Morgunblaðið - 13.02.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREIIMAR
FIMMTUDAGUR 13. FERRÚAR 1997 '31
Til varnar
Greenpeace
Árni
Finnsson
Um rangar stað-
hæfingar Karst-
ens Fledelius
í SUNNUDAGSBLAÐI Morgun-
blaðsins þann 9. febrúar sl. er viðtal
við Karsten Fledelius, lektor við
Kaupmannahafnarháskóla. Hann er
kynntur sem „sérfræðingur í kvik-
myndarannsóknum og hefur kannað
sagnfræðilegt gildi
fréttakvikmynda, bíó-
mynda og heimildar-
mynda“. Fram kemur í
viðtalinu að Karsten
Fledelius var aðalvitni
Magnúsar Guðmunds-
sonar, kvikmyndagerð-
armanns við réttarhöld-
in í málsókn Greenpeace
á hendur Magnúsi fyrir
meiðandi ummæli sem
fram komu í mynd hans,
Lífsbjörg í norðurhöfum.
Líkt og við réttarhöld-
in í Ósló fyrir 5 árum
bregst Karsten Fledelius
Magnúsi Guðmundssyni
í trúverðugleika í viðtal-
inu við Morgunblaðið
þegar hann heldur því fram að Magn-
ús hafi verið sýknaður „af því að að
hafa farið rangt með þegar hann
sagði að atriðið væri sviðsett“. Hér
er átt við hið fræga myndskeið Green-
peace af selveiðisenu þar sem selkóp-
ur sem dreginn er eftir ísnum og
Magnús Guðmundsson hélt fram að
væri sviðsett.
Hið rétta er að niðurstaða Borg-
ardóms Ósló frá 12. maí 1992, var
að þessi ásökun Magnúsar væri til-
hæfulaus. í aðfaraorðum dómsins
segir: „Stefndi heldur fram að senan
[í myndskeiðinu] sé leikstýrð. Á vana-
legu fagmáli kvikmyndagerðar- og
leikhúsmanna er hugtakið „leik-
stjóm“ jafnan notað í merkingunni
sviðsetning, þ.e.a.s. að senan sé ums-
amin, stýrð, undirbúin eða uppsett.
Dómurinn hefur komist að þeirri nið-
urstöðu að veijendur hafi ekki lagt
fram nægjanlegar sannanir fyrir því
að sú hafí verið að raunin."
Síðan segir að, „ ... því falli um-
mæli um að selveiðisenan sé sviðsett
undir 247. grein hegningarlaganna,
þar sem fullyrðingamar séu fram
settar til að skaða orðspor og álit
Greenpeace. Ásökunin var sett fram
með ásetningi. Ummælin dæmast því
vera ógild.“
Karsten Fledelius ætti að vera full-
kunnugt um þessa niðurstöðu Borgar-
dóms Ösló. Hins vegar má álykta að
Karsten Fledelius láti sér vinnureglur
sagnfræðinnar í réttu rúmi liggja, þar
eð hann segir í umræddu viðtali að
....þegar ég svo rannsakaði upp-
runalegu tökurnar og bar þær saman
við myndina sjálfa mátti sjá hvernig
kópnum hafði verið nuddað utan í
fleginn sel svo hann yrði blóðugur."
Um þessa fullyrðingu Karstens er
það að segja að hann átti þess ekki
kost að skoða upprunalegar kvik-
myndatökur Greenpeace af umræddri
selveiðisenu fyrr en við réttarhöldin
í Ósló í mars 1992. Engu að síður
hafði hann lýst þeirri skoðun þegar
árið 1989, eða stuttu eftir að mynd
Magnúsar var sýnd í danska sjónvarp-
inu, að selveiðisenan væri sviðsett.
Mynd Greenpeaee er frá 1978 og
var tekin á 16 millímetra filmu og
því er hver myndreitur er merktur
með númeri. Það var því afar auð-
velt fyrir Greenpeace, að við réttar-
höldin sýna fram á, að ekkert væri
athugavert við myndskeiðið. Hvorki
við kvikmyndatökuna sjálfa né klipp-
inguna á myndinni. Röð myndram-
manna má nefnilega lesa af númerun-
um. Dönsku kvikmyndasérfræðing-
amir Vinca Wiederman og Jörgen
Roos staðfestu þetta við réttarhöldin.
Fullyrðingar Karstens Fledelius um
að hann hafi rannsakað þessar tökur
eiga því ekki við rök að styðjast. Það
er því hugsanlegt að Karsten Fledel-
ius sé að veija eigin fræðimannsorð-
stír, sem virðist heldur rýrna þegar
hann reynir að bera í bætifláka fyrir
áreiðanleika „heimildarmynda"
Magnúsar Guðmundssonar.
Það er einnig rangt hjá Karsten
Fledelius að Magnús hafi verið sekt-
aður „vegna þess að í myndinni gat
áhorfandinn fengið það á tilfinning-
una að það hefðu verið Greenpeace
samtökin sem sökktu hvalaskipunum
í Reykjavikurhöfn en ekki Sea Sheph-
erd.“ Hið rétta er að Magnús var
dæmdur til að greiða Greenpeace
skaðabætur, 30 þúsund
norskar krónur. Sl. vor
gerðust þau undur og
stórmerki að hann borg-
aði skuld sína til Green-
peace.
í aðfaraorðum dóms-
ins segir ennfremur, að
Greenpeace verði „að
teljast hafa mikil áhrif
í umhverfismálum og
þvi verða samtökih að
sætta sig við að þau séu
litin gagnrýnisaugum.
Þó svo að það gefi til-
efni til að fallast á að
ræða megi allfijálslega
um samtökin ganga
ummælin í mynd Magn-
úsar, sem falla undir
247. málsgrein hegningarlaganna,
svo langt að við því verður að bregð-
ast. Með ummælunum er vegið að
Greenpeace með óréttmætum hætti.
Að áliti dómsins er engin nauðsyn
fyrir stefnda að taka svo sterkt til
Ásökunin var sett fram
með ásetningi, segir
Arni Finnsson.
Ummælin dæmast því
vera ógild.
orða til að láta í Ijósi álit sitt á sam-
tökunum. Ef slíkt orðbragð væri
heimilað hefði það í för með sér að
þjóðfélagsumræðan yrði lítilsverðari
og grófari og er það engum í hag.
Ekki er því hægt að firra stefnda
ábyrgð fyrir þær ásakanir sem hann
hefur borið fram.“
Þessi ummæli gæti Karsten Fled-
elius haft til hliðsjónar í fræðigrein
sinni. Ekki er ósennileg tilgáta að
hagsmunaaðilar á íslandi hafí fært
sér rógtækni Magnúsar Guðmunds-
sonar í nyt í því skyni að sverta höfuð-
andstæðing sinn í hvalamálinu.
Reyndar hafa þessir aðilar kostað
nokkru fé til þess ama. Minnir það
eilítið á hvernig stríðsaðilar í Júgó-
skvíu hafa „notað sjónvarpsmiðilinn
sem áróðurstæki fyrir sinn málstað".
Það er hið eiginlega viðfangsefni
fræðimannsins Karsten Fledelius.
Líkt og margir aðrir á undan honum
reynist honum erfitt að fóta sig á
fræðisvellinu þegar hann sjálfur er
annars vegar.
Höfundur starfar sjálfstætt að
umhverfisvernd.
KANEBO
KYNNING
FOSTUDAGINN 14. OG LAUGARDAGINN
15. FEBRÚAR FRÁ KL. 12-16 í EVÍTU Í
KRINGLUNNI SÉRFRÆÐINGUR FRÁ
f> VEITIR FAGLEGAR
RÁÐLEGGINGAR
OG AÐSTOÐAR
KANEBO
SNYRTIVÖRUM.
*|j|» TÆKNI FRÁ
i
Kanebo
tKINfll.UNNI ' þfwnslivsnytlivoiur
Að efla menningn, vísindi
o g kvikmyndagerð
ER GAGN í því að
efla menningu, vísindi
og kvikmyndagerð? Já,
vissulega myndu flestir
segja. Af hveiju? Nú,
það fegrar mannlíf,
kemur fólki til betri
þroska og getur verið
lífsviðurværi fjöl-
margra fjölskyldna.
Meira talað en gert
Skyldi þetta vera
nægjanlegt til að sett
sé öflug umgjörð um
svo góð markmið? Nei,
því miður. Þetta er
gott fyrir spariræður á
tyllidögum. Það er in-
dælt að láta móðan mása um efl-
ingu menningar og lista, fara með
almennt orðuð sannindi og hvetja
til dáða. Allir kinka kolli og telja
að þá sé fagurt mælt.
Það vantar ekki áhuga hérlendis.
Menningarlíf er í blóma og fleiri
þátttakendur en fyrr, vísindastarf
öflugra en áður og kvikmyndir
mælast meira að segja í hagtölum.
Þó er þetta ekkert betra eða líf-
legra en erlendis. Menningarlíf
stendur á of veikum fjárhagslegum
grunni, visindamenn hrökklast til
útlanda og metnaðarleysið er að
ná yfirhöndinni. Kvikmyndir eru
vaxtarbroddur á berangri sem vex
ekki sem skyldi.
Hveijum er ekki sama? Hvar er
umræðan fyrir utan spariræðurnar?
Hvergi, nema í þröngum hópi í ein-
angrun, en hvergi í fréttum fjölmiðl-
anna.
Leið til að auka
framlög
Undirritaður hefur
ásamt Rannveigu Guð-
mundsdóttur og Svan-
fríði Jónasdóttur lagt
til á Alþingi að heimila
fyrirtækjum sem
styrkja menningarmál,
vísindi og kvikmynda-
gerð að draga þá fjár-
hæð tvöfalda frá tekj-
um, vitaskuld innan
vissra marka, þ.e. inn-
an við 2% af veltu.
Þetta er einföld og
góð aðferð til að örva
framlög til margvís-
legra liststarfsemi, bókmennta, tón-
listar, málaralistar, leiklistar og
safna svo fátt eitt sé nefnt. Einnig
nær þetta yfir vísindi, bæði raunvís-
indi og hugvísindi þannig að sú
starfsemi verður efld.
Sérstaklega er tekið fram í frum-
varpinu að kvikmyndagerð falli
undir þessi ákvæði. Kvikmyndagerð
er merkilegur iðnaður. Þar höfum
við náð framarlega, eigum fólk á
heimsmælikvarða, mikil vinna er
bundin við þessa listgrein og er víða
stór hluti verðmætasköpunar.
Fyrirtæki munu styrkja betur
menningu, vísindi og kvikmynda-
gerð vegna þess að þau lækka nokk-
uð tekjuskatt sinn ef frumvarpið
verður samþykkt. Góð tengsl munu
skapast milli lista og atvinnulífs
sem eru æskileg í litlu samfélagi
eins og okkar.
Ríkissjóður verður fyrir einhveiju
Fleira er í samfélagi
okkar en álver, fískur
og kjöt. Ágúst Einars-
son vill hlúa að menn-
ingu, vísindum og kvik-
myndagerð.
tekjutapi í fyrstu en það kemur
margfalt til baka vegna aukinna
umsvifa í þessum greinum. Tiilagan
er góð, raunhæf og hefur verið
reynd í ýmsum formum erlendis og
gefist vel.
Verður þetta samþykkt?
Ég veit það ekki. Stuðningur
hefur borist víða við tillöguna, en
almenn umræða um styrkingu fjár-
hagsstöðu menningar, vísinda og
kvikmyndagerðar er því miður ekki
mikil. Það er þó fleira í samfélagi
okkar en álver, fiskur og kjöt. Það
er meira að segja hægt að hagnast
verulega á menningu, vísindum og
kvikmyndagerð fyrir utan hin já-
kvæðu áhrif á mannlíf.
Það er dálítið merkilegt að efling
þessara þátta hefur aðeins jákvæð
áhrif, en þá verða menn að standa
að tillögum sem breyta einhveiju.
Annars er svo sem hægt að halda
áfram með spariræður um mikil-
vægi menningar, vísinda og kvik-
myndagerðar og standa í stað.
Höfundur er alþingismaður í
þingflokki jafnaðarmanna.
Stjórnmálaskóli Sjálfstæðisflokksins 1997
- kvöldskóli -
Staður: Valhöll, Háaleitisbraut 1. Tími: 17. febrúar til 11. mars. Innritun í síma 568 2900.
Netfang: http://www.centrum.is/x-d
Mánudagur 17. febrúar:
Kl. 19.00-19.30 Skólasetning: Davíð Oddsson,
formaður Sjálfstæðisflokksins.
Kl. 19.30-21.00 Sjálfstæðisstefnan: Friðrik
Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisfl.
Hb.5.1.
Kl. 21.15-22.45 Ræðumennska og fundarsköp: Gísli
Blöndal markaðsstjóri. Hb.91-9.11.
Þriðjudagur 18. febrúar:
Kl. 19.30-21.00. Jafnréttismál: SigríðurDúna
Kristmundsdóttir, dósent.
Kl. 21,15-22.45 Ræðumennska og fundarsköp: Gísli
Blöndal, markaðsstjóri.
Fimmtudagur 20. febrúar:
Kl. 19-30-21.00 Skipulag, starfsemi og prófkjör
Sjálfstæðisflokksins: Kjartan
Gunnarsson, framkvæmdastjóri
Sjálfstæðisflokksins.
Kl. 21.15-22.45 Iðnaðannál: Helgi Steinar Karlsson,
fonnaður Múrarafélags Reykjavíkur.
Mánudagur 24. febrúar:
Kl. 19-30-21.00 Ferða-, samgöngu- og umhverfismál:
Halldór Blöndal, samgönguráðherra.
Kl. 21.15-22.45 Greina-og fréttaskrif: HannaKatrín
Friðriksen, blaðamaður. Hb.8.12.-8.21.
Þriðjudagur 25. febrúar:
Kl. 19-30-21.00 Stjórnskipan og stjómsýsla: Sólveig
Pémrsdóttir, alþingismaður. Hb.6.1.-6.8.
Kl. 21.15-22.45 Sjálfstæðisflokkurinn og hinir
flokkamir:
Hannes H. Gissurarson, dósent.
Mándudagur 3. mars:
Kl. 19-30-22.45 Ræðumennska og sjónvarpsþjálfun:
Gísli Blöndal, markaðsstjóri, og Bjöm
G. Bjömsson, kvikmyndagerðarmaður.
Hb.8.1 .-8.11.
Þriðjudagur 4. mars:
Kl. i9.3O-22.OO Borgarmálin - stefnumótun: Árni
Sigfússon, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson,
Inga Jóna Þórðardóttir og Guðrún
Zoega, borgarfulltrúar.
Fimmtudagur 6. mars:
Kl. 19-30-21.00 Atvinnu-og kjaramál: MagnúsL.
Sveinsson, formaður V.R.
Kl. 21.15-22.45 Sjávarútvegsmál: Þorsteinn Pálsson,
sjávarútvegsráðherra.
Mánudagur 10. mars:
Kl.19.30-21.00 Utanríkismál: Björn Bjamason,
menntamálaráðherra.
Kl. 21.15-22.45 Menntamál: SigríðurAnna
Þórðardóttir, alþingismaður.
Þriðjudagur 11. mars.
Kl. 19-30-22.00 Heimsókn í Alþingi og skólaslit:
Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis.