Morgunblaðið - 26.01.1997, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 26.01.1997, Qupperneq 8
8 B SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ LÚDÓ 1962, f.v. Sigurður Þórarinsson, Ólafur Gunnarsson, Hans Kragh, Stefán Jónsson, Arthur Moon og Hans Jensson. ARIN um og eftir miðjan sjötta áratug þeirrar aldar sem senn er liðin eru ógleymanleg þeirri kynslóð sem þá var á ungl- ingsárum. Þau voru viðburðarík og ótrúlega margt að gerast. Þá kom rokkið fyrst fram og gjörbreytti tónlistarsmekk unga fólksins og tísku. Helstu áhrifavaldar fyrir utan rokk- stjömumar vora bandarískir kvikmyndaleikarar, t.d. Marlon Brando og James Dean, og þá kom ný fatatíska, leðurblússan og gallabuxumar. Um líkt leyti og þessi villta og kraftmikla tónlist, sem á upprana sinn að rekja til heimkynna fátækra blökkumanna í suðurríkjum Bandaríkjanna, náði að slá í gegn hóf hver stórstjama rokksins á annarri feril sinn og upp úr miðjum sjötta áratugn- um vora helstu áhrifavaldamir, Elvis Presley, Chuck Berry, Láttle Richard, Jerry Lee Lewis, Fast Domino og Bill Hailey. Rokkið fór sem eldur í sinu um hinn vestræna heim. Og auðvitað var ekkert eðli- legra en að í beinu framhaldi af rokkinu kæmu fram á sjón- arsviðið hér á landi unglinga- hljómsveitir. Rokkæði greip um sig fljótlega eftir að Stjörnubíó frumsýndi Rock around the clock með Bill Hailey og hljómsveit 1957 og það sama ár kom hljómsveitin Plútó fyrst fram opinberlega, sem síðar varð ein þekktasta stuðhljómsveit landsins sem Lúdó sextettinn. Á Hótel ís- landi rifja Lúdó og Stefán nú upp gulialdarár rokksins. Reykjavík er nánast óþekkj- anleg frá árinu 1957. Þá var mestöll byggðin á svæðinu frá Hliðunum að austan og að Grandavegi að vestan. Þá óku helstu töffarar sjötta áratugar- ins „rúntinn" í miðborg Reykjavíkur á amerískum fólksbílum og unglingspiltar þeirra ára höfðu rúðuna við framsætið opna, stilltu á út- varpið á Keflavíkurflugvelli eða Lög unga fólksins og yfir Lækjartorgið mátti heyra Elvis syngja Jailhouse rock, Little Richard, Long tall Sally og Jerry Lee Lewis, Whole lot of loving going on og greina rödd- ina í þeim óviðjafnanlega út- varpsmanni Wolfman Jack. Tíðarandi þessara ára kemur að nokkra leyti fram í mynd Friðriks Þórs, Djöflaeyjunni. Þá voru sætaferðir með rút- um frá BSÍ á sveitaböllin fyrir austan fjall og Krossinn í Njarðvíkum og helsta stuð- hljómsveit þeirra ára Lúdó sextettinn og söngvari hljóm- sveitarinnar Stefán Jónsson, kraftmikill rokksöngvari sem á skömmum tíma varð eitt helsta átrúnaðargoð unga fólksins. Ég hitti þá fjóra meðlimi hljómsveitarinnar sem hafa verið með meira eða minna frá upphafi, sumir þó með hléum inni á milli, Stefán Jónsson, Berta Möller, Elfar Berg og Hans Jensson sem koma nú fram á Hótel Islandi ásamt Gunnari Bemburg, Sveini Óla Jónssyni og Þorleifí Gíslasyni. Stefán heimsótti ég í Grafar- voginn. Hann hefur búið fjöl- skyldu sinni glæsilegt heimili í einbýlishúsi við Logafold sem minnir einna helst á hús í eigu Ewing-olíufurstanna í Dallas- SAS TRÍÓIÐ '57, f.v. Sigurður Elísson, Stefán og Ásbjörn Egilsson. Það eru tæp fjörutíu ár síðan hljómsveitin Plútó og söngvarinn Stefón Jónsson komu fyrst fram opinberlega ó dansleik. Síðar var nafninu breytt í Lúdó og á skömmum tíma varð hljómsveitin ein þekktasta danshljómsveit landsins. Lúdó sext- ettinn rifjar upp stemningu rokkáranna ó Hótel íslandi. Ólafur Ormsson ræddi við Stefón Jónsson, Berta Möller, Elfar Berg og Hans Jensson. FRÁ hljómleikum í Austurbæjarbíói, líklega árið 1959. F.v. Gunnar Kvaran, Andrés Ingólfsson, Hans Jensson, Elfar Berg, Ólafur Gunnarsson og Stefán Jónsson. MEÐLIMIR Lúdó 1958, f.v. Hans Kragh, Berti Möller, Elfar Berg, Hans Jensson og Gunnar Kvaran. myndaflokknum. Þannig upp- skera_ atorkusamir og vinnu- fúsir íslendingar. Stefán hefur líklega séð draum sinn rætast og getur stoltur litið yfir far- inn veg. Úr stofuglugga er útsýni yfir að Gullinbrú. Fjöl- skyldan býr í hverfi fjarri skarkala og hávaða er fylgir öldurhúsum miðborgarinnar þar sem Stefán stundaði vinnu sína árum saman. Þá hefur hann einnig starfað um árabil sem sölumaður hjá bifreiða- umborðinu Ræsi hf. Líkt og félagar hans í Lúdó er Stefán kominn á sextugs- aldurinn. Allir eiga þeir það sameiginlegt að vera enn í fullu fjöri þó hárunum sé ýmist farið að fækka eða þau tekin að grána eins og gera má ráð fyrir þegar menn taka að reskjast. Annað sem þeir eiga sameiginlegt er lífsgleð- in, fjörið sem löngum hefur einkennt þá félaganna. Sölumaðurlnn - dægurlagasöngvarinn Ég bað Stefán að rifja upp aðdraganda þess að hann gerð- ist dægurlagasöngvari. Stefán er frísklegur og sællegur eftir jólahátíðina og áramótafagn- aðinn með fjölskyldu og vinum. „Upphafíð má rekja til þess að ég var í Gagnfræðaskóla verknáms og að SAS tríóið varð til fyrir skólaskemmtun árið 1957 og við sungum þama þrír saman, ég, Sigurður Elís- son og Ásbjörn Egilsson. Við komum fram með hljómsveit úr skólanum. Síðan gerist það að auglýst var dægurlaga- söngvasamkeppni hjá Svavari Gests. Ég ákvað að fara þang- að, einhvetjir voru að hvetja mig til þess. Þá mundi Svavar eftir okkur frá þessari skemmtun og spurði hvort ég vildi ekki koma með félagana. Við vorum svo prafaðir. Síðan var haldin skemmtun í Austur- bæjarbíói eins og tíðkaðist í þá daga. í framhaldi af því ákvað Tage Ammendrap að taka upp plötu með SAS tríó- inu. Þá bjó Ámi ísleifsson til hljómsveit sem hann kallaði Rokksveit Áma ísleifs. Á plöt- unni voru tvö Iög, lagið Jói Jóns öðrum megin og Allt í lagi hinum megin. Lögin vora tekin upp við frumstæður að- stæður í Landssímahúsinu við Austurvöll og þau vora spiluð heilmikið og náðu vinsældum. Síðan gerðist það í framhaldi af plötuupptökunni að þeir komu að máli við mig, strák- amir sem síðar urðu félagar mínir í Plútó. Þeir vora reynd- ar byijaðir fyrr og búnir að spila einhveija mánuði. Grann- urinn að Plútó var Elfar Berg, Berti Möller, Hans Jensson, Hans Kragh og svo Gunnar Kvaran sellóleikari. Þó Berti hafí verið söngvari frá byijun vildu þeir fá annan söngvara og ég var fenginn til liðs við þá. Þetta var árið 1958 og ég var rétt um það bil sextán ára.“ Hvar komuð þið fyrst fram eftir að þú byijar með hljóm- sveitinni? „Þeir voru búnir að vera í Skátaheimilinu og mig minnir að ég hafí komið þar fram einu sinni. Síðan var rætt við Sigurbjöm Eiríksson sem þá hafði tekið við Vetrargarðin- um. Þetta vindur síðan upp á sig og kvöldin verða fleiri og fleiri í hverri viku. Fljótlega urðu breytingar. Berti hætti og fór að starfa á eigin vegum og í staðinn kom Ólafur Gunn- arsson. Gunnar Kvaran hætti einnig skömmu síðar og þá byijaði með okkur Sigurður Baldursson sem nú er látinn og var prentari. Þama voram við að ná fótfestu sem dans- hljómsveit og rokkið í hámarki árin 1959-60. KK sextettinn var á toppnum og við fóram með KK á Hótel Hveragerði, eitt vinsælasta húsið fyrir aust- an ijall í þá daga. Aðalkeppi- nautur KK var þá hljómsveit Bjöms R. Einarssonar með Ragnar Bjamason sem söngv- ara. Sveitabransinn í gamla daga var mjög harður. Söngv- arar með KK voru Ellý Vil- hjálms og Þórir Roff. Við voram kynntir þama í Hveragerði og spiluðum hluta af dansleik og fengum fínar undirtektir. Þá var Pétur Guðjónsson rakari umboðsmaður KK og honum til aðstoðar var Gulli Berg- mann. Ekki löngu síðar kom Kristján heitinn í Selfossbíói að máli við okkur og spurði hvort við vildum ekki spila hjá honum og við vorum alveg til í það. Pétur fékk þá Gulla til að sjá um málin fyrir okkar hönd. Um leið og við byijuðum í Selfoss- bíói fengum við bullandi aðsókn og vorum komnir í hörku- samkeppni við KK sextett. Og þá fór margt að gerast. Við urðum snemma mjög vin- sælir og ein sterkasta hljóm- sveitin á Suðvesturlandi og kepptum við hljómsveitir fyrir austan fjall eins og hljómsveit Óskars Guðmundssonar og Safír sextett frá Selfossi sem báðar voru geysivinsælar á þeim árum. Þetta var orðin það mikil vinna að við vorum að miklu leyti í þessu. Á þessu tímabili var starfrækt Fram- sóknarhúsið sem flestir þekkja í dag sem Listasafnið eða hér áður Glaumbæ. í kringum 1960 tóku ungir athafna- mennn við rekstrinum, annar þeirra var Þorsteinn Viggós- son. Þeir breyttu staðnum og kölluðu hann Storkklúbbinn og þá er Plútó ráðin í neðri sal en hljómsveit Finns heitins Eydals og Helena vora í efri sal. Þarna var hljómsveitin kvintett en við ákváðum að bæta öðram saxófónleikara við og fengum Andrés heitinn Ingólfsson, sem þá var ný- kominn heim frá námi í Bandaríkjunum, til liðs við okkur. Það var mikill upp- gangur á staðnum um þetta leyti og þarna komu fram er- lendir skemmtikraftar. Að- sóknin var slík að það voru þijú til íjögur hundruð mat- argestir á mánudegi ekkert síður en á föstudegi eða laug- ardegi og við vorum með alls konar músík þó við væram auðvitað aðallega rokkarar. Á þessu tímabili gerðist það að til varð félag eða fyrirtæki hér í bænum sem hét silfur- gerðin Plútó. Hann kom að máli við okkur eigandi fyrir- tækisins og var óhress yfir að við notuðum þetta nafn og taldi sig eiga einkarétt á nafn- inu og það gat vel hafa verið rétt hjá manninum. Þá breytt- um við nafninu í Plúdó sext- ett. En hann var ekki ánægð- ur með þá niðurstöðu og fór í mál við okkur og málið end- aði í hæstarétti. Þar vorum við dæmdir til að leggja niður nafnið. Þá ákváðum við að taka P framan af og kölluðum hljómsveitina upp frá því Lúdó. Þrátt fyrir að það væri skrifað með d en ekki t. Því miður gekk reksturinn ekki lengi í Storkklúbbnum. Það er svo í árslok 1961 að KK ákvað að hætta með sína hljómsveit. Við voram þá ráðnir í Þórskaffí. Fyrst þijú kvöld í viku. Síðan þróaðist þetta í að vera fímm kvöld í viku. Vinsældir okkar meðal unga fólksins voru miklar og við höfðum nóg að gera og komum fram flest kvöld vik- unnar. Spiluðum mikið í Hlé- garði, yfírleitt um hveija

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.