Morgunblaðið - 21.01.1997, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 21.01.1997, Qupperneq 60
60 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ BÍÓ í BORGIMNi Amaldur Indriðason/Sæbjöm Valdimarsson BÍÓBORGIN Kvennaklúbburínn ir A-Vi Þrjár góðar gamanleikkonur, Hawn, Midler og Keaton, fara á kostum sem konur sem hefna sín á fyrrum eigin- mönnum sínum. Léttmeti. Lausnargjaldið -kir-k Gibson leikur auðkýfing sem lendir í því að syni hans er rænt. Snýr dæm- inu við og leggur lausnarféð til höfuðs skálkunum. Gibsonmynd í góðum gír. Blossi k'/i Steven Seagal minnir á feitan jóla- svein í sínum austurlensku litklæðum og gerist ósennilegri hasarmyndahetja með hverju árinu. HríngjarínníNotreDame kkk Vönduð, falleg flölskyldumynd byggð á hinni sígildu sögu um tiivistarkreppu kroppinbaksins í Frúarkirkju. Litlaus tónlist, snjöll íslensk talsetning. SAMBÍÓIN ÁLFABAKKA Ógleymanlegt kVi Leikstjórinn John Dahl og Linda Fior- intino gera jafn lélega sakamálamynd og síðasta, The Last Seduction, var góð. Lausnargjaldið kkk (sjá Bíóborgina) Jack k k'h Mistæk, sérstæð mynd um grunn- skólanema sem eldist á fjórföldum hraða veldur aðdáendum Coppola von- brigðum en Robin Williams vinnur vel úr erfiðu hlutverki. Djöflaeyjan kkk'h Friðrik Þór, Einar Kárason, óaðfinnan- legur leikhópur og leiktjaldasmiður og reyndar allir sem tengjast Djöflaeyj- unni leggjast á eitt að gera hana að einni bestu mynd ársins. Endursköpun braggalífsins er í senn fyndið, sorglegt og dramatískt. Saga af morðingja k k James Woods er eina ástæðan til að sjá þessa tilfinningasnauðu smámynd um fangelsisvist og aftöku eins ill- ræmdasta íjöidamorðingja í sögu Bandaríkjanna. Gullgrafararnir k'h Meinleysis stúlkumynd sem minnir á Stikilsberja Finn og Tom Sawyer en kemst ekki með tærnar sem þeir félag- ar höfðu hælana. Gulleyja Prúðuleikaranna k Fislétt, fjölskylduvæn útgáfa af ævin- týrinu góða með tónlist, teiknifígúrum og leikurum í bland. HÁSKÓLABÍÓ Leyndarmál og lygar ★ ★ ★ ★ Meistaraverk frá Mike Leigh um mannleg samskipti, gleði og sorgir og undarlegar uppákomur í lífí bresks almúgafólks. Pörupiltar k k Fjórir vinir verða fyrir hroðalegri lífs- reynslu í æsku. Myndin stekkur áfram um nokkur ár, tími hefndarinnar renn- ur upp og nær sér ekki aftur á strik. Brimbrot kkkVi Besta mynd Lars Von Triers fjallar um nútíma píslarvott í afskekktu og þröngsýnu samfélagi. Myndin er á sinn hátt kraftaverk þar sem stórkostlegur leikur Emely Watson ber langhæst. Hamsun k kk Vel leikin og skrifuð mynd um efri ár norska skáldjöfursins Knud Hams- un, einkum sorgleg afskipti hans af Nasistum. Ein margra mynda uppá síðkastið sem líður fyrir óhóflega lengd. Drekahjarta k k Góðar brellur í lítt spennandi ævintýri duga ekki til að bjarga handriti sem rekur á reiðanum. Gosi k k Ævintýrið nær ekki flugi en er prýði- leg skemmtun yngri bíógestum sem njóta best ísl. talsetningarinnar. KRINGLUBÍÓ íhefndarhug kkVi Alec Baldwin fer vel með hlutverk fyrrum byttu og lagavarðar sem dregst á ný inní vafasöm viðskipti við bófa og löggur. Ýmislegt vel gert en fléttumar og persónumar of margar. Lausnargjaldið (Sjá Bíóborgin) Moll Flanders k k Rómantískt 18. aldar drama byggt á hinni vinsælu skáldsögu Daniels DeFoe. Kvikmyndagerðin er líkust því er maður flettir fallegri myndabók, allt afar átakalítið, slétt og fellt. LAUGARÁSBÍÓ Eldfim ást k k Hijúf og hrá, svört kómedía fyrir þá sem vilja kynnast öðruvísi, bándarísk- um kvikmyndum. Flótti k k Aldrei beint leiðinleg hringavitleysa þar sem leikstjórinn, Kevin Hooks nýtir sér flestar klisjur „félagamynd- anna“ án þess að bæta miklu við teg- undina. Jólahasar (Sjá Regnboginn) Svanaprinsessan k k Enginn Disney-teiknimyndaljómi en brúkleg yngstu börnunum og talsetn- ingin hefur tekist prýðilega. REGNBOGINN Banvæn bráðavakt k k'h Haganlega samansett, lítil spennu- mynd sem skilur fátt eftir en er góð og fagmannleg. Slá ígegn kkkVi Tom Hanks slær í gegn sem handrits- höfundur, leikari og er litlu síðri í sínu fyrsta leikstjórnarverkefni sem er söguskoðun á hinum poppaða, sjöunda áratug, á meðan sakleysið réð ríkjum og tekst að segja það sem hann ætlar sér áreynslulaust. Jólahasar k k Amold misráðinn í enn einu gaman- hlutverki sem hann ræður ekki við sem skyldi, á að leika með vöðvunum. Heldur ómerkileg, en á sína spretti. Reykur k kk'h Einfaldleiki og góð sögumennska ein- kenna eina bestu mynd síðari ára og gera hana að listaverki þar sem Harv- ey Keitel hefur aldrei verið betri en tóbakssölumaður „á horninu" í New York. Einstirni kkkVi Einn snjallasti sögumaður samtímans, John Sayles, fléttar af snilld nútíð og þátíð í sofandalegum landamærabæ þar sem ýmislegt kraumar undir niðri. Mynd sem kvikmyndaunnendur mega ekki missa af. Svanaprinsessan kk (sjá Laugarásbíó) STJÖRNUBÍÓ RuglukoIIar k k Skólamyndir teknar á beinið af öðrum Zuckerbræðra, útkoman mjög léttvæg fundin. Matthildurk k k Frábær kvikmyndagerð um hina und- ursamlegu Matthildi, ógeðslega lélega foreldra hennar og skólastjórann Frenju - sem hatar böm sérstaklega. Djöflaeyjan kkkVi (Sjá Sambíóin, Álfabakka). MORGVN BLAÐSINS Fjármál pldtyldonnar Sunnudaginn 2. febrúar nk. gefur Morgunblaðið út hinn árlega blaðauka, Fjármál fjölskyldunnar. Blaðaukinn mun væntanlega nýtast lesendum vel við gerð skattframtalsins, en frestur til að skila framtalinu rennur út mánudaginn 10. febrúar nk. Blaðaukinn fjallar um flest það sem viðkemur sköttum og fjármálum heimilanna. Meðal efnis: ■ Breytingar á skattareglum. Hvaða áhrif hafa þær? ■ Skattaafsláttur ■ Endurgreiðsla skatta ■ Leiðbeiningar varðandi skattframtalsgerð ■ Breytingar á iífeyrissjóðakerfinu ■ Greiðsluþjónusta bankanna ■ Fjárfestingaleiðir almennings ■ Viðtöl o.fl. Allar nánari upplýsingar veita starfsmenn auglýsingadeildar í síma 569-1171 eða með simbréfi 569-1110. stur auglýsingapantana 1. 12.00 mánudaginn 27. janúar. - kjarni málsins! Þemavika um ofbeldi ÞEMAVIKA Sjónvarpsins, Ríkisút- varpsins og Rásar 2 um ofbeldi hefst í dag. Að sögn Áslaugar Dóru Eyjólfsdóttur, kynningarstjóra Sjónvarpsins, verður fjallað.um of- beldi á Islandi í ýmsum myndum, orsakir og afleiðingar og annað sem tengist ofbeldi. Gaui litli mun fjalla um einelti í skólum í Dagsljósi í kvöld. Þá verð- ur fjallað um kynferðislegt ofbeldi sem beinist gegn börnum og ungl- ingum í Kastljósi. Kolfinna Bald- vinsdóttir mun fj'alla um meðferð réttarkerfisins á ofbeldismálum í Dagsljósi á fimmtudag. I Stundinni okkar verður fjallað um hrekkjusvín og að síðustu verða áhrif og afleiðingar ofbeldis í sjón- varpi og kvikmyndum tekin fyrir í Dagsljósi á mánudag. „Einnig verð- ur fjallað um ofbeldi í máli og mynd- um bæði í fréttum og á milli dag- skrárliða," segir Áslaug Dóra. Áhrifarík viðtöl um ofbeldi unglinga í Ó-inu Fjallað verður um ofbeldi ungl- inga í O-inu í kvöld. „Þar munum við skoða það ofbeldi sem á sér stað í miðbænum um helgar og á stöðum þar sem krakkar safnast saman," segir Kristín Björg Þor- steinsdóttir, upptökustjóri. „Það eru mjög áhrifarík viðtöl í þættinum. Annars vegar við Guggu sem er hreyfihömluð eftir líkams- árás í miðbænum fyrir þremur árum og hins vegar við stúlkuna sem var dæmd fyrir líkamsárásina. Eins tölum við við strák sem varð fyrir hnífsstungu í brjóstið fyrir rúmu ári.“ Ný myndbönd 20.jan White Man. 22.jan. Truth About Cats 21.jan. Fargo. and Dogs. 21.jan. Fresh. 22.jan. Babysitters Club. 21.jan. Natural Enemy. 22.jan. Murderous Intent. 21.jan. Hollow Reed. 21.jan. Chasingthe Dragon. 23.jan. Spy Hard. FJALLAÐ verður um ofbeldi í miðbænum. Kristín Björg segir að fylgst verði með starfi á slysadeild eina nótt. Þá sé talað við Jón Baldursson, yfirlækni á slysadeild, Omar Smára Ármannsson, lögreglumann, og Rúdolf Adolfsson, sem er geðhjúkr- unarfræðingur og annast áfalla- hjálp eftir líkamsárásir. Einnig komi skilaboð frá hópi sem heiti „Ungt fólk gegn ofbeldi". „Oft er þetta ofbeldi til komið vegna þess að venjulegir krakkar tryllast við notkun áfengis og vímu- efna,“ segir Kristín Björg. Fleira fæst hún ekki til að gefa upp og verða þeir sem eru forvitnir að fylgj- ast með þættinum í kvöld til að komast að því hvaða tökum ofbeldi unglinga verður tekið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.