Morgunblaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Flugfélag islands endurreist: UNDIRBÚNINGUR félaganna vegna frelsis í flugi gefur neytendum ekki miklar vonir um viðbótar góðærisglennu . . . Eignir Mjólkursamlags KASK tU sölu EIGNIR Mjólkursamlags Kaupfé- lags Austur-Skaftfellinga á Höfn í Homafirði hafa verið auglýstar til sölu, en mjólkursamlagið hætti starfsemi um síðustu áramót vegna úreldingar. Stjórn KASK samþykkti í ágúst 1995 að leggja mjólkursamlag fé- lagsins niður eftir að viðræður milli KASK og Kaupfélags Hér- aðsbúa um samstarf um slátrun og mjólkurvinnslu sigldu í strand. Um er að ræða vélar, tækjabúnað og 660 fermetra fasteign sem byggð var 1973. Fasteignamat er 28,7 milljónir króna, en bruna- bótamat er 72,7 milljónir. Mjólkursamlag KASK fékk úr- eldingarstyrk í samræmi við hag- Smíði stálbita yfir Skeiðará Öll tilboð yfir kostn- aðaráætlun ÖLL tilboð sem bárust í smíði stálbita í brú yfir Skeiðará voru yfir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Lægsta til- boð kom frá fyrirtækinu Lava hf. í Reykjavík, en það nam 29,2 milljónum. Kostnaðar- áætlun Vegagerðarinnar hjóðaði upp á 23,8 milljónir. Alls bárust sex tilboð í verkið. Tilboð Lava hf. var talsvert lægra en hin tilboðin. Næstlægsta tilboðið kom frá Eldafli ehf. í Njarðvík, 37,6 milljónir. Sá sem var með hæsta tilboðið bauðst til að vinna verkið fyrir 43,3 millj- ónir. ræðingaraðgerðir í mjólkuriðnaði og mjólkurframleiðslu. Að sögn Guðmundar Sigþórssonar, skrif- stofustjóra í landbúnaðarráðu- neytinu, nemur styrkurinn bók- færðu verði eigna, en frá dregst helmingurinn af söluverði seljist eignin. Bókfært verð véla og eigna samlagsins var um 40 milljónir króna. Rætt um vinnslu á sviði sjávarútvegs Að sögn Pálma Guðmundsson- ar, kaupfélagsstjóra KASK, felur samningurinn um úreldingu mjólk- urbúsins í sér að leitað verði til- boða í eignina og getur kaupfélag- ið gengið inn í kaupin. Pálmi sagði isafirði. Morgunblaðið. SLÁTURFÉLAGIÐ Barði hf. á Þingeyri hefur hætt formlegri starfsemi vegna rekstrarörðug- leika. Allir starfsmenn fyrirtækis- ins, að frátöldum framkvæmda- stjóranum, hafa látið af störfum og er beðið ákvörðunar stjórnar fyrirtækisins um framhaldið, en orðrómur hefur verið uppi þess efnis að leitað verði eftir gjald- þrotaskiptum. „Fyrirtækið er illa statt fjár- hagslega en það hefur ekkert verið gefið út um framhaldið. Það hefur verið með kjötvinnslu en þeirri starfsemi hefur verið hætt. Það er ekki hægt að segja til um það á þessari stundu hvort leitað verður að til umræðu hefði verið að kaupfélagið færi út í vinnslu tengda sjávarútvegi í húsnæðinu sem hentaði mjög vel til matvæla- vinnslu, en á þessu stigi vildi hann ekki tjá sig nánar um málið. Árleg framleiðsla hjá mjólkur- samlaginu var um 1,7 milljónir lítra sem er tæplega 2% af heildar- mjólkurframleiðslu í landinu, og þar störfuðu 9-10 manns. Mjólk- urbú Flóamanna hefur yfirtekið mjólkurvinnslu frá þeim framleið- endum sem lögðu inn hjá Mjólkur- búi KASK, en búið hafði sérhæft sig í framleiðslu á mozarella osti og flyst sú framleiðsla til Mjólkur- samlags Kaupfélags Héraðsbúa á Egilsstöðum. eftir gjaldþrotaskiptum á fyrirtæk- inu og ég get heldur ekkert sagt til um framtíð þess á þessari stundu," sagði Þorvaldur Þórðar- son, bóndi á Stað í Súgandafirði, í samtali við blaðið, en hann gegn- ir starfi stjórnarformanns fyrir- tækisins. Þorvaldur vildi ekkert láta hafa eftir sér um skuldir fyrirtækisins en sagði að stærsta ástæðan fyrir því hvernig komið væri fyrir fyrir- tækinu, væru gjaldþrot annarra fyrirtækja, s.s. Kaupfélags Isfirð- inga, en þar mun Sláturfélagið Barði hafa átt töluverðar eignir. „Þessi mál skýrast öll í fyllingu tímans," sagði Þorvaldur. Sláturhúsið á Þingeyri Formlegri starf- semi Barða hætt Viðskiptaþing 1997 Ríkir jafnræði í atvinnulífinu? Kolbeinn Kristinsson VERSLUNARRÁÐ íslands stendur fyr- ir viðskiptaþingi á Hótel Loftleiðum á morg- un frá klukkan 12:15-17: 00. Kolbeinn Kristinsson, formaður Verslunarráðs íslands, mun í setninga- ræðu þingsins velta upp þeirri spurningu hvort rík- isvaldið sé andsnúið jafn- ræði, auk þess sem hann kynnir niðurstöður þriggja starfshópa sem starfað hafa frá haustdögum þar sem jafnræði í atvinnulíf- inu hefur verið viðfangs- efnið. -Hverjur eru niðurstöð- ur starfshópanna? „Þær verða ekki kynnt- ar fyrr en á morgun en það er óhætt að segja að þær eru um margt forvitnilegar og ýmislegt sláandi sem þar kemur fram. Starfshóparnir hafa skilað skýrslum sem nefnast; jafnræði innan atvinnulífsins, jafnræði milli opinberra aðila og einkaaðila og jafnræði I skatta- málum. Ræðumenn þingsins hafa þó fengið þær í hendur. Að hálfu stjórnvalda mæta Frið- rik Sophusson fjármálaráðherra, og Finnur Ingólfsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra, en þeir ræða af hálfu stjórnvalda um meginviðfangsefni þingsins; „Er ríkisvaldið andsnúið jafnræði?“, Friðrik um afstöðu stjórnvalda til jafnræðismála og Finnur um jafnræði og samkeppni. Geir Magnússon, forstjóri Olíufélagsins, ætlar í sinu erindi að fjalla um hvort jafnræði skipti fyrirtæki máli, Grétar Þorsteins- son, forseti ASÍ, kynnir viðhorf launþegahreyfingarinnar til jafnræðis í atvinnulífinu. Við- fangsefni Jóns Steinars Gunn- laugssonar hæstaréttarlög- manns er spurningin um hvort réttaröryggi borgaranna gagn- vart ríkisvaldinu fari vaxandi og Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samherja, ætlar að bera saman rekstur sjávarútvegsfyrirtækja hérlendis og erlendis. Viðskiptaþinginu lýkur síðan með hringborðsum- ræðum sem ræðumenn og full- trúar starfshópa taka þátt í og Óli Björn Kárason, ritstjóri Við- skiptablaðsins, stjórnar." -Hvers vegna varð jafnræði fyrir valinu sem viðfangsefni við- skiptaþings 1997? „Þrátt fyrir að afdráttarlaust hafi verið kveðið á um jafnræði í nýlegum breytingum á stjórnar- skránni er mikið verk óunnið á þessu sviði líkt og fram kemur í skýrslum starfshópa. Stjórnendur reka sig oft á hindr- anir, ákvarðanir stjórnvalda, reglur eða lög þar sem þeir telja sig ekki njóta jafnræðis. Versl- unarráðið hefur frá upphafi lagt megináherslu á jafnræði milli fyrirtækja og atvinnugreina og lagst gegn hvers kyns mismun- un. Hérlendis ríkir ákveðin mis- munun eins og sést meðal ann- ars á fjármálamarkaðnum sem er meira og minna ríkisrekinn og þar hafa ekki allar atvinnu- greinar jafnan aðgang. Annað mál er niðurgreiðslur ríkisins á sköttum einnar atvinnugreinar sem þýðir það að sjávarútvegur- inn er að fá beina ríkisstyrki á kostnað annarra. Afleiðingin er spenna á launamarkaði í öðrum ►Kolbeinn Kristinsson er fæddur 11. nóvember 1952 í Reykjavík. Hann varð stúdent frá Verslunarskóla íslands árið 1974 og hefur verið fram- kvæmdastjóri Myllunnar- Brauð hf. frá 1978. Kolbeinn hefur verið formaður Verslun- arráðs Islands undanfarið ár. í framkvæmdastjórn VÍ frá 1992 og í aðalstjórn ráðsins frá 1988. Eiginkona Kolbeins er Margrét Waage og eiga þau þrjár dætur. atvinnugreinum. Við hjá Versl- unarráði viljum sjá að ríkið komi á jöfnum skilyrðum fyrir allar atvinnugreinar og það sé ekki að grípa inn í með sérákvæðum fyrir ákveðnar atvinnugreinar sem hafa áhrif á allar aðrar. Verslunarráðið hefur ætíð barist gegn opinberri forsjá og við- skiptahöftum sem óhjákvæmi- lega bijóta gegn jafnræðisregl- unni. Má þar nefna að miklar hömlur eru lagðar á erlendar fjárfestingar hérlendis. Erlendir fjárfestar geta ekki fjárfest í öllum atvinnugreinum og ein- ungis upp að ákveðnu marki. Beinir skattar eru að vísu lágir hér en óbeinir háir og eru ósýni- legir fyrir neytendur þar sem þeir eru faldir í neyslusköttum. Verslunarráðið vill afnema vöru- gjöld og taka upp virðisauka- skatt í einu þrepi í stað tveggja. Á undanförnum árum hefur heldur þokast í átt að auknu jafnræði í Iöggjöf og stjórnar- háttum. Jafnframt hefur einkum tvennt þrýst á um að jafnræðis- reglan sé virkari hér á landi en áður: Annars vegar EES-samning- urinn og hinsvegar það hvað dómstólar taka sífellt meira tillit til hennar. En er það eðli- legt að virðing fyrir hinni al- mennu jafnræðisreglu sé þving- uð fram með dómsvaldi eða milli- ríkjasamningum?“ -Hvað eru margir félagar í Verslunarráði íslands? Þeir eru um 350. Það er fijáls aðild að ráðinu, sem við teljum vænlegri kost en skylduaðild líkt og nágrannaríkin þurfa flest að búa við. Fyrirtækjum utan af landi hefur fjölgað hlutfallslega mest og eru þau úr öllum grein- um atvinnulífsins. Verslunarráð Islands verður 80 ára þann 17. september nk. Því höfum við lát- ið hanna afmælismerki ráðsins og verður nýjum kynningarbækl- ingi ráðsins dreift á þinginu á morgun.“ Beinir ríkis- styrkir í sjáv- arútvegi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.