Morgunblaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP LEIKARARNIR sem sjá um að halda Bráðavaktinni gangandi. Bráðavaktin dæmigerð fyrir Bandaríkin BRÁÐAVAKTIN hefur göngu sína að nýju í Sjónvarpinu í kvöld. Þess- ir þættir hafa notið gífurlegra vin- sælda jafnt hér á landi sem erlend- is og nægir að nefna að þeir voru með næstmest áhorf á eftir Sein- feld í Bandaríkjunum eftir að sýn- ingar á þeim hófust í janúar. Aðal Bráðavaktarinnar hefur þótt liggja í því að þættirnir dragi upp raunsanna mynd af lífinu eins og það gengur fyrir sig á slysa- deildum erlendis. „Mér finnst þetta alveg dæmigert fyrir bráðavaktir í Bandaríkjunum," segir Magnús Kolbeinsson, skurðlæknir á Sjúkrahúsi Akraness, sem vann við skurðlækningar á San Francisco- svæðinu í þrettán ár. Fengist við öll bráðatilfelli „Öfugt við slysadeildir hér heima koma ekki aðeins beinbrot eða skurðir á slysadeildir í Banda- ríkjunum heldur öll bráðatilfelli, hjartaáföli, skotsár og nánast hvað sem er. Umgjörðin um þættina er þess vegna mjög sannfærandi og þessir þættir gætu vel gerst á bráðavakt í Chicago. Þar er ástandið nákvæmlega svona.“ Magnús segir að skurðaðgerðir í þáttunum og vinnulag á spítal- anum séu sann- færandi miðað við afþreyingarefni í sjónvarpi. „Þetta er afskaplega vel gert,“ segir hann. „Auðvitað er alltaf hægt að finna að einstaka smáatriðum, en í heildina séð er þetta mjög raunverulegt." Minna um fátækt og glæpi Hann segir að auðvitað sé mik- ill munur á þeim raunveruleika sem þættirnir endurspegli og íslenskum veruleika. „Bráðatilfellin eru áber- andi færri á Akranesi en í Chicago,“ bætir hann við og bros- ir. „Hér er meira um að aðgerðir séu undirbúnar vandlega áður en þær fara fram. Fátæktin er ekki eins mikil og minna um líkams- árásir og glæpi. Sumu fólki í veru- lega vondum málum er rúllað inn á bráðavaktir í Bandaríkjunum ef það er fátækt og ekki með trygg- ingu.“ Magnús segir að læknisþjónust- an í þáttunum sé mjög góð. „Vandamálið ræður öllu,“ segir hann. „Byijað er á að greina hvað er að sjúklingnum. Síðan er flokk- unin tiltölulega góð og skjót á því hvaða tilfelli eru brýnust og hveiju er nauðsynlegast að sinna. Þannig á þetta að vera á góðum og skil- virkum bráðamóttökum.“ BRUNASÁRIN sem fengist er við á Bráða- vaktinni geta litið mjög raun- verulega út. Chaplin teiknimyndanna aftur fram á sjónarsviðið ROSCO er góðmennskan upp- máluð. FATS Holler á best heima í spennitreyju. CANDY Kitty er óheppin í karlamálum. MARGIR sjónvarpsáhorfendur muna eflaust eftir Kettinum Felix, sem er ein af fyrstu teiknimyndahetjunum. Hann var jafnvel á undan Mikka mús fram á sjónarsviðið. Nú hefur verið gerð ný teiknmyndaröð um þennan sprellikött og verð- ur fyrsti þáttur sýndur í Sjón- varpinu í dag. Tapsár og hræðist humra Felix hefur stundum verið kallaður Charlie Chaplin teikni- myndanna. Hann er greindur, elskulegur og getur verið hrekkvís. Stundum er hann hug- rakkur og stundum dauðhrædd- ur, til dæmis við humar. Hann getur verið höfðinglegur þegar hann ber sigur úr býtum en er aftur á móti afar tapsár. Rosco bregður ósjaldan fyrir í teiknimyndunum. Hann minnir einna helst á Lenny, úr sögu Steinbecks Mýs og menn. Hann er meinlaus einfeldningur sem þarf lítið til að gleðja. Til dæm- is finnst honum afar skemmti- legt að ferðast í bilum, lestum og flugvélum með höfuðið út um gluggann. Rosco er of vit- laus til að geta verið kaldhæð- inn eða tortrygginn, en hann getur reiðst, einkum þegar hann heldur uppi vörnum fyrir Felix. Fats Holler er með lausa skrúfu og er jafnan kynntur til sögunnar þegar hann beitir stórkostlegum bellibrögðum til KÖTTURINN Felix Iendir í ýmsum ævintýrum. að flýja geðveikrahæli. Hann er einstaklega hamingjusamur og óbeislaður með öllu. Auk þess er hann geðklofi og getur brugðið sér í ýmis gervi. 35 miiyónir hver þáttur Candy Kitty, systir Rosco, fær karlkyns söguhetjur teikni- myndanna bókstaflega til að bráðna af hrifningu. Hún er bráðgáfuð og gegnir ólíkum hlutverkum í hveijum þætti, t.d. kvikmyndaframleiðanda, pró- fessors eða vísindamanns. Hún fellur jafnan fyrir mesta aula- bárðinum í hveijum þætti, en aldrei Felix. Hinn þekkti teiknimynda- gerðarmaður Film Roman er framleiðandi þáttanna, en hann hefur meðal annars átt þátt í gerð þátta eins og „The Simp- sons“ og „Garfield and Friends". Hann hefur kostað öllu til að gera teiknimyndirnar sem best úr garði. Hver þáttur kostaði um 35 milljónir króna í framleiðslu og inniheldur þijár sögur. MYNDBÖND SÍÐUSTU VIKU Bréfsprengjuvargurinn (Unabomber) jHú í leit að sannleikanum (Where the Truth Lies) k Fjölskyldumál (A Family Thing) kkk Sólarkeppnin (Race the Sun) k'h Engin undankomuleið (No Exit) Leiðin að gullna drekan- um (The Quest) k k Lífhvolfið (Bio-Dome) 'h Háskaleikur (The Final Cut) k Loforðið (Keeping the Promise) k k'h Ráðgátur: Tunguska (The X-files: Tunguska) + +'h Vopnahléið (Nothing Personal) k + k'h Undur í djúpum (Magic in the Water) + + Lokadansinn (LastDance) + 'L Nótt hvifilvindanna (The Night ofthe Twisters) + + Auga fyrir auga (Eye for an Eye) +'h

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.