Morgunblaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1997 23 AÐSEIMDAR GREINAR Sjónstöð íslands 10 ára TOLFTA febrúar fyrir tíu árum var stigið heilladijúgt skref til hagsbóta fyrir blinda og sjónskerta hér á landi en þann dag var Sjónstöð Islands stofn- uð. Athuganir sýna að fátt óttast menn meira en blindu en hætt er við að án sjónarinnar myndu athafnir hins daglega lífs veitast okkur býsna torveldar. Blinda hefur fylgt mannkyninu frá örófi alda. Orsakir hennar og algengi hafa þó breyst í tímans rás. Hlutskipti blindra hefur batnað. Fyrr á öldum var hinn blindi eingöngu þiggjandi, lítið betur settur en dauður, eða eins og segir í Háva- málum: „Blindur er betri; en brendur sé; nýtur manngi nás.“ Þetta hefur nú breyst þannig að í dag er hinn blindi ekki aðeins virkur þátttak- andi, heldur fullgildur meðlimur í samfélagi okkar. Breytingin hefur þó ekki orðið án átaka og hafa margir lagt þar hönd á plóginn. Fyrstan skal nefna Þór- stein Bjarnason sem hófst handa við að kenna blindum körfugerð árið 1923. Blindravinafélagið var siðan stofnað árið 1932 og er það elsta starfandi styrktarfélag fatlaðra hér á landi. Það beitti sér meðal annars fyrir kennslu blindra barna, bæði bóklegri og verklegri. Árið 1939 ákváðu blindir að taka stjórn sinna mála í eigin hendur og stofnuðu Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á íslandi. Það er reyndar fyrsta öryrkjafélag lands- ins. Þessi þróun mála var ofur eðli- leg, þar sem sjónskertir eru á öllum aldri og því margir hveijir með fulla starfsorku og vel í stakk búnir til að takast á við eigin vandamál. Með stofnun Blindrafélagsins bundust sjónskertir sterkum böndum og hafa með gífurlegum dugnaði haft forgöngu um ýmis réttindamál blindra. Hinsvegar var kannski óraunhæft að ætlast tii þess að áhugamannasamtök stæðu ein undir öllum þeim kostnaði sem starfsem- inni fylgdi. Því var það að samfélag- ið tók við hluta hennar og bætti um betur, enda er eitt af aðalsmerkjum velferðarþjóðfélags að koma til að- stoðar þeim einstaklingum sem vegna fötlunar eru hjálpar þurfi. Það var svo í desember 1982 að þáverandi heilbrigðisráðherra skip- aði nefnd, sem gera skyldi tillögur um starfsemi sjónstöðvar og skipu- lagningu sjónverndar í landinu, þar með talið forvarnarstarf, úthlutun hjálpartækja og hlutdeild hins opin- bera í því. Frumkvæðið að þessu átti prófessor Guð- mundur Björnsson fyrr- um yfirlæknir Augn- deildar Landakotsspít- ala og var Sjónstöð ís- lands formlega stofnuð 12. febrúar 1987. Lögum samkvæmt er Sjónstöðinni ætlað að annast hverskonar þjónustu við sjónskerta, svo sem sjúkdómsgrein- ingu, mælingu og út- hlutun sérhæfðra hjálp- artækja, þjálfun og hverskonar endurhæf- ingu sem sjónskertir þurfa á að halda. Stofn- uninni er einnig ætlað að halda skrá yfir alla þá landsmenn sem sjónskertir eru. Þessi 10 ár sem stöðin hefur starf- að hefur hún sinnt um 2.100 ein- staklingum. Um síðustu áramót voru á lífi um 1.500 sjónskertir og blind- Lífshættir nútíma- mannsins, segir Guð- mundur Viggósson, gera æ meiri kröfur til sjónarinnar. ir einstaklingar hér á landi. Lang- flestir þeirra eru aldraðir og er orsök sjónskerðingar þeirra oftast hrörn- unarsjúkdómar í augum. Ennþá er í fæstum tilvikum hægt að bjóða upp á lækningu en öllum má þó hjálpa með sjónhjálpartækjum af ýmsum gerðum ásamt kennslu í athöfnum hins daglega lífs. Lífshættir nútímamannsins gera æ meiri kröfur til sjónarinnar. Segja má að aldrei fyrr hafi sjónin skipt manninn jafnmiklu máli og nú vegna mikillar aukningar myndmáls og rit- máls. Það er því þakkarvert að þörf- um augnsjúklinga er vel sinnt með greiðum aðgangi að fjölmennri og ágætlega menntaðri augnlækna- stétt, ásamt vel tækjum búinni augn- deild. Sjóndepra og blinda eru yfirleitt lokastig ákveðinna augnsjúkdóma. Rétt er því að tíunda hér lítillega helstu blinduvaldandi sjúkdóma á íslandi í dag, og geta helstu ráða, sem tiitæk eru gegn þeim. Langalgengasta orsök verulegrar sjóndepru hér á landi er aldursrýrn- un í miðgróf sjónu, það er gula blett- inum, sem oft er ranglega nefnd kölkun í augnbotni. Sjúkdómurinn leggst nær eingöngu á roskið eða gamalt fólk. Um áttrætt er til dæm- is nær annar hver maður haldinn honum að einhveiju leyti. Um 60% allra skjólstæðinga Sjónstöðvarinnar Guðmundur Viggósson eru sjónskertir af hennar völdum. Skemmdin verður nær eingöngu á því svæði sjónu þar sem sjónskerpa er að jafnaði mest. Þess vegna veld- ur hún fyrst og fremst lestrarörðug- leikum, jafnt á bók sem texta á tölvu- eða sjónvarpsskjá. Á hinn bóginn helst sjónin til hliðanna, þannig að þeir sem haldnir eru þess- um sjúkdómi verða ekki alblindir. Hliðarsjónin nægir í flestum tilvikum sem ratsjón, þ.e.a.s. menn geta farið hjálparlaust um sitt nánasta um- hverfi og jafnvel víðar við góð skil- yrði. í flestum tilvikum kemur þessi hrörnun hægt og sígandi á mörgum árum, en þó getur fylgt henni bjúg- ur og blæðing inn á augnbotninn með snöggri sjónskerðingu. Um or- sakir er annars lítið vitað. Oftast má þó hjálpa þessu fólki mikið með allskonar stækkunarbúnaði til lestr- ar og góðri lýsingu. Næstalgengasta orsök sjónskerð- ingar á Islandi er hægfara gláka. Þessi illvígi sjúkdómur sem til skamms tíma var langalgengasti blinduvaldandi sjúkdómur á íslandi og hefur um aldaraðir blindað fleiri íslendinga en nokkur annar sjúk- dómur. Algengi hennar hefur þó minnkað jafnt og þétt á síðari árum. Nú eru t.d. aðeins um 7% skjólstæð- inga Sjónstöðvarinnar sjónskertir af hennar völdum. Gláka leiðir alltaf til alblindu ef ekkert er að gert. Glákublindu er ekki hægt að bæta með nokkrum ráðum, en með öflugu forvarnarstarfi má uppgötva og meðhöndla sjúkdóminn á byijunar- stigum og koma þannig í veg fyrir blindu. Á þessu sviði forvarna hafa íslenskir augnlæknar, með dyggri aðstoð líknarfélaga, lyft Grettistaki með vel skipulagðri glákuleit og augnlækningaferðum um landið, enda hefur dregið stórlega úr blindu af völdum gláku. Af öðrum orsökum sjónskerðingar má nefna meðfædda augngalla. Vanskapnaður á augum er reyndar algengasta orsök blindu meðal barna í okkar heimshluta. Á íslandi eru nú um 70 blind eða verulega sjón- skert börn, sem svarar til þess að árlega fæðist um 4 blind börn. Blinda meðal barna er alltaf mjög alvarlegt mál, þar sem þau eiga að jafnaði langt líf fyrir höndum og eftir er allur undirbúningur ævistarfsins. Sjaldnast er unnt að koma í veg fyrir þessa meðfæddu galla, þó örar framfarir á sviði erfðatækni gefi fyrirheit um lækningu í framtíð- inni. Helsta viðfangsefni Sjónstöðv- ar hvað börnunum viðkemur er að veita aðstoð með skólanám og síðar að hjálpa þeim að hasla sér völl í atvinnulífinu, því með viðeigandi hjálpartækjum og hæfingu má gera flestum kleift að leggja stund á fjöl- breytta atvinnustarfsemi. Álþekkt er að sykursýki sem staðið hefur iengi geti valdið alvar- legum augnskemmdum. Eftir að farið var að nota insúlín, hafa lífs- líkur sykursjúkra stóraukist en þar með einnig líkurnar á augnskemmd- um. Er nú svo komið að blinda af völdum sykursýki er orðin algeng- asta orsök blindu meðal fólks, á aldrinum 25-65 ára, í hinum vest- ræna heimi. Sem betur fer má að miklu leyti halda augnskemmdum vegna sykursýki í skefjum með við- eigandi meðferð, ef henni er beitt nógu tímanlega. íslendingum hefur reyndar staðið til boða öflug og vel skipulögð sykursýkismeðferð á augndeild Landakotsspítala á und- anförnum árum, enda er sykursýk- isblinda hér mun minna vandamál en í flestum öðrum vestrænum lönd- um. Hlutskipti blindra og sjónskertra hefur aldrei verið auðvelt. Þó má með sanni segja að iífsskilyrði þeirra séu á allan hátt auðveldari á íslandi nú en nokkurn tíma fyrr. Er það ekki síst vegna þeirra mögu- leika sem tækninýjungar og aukinn skilningur hafa ieitt af sér. Líklegt er að áframhaldandi bylting verði á sviði sjónhjálpartækja á næstu árum ekki síst vegna örra framfara á sviði rafeindatækni. Má í því sambandi nefna t.d. stækkunarforrit í tölvur, sem stækkað getur eftir þörfum á skjáinn það sem lesa þarf. Einnig geta alblindir fengið talgervil, sem er einskonar forrit sem lesið getur í heyranda hljóði það sem á tölvuskjá er ritað. Nú þegar er hægt að fá t.d. Morgunblaðið og símaskrána á tölvu- tæku formi. Með nettengingu tölva má segja að sjónskertum opnist sýn út í hinn stóra heim. Sjónstöð íslands sinnir öllum þeim sem augnlæknar meta sem sjónskerta samkvæmt alþjóðlegum reglum. Starfsfólk stöðvarinnar metur þörf fólks fyrir hin mismun- andi hjálpartæki og kennir notkun þeirra. Hjálpartækin eru eign stöðv- arinnar og lánuð fólki endurgjalds- laust. Þá stendur stöðin fyrir nám- skeiðum í athöfnum hins daglega lífs og umferli fyrir ákveðna hópa sjónskertra. Starfsfólk stöðvarinnar liðsinnir einnig fólki á landsbyggð- inni með ferðum um landið. Við stöðina er starfrækt augnsmíða- stofa þar sem fólki sem misst hefur auga stendur til boða að fá gervi- augu. Sjónstöðin sér einnig um end- urgreiðslur vegna gleraugnakaupa til ákveðinna sjúklingahópa. 100 ár eru nú liðin síðan augn- lækningar voru fyrst stundaðar hér á landi, þá reyndar sem fyrsta sér- grein innan læknisfræðinnar. Þótt vel hafi tekist til með blinduvarnir hjá okkur á undanförnum árum má aldrei slaka á, því ennþá er margt ógert og einn blindur maður er ein- um of mikið. Sumir halda að fá- menn þjóð, sem við íslendingar, geti lítið lagt til málanna. En í raun og veru erum við að mörgu leyti óvenju vel í stakk búnir til rann- sókna á ýmsum blinduvaldandi sjúkdómum og gætum þar lagt þungt lóð á vogarskálina til hags- bóta fyrir allt mannkyn. Síðastliðið vor var með framlög- um Kvennadeildar Reykjavíkur- deildar Rauða kross íslands, Blindrafélagsins og Blindravinafé- lagsins og Augnlæknafélags íslands stofnaður Sjónverndarsjóður ís- lands í tengslum við Sjónstöðina. Tilgangur hans er að stuðla að rannsóknum og þróunarstarfi á sviði sjónverndarmála. Skal tilgangi sjóðsins náð með því að veita úr sjóðnum fé tii rannsókna á sjón og augum með sérstöku tilliti til blinduvaldandi sjúkdóma og til þró- unar sjónverndarmála á íslandi. Vonandi verður Sjónverndarsjóð- ur íslands sú lyftistöng fyrir skiln- ing okkar á blinduvaldandi sjúk- dómum, sem við öll væntum. HSfundur eryfirlæknir SjónstSðvar Islands. Finndu þér fyrirmynd Þú skalt komast að því hvað þjálfarinn þinn hefur gert til að ná árangri. Faxafeni • Langarima • Skipholti Safnaðu 5 hojlráóum og þú færó 1000 kr. afslátt af þriggja mánaóa kortum í Mætti og Gatorade brúsa og duft frá Sól hf. Ittjgar umbúðir SAMA GOÐA SINNEPIÐ! ÐMPALr DÆHi • • --*ag rm:mi | «SK.SBRj STÆ8K SESSf Hið vinsæla UG sinnep hefur nú fengið nýjar umbúðir. UG sinnepið sem kitlað hefur bragðlauka íslendinga verður eftir sem áður fáanlegt í öllum helstu verslunum undir hinu nýja nafni 'Ehkeif hoyðán 'Káíuidv

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.