Morgunblaðið - 21.01.1997, Page 64

Morgunblaðið - 21.01.1997, Page 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTl 1 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Freyr Franksson HÁKON Freyr, 11 ára, bendir á holu sem hann var næstum fallinn ofan í við 5-6 metra háan jaka á Skeiðarársandi á sunnudag. Hákon var á ferð með systur sinni Kolbrúnu Siv, 9 ára, og föður, sem tók þessa mynd. * Danska sendiráðið gerir athugasemdir við framkvæmd Islands á GATT Telja innflutning danskra búvara torveldaðan SENDIRÁÐ Danmerkur á íslandi hefur gert athugasemdir við fram- kvæmd íslands á GATT-samkomu- laginu og telur hana hindra aðgang danskra landbúnaðarafurða að ís- lenzka markaðnum. Danir kvarta undan því að innflutningur á dönsk- um kjötvörum sé hindraður með vís- an til heilbrigðisástæðna. Þá telja þeir að uppboð á innflutningskvóta á lágum tollum hækki verð landbún- aðarvara og geri innflutninginn því lítt fýsilegan. Ernst Hemmingsen, viðskiptafull- trúi í danska sendiráðinu, staðfesti í samtali við Morgunblaðið að sendi- ráðið hefði tekið málið upp við utan- ríkisráðuneytið. Kristinn F. Árnason, skrifstofustjðri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, segir að fundur verði haldinn í dag með sendi- ráðsmönnum og fulltrúum utanríkis- og landbúnaðarráðuneytanna, að ósk danska sendiherrans, Klaus Kappel. Þá hafi verið rætt um af hálfu sendi- ráðsins að halda síðar fund um mál- ið með Verzlunarráði og Neytenda- samtökunum og hafí sendiherrann þegar haft samband við þessi sam- tök. Innflutningur dansks svína- og fuglakjöts ekki leyfður Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins eru Danir afar óánægðir með ákvörðun landbúnaðarráðuneyt- isins, sem auglýst var 6. desember síðastliðinn, um að leyfa innflutning hreindýrakjöts frá Grænlandi og hreindýrakjöts, svínakjöts og ali- fuglakjöts frá Svíþjóð, Noregi og Finnlandi en ekki frá Danmörku. Auglýsingin, sem tekur til sláturaf- urða er ekki hafa verið soðnar eða fengið aðra hitameðferð, er sett með vísan til reglugerðar um varnir gegn því að dýrasjúkdómar berist til lands- ins og um takmörkun á innflutningi dýra, sem fengið hafa vaxtaraukandi efni. Sjónarmið danskra framleiðenda er að heilbrigðismál séu í góðu lagi í Danmörku, enda sé Danmörk einn stærsti útflytjandi svínakjöts í heim- inum og ekkert vestrænt ríki banni innflutning dansks svínakjöts nema ísland. Hin norrænu ríkin flytji lítið út og á hærra verði en Danir og inn- flutningur þaðan veiti íslenzkum af- urðum því minni samkeppni. Samkvæmt GATT-samningnum má ekki banna innflutning búvara frá öðrum ríkjum nema á grundvelli heilbrigðis- og sjúkdómavarna. Verða slíkar hindranir hins vegar að byggjast á vísindalegum rökum. Guðmundur Sigþórsson, skrif- stofustjóri í landbúnaðarráðuneyt- inu, sagði of snemmt að tjá sig um kvartanir Dana. Hann gat þess þó að í ríkjum Evrópusambandsins hefðu verið rýmri heimildir til notk- unar vaxtaraukandi efna í svína- og fuglarækt en í norrænu ríkjun- um, sem staðið hefðu utan sam- bandsins. Vörubíll valt í flughálku í Búlandshöfða Tveir menn stukku út Ólafsvík. Morgunblaðið. VÖRUFLUTNINGABIFREIÐ með 20 tonn af frosinni rækju valt í Bú- landshöfða á Snæfellsnesi um níu- leytið í gærmorgun. Tveir menn sem voru í bifreiðinni náðu að stökkva út úr henni áður en hún valt. Biíreið- in, sem var á leið frá Dalvík til Ólafs- víkur, stöðvaðist u.þ.b. 200 m frá vegkantinum. Flutningabifreiðin lenti í ógöngum eftir að bílstjóri hennar þurfti að stöðva bifreiðina efst i Búlandshöfða- brekkunni vegna snjóskafls. Vegna mikillar hálku tók bifreiðin að renna aftur á bak og tókst bílstjóra ekki að ná stjórn á bifreiðinni eftir það. Þegar afturhjól á aftanívagni bif- reiðarinnar voru komin út af veg- kantinum hentu bílstjóri og aðstoð- arbílstjóri sér út úr bílnum. Mennirn- ir tveir runnu talsvert langt niður brekkuna eftir að þeir stukku út. Varð þeim ekki meint af. Að sögn Gests Arnaldssonar að- stoðarbílstjóra var það nokkuð til- komumikil sjón þegar bíilinn valt út af veginum með full Ijós í kolsvarta myrkri með tiiheyrandi hávaða. Morgunblaðið/Guðlaugur Wium UNNIÐ var að því í gær að ná bílnum upp á veginn aftur. Varað við hættu á Skeiðar- ársandi SIGURÐUR Gunnarsson, sýslu- maður í Vík, segir að sett verði upp skilti á Skeiðarársandi til þess að vara fólk við hættulegum pollum sem leynst geti við ísjak- ana þar. Sýslumaður segir ekki hægt að loka tilteknum svæðum á sandinum því ógerningur sé að fylgjast með umferð svo langt frá byggð. Maður féll í pytt við ísjaka á laugardag og þá var drengur nærri dottinn ofan í holu sem ísskán hafði brotnað ofan af á Skeiðarársandi á sunnudag. Á sandinum er eitt- hvað um jakaför sem ekki hefur skafið í en þunnt íslag myndast yfir djúpar holurnar, að sögn heimamanna. Freyr Franksson var á ferð á Skeiðarársandi á sunnudag með hópi reiðhjólamanna ásamt dótt- ur sinni og syni. „Við feðginin vorum á rölti þarna nánast við veginn. Drengurinn var á hjóli og fór nærri upp að einum jakan- um, sem var líklega 5-6 metra hár. Síðan heyrðum við brak og bresti en drengurinn náði að forða sér áður en jörðin brotnaði undan honum,“ segir Freyr. Jafnframt féll maður í djúpan pytt milli tveggja ísjaka á laugar- dag. Enginn var nærri mannin- um, sem tókst að krafla sig upp, að sögn Reynis Ragnarssonar lögreglumanns í Vík, en maður- inn þurfti ekki að leita aðhlynn- ingar. Aðstæður kannaðar um leið og hægt er Sigurður Gunnarsson, sýslu- maður í Vík, segir ekki hafa ver- ið hægt að kanna aðstæður á sandinum í gær vegna veðurs en lögreglan muni gera það við fyrstu hentugleika. „Það verða settar upp merkingar þar sem finnast pollar svo fólk sé ekki á ferli þar. Eg er ekki viss um að farið verði út í það að loka fyrir umferð því svæðið er langt frá mannabyggð og óframkvæman- legt að vakta það,“ segir hann. Sigurður segir sandinn á mörkum Skaftárhrepps og Hofs- hrepps og því þurfi hrepparnir að semja um kostnað vegna var- úðarmerkinga áður en til kemur. ■ Jörðin opnaðist/6 Þrír í snjó- flóðum ÞRÍR menn lentu í snjóflóðum um helgina, þar af einn þrisvar en þeim varð ekki meint af. Vélsleðamaður kastaðist af sleðanum í snjóflóði á Hrafna- bjargahálsi, björgunarsveitar- maður grófst í hálftíma undir flóði í Esjunni og annar björg- unarsveitarmaður krafsaði sig upp úr flóði í Hlíðarij'alli og flaut ofan á tveimur öðrum flóðum. ■ Siýóflóð/6 og 14

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.