Morgunblaðið - 21.01.1997, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 21.01.1997, Qupperneq 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTl 1 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Freyr Franksson HÁKON Freyr, 11 ára, bendir á holu sem hann var næstum fallinn ofan í við 5-6 metra háan jaka á Skeiðarársandi á sunnudag. Hákon var á ferð með systur sinni Kolbrúnu Siv, 9 ára, og föður, sem tók þessa mynd. * Danska sendiráðið gerir athugasemdir við framkvæmd Islands á GATT Telja innflutning danskra búvara torveldaðan SENDIRÁÐ Danmerkur á íslandi hefur gert athugasemdir við fram- kvæmd íslands á GATT-samkomu- laginu og telur hana hindra aðgang danskra landbúnaðarafurða að ís- lenzka markaðnum. Danir kvarta undan því að innflutningur á dönsk- um kjötvörum sé hindraður með vís- an til heilbrigðisástæðna. Þá telja þeir að uppboð á innflutningskvóta á lágum tollum hækki verð landbún- aðarvara og geri innflutninginn því lítt fýsilegan. Ernst Hemmingsen, viðskiptafull- trúi í danska sendiráðinu, staðfesti í samtali við Morgunblaðið að sendi- ráðið hefði tekið málið upp við utan- ríkisráðuneytið. Kristinn F. Árnason, skrifstofustjðri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, segir að fundur verði haldinn í dag með sendi- ráðsmönnum og fulltrúum utanríkis- og landbúnaðarráðuneytanna, að ósk danska sendiherrans, Klaus Kappel. Þá hafi verið rætt um af hálfu sendi- ráðsins að halda síðar fund um mál- ið með Verzlunarráði og Neytenda- samtökunum og hafí sendiherrann þegar haft samband við þessi sam- tök. Innflutningur dansks svína- og fuglakjöts ekki leyfður Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins eru Danir afar óánægðir með ákvörðun landbúnaðarráðuneyt- isins, sem auglýst var 6. desember síðastliðinn, um að leyfa innflutning hreindýrakjöts frá Grænlandi og hreindýrakjöts, svínakjöts og ali- fuglakjöts frá Svíþjóð, Noregi og Finnlandi en ekki frá Danmörku. Auglýsingin, sem tekur til sláturaf- urða er ekki hafa verið soðnar eða fengið aðra hitameðferð, er sett með vísan til reglugerðar um varnir gegn því að dýrasjúkdómar berist til lands- ins og um takmörkun á innflutningi dýra, sem fengið hafa vaxtaraukandi efni. Sjónarmið danskra framleiðenda er að heilbrigðismál séu í góðu lagi í Danmörku, enda sé Danmörk einn stærsti útflytjandi svínakjöts í heim- inum og ekkert vestrænt ríki banni innflutning dansks svínakjöts nema ísland. Hin norrænu ríkin flytji lítið út og á hærra verði en Danir og inn- flutningur þaðan veiti íslenzkum af- urðum því minni samkeppni. Samkvæmt GATT-samningnum má ekki banna innflutning búvara frá öðrum ríkjum nema á grundvelli heilbrigðis- og sjúkdómavarna. Verða slíkar hindranir hins vegar að byggjast á vísindalegum rökum. Guðmundur Sigþórsson, skrif- stofustjóri í landbúnaðarráðuneyt- inu, sagði of snemmt að tjá sig um kvartanir Dana. Hann gat þess þó að í ríkjum Evrópusambandsins hefðu verið rýmri heimildir til notk- unar vaxtaraukandi efna í svína- og fuglarækt en í norrænu ríkjun- um, sem staðið hefðu utan sam- bandsins. Vörubíll valt í flughálku í Búlandshöfða Tveir menn stukku út Ólafsvík. Morgunblaðið. VÖRUFLUTNINGABIFREIÐ með 20 tonn af frosinni rækju valt í Bú- landshöfða á Snæfellsnesi um níu- leytið í gærmorgun. Tveir menn sem voru í bifreiðinni náðu að stökkva út úr henni áður en hún valt. Biíreið- in, sem var á leið frá Dalvík til Ólafs- víkur, stöðvaðist u.þ.b. 200 m frá vegkantinum. Flutningabifreiðin lenti í ógöngum eftir að bílstjóri hennar þurfti að stöðva bifreiðina efst i Búlandshöfða- brekkunni vegna snjóskafls. Vegna mikillar hálku tók bifreiðin að renna aftur á bak og tókst bílstjóra ekki að ná stjórn á bifreiðinni eftir það. Þegar afturhjól á aftanívagni bif- reiðarinnar voru komin út af veg- kantinum hentu bílstjóri og aðstoð- arbílstjóri sér út úr bílnum. Mennirn- ir tveir runnu talsvert langt niður brekkuna eftir að þeir stukku út. Varð þeim ekki meint af. Að sögn Gests Arnaldssonar að- stoðarbílstjóra var það nokkuð til- komumikil sjón þegar bíilinn valt út af veginum með full Ijós í kolsvarta myrkri með tiiheyrandi hávaða. Morgunblaðið/Guðlaugur Wium UNNIÐ var að því í gær að ná bílnum upp á veginn aftur. Varað við hættu á Skeiðar- ársandi SIGURÐUR Gunnarsson, sýslu- maður í Vík, segir að sett verði upp skilti á Skeiðarársandi til þess að vara fólk við hættulegum pollum sem leynst geti við ísjak- ana þar. Sýslumaður segir ekki hægt að loka tilteknum svæðum á sandinum því ógerningur sé að fylgjast með umferð svo langt frá byggð. Maður féll í pytt við ísjaka á laugardag og þá var drengur nærri dottinn ofan í holu sem ísskán hafði brotnað ofan af á Skeiðarársandi á sunnudag. Á sandinum er eitt- hvað um jakaför sem ekki hefur skafið í en þunnt íslag myndast yfir djúpar holurnar, að sögn heimamanna. Freyr Franksson var á ferð á Skeiðarársandi á sunnudag með hópi reiðhjólamanna ásamt dótt- ur sinni og syni. „Við feðginin vorum á rölti þarna nánast við veginn. Drengurinn var á hjóli og fór nærri upp að einum jakan- um, sem var líklega 5-6 metra hár. Síðan heyrðum við brak og bresti en drengurinn náði að forða sér áður en jörðin brotnaði undan honum,“ segir Freyr. Jafnframt féll maður í djúpan pytt milli tveggja ísjaka á laugar- dag. Enginn var nærri mannin- um, sem tókst að krafla sig upp, að sögn Reynis Ragnarssonar lögreglumanns í Vík, en maður- inn þurfti ekki að leita aðhlynn- ingar. Aðstæður kannaðar um leið og hægt er Sigurður Gunnarsson, sýslu- maður í Vík, segir ekki hafa ver- ið hægt að kanna aðstæður á sandinum í gær vegna veðurs en lögreglan muni gera það við fyrstu hentugleika. „Það verða settar upp merkingar þar sem finnast pollar svo fólk sé ekki á ferli þar. Eg er ekki viss um að farið verði út í það að loka fyrir umferð því svæðið er langt frá mannabyggð og óframkvæman- legt að vakta það,“ segir hann. Sigurður segir sandinn á mörkum Skaftárhrepps og Hofs- hrepps og því þurfi hrepparnir að semja um kostnað vegna var- úðarmerkinga áður en til kemur. ■ Jörðin opnaðist/6 Þrír í snjó- flóðum ÞRÍR menn lentu í snjóflóðum um helgina, þar af einn þrisvar en þeim varð ekki meint af. Vélsleðamaður kastaðist af sleðanum í snjóflóði á Hrafna- bjargahálsi, björgunarsveitar- maður grófst í hálftíma undir flóði í Esjunni og annar björg- unarsveitarmaður krafsaði sig upp úr flóði í Hlíðarij'alli og flaut ofan á tveimur öðrum flóðum. ■ Siýóflóð/6 og 14
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.