Morgunblaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1997 29 MINNINGAR þýsku, frönsku og ensku. Þekking hennar og þroski hefur verið óyenjumikill þegar hún sneri heim og giftist eiginmanni sínum, Jó- hanni Ólafssyni frá Svarfaðardal, sem rak eina elstu og umsvifamestu heildverslun landsins. Margrét náðí því næstum að lifa tuttugustu öldina með öllum þeim breytingum sem sú öld hefur haft í för með sér. Hún var þátttakandi í þeirri byltingu sem varð á hinum ýmsu sviðum atvinnuhátta og versl- unar. Heimili Margrétar, eiginmanns hennar, Jóhanns Ólafssonar, og bama á Öldugötu 18 í Reykjavík tengist fyrstu berskuminningum mínum. Fjölskylda mín bjó í sömu götu og voru einnig örfá hús á milli fjölskyldnanna. Sterk vináttu- bönd mynduðust á milli fjölskyldn- anna, sem hafa varðveist allt til dagsins í dag. Heimili Margrétar og Jóhanns var óvenju vel efnum búið og mynd- arbragur þar á öllu, Það bar með sér að hjónin höfðu kynnst menn- ingu annarra þjóða og lært að meta ýmislegt gott sem þaðan kom. Að koma á heimili þeirra hjóna var fyrir ungan og ósigldan dreng líkt og að fá lítið sýnishorn af umheim- inum. Mátti þar sjá ýmsa dýrgripi, húsgögn frá erlendri borgarastétt og á veggjum héngu góblíns-teppi með framandi myndum. Hver hlut- ur gamall eða nýr frá háalofti til stofu ýtti undir ímyndunaraflið og gat orðið tilefni til umhugsunar. Á fyrstu árum bernskuminninga minna voru stúlkur á heimili Mar- grétar og Jóhanns líkt og gerðist á betri heimilum þess tíma. Hjúum sínum og börnum stýrði Margrét af myndarbrag. Hún var ákaflega gestrisin og nutu ættingjar hennar þess í ríkum mæli. Þess naut ég einnig alla tíð. Skin og skúrir skipt- ust á í lífi Margrétar. Varð hún fyrir ýmsum áföllum í lífi sínu, svo sem veikindum nákom- inna, svo og maka- og dóttur- missi. Áföllin bar hún af æðruleysi og stillingu. Heimili sonar hennar, Jóhanns J. Ólafssonar, og eiginkonu hans, Guðrúnar Jónsdóttur, veitti Mar- gréti mikla ánægju. Þá voru barna- börnin þa_u Margrét Jóhanna, Jón Árni og Ásta Guðrún augasteinar ömmu sinnar. Margrét var greind kona og á margan hátt á undan sínum tíma. Lífsskoðun og óvenju mikið sjálf- stæði hennar hafði mótast þegar á Sérfræðingar í blómaskreytingum við öli tækifæri I m blómaverkstæði I | Binna I Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090 ERFI DKYKKJCK Látið okkur annast erfidrykkjuna. Fyrstaflokks þjónusta og veitingar. Rúmgóð og þægileg salarkynni. Upplýsingar í síma 552-9900 unga aldri þegar hún þurfti að teysta á sjálfa sig, ein meðal fram- andi þjóða. Var hún ávallt úrræða- góð og sjálfsörugg. Þegar dróst saman í fyrirtæki Jóhanns Ólafs- sonar, sem rekja mátti til aðgerða tengdum seinni heimsstyijöldinni, setti Margrét á fót saumastofu til þess að afla heimilinu frekari tekna. Hún nýtti sér það tækifæri sem gafst fyrst eftir lok heimsstyijaldar- innar síðari til að koma framleiðslu sinni á markað í Danmörku. Þannig komst hún með alla fjölskylduna til sumardvalar erlendis vegna eigin framtaks og hugkvæmni. Síðar stundaði Margrét verslun og flutti inn hannyrðavörur. Þar var dugnaði hennar og atorku einnig viðbrugðið. Sem fullorðinn maður átti ég stundum tal við Margréti. Hún var fróð um sögu þess merka tíma sem hún hafði lifað. Minni hennar og hugsun hélst óskert þrátt fyrir háan aldur og dapra sjón. Þekkti hún þjóðfrægar persónur stjórnmál- anna, viðskipta- og félagslífsins af eigin reynd og kynnum. Frásagnir hennar af einstökum atburðum og sjálfstætt mat auðguðu því innsýn og skilning minn sem og annarra áheyrenda. Það var því bæði skemmtilegt og fróðlegt að heyra Margréti segja frá. Eðli málsins samkvæmt er nú aldamótakynslóðin síðasta að mestu fallin frá. Sú kynslóð ól af sér margt fróðra og duglegra manna og kvenna. Ein þeirra kvenna er frú Margrét Ólafsson. Við söknum þessa heiðvirða fólks sem með dugnaði og eljusemi byggði upp landið og eftirlét okkur svo margt af sínum verkum og andans brunni. Sonum Margrétar svo og tengda- dóttur og barnabörnum sendi ég ásamt fjölskyldu minni samúðar- kveðjur. Bergsteinn Gizurarson. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, JÓN NÍELSSON læknir, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 14. febrúar kl. 15.00. Ragnheiöur Brynjólfsdóttir, Brynjólfur Þór Jónsson, Þorbjörn Jónsson, Guðrún Svanborg Hauksdóttir, Helga Bryndfs Jónsdóttir, Jón Þorbjarnarson, María Þorbjarnardóttir, Nfels Thibaud Girerd. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR frá Bílduhóli, Skógarströnd, lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 10. febrúar. Svandfs Júlfusdóttir, Hulda Júlfusdóttir, Birna Júlfusdóttir, Elís Adolphsson, Hrafnhildur Júlfusdóttir, Sigurjón Sverrisson, Þráinn Júlfusson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGURBJÖRG EIRÍKSDÓTTIR, Stuðlaseli 22, Reykjavfk, veröur jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 13. febrúar kl. 13.30. Svavar Sigurjónsson, Sigrfður Þórmundsdóttir, Áslaug Svavardóttir, Geir Magnússon, Margrét Svavarsdóttir, Ingólfur Gissurarson, Eiríkur Svavarsson og barnabörn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, sr. SIGMAR I. TORFASON fyrrum prófastur á Skeggjastöðum, verður jarðsunginn frá Glerárkirkju, Akureyri, föstudaginn 14. febrúar kl. 14.00. Guðrfður Guðmundsdóttir, Jóhanna I. Sigmarsdóttir, Kristmundur M. Skarphéðinsson, Stefanfa Sigmarsdóttir, Helgi Sigurðsson, Valgerður Sigmarsdóttir, Steingrímur Sigurjónsson, Marta Kr. Sigmarsdóttir, Ásgrfmur Þ. Ásgrfmsson, Aðalbjörg Sigmarsdóttir, Björn Sverrisson, Guðmundur Sigmarsson, Harpa Á. Sigfúsdóttir og barnabörn. + Ástkær sonur okkar, fóstursonur og bróðir, HAFÞÓR INGI MAGNÚSSON, Múlasfðu 22, Akureyri, lést á heimili sínu þriðjudaginn 11. febrúar. Sólrún Marfa Gunnarsdóttir, Loftur Pálsson, Magnús Jóhannsson, Gunnar Þór Karlsson. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEINUNN GUÐJÓNSDÓTTIR, Selvogsgrunni 13, Reykjavfk, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli laugar- daginn 8. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Áskirkju fimmtu- daginn 13. febrúar kl. 15.00. BöðVar Eggertsson, Guðjón Böðvarsson, Guðrfður Sveinsdóttir, Sigrún Böðvarsdóttir, Lúðvík Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, dr. BJÖRN MAGNÚSSON fyrrv. prófessor, Bergstaðastræti 56, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 18. febrúar kl. 13.30. Dóróthea Björnsdóttir, Jón K. Björnsson, Ingi R.B. Björnsson, Jóhann E. Björnsson, Björn Björnsson, Ingibjörg Björnsdóttir, Oddur B. Björnsson, Valgerður Kristjánsdóttir, barnabörn og bai Birgir Ólafsson, Margrét Dannheim, Jóna A. Sæmundsdóttir, Inger Bjarkan Ragnarsdóttir, Svanhildur Sigurðardóttir, Ólafur H. Óskarsson, Ásta Magnúsdóttir, Ragnheiður I. Magnúsdóttir, < I •f + Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, EINAR MATTHÍAS KRISTJÁNSSON, Markholti 13, Mosfellsbæ, sem lést þriðjudaginn 4. febrúar sl., verður jarðsunginn frá Digraneskirkju í Kópavogi fimmtudaginn 13. febrúar nk. Athöfnin hefst kl. 14.00. Guðbjörg S. Kristjónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Útför LIUU SIGURÐARDÓTTUR, Brávallagötu 22, verður gerð frá Dómkirkjunni fimmtu- daginn 13. febrúar kl. 13.30. Aðstandendur. ■Si + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ÁRNÝ SVEINBJÖRG ÞORGILSDÓTTIR, Leifsgötu 24, Reykjavik, verður jarðsett föstudaginn 14. febrúar kl. 13.30 frá Hallgrímskirkju. Ósk Valdimarsdóttír, Sigurveig Valdimarsdóttir, Friðrik Andrésson, Guðbjörg Bjarnadóttir, Benedikt Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.