Morgunblaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Kristján Mikið að gera í Slippstöðinni STARFSMENN Slippstöðvarinn- ar hafa verið önnum kafnir síð- ustu vikur, en mikið er að gera í stöðinni um þessar mundir. Fjöldi skipa hefur verið þar til viðgerða og endurbóta og innan skamms verður hafist handa við umfangsmiklar endurbætur á rússneskum togara. Skortur á járniðnaðarmönnum er tilfinnan- legur þegar svo mikið er um verkefni og hyggjast forráða- menn Slippstöðvarinnar leita út til Póllands eftir mönnum með slíka menntun, en gert er ráð fyrir að um tuttugu pólskir járn- iðnaðarmenn munu næstu vikur starfa þjá stöðinni. Á myndinni sjást trillurnar í dokkinni í for- grunni, en yfir gömlu verbúð- arskúrunum gnæfa rússneski togarinn Opon og einn togara MHF, dótturfélags Útgerðarfé- lags Akureyrar. Borgarafíxndur á Akureyri um skólaskipan grunnskólanna sunnan Glerár Miðvikudaginn 12. febrúar kl. 20.30 er boðað til borgarafiindar í safitaðarheimili Akureyrarkirkju. Efni fundarins verður kynning á tillögum skólanefndar um skólaskipan grunnskólanna sunnan Glerár. Dagskrá: Ávarp bæjarstjóra, Jakobs Björnssonar. Kynning á tillögum skólanefndar: Jón Ingi Cæsarsson, starfandi formaður skólanefndar. Ingólfur Ármannsson, skólafulltrúi. Ávarp fulltrúa foreldraráðs grunnskólanna sunnan Glerár. Fyrirspurnir til frummælenda. Umræður. Fundarstjóri verður Kristján Sigurjónsson, fféttamaður Ríkisútvarpsins á Akureyri. Fundurinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir. Skólanefnd Akureyrar. Nýtt skipulag fyrir suðurhluta Oddeyrar 30 nýjar íbúðir og átak í umhverfismálum Morgunblaðið/Kristján GUNNAR Frímannsson með hestinn Frissa fríska framan við hesthús sitt í hesthúsahverfinu Breiðholti. Frissa fríska leikarnir fyrir hestakrakka Búist við um 300 þátttakendum í sumar HESTAMANNAFÉLAGIÐ Léttir á Akureyri hlaut viðurkenningu fyrir gott starf í þágu unga fólks- ins, á 7. ársjnngi Hestaíþrótta- sambands Islands, HIS, nýlega. Léttir stóð fyrir Frissa fríska leikunum fyrir alla hestakrakka sl. sumar og þóttu þeir takast mjög vel. Er það ekki síst fyrir þá leika að félagið hlaut viður- kenningu HÍS. Stefnt er að því að gera Frissa friska leikana að árlegum við- burði og er undirbúningur fyrir mótið í sumar kominn í fullan gang. Síðastliðið sumar voru þátttakendur 112 víðs vegar að af landinu en í sumar er búist við um 300 þátttakendum úr öll- um landsfjórðungum. Mikill áhugi um allt land Gunnar Frímannsson hefur ásamt Reyni Hjartarsyni og fleir- um, borið hita og þunga af undir- búningi leikanna og hann segist þegar finna fyrir miklum áhuga víða um land. Gunnar segir að viðurkenning HÍS um daginn sé mesta viðurkenning sem hægt sé að fá fyrir barna- og unglinga- starf. „Og við finnum fyrir því að þetta starf okkar er metið.“ Mjólkursamlag KEA er aðal- styrktaraðili leikanna en mun fleiri leggja þessu máli lið. Léttir fékk styrk frá LH og HÍS í fyrra og Tóbaksvarnarnefnd gaf allar viðurkenningar. Hjónin Sigur- björn Bárðarson og Fríða Stein- arsdóttir gáfu bikar til handa _ prúðasta knapa leikanna og HIS gaf bikar fyrir prúðmannlegustu framkomu liðs jafnt innan sem utan vallar. Allt saman leikur Hestasport á Akureyri gaf 50 verðlaun sl. sumar. Þá var dreg- ið úr öllum þátttökunúmerum í fyrra og fékk einn heppinn þátt- takandi folald að gjöf. Sami hátt- ur verður hafður á í sumar. Þátttakendur eru hestakrakk- ar á aldrinum 6-16 ára og er þeim skipt upp í flokka. Gunnar segir að þótt krakkarnir keppi um stig sé þetta allt saman leikur og snúist um að leysa ýmsar þrautir á hrossunum. Keppnin fer að mestu fram á svæði félags- ins að Lögmannshlíð en 2-3 flokkar eru nær miðbænum og reyna fyrir sér á flötinni framan við Samkomuhúsið. Leikarnir fara fram fyrstu helgi júnímánaðar og standa yfir í þrjá daga. Þátttökugjald er kr. 1.000 o g er fæði og uppihald inni- falið í þeirri upphæð. Morgunblaðið/Kristján LÝSINGARUPPDRÁTTUR af nýju skipulagi suðurhluta Oddeyrar. NÝTT deiliskipulag fyrir suðurhluta Oddeyrar hefur verið samþykkt og öðlast það að sögn Gísla Braga Hjartarsonar lagagildi um leið og það hefur hlotið endanlega af- greiðslu eða stimpil Skipulags ríkis- ins. Arkitektastofan í Grófargili hefur unnið þetta verkefni. Um er að ræða svæði sem af- markast af Glerárgötu, Eiðsvalla- götu, Hjalteyrargötu og Strand- götu, sem er elsti hluti byggðarinn- ar syðst á Oddeyri og er verkefnið hluti af heildardeiliskipulagi íbúða- byggðarinnar á eyrinni. Hverfið var að mestu byggt á árunum 1875- 1925. Gatnakerfið er rúðumynstrað og reglulegt og gefur hverfinu ákveðið yfirbragð bæjar eða borgar þótt húsin séu smá, flest lítil timbur- hús af ýmsum gerðum. Endurnýjun bæjarhiutans „Það hefur mikil vinna verið lögð í að skipuleggja þetta svæði, hún hófst í raun fyrir um 8-10 árum og stóð með hléum, en síðasta ár hefur ötullega verið unnið að deili- skipulagsvinnunni þannig að von- andi verður þess ekki langt að bíða að hverfið komist í það horf sem ætlunin er að koma því í,“ segir Gísli Bragi. Hann segir að nánast sé um að ræða algjöra endurnýjun þessa bæjarhluta. Niðurstaðan hafi orðið sú að haldið er í gömlu götumynd- ina sem fyrir er, hún sé sérstök, bam síns tíma. „Þetta verkefni er liður í að gera svæðið meira aðlað- andi. í mínum huga verður um að ræða spennandi hverfi fyrir unga sem aldna,“ segir Gísli Bragi. Alls er gert ráð fyrir að um 30 nýjar „VERKAFÓLK er að missa þolin- mæðina og gerir kröfur um að kjör þess verði bætt án undan- bragða. Verði ekki orðið við þess- ari réttlátu kröfu er ekki um annað að ræða en félögin afli sér verk- fallsheimildar og láti reyna á sam- takamátt sinn,“ segir í ályktun frá félagsfundi Iðju, félags verk- smiðjufólks á Akureyri og ná- grenni, sem haldinn var um helg- ina. Átaldi fundurinn harðlega þann íbúðir verði byggðar á þessu svæði og þá verður margvíslegum umverf- isbótum hrint í framkvæmd. Annars vegar verður unnið eftir fram- kvæmdaáætlun sem snýr að opin- berum svæðum, götum, gangstétt- um og opnum svæðum svo og nýjum byggingalóðum og eins verður unn- ið að umhverfisbótum sem miða að gerð opinna svæða og leiksvæða, skúrar verða rifnir og bakhús sem þykja til lýta og óþrifnaðar. Áhugi á lóðunum Gísli Bragi segir að fyrirspumir hafi þegar borist um nýju lóðimar og vonast hann til að sem fyrst verði hægt að augiýsa þær lausar til umsóknar. Greinilegt væri að nokkur áhugi væri fyrir því að byggja nýjar íbúðir í þessu gamalgróna hverfi. seinagang sem vinnuveitendasam- tökin sýna með því að draga samn- ingaviðræðurnar á langinn. Með gerð viðræðuáætlunar í október síðastliðnum hafi verið talið að hægt yrði að flýta fyrir samning- um, en annað komið á daginn. Skorar fundurinn því á fulltrúa atvinnurekenda að sýna samnings- viljann í verki. Einnig lýsir hann furðu sinni á þeim fullyrðingum að 70 þúsund króna lágmarkslaun kalli á óðaverðbólgu í landinu. Víntegundir veitinga- húss rannsakaðar Áfengið í lagi í KJÖLFAR athugunar sýslu- mannsembættisins á Akureyri á vínbirgðum veitingahúsa í bænum fyrir skömmu, var áfengi úr einu húsi tekið úr umferð og sent í rannsókn til Reykjavíkur. Alls voru 5 vínteg- undir úr húsinu athugaðar og að sögn Bjöms Jósefs Arnviðar- sonar, sýslumanns á Akureyri, virtist í lagi með áfengið. Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu viðurkenndi bar- þjónn á veitingastaðnum Kjall- aranum að hafa þynnt út vín. Rannsóknarlögreglan mældi styrkleika víns í nokkrum flösk- um hjá barþjóninum og þá kom í ljós að vín sem átti að vera 40% að styrkleika var aðeins um 30%. Málið kom upp í áður- nefndri athugun á vínbirgðum veitingahúsa bæjarins. Félagsfundur Iðju Verkafólk að missa þolinmæðina i ) í i \ l » i i i I I í I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.