Morgunblaðið - 13.02.1997, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1997
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Sigurborg
sýnir í Gall-
eríi Sævars
Karls
SIGURBORG opnar sýningu í
Gallerí Sævars Karls föstudag-
inn 14. febrúar. Sigurborg er
fædd 1959 og stundaði nám
hjá Hans Cr. Höier listmálara
og Skolen for Brugskunst
(Danmark Design skole) í
Kaupmannahöfn og lauk prófí
í teikni- og grafíkdeild.
Sigurborg hefur starfað sem
kennari við Myndlista- og
handíðaskóla íslands frá 1989.
Hún hefur haldið nokkrar sýn-
ingar á verkum sínum í Dan-
mörku og sýnt bæði grafík og
málverk.
Sigurborg hefur áður sýnt í
Gallerí Sævars Karls. Sýningin
á föstudag verður opnuð kl. 16.
Documenta II
kynnt
NÚ hefur ferðagalleríið Gallerí
Gúlp! verið starfrækt í tvö ár
og af því tilefni verður haldin
hátíðarstund í nemendagallerí-
inu Nema hvað, Þingholts-
stræti 6, föstudaginn 14. febr-
úar kl. 18.
„Þar verður brugðið á leik
sem aldri fyrr og Documenta
II kynnt. Documenta II er að
þessu sinni í formi teningaspils
þar sem allar sýningar afmæl-
isársins í Gallerí Gúlp! koma
við sögu. Spilið er framleitt í
fáum eintökum og selt á vægu
verði,“ segir í kynningu.
Klassískur
djass og ís-
lensk lög
ÞÓRIR Baldursson hljómborðs-
leikari mun ásamt hljómsveit
sinni leika klassískan djass og
íslensk lög á Jómfrúnni, föstu-
daginn 14. febrúar, á vegum
jazzklúbbsins Múlans. Aðirir
hljómsveitarmeðlimir eru þeir
Jóel Pálsson á tenórsaxófón,
Vilhjálmur Guðjónsson á altó-
saxófón og gítar, Róbert Þór-
hallsson á bassa og Jóhann
Hjörleifsson á trommur.
Tónleikarnir hefjast kl. 21
og er miðaverð 1.000 kr., 500
kr. fyrir nemendur og aldraða.
Síðasta sýn-
ing á Gullna
hliðinu
SÍÐASTA sýning á Gullna hlið-
inu í Kópavogsleikhúsinu á
vegum Nafnlausa leikhópsins
verður sunnudag 16. febrúar
kl. 20.20.
Leikstjóri er Þórir Stein-
grímsson og leikmyndina hann-
'aði Gunnar Bjamason, sem
unnin var af Kristjáni Guð-
mundssyni, auk þess máluð af
nemendum Myndlistarsviðs FB
og Myndlistarskóla Kópavogs.
Sýning
Jóhönnu
framlengd
SÝNING Jóhönnu Sveinsdóttur
í Gallerí Listakoti hefur verið
framlengd til 1. mars. Á sýn-
ingunni eru einþrykk og mynd-
ir unnar með blandaðri tækni.
Myndimar eru unnar síðast-
liðið haust og ber sýningin yfir-
skriftina „haustmyndir". Gall-
erí Listakot, Laugavegi 70, er
opið mánudaga til föstudaga
kl. 12-18, laugardaga 10-14
og lokað á sunnudögum.
Uppgjör áranna
MYNPLIST
Listhús 39
LEIRLIST
OG HÖGGMYNDIR
Bergsteinn Ásbjömsson. Opið kl.
10-18 mánud.-föstud. ogkl. 14-18
laugard. og sunnud. til 16. febrúar;
aðgangur ókeypis.
ÞEGAR menn líta um öxl vill
horfinn tími á stundum renna sam-
an í þokumistur, þar sem lítið sker
eitt ár frá öðm. Minningabrot
hrannast að vísu upp en í fæstum
tilvikum með þeim skipulega hætti
sem ætla má - og í framhaldi þessa
sitja menn við og þræða þau saman
í þá heild, sem þeir vilja kalla ævi
sína. Hvort slíkt uppgjör kemur á
óvart eða staðfestir tilfínningar við-
komandi gagnvart hinu liðna eða
ekki er svo annað mál.
Sýningin hér er einskonar upp-
gjör áranna á þessum línum, þar
sem fylgt er eftir framrás tímans.
Yfirskriftin em einfaldlega tölurnar
„7797“, sem standa fyrir tuttugu
ára tímabil frá 1977 til 1997, en
þau ár dvaldi listamaðurinn erlend-
is.
Bergsteinn Ásbjörnsson var bú-
settur í Svíþjóð umrædda áratugi.
1987 hóf hann listnám og starfaði
síðar sem aðstoðarmaður mynd-
höggvara en hefur einnig haldið
nokkrar einkasýningar og tekið
þátt í samsýningum í Svíþjóð, áður
en hann sneri heim á leið. Hér hef-
ur hann haldið áfram á listabraut-
inni, en samtímis þessari sýningu á
hann einnig verk á samsýningu sem
stendur yfir handan götunnar í
Hafnarborg.
Listamaðurinn hefur kosið að
minnast áranna meðal Svía með
einföldum myndlíkingum bátsins,
með tilvisun til þess tákngildis sem
hann getur haft:
„Bátur fyrir hvert ár í Svíþjóð,
hvert ár erlendis. Hver og einn af
þeim er einstaklingur þó allir beri
þeir sama formið, með skeljasand
úr ijörunni sem ég lék í sem barn
og „hús“ sálarinnar."
Þessir einföldu bátar hanga í
þráðum framan við léreft sem
myndar umgjörð þeirra. Allir eru
af sömu lögun og virðast í fýrstu
eins - tilbreytingarleysið uppmálað
- en við nánari athugun koma til-
brigði áranna í ljós. Hús bátanna
eru mismunandi, þar sem bregður
annars vegar fyrir einföldum leir
og hins vegar björtum steinum eða
kristöllum, sem væntanlega eru til-
vísanir í misgóð ár ytra, líkt og
allir ganga í gegnum.
Á sýningunni eru auk þessa þijú
önnur verk, sem ef til vill segja
meira um viðfangsefni Bergsteins
og getu á vettvangi höggmyndalist-
arinnar. Hér er um að ræða tækni-
lega vel útfærð verk í málm, stein
og tré, þar sem hið síðastnefnda
tekur upp mest rými og býður heim
mestum vangaveltum áhorfandans.
Þessi litla sýning er þannig hvoru
tveggja í senn, uppgjör áranna sem
eru að baki og kynning á viðfangs-
efnum framtíðarinnar, og gengur
ágætlega upp á þeim nótum.
Eiríkur Þorláksson
Sinfóníuverk-
falli lokið í
San Francisco
San Fransisco. Reuter.
TÓNLISTARMENN í sinfóníu-
hljómsveit San Francisco-borgar
samþykktu á mánudag nýjan
kjarasamning og hættu jafnframt
í verkfalli sem staðið hefur í níu
vikur. Á þeim tíma hefur orðið
að fresta 48 tónleikum.
Samningurinn við hljómsveit-
ina er til þriggja ára og hækka
laun hljóðfæraleikarana að jafn-
aði um 3,6% á ári. Þar með kemst
hljómsveitin í hóp þeirra fimm
sinfóníuhljómsveita sem greiða
hæst laun í Bandaríkjunum. Það
sem hljóðfæraleikararnir höfðu
þó mestar áhyggjur af, voru
greiðslur vegna sjúkratrygginga
og tónleikaáætlun. Vegna allt of
þéttskipaðrar dagskrár yrðu
hljóðfæraleikararnir að vinna
meira en góðu hófi gegndi og það
ylli álagssjúkdómum t.d. hjá þeim
sem leika á strengjahljóðfæri.
Verður dregið aðeins úr tónleika-
haldi, en ekki þó eins og hljóð-
færaleikararnir höfðu krafist.
Flakkað
um sögubækur
KVIKMYNDIR
Bíóhöllin/Kringlu-
bíó/Bíóborgin
ÆVINTÝRAFLAKKAR-
INN„
The Pagemaster" ★ V4
Leikstjóri: Maurice Hunt og Joe Jo-
hnston. Aðalhlutverk: Macaulay
Culkin, Christopher Lloyd, Ed Be-
gley og Mel Harris. íslenskar leik-
raddir: Þórhallur „Laddi“ Sigurðs-
son, Margrét Helga Jónsdóttir, Jó-
hann Sigiu-ðarson, Amar Jónsson,
Ami Ömólfsson. 20th Century Fox.
1995.
ÆVINTÝRAFLAKKARINN
býður uppá blöndu af leikinni og
teiknaðri ævintýramynd með Mac-
aulay Culkin í aðalhlutverki. Hann
er ennþá ungur í myndinni sem
frumsýnd var árið 1995 og gerð á
vegurn Tumer kvikmyndafélagsins
í samvinnu við 20th Century Fox.
Hún er ekki sérlega vel teiknuð ef
miðað er við Disneymyndirnar og
söguþráðurinn er lítið annað en
samtíningur af mörgum frægustu
ævintýra- og hryllingssögum bók-
menntanna.
Culkin leikur strák sem hræddur
er við allt í lífínu og kannski ekki
að ástæðulausu. Þegar hann fer á
bókasafnið einn daginn fellur hann
í gólfíð og þegar hann vaknar aftur
breytist hann í teiknimyndaper-
sónu. Hann eignast þrjá vini hvern
úr sinni deild bókasafnsins, einn er
ævintýrabók, annar hrollvekja og
þriðji vinurinn er fantasía. Saman
halda þau í leit að útganginum úr
teiknimyndaheiminum en kynnast í
leiðinni dr. Jekyll og herra Hyde,
Moby Dick og Long John Silver úr
Gulleyjunni svo eitthvað sé nefnt.
Nú er það ágætis hugmynd að
nýta gömlu, góðu sögurnar sem
myndskreytingu í teiknimynd en
þegar lítið annað er að hafa í formi
söguþráðar verður það fremur
þunnur þrettándi og myndin verður
aðeins samsafn af brotum úr kunn-
um ævintýrum. Sagan um strákinn
og bókavinina hans þijá eignast
aldrei sjálfstætt líf. Þroskasaga
hans úr strák sem hræddur er við
allt í kringum sig í strák sem þorir
að klifra upp í tijáhýsið sitt fullnæg-
ir varla þörf jafnvel yngstu áhorf-
enda fýrir afþreyingarefni.
íslenska talsetningin er leyst með
ágætum nema í leiknu hlutunum í
byijun og enda myndarinnar virkar
hún alls ekki sannfærandi. Ævin-
týraflakkarinn er mynd rýr í roð-
inu. Hún á sína góðu kafla einkum
þegar söguhetjurnar frægu stiga á
stokk og þá njóta teiknararnir sín
best. En þess á milli missir hún
niður dampinn og verður það sem
engar ævintýrasögur mega vera,
nefnilega óspennandi.
Arnaldur Indriðason
Kvikmyndahátíðin í Gautaborg
Norsk mynd og sænsk
í efstu sætum
Gautaborg. Morgunblaðið.
SÆNSKA myndin „Drömprinsen -
Filmen om Em“, hlaut Norrænu ár-
horfendaverðlaunin og norska kvik-
myndinain.„Jakten pá nyresteinen",
vann Norrænu kvikmyndaverðlaunin
á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg,
sem lauk á sunnudagskvöld.
Sænska myndin var sýnd á laug-
ardagskvöldið, en fram að því hafði
íslenzka kvikmyndin Agnes verið
stigahæst hjá áhorfendum og hafn-
aði hún í öðru sæti.
Höfundurinn „Drömprinsen -
Filmen om Em“ er Ella Lemhagen
og myndin fjallar um unglinga á
aldrinum 13 til 16 ára með stúlkuna
Emelí í miðdepli. Ella Lemhagen
vinnur nú að upptökum á nýrri mynd
um unglinga.
„Jakten pá nyresteinen", reyndist
hlutskörpust hjá dómnefnd Gauta-
borgarPóstsins. Leikstjóri er Vibeke
Idsee, en myndin lýsir dramatískri
ævintýraferð í Indiana Jones-stíl,
þar sem sviðið er mannslíkaminn og
lítill strákur ferðast um líkama afa
síns. Hér er um að ræða barna-
mynd, en Vibeke Idsoe hlaut mennt-
un sína í New York og ameríska
fyrirtækið Spelling hefur keypt al-
þjóðlega sýningarréttinn. Nú þegar
munu sýningar vera tryggðar í Jap-
an, Ástralíu, Grikklandi, Rússlandi
og Þýskalandi.
Fólk og mannlíf
MYNPUST
Norræna húsió
LJÓSMYNDIR
Morten Krogvold. Opið alla daga frá
14-19. Til 16. febrúar. Aðgangur 200
krónur.
ÞEIR eru nokkrir ljósmyndararn-
ir sem heimsótt hafa sögueyjuna
þegjandi og hljóðlaust og tekið hér
fjölda mynda, jafnvel svo þúsundum
skipti. Ekki eru þeir allir að halda
þessu fram fyrir landslýð, sumir
öðru fremur að leita á vit ferskra
myndefna og nýrra sjónarhoma, að
auk víkka sjónhringinn. Metnaður
ljósmyndara felst svo ekki alfarið í
því að halda fram kortlagningu
næsta umhverfis er hann kynnir
verk sín á staðnum, allt eins heild-
stæðu sýnishorni athafna sinna.
Það eru engar myndir frá íslandi
á sýningu Mortens Krogvolds, þótt
hann hafi komið hingað tvisvar
áður, og má hafa verið í öðmm til-
gangi, er þó ekkert verra og hvíld
frá öllum þessum útlenzku íslands-
myndum, sem að okkur er haldið,
þótt prýðilegar séu á stundum, jafn-
vel frábærar.
Krogvold er nafnkenndur ljós-
myndari, sem hefur haldið sýningar
víða um heim eins og tíundað hefur
verið í fréttum, annað væri líka
með ólíkindum sé tekið mið af sýnis-
horninu í kjallarasölum Norræna
hússins, auk stórrar bókar er
frammi liggur og er dijúg viðbót.
Þær samanstanda af fimm
myndaröðum af fólki, helst ein-
staklingnum eins og hann leggur
sig í fyrirrúmi, persónugerð og út-
geislan. Sterkasta hlið Krogvolds,
er vafalítið hæfíleikinn að draga
fram skapgerðareinkenni fólks á
mjög einfaldan og hrifmikinn hátt
ásamt tæknilegri færni. Rýnirinn
rak upp stór augu er hann leit
myndina af Idu Meyn II frá 1980,
endurgerð 1985, því vinnslan
minnti svo sterklega á meistara
Kaldal, er þó sýnu nútímalegri í
tæknivinnslu. Menn eins og skynja
tónameistarana í myndunum af
Paavo Berglund, og Kryzyztof
Pendererski, hinn mikla skapgerð-
arleikara Sir John Gielgud, hugsuð-
inn Elie Wiesel, hinn glaðbeitta
heimsmann Peter Ustinov, svip-
miklu málarana Jacob Weidemann
og Frans Widerberg. Þá sker mynd-
in af þeim leikstjórum Vibeke Lök-
kenberg og Teije Kristiansen sig
úr fyrir blæbrigðaríkdóm, nálgun
og framandi duldir. Firnasterkur
einfaldleiki, harka mýkt og mótun-
arlegur skurður svo minnir á skúlpt-
úr einkennir myndirnar af þeim
kolsvarta Martin Hilton, sömuleiðis
ekkjunni frá Botzwana. Súrrelist-
ískt yfirbragð er yfír hatti og frakka
Edvards Grieg, og baksvipur fíðlu-
leikarans Soon Mi Chung ber í sér
tónræna sveiflu og léttleika austur-
lenzkrar kalligrafíu.
Svona mætti halda lengi áfram,
af nógu er að taka og að sjálfsögðu
sýnist sitt hveijum. Svo flett sé í
bókinni eru myndimar af Hönnu
Schygulla (einkum á hægri síðu)
og Piet Hein framúrskarandi og
ekki skulu menn vanrækja að renna
augum yfir textana sem eru góð
og lifandi viðbót.
Bragi Ásgeirsson