hefur gengið í
garð, ágerast aðgerðir og mótmæla-
áróður gagnvart þeim, sem reykja.
Þetta vex og vex með hveijum degi
sem líður - ég er ekkert að veija
gerðir okkar reykingamanna, en mér
finnst hart að okkur vegið, við erum
eins og svörtu bömin hennar Evu og
- minnir á ofsóknir nasista gagnvart
gyðingum. I Morgunblaðinu þriðju-
daginn 7. jan. las ég grein eftir lækni
og formann tóbaksvamanefndar,
mjög harða og fordómafulla grein í
okkar garð þar sem hann og fjöl-
skylda hans á ferð um bæinn gátu
ekki notið sín fyrir þessu fólki sem
alls staðar spúði eitri sínu yfir hann
og hans fjölskyldu. Auðvitað eigum
við reykingafólk að taka tillit til þeirra
sem ekki reykja, en taka þeir tillit til
okkar? Ég vil minnast á grein í þessu
sama blaði, um forseta Tékklands,
Vaclav Havel, sem er nýbúinn að gifta
sig og ákvað um leið að hætta að
reykja og bragða áfengi. Forsetinn
sagðist ætla að fara sér hægt í tóbaks-
bindindum, sér hefði ætíð mislíkað
öfgar reyklausra, sérstaklega þessara
hugsjónamanna með fanatíska
augnaráðið, því fyrir þá er barátta
gegn reykingum í sjálfu sér sama
fíkniefnið og sígarettan er reykinga-
mönnum. Eg ætla ekki að slást í
þennan hóp, sagði Havel. Ég er alveg
sammála honum og verstir em þeir
sem hafa reykt áður og eru hættir.
Víst er þetta erfitt mál, bæði fyrir
þá sem reykja og hina sem reykja
ekki. Ég veit að ég verð gagnrýnd
fyrir að detta í hug að voga mér að
skrifa þessa grein, en mér er alveg
sama - ég þoli ekki þessa fordóma
og nornaveiðar - nú er mál að linni.
EDDA JÚLÍUSDÓTTIR,
Furugrund 38, Akranesi.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.