Morgunblaðið - 26.01.1997, Síða 4

Morgunblaðið - 26.01.1997, Síða 4
4 B SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Veisla mat- reiðslumeistara Einhver glæsilegasta veisla sem haldin er hér á landi ár hvert er hátíðarkvöldverður Klúbbs matreiðslumeistara. Steingrímur Sigurgeirsson segir að líkja megi þessum kvöldverði við flugeldasýningu íslenskra matreiðslumeistara. KLÚBBUR matreiðslumeistara efnir árlega í kringum þrettándann til mikillar veislu, sem er helsta fjáröflunartæki klúbbsins en jafn- framt einhver glæsilegasta máltíð sem reidd er fram hér á landi ár hvert. Veislustaðurinn er breytileg- ur frá ári til árs og að þessu sinni var hátíðarkvöldverðurinn haldinn í Gyllta salnum á Hótel Borg, síð- astliðinn laugardag. Að venju var ekki um neina smámáltíð að ræða og þegar upp var staðið höfðu gestir lagt sér eina tíu rétti til munns með viðeigandi vínum. Kenndi þar ýmissa grasa og gafst gestum meðal annars kostur á að bragða á ljúffengri sjávarrréttasúpu, þar sem tómatar og sætvín gegna miklu hlutverki, en súpu þessa eldaði íslenska landsliðið í matreiðslu á Ólympíu- leikum matreiðslumanna í Berlín síðasta haust og hlaut silfurverð- laun fyrir. Einnig var m.a. boðið upp á smárétti úr villibráð og rétti þar sem uppitaðan voru jafnólík hrá- efni og ætiþistill, reyktur kalkúnn, nautakjöt og humar. Hátíðarkvöld- verður Klúbbs matreiðslumeistara, sem nú var haldinn tíunda árið í röð, er fyrir löngu búinn að vinna sér sess sem einhver merkasta uppákoma hér á landi á matarsvið- inu enda um sannkallaða flugelda- sýningu kokkanna að ræða. Hefð er komin á það að ár hvert sé listamaður fenginn til að skreyta undirdiska í veislunni og er lista- verk eftir viðkomandi listamann prentað á diskana í takmörkuðu upplagi og þeir afhentir gestum til eignar að lokum. Að þessu sinni var það Inga Elín Kristinsdóttir, sem hefur aðstöðu í Alafosshúsinu í Mosfellsbæ, er skreytti diskana og sagði hún verkið eiga að endur- spegla ástriðu sína á góðum mat. Fyrir þá sem ekki voru viðstadd- ir veisluna eru hér birtar uppskrift- ir að nokkrum þeim réttum er skör- uðu fram úr. GYLLTI salurinn á Hótel Borg var hátíðlegur þetta kvöld. ÞJÓNAR undirbúa komu humarréttarins inn í salinn. Morgunblaðið/Halldór TRYGGJA verður að farið sé eftir kúnstarinnar reglum í veislu sem þessari. Norðursjávarsúpa Fyrir 4-6 1 kgtómatar 50 g tómatmauk 1 meðalstór laukur _______________2 hvítlauksrif____________ 2 stilkar blaðselja 'Ablaðlaukur 1 gulrót 1 búnt steinseljustilkar 1,5 1 fisksoð 0,5 1 grænmetissoð 1 flaska Sauternes sætvín 8-10 eggjahvítur Hakkið grænmetið og blandið út í soðin ásamt sætvíninu. Þeytið eggjahvítumar í soð- inu og kryddið til. Sjóðið hratt upp, dragið til hliðar og látið síðan sjóða við vægan hita. Sigt- ið soðið í gegnum síudúk þegar eggjahvítan er vel hleypt og allur sori og grænmeti er flot- ið upp í hana. Meðlæti 100 gkarfi 100 gbleikja 100 gbarri 100 g hörpuskel m. lifur 5 stk. vorlaukar 2-3 stk. tómatar 8-12 fingulslengjur (fennel) 'A búnt steinselja ostaptjónar Hreistrið karfann og bleikjuna. Brúnið karf- ann og bleikjuna ásamt barranum á rifflaðri pönnu. Raðið fískinum í skammta í ofnskúffu, penslið olíu sem f er hakkað estragon og hald- ið köldu þar til að frekari eldun kemur. Kryddið með nýmöluðum pipar og sjávar- salti. Takið hýðið af tómötunum, kjarnið og skerið í lauf. Hreinsið og skerið vorlaukinn og forsjóðið. Slítið steinseljuna af stilkunum og djúpsteikið í mjög heitri olíu, leggið á pappírs- þurrku og stráið salti yfir, sjóðið fingulslengj- urnar. Fullbakið fískinn ásamt skelfiskinum og hitið grænmetið í ofni við vægan hita. Raðið smekklega í djúpan diskinn og hellið tæru seyðinu yfir. Framreitt með ostaptjónum. Sósa með uxabráð Madeira-nautasósa _______________11 nautasoð______________ 5 stk. schalottlaukar 3 stk. lárviðarlauf 2 tsk. svört piparkom 4 greinar ferskt timian ________4 greinar ferskt rósmarin_______ 10 blöð ferskt basil 1 msk. Dijon sinnep 100 g ósaltað smjör ________300 g maukaðir tómatar (dós)____ _______________4 msk. olía______________ 0,51 Madeira, 0,11 hindbeijaedik 4 msk. hlynsíróp salt og pipar Schalottlaukur smátt saxaður og svitaður í olíunni ásamt lárviðarlaufinu, piparkornum, kryddjurtunum og tómötum bætt út í og látið krauma varlega. Madeira hellt saman við og þetta soðið niður um 2/s og soðinu og edikinu bætt út í og soðið niður um helming. Gott er að smakka sósuna svolítið til og bæta sinnep- inu út í. Sósan soðin rólega í 10 mín. og sigtuð í gegnum fínt sigti. Köldu smjöri bætt útí. Bragðbætt með pipar og salti eða kjötkrafti. Ef sósan er er of þunn má þykkja hana örlítið með maiezenamjöli. Ofnbakaður gljáður skarlottlaukur með uxabráð 4-6 schalottlaukar 3 msk. Balsamic edik 20 g srryör 2 dl nautasósa 4 msk. sykur Sykurinn brúnaður á pönnu þar til hann fer að krauma, þá er smjörinu bætt út í og síðan edikinu. Soðið vel saman. Laukurinn settur út í og látinn brúnast lítið eitt, sósan sett saman við og laukurinn bakaður í þessu í 30-40 mínútur eftir stærð i 100°C heitum ofni. Smjörsteikt spínat og kónga- sveppir með uxabráð 100 gsmjör 300 g sveppir 300 g spínat 1 stk. rauðlaukur salt og pipar Aðferð: Sveppimir skornir í tvennt og í þunnar sneið- ar. Rauðlaukurinn fínt skorinn og spínatið skolað í köldu vatni og stilkurinn rifínn frá. Sveppimir era steiktir í smjörinu ásamt rauðlauknum, spínatið sett út í og rétt dampað með, og kryddað með salti og muldum hvítum pipar, sett í sigti og mótað í hring. Einnig er hægt að hafa kartöflukökur undir. Kastaníur og Morellsveppir á la Créme með uxabráð _______________3 dl ijómi_______________ _____________200 g kastaniur____________ 200 g Morellsveppir 3 msk. ólífuolía 1 búnt steinselja svartur heill pipar og salt Sveppimir eru steiktir í olíunni. Kryddað með salti og muldum pipar, ijómanum hellt yfir og soðið niður um ‘A. Þá er kastaníunum bætt út í ásamt steinseljunni og sósan smökk- uð til og soðin hæfilega þykk. Nautalund miðjustykki Kryddblanda: 1 bolli timian ferskt 'íi bolli rósmarin 3 bollar steinselja 'k bolli (alls) grænn/rauður/svartur pipar, _________________mulinn________________ 3 bollar brauðrasp _____________salt eftir smekk_______ Kjötinu er velt upp úr kryddblöndunni, lagt í álpappír sem er smurður pálmafeiti og pakk- að inn og snúið upp á endana. Velt eftir vel heitri pönnu í stutta stund. Síðan bakað i ofni við 180°C í 9 mín.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.