Morgunblaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1997 31 -*v Morgunblaðið/Silli FORMENN eignaraðildarfélaga og bæjarstjóri við vígsluna. F.v.: Einar Njálsson, Jón Friðrik Einarsson, Hrönn Káradóttir og Magnús Þorvaldsson. Ný björgunar- stöð á Húsavík Húsavík. Morgunblaðið. BJORGUNARSVEITIN Garðar, kvennadeild Slysavarnafélagsins og deild Rauða krossins á Húsavík hafa reist sér nýja og vel búna björgunar- og félagsaðstöðu í vel staðsettu húsi við Húsavíkurhöfn. Stöðin var vígð um síðustu helgi við hátíðlega athöfn. Sóknarprest- urinn, sr. Sighvatur Karlsson, nefndi húsið Naust. Við athöfnina sögðu Jón Kjart- ansson, fyrrverandi formaður, og Guðmundur Salómonsson, gjaldkeri og framkvæmdastjóri, sögu húss- ins. Árið 1993 seldi deildin Skelj- ungi hf. fyrri húseign félagsins og greiddi félagið vel fyrir þær eignir og gerði deildinni mögulegt að festa kaup á svokölluðu Vísishúsi, sem var áður fiskverkunarhús við höfn- ina. Húsið var gert upp og þar sköp- uð góð aðstaða til geymslu tækja auk æfínga- og félagssaðstöðu. Þátt í kaupum á hinu nýja húsi tóku einnig kvennadeild Slysa- varnafélagsins og deild Rauða krossins á Húsavík og hafa félögin unnið ötullega saman að því að breyta húsakostinum og bæta hann. Hann er nú að fullu frágenginn og hinn vistlegasti. Kostnaður við bygginguna er nú um 16,5 millj. kr. en þar er ekki talin sú mikla vinna sem félags- menn hafa innt af hendi endur- gjaldslaust. Framkvæmdir hafa miðast við ijárhag hveiju sinni og skuld vegna byggingarinnar er í dag um 400 þús. kr. sem gjaldker- inn væntir að geta bráðlega greitt. VEGNA blaðaskrifa og frétta af aðgerðum nemenda í húsnæði skól- ans í Laugarnesi hefur Kennarafé- lag Myndlista- og handíðaskóla íslands sent frá sér eftirfarandi: „Kennarafélag Myndlista- og handíðaskóla íslands lýsir yfir full- um stuðningi við aðgerðir og kröf- ur nemendafélags MHÍ um varan- legar úrbætur á kennsluhúsnæði nemenda og kennara í Laugarnesi. Öllum ber saman um að ástand- ið í Laugarnesi sé og hafi verið óviðunandi frá fyrstu tíð. Þar fara saman námsaðstæður og umhverfi sem er beinlínis heilsuspillandi. Ekki verður hjá því komist að hús- næðinu verði lokað af Vinnu- og heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur ef Vígsluhátíðinni stjórnaði Vil- hjálmur Pálsson, fyrsti formaður björgunarsveitarinnar, og voru margar ræður fluttar og gjafir gefnar. Forseti Slysavamafélags Islands, Gunnar Tómasson, flutti ávarp og þakkaði það mikla átak sem með þessari byggingu væri unnið og sagði að ávallt hefði verið gott samstarf milli aðalstöðvar fé- lagsins í Reykjavík og Húsvíkinga. Það sem félagið hefði veitt til stuðn- ings starfmu á Húsavík væri með glöðum hug gert því á Húsavík hefði ávallt verið gott starf unnið. Einar Njálsson bæjarstjóri minntist sérstaklega starfs kvenna að slysavamamálum. Þorgeir B. Hlöðversson kaupfélagsstjóri til- kynnti að Kaupfélag Þingeyinga og tölvufyrirtækið Opin kerfí í Reykja- vík gæfu félaginu veglegan tölvuút- búnað. Aðalsteinn Baldursson af- henti tækjagjöf frá Verkalýðsfélagi Húsavíkur og byggingarfélaginu Árvakri og Brynjar Halldórsson til- kynnti um gjöf frá Kiwanisklúbbn- um Skjálfanda. Örn Björnsson, bankastjóri íslandsbanka, afhenti 100 þús. kr. gjöf til eflingar æsku- lýðsdeildar björgunarsveitarinnar. Að endingu ávörpuðu Jón Friðrik Einarsson, formaður björgunar- sveitarinnar, Hrönn Káradóttir, for- maður Slysavamafélagsdeildar, og Magnús Þorvaldsson, formaður Rauðakrossdeildar, hátíðargesti og þökkuðu orð og gjafir og buðu við- stöddum veitingar og að skoða hús- ið. ekkert verður að gert. Reynslan hefur sýnt okkur að . fögur fyrirheit um úrbætur á hús- næði skólans hafa ekki staðist. Það verður að teljast óeðlilegt af stjóm- völdum að ætlast til að nemendur nemi og vinni við slíkar aðstæður í þijú ár. Það er löngu orðið tíma- bært að ráða varanlega bót á hús- næðis- og vinnuaðstöðu nemenda og kennara Myndlista- og handíða- skóla íslands. Kennarafélag Myndlista- og handíðaskóla Islands tekur heils hugar undir aðgerðir nemenda. Við vonum að þær verði til þess að tekið verði á þessum málum og húsnæðisvandi og vinnuaðstaða okkar allra verði bætt. FRETTIR Málþing um kynferðis- legt ofbeldi MÁLÞING geng kynferðisofbeldi verður haldið í Háskólabíói á laug- ardagsmorgnum á næstunni frá kl. 10-13. Yfirskrift fyrsta fundar- ins er: Kynferðisofbeldi gegn börn- um og verður hann 15. febrúar nk. Margrét Steinarsdóttir flytur fyrirlestur um viðhorf réttarkerfís- ins til vitnsiburðar barna, Kristín Dýrfjörð um vinnureglur kennara í kynferðisbrotamálum, Guðrún Jónsdóttir talar um þögn og bann- helgi og veltir fyrir sér spurning- unni hvers vegna að segja frá best varðveitta leyndarmálinu. Björg Eysteinsdóttir fjallar um kyn- ferðisbrot gegn börnum frá sjónar- hóli skólahjúkrunarfræðings, Ella Kristín Karlsdóttir segir frá boð- leiðum hjá Reykjavíkurborg þegar grunur vaknar um kynferðisbrot og Elfa Björk Ellertsdóttir veltir fyrir sér umgengnisrétti barns og hvort hann sé skilyrðislaus. Yfírskrift næsta fundar sem verður haldinn þann 22. febrúar er andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn konum. Þann 1. mars verður fjallað um nauðganir og þann 8. mars verður málefnið vændi, klám og kynferðisleg áreitni. Málþinginu lýkur með almennum pallborðsum- ræðum þann 15. mars með þátt- töku fjölmargra er láta sig þessi mál varða. Myndakvöld ogferða-^ kynning FI MYNDAKVÖLD Ferðafélags ís- lands verður haldið í kvöld, mið- vikudagskvöld, í hinum stóra sam- komusal ferðafélagsins í Mörkinni 6. Húsið verður opnað kl. 20 en kynningin hefst kl. 20.30. Fyrir hlé verður sagt frá og sýndar myndir frá nýafstaðinni þorraferð í Öræfasveit þar sem m.a. voru skoðuð ummerki Skeið- arárhlaups, t.d. ísgjá í Skeiðarár- jökli og Skaftafell í vetrarbúningi. Þá verða kynntar dagsferðir, helg- arferðir, afmælisferðir o.fl. Einnig kynntar ferðir til Grænlands og Færeyja. Ólafur Sigurgeirsson, Kristján M. Baldursson, Jón Viðars Sigurðsson o.fl. sýna. Eftir hlé segir Haukur Jó- hannesson frá fræðsluferðum sín- um á Strandir en þær verða tvær nú í júní. Ennfremur sýnir hann og segir frá ferð þangað í fyrra- sumar. í þessum ferðum er gist í nýju húsi FÍ í Norðurfírði. Kaffiveitingar verða i hléi. Verð er 500 krónur. Ráðhús Reykjavíkur Ljóð o g ljós- myndir 12 ára nemenda sýnd DROTTNING loftbólanna er sýn- ing í Ráðhúsi Reykjavíkur á ljóðum og ljósmyndum eftir 300 12 ára nemendur í 6 grunnskólum í Reykjavík. Verkefnið var tilboð nú á haustönn á vegum Fræðslumið- stöðvar Reykjavíkur þar sem nem- endur komu með kennurum sínum á stutt námskeið um ljósmynda- sögu, myndbyggingu og mynda- töku. Hver hópur fékk úthlutað ákveðnum svæðum í miðbæ Reykjavíkur en hver nemandi átti að taka mynd af viðfangsefni sem gæti komið af stað hugarflugi er leitt gæti af sér lítið ljóð. Afrakst- ur þeirrar vinnu má líta í Ráðhúsi Reykjavíkur dagana 11.-17. febr- úar nk. Fundur um öryggismál á Skeiðarársandi FUNDUR um öryggismál á Skeið- arársandi verður haldinn í Hofgarði í Öræfum fimmtudaginn 13. febrú- ar og hefst stundvíslega kl. 14 á vegum Ferðamálafélags Austur- Skaftafellssýslu. Frummælendur eru Hafþór Jónsson, frá Almannavörnum ríkis- ins, Þór Magnússon, Slysavamafé- lagi íslands, Páll Imsland, Raunvís- indadeild Háskóla íslands, og Stef- án Benediktsson, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli. Fundarstjóri er Ás- mundur Gíslason. Eftir Grímsvatnahlaupið sl. haust hefur komið í ljós að nú þeg- ar er viðsjárvert að ferðast um hluta af Skeiðarársandi og það sama er að segja inn við jökulinn. Nokkur umræða hefur farið fram um öryggismál á sandinum og Al- mannavarnir ríkisins eru um þessar mundir að ljúka við frumathuganir á máiinu. Á fundinum verður lögð fram skýrsla frá stofnuninni um stöðu mála og jafnframt tillögur sem lúta að öryggi ferðafólks á svæðinu. Fundurinn er öllum opinn en á hann er sérstaklega boðið sýsluyfír- völdum í báðum Skaftafellssýslum, ferðaþjónustuaðilum austan sands, ferðamálafulltrúa á Klaustri, full- trúum björgunarsveita á svæðinu og sveitarstjómum. Allir stærri fjölmiðlar landsins fá vitneskju um málið svo og ferðaskrifstofur innanlands ásamt Ferðamálaráði. Fundurinn er hugsaður sem vett- vangur umræðna um öryggismál á Skeiðarársandi jafnframt því að kynnt verður skýrsla Almanna- varna ríkisins sem fyrr greinir. Kynning á orlofsferðum húsmæðra KYNNINGARFUNDUR á vegum orlofsnefndar húsmæðra í Reykja- vík verður haldinn á Hótel Loftleið- um, Víkingasal, fímmtudaginn 13. febrúar og hefst hann kl. 20. Kynnt- ar verða orlofsferðir sumarsins sem í boði em. í sumar verða farnar eftirtaldar ferðir innanlands. í maí verða farn- ar tvær fjögurra daga ferðir á Hót- el Örk í Hveragerði, ein þriggja daga ferð í Stykkishólm og Breiða- fjarðareyjar og ein fjogurra daga ferð til Akureyrar. í júnímánuði verða farnar tvær vikuferðir á Hvanneyri í Borgarfírði. Þá verða famar þrjár utanlands- ferðir. í apríl verður hálfsmánaðar- ferð til Mallorka, í maí verður 5 daga ferð til Porto Roz f Júgóslavíu og síðan ein vikuferð í júní um hálendi Skotlands. Hægt verður að bóka sig í ferðir á fundinum. Skrifstofa orlofsnefnd- ar á Hverfísgötu 69 verður opin frá 17. febrúar milli kl. 17 og 19. Námskeið í notkun GPS staðsetningar- tækja BJÖRGUNARSKÓLI Landsbjargar og Slysavarnafélag íslands stendur fyrir námskeiði fyrir almenning um notkun GPS staðsetningartækja í Reykjavík laugardaginn 15. febrúar kl. 10. Námskeiðið fer fram í hús- næði Landsbjargar í Stangarhyl 1. Námskeiðið er öllum opið en gengið er út frá því að þátttakend- ur kunni töluvert fyrir sér í notkun áttavita og landakorta og mun nám- skeiðið ekki nýtast öðrum. Þátttökugjald er 2.000 kr. og er hámarksfjöldi 15 þátttakendur. Væntanlegir þátttakendur verða að skrá sig á skrifstofu Björgunarskól- ans í síðasta lagi fyrir hádegi föstu- daginn 14. febrúar. Kennarar MHI styðja aðgerðir og kröfur nemenda Fornleiðastæði fylgt inn að Rauðará HAFNARGÖNGUHÓPURINN fer í miðvikudagskvöldgöngu sinni, 12. febrúar, kl. 20 frá Hafnarhúsinu og fylgt fornleiðarstæði inn að Rauðará og litið inn á Borgarskipu- lag Reykjavíkur. Bjöm Atlason umhverfísstjóri kynnir tillögur að aðalskipulagi Reykjavíkur næstu 20 árin. Til baka verður gengið þar sem gangstígur gæti legið árið 2000. Allir velkomnir. Mótmæla niður- ^ skurði á fjár- magni til Sjúkrahússins á Blönduósi FYRIRHUGUÐUM niðurskurði á fjárveitingum til reksturs Sjúkra- hússins á Blönduósi er harðlega mótmælt í ályktun fundar í stjóm og trúnaðarmannaráði Verkalýðs- félags A-Húnvetninga. Telur fund- urinn „að ekki verði lengra gengið með niðurskurðarhnífínn þar án verulegrar skerðingar á þjónustu, en slíkt er með öllu óásættanlegt“, segir í áyktuninni. Þá telur fundurinn að yfirlýsing- ar ríkisstjórnarinnar um fjölgun starfa í opinberri þjónustu á lands- byggðinni samræmist illa því að á sama tíma sé unnið skipulega að fækkun slíkra starfa hjá ýmsum opinberum stofnunum og þau flutt til Reykjavíkur og kölluð þjónustu- störf við landsbyggðina. Skorað er á þingmenn Norður- lands vestra og Héraðsnefnd A--^ Hún. að vinna ötullega að því að strax á þessu ári verði tryggt fjár- magn til uppbyggingar á endurhæf- ingarstöð í kjallara byggingar Heil- sugæslustöðvarinnar á Blönduósi. V.A.H. bendir á fjölgun þeirra sem þurfa á slíkri endurhæfingu að halda sé mikil. Rannsóknastofa í kvennafræðum Kveður lítt að körlum? RANNSÓKNASTOFA í kvenna- fræðum við HÍ stendur fyrir rabbi um rannsóknir og kvennafræði nokkra fímmtudaga á vormisseri. Á fyrsta rabbfundinum sem verður á morgun fjallar Ingólfur Gíslason, félagsfræðingur á skrifstofu jafn- réttismála um tregðu karla til að ræða um sjálfa sig sem félagslegt kyn og varpar m.a. fram spuming- unni „Kveður lítt að körlum?" Fyrirhugaðir em sex rabbfundir á vormisseri. Þeir fara allir fram í stofu 101 í Odda og hefjast kl. 12 á hádegi. Meðal þess sem fjallað verður um er hagfræði mismunun- ar, kvennaréttur, ljóð íslenskra kvenna, konur í sjávarbyggðum og hlutur kvenna í fjölmiðlum. ■ REYKJA VÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir tveimur námskeiðum í almennri skyndihjálp á næstunni. Fyrra námskeiðið hefst fimmtudag- inn 13. febrúar kl. 19-23. Einnig verður kennt 17. og 18. febrúar. Helgamámskeið verður haldið 22. og 23. febrúar. Kennt verður frá kl. 10-17 báða dagana. Bæði námskeið- in verða 16 kennslustundir. Kennt verður í Fákafeni 11, 2. hæð. Þátt- taka er heimil öllum 15 ára og eldri. APOTEK OPIÐ ÓLL KVÖLD VIK.UNNAR.T1L KL 21.00 HRINGBRAUT 1 19, -VIÐILHOSIÐ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.