Morgunblaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1997 21 AÐSENDAR GREIIMAR Ljós yfir Hellisheiði AÐ GEFNU tilefni langar mig að rifja upp sögu varðandi tillögu um Ijós yfir Hellisheiði. Á þinginu 1987-88 flutti ég ásamt nokkr- um þingmönnum, þeim Guðna Ágústssyni, Margréti Frímanns- dóttur, Guðmundi Á. Garðarssyni, Unni Stef- ánsdóttur, Maríu E. Ingvadóttur og Aðal- heiði Bjarnfreðsdóttur, tillögu til þingsályktun- ar um að setja upp lýs- ingu á Suðurlandsvegi á Hellisheiði. Tillagan hljóðaði þannig: Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta gera könnun á kostnaði við að lýsa upp Suðurlandsveg frá Reykjavík um Hellisheiði að Hveragerði. Jafn- framt verði leitað leiða til fram- kvæmda við verkið. í greinargerð sagði: Svo sem kunnugt er er Suður- landsvegur um Hellis- heiði aðalsamgönguæð frá Reykjavík til hinna fjölförnu og blómlegu byggða Suðurlandsund- irlendisins, auk þess að vera kafli af hringveg- inum með miklum um- ferðarþunga. Síaukin samskipti Stór-Reykja- víkursvæðisins og Suð- urlands eykur nauðsyn þess að vegurinn sé allt- af opinn. Með tækni og framförum nútímans er vegurinn orðinn hár, beinn og breiður með bundnu slitlagi. En vegna hæðar yfir sjó og náttúrufars eru gjarnan, sérstaklega í skammdeginu, mörg veðrabelti á leiðinni. Fyrirvaralaust skapast oft hættuástand enda hafa orðið mörg alvarleg umferðarslys, sérstaklega á leiðinni úr Hveradölum og niður í Kamba. Því væri æskilegt að fyrsti áfangi í lýsingu vegarins yrði á þess- Stöðug ferða- og flutn- ingaþörf til og frá Suð- urlandi í hvaða veðri sem er, segir Eggert Haukdal, knýr á um framkvæmdina. um kafla. Nýta ber þá reynslu sem fyrir liggur um gerð Ijósa sem sjást vel í lélegu skyggni. Hin geysilega fjölgun ferðamanna á leið um Suðurland og lenging ferðamannatímans ýtir á þessa framkvæmd. En fyrst og fremst er það hin stöðuga ferða- og flutninga- þörf til og frá Suðurlandi í hvaða veðri sem er sem knýr á um að þetta verði framkvæmt sem allra fyrst. Tillagan hlaut byr Tillagan hlaut strax góðar undir- tektir og fram kom sameiginlegt Eggert Haukdal Gjaldheimta fyrir ríkið skýrir hækkunina REYKVÍKINGAR fengu í janúar síðastliðnum í hendur álagningar- seðla fasteignagjalda og bruna- tengdra gjalda fyrir árið 1997. Flestum er gert að greiða meira samanlagt en í fyrra en hækkunina má í flest- um tilvikum rekja til gjalda sem innheimt eru fyrir ríkissjóð. Nauðsynlegt er að vekja sérstaklega at- hygli á þessu enda hafa misvísandi upplýsingar birst á opinberum vett- vangi um fasteigna- tengd gjöld í höfuð- borginni. Sjálft álagningar- hlutfall gjalda á íbúðar- húsnæði í Reykjavík hefur ekki breyst frá því í fyrra. Hins vegar er vatnsgjald- ið nú innheimt í samræmi við nýleg- ar reglur sem ýmist geta leitt til hækkunar eða lækkunar. Sama á við um atvinnuhúsnæði. Vatnsgjald var áður miðað við rúmmál húsa en nú er innheimt fast gjald, 2.000 krónur fyrir íbúð, auk 78 króna á hvern fermetra. Þá hefur álagning- arhlutfall fasteignaskatts á atvinnu- húsnæði hækkað í samræmi við breytt lög um tekjustofna sveitarfé- laga. Sérstakur fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði lækkar hins vegar í áföngum og fellur niður árið 1999. Borgarsjóður innheimtir fast- eignaskatt, lóðarleigu, tunnuleigu, vatnsgjald og holræsagjald, sem nefnd eru í einu lagi fasteignagjöld á álagningarseðlinum. Þetta eru tekjur borgarinnar sem notaðar eru til að greiða fyrir margvíslega þjón- ustu við íbúana. Brunabótaiðgjald rennur til tryggingafélagsins Húsa- trygginga Reykjavíkur hf., sem vegna brunatrygginga. Eftir standa þá viðlagatryggingargjald, bruna- varnagjald, umsýslu- gjald og forvarnágjald, sem öll eru innheimt fyrir ríkissjóð. Forvar- nagjaldið, 0,2 af vá- tryggingarverðmæti eignar, er nú innheimt í fyrsta sinn, sam- kvæmt lögum sem sam- þykkt voru á vorþingi 1996. Það rennur í Of- anflóðasjóð til að greiða kostnað við rekstur sjóðsins og kostnað við varnir gegn ofanflóð- um. Þetta skýrir stærstan hluta hækk- unar á heildargjöldum sem lögð eru á borg- arbúa í ár. Taka má tiltekna eign sem dæmi. Húsmat hennar er 8 milljónir króna, lóðarmat 2 milljónir króna og bruna- bótamat 10 milljónir króna: SJÁ TÖFLU Rétt er að ítreka í lokin að tekju- lágir elli- og örorkulífeyrisþegar, sem greiddu lægri fasteignaskatt og holræsagjald árið 1996, greiða líka lægri fasteignaskatt og hol- ræsagjald í ár í samræmi við sér- stakar viðmiðunarreglur um tekjur einstaklinga eða hjóna. Framtals- nefnd úrskurðar síðar í vetur hve mikið gjöld skuli lækka og viðkom- Flestum er gert að greiða meira samanlagt en í fyrra, segir Ingi- björg Sólrún Gísla- dóttir, en hækkunina má í flestum tilvikum rekja til gjalda sem inn- heimt eru fyrir ríkissjóð. andi fær tilkynningu um breytta álagningu eftir að farið hefur verið yfir framtöl gjaldenda. Viðmiðunarreglur vegna lækk- unar fasteignaskatts og holræsa- gjalds 1997: 100% lækkun. Ein- staklingar með tekjur (í peningum) innan við 670.000 kr. Hjón með samanlagðar tekjur innan við 940.000 kr. 80% lækkun. Einstaklingar með tekjur á bilinu 670.000 til 740.000 kr. Hjón með samanlagðar tekjur á bilinu 940.000 til 1.025.000 kr. 50% hækkun. Einstaklingar með tekjur á bilinu 740.000 til 830.000 kr. Hjón með samanlagðar tekjur á bilinu 1.025.000 til 1.170.000 kr. Höfundur er borgnrstjóri í Reykjavík. Álagningarár 1996 1997 Borgarsjóður/fasteignagjöld 71.766 kr. 71.377 kr. Húsatryggingar Reykjavíkur hf. 1.445 kr. 1.533 kr. Innheimt gjöld fyrir ríkissjóð 3.560 kr. 5.968 kr. Samtals 76.771 kr. 78.838 kr. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir nefndarálit frá atvinnumálanefnd þar sem mælt var með henni. Þegar nefnd stendur sameiginlega að máli er vanalegt að tilagan hljóti brautar- gengi. Við afgreiðslu tillögunnar kom hins vegar fram smátaugatitringur hjá einstökum þingmönnum gegn henni. Eftir að sú umræða hafði gengið fram nokkra stund kvaddi Albert Guðmundsson sér hljóðs og mælti með henni. Lokaorð hans voru: Ég skil ekki hvers vegna menn mæla á móti þessari tillögu, nema að það sé af öfund, af því þeir hafa ekki verið beðnir að gerast meðflutn- ingsmenn. Já, vissulega er öfundin oft með í för í pólitíkinni. Tillagan var síðan samþykkt. Fyrir löngu hefði Suðurland átt að vera búið að fá fjármagn til vega- mála utan skipta (áður en skipt er á milli kjördæma) til að framkvæma þessa tillögu. Hún er ekki lengur bara mál Suðurlands. Framkvæmdin er einnig þýðingarmikil fyrir Austur- land, hringveginn, og ekki síst íbúa Stór-Reykjavíkursvæðisins. Útgöngumenn En það voru aðeins fleiri með taugatitring gegn þessari tillögu en sýnt höfðu sig í ræðustól. Meðan á umræðunni stóð viku báðir félagar mínir, Johnsen og Steini, úr þingsal og komu ekki aftur fyrr en að lokn- um atkvæðum. Þeir léðu tillögunni ekki fylgi, hvorki í umræðum né atkvæðum. Af því að tillagan var frá mér var ekki hægt að sam- þykkja hana. Já, hvers vegna þurfti gott mál að gjalda öfundar og heiftar. Þannig var staðan á því herrans ári 1988. En hvernig er hún í dag og þá sé einungis litið á þetta eina mál: Ljós yfir Hellisheiði. Fundir í Hveragerði og á Selfossi Síðastliðið haust hélt Sjálfstæðis- félag Hveragerðis allfjölmennan fund. Einum fundargesta varð á að spyija hvað liði framgöngu nokkurra ára gamallar tillögu um ljós yfir Hellisheiði sem samþykkt hefði ver- ið. Fundarmanni varð og á að nefna nafn mitt í sambandi við tillöguna. Samkvæmt frásögn fundarmanns hvesstu þeir Árni og Þorsteinn sig mjög. Gerðu lítið úr málinu og fyrsta flutningsmanni. Þetta mál hefði ekki forgang. Á öðrum verkefnum lægi meira. Já, venjulegir menn eiga að þegja og bugta sig og beygja í ná- vist guðanna. Fyrir skömmu var haldinn fundur á Selfossi um málefnið Suðurland 2000. Nú brá svo við að sögn fund- armanns að Árni Johnsen ræddi um ljós yfir Hellisheiði og taldi að þeim þyrfti að hraða. Batnandi manni er best að lifa. Ekki kom Árni fyrir sig nafni fyrsta flutningsmanns tillögunnar og er sannariega ekki um að_ sak- ast. Það skiptir ekki máli. Ýmsir fara hins vegar að gieyma eftir að þeir komast á sextugsaldurinn og sýnist Árni vera gott dæmi um það. Fyrirspurn til samgönguráðherra Nú hafa Guðni Ágústsson og Guðmundur Hallvarðsson beint fyr- irspurn til samgönguráðherra um hvað líði framkvæmd þingsályktun- artillögu um lýsingu Hellisheiðar, þegar átta ár eru liðin frá samþykkt hennar. Frá upphaflegri samþykkt tillögunnar hefur lausnin verið að- eins ein í málinu fyrir þingmenn Suðurlands: Að víkja heift og öfund til hliðar. Taka á. Minnast orða Tóm- asar úr kvæðinu Að Áshildarmýri: En gæt þess að sagan oss dæmir til feigðar þá fyrst, er frelsi og rétti vors lands stendur ógn af oss sjálf- um. Það hefur lengi vantað aukinn metnað og kraft fyrir Suðurland í sunnlenska þingmenn. Eitt dæmi er lýsing Hellisheiðar. Henni hefur staðið ógn af oss sjálfum. Höfundur er fyrrv. alþingismaður Squash öklaskór Ath: Vandað leður, gúmmísóli, hlýfóður. Verð: 1.995,- Áðurj_3-4957- Tegund: 2614 Stærðir: 30-41 Litur: Svartir Póstsendum samdæffurs \oppskórinn Veltusundi við Ingólfstorg sími: 552 1227 J FIUGIÉLAG AKUREYRAR 1937 1997 FLUGLEIÐIR J083? I tilefni 60 ára fiugafmælis bjóða Flugleiðir 6.000 kr. afslátt af verði allra pakkaferðat í 6 daga til laugardagsins 16. febrúar. Söluskrifstofur Flugleiða eru opnar laugardaginn 16. febrúar tii kl. 16. 'Afslátturinn bætist ekki við afsláttartilboö í ferðabæklinguin Flugleiða. FLUGLEIDIR Traustur íslenskur ferðafélagi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.