Morgunblaðið - 13.02.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.02.1997, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Heimspeki eymdarinnar - eymd heimspekinnar Opið bréf til rit- stjóra Morgun- blaðsins HEIÐRAÐI Matthías, skáld og ritstjóri með meiru. Því sendi ég þér þennan pistil, að dregist hefur að . „síðasti sósíalistinn", sem þeir kalla óréttilega sægreifarnir og ef til vill fleiri, er eitthvað feimjnn við að birta stafkrók eftir mig. Ég veit þú ert mikill andans maður og ekki eins jarðbundinn og „SS“. Þú birtir allt milli heims og helju og lætur þig ekki muna um það. Það mætti ef til vill einnig hafa fyrirsögnina „einn dagur úr lífi o.s.frv." Þú þekkir það sem bókmenntasnillingur og þarf ekki að hafa fleiri orð um það. Ég veit þú kannast við fyrirsögnina sem mikill vinur þinn setti sem titil á bæklingi á árum áður. Snjall sem fyrr og mér sýnist vera tími til kom- inn að velta þessu fyrir sér. Þetta verður sem sagt úr sitt , hvorri áttinni eins og gærdagurinn kom fyrir, auðvitað með smá ívafi, því alltaf er það eitthvað sem kemur upp á yfirborðið, þegar maður hlust- ar á mæta menn. Þótt ég byrji daginn snemma gafst ekki tími til að hlusta fyrr en eftir hádegi, enda hafði gufan auglýst að biskupinn myndi skýra frá því að hann hefði fundið Guð. Að vísu fannst mér það svo sem ekkert ný- næmi, þvi mér skilst hann alltaf vera að biðja menn um að fínna Guð. Að vísu í hjarta sér. Ég átti von á meiru. ( Ég varð þó engu nær. Enda ekki von á að hann sé kominn frá veruleikan- um. Því mér skilst hann hafi verið að selja eigur kirkjunnar til ríkisins upp á að fá umbun launa sinna hjá Þorsteini og Friðrik í staðinn. Sagan segir að þessar eignir hafi kirkjan eignast eftir að ríkisvaldið og nýja kirkjan voru búin að sölsa undir sig eignir katólsku kirkjunnar. Einhveiju bættu þeir svo við sig. Því stuðið rann ekki af fólkinu fyrr en mörgum öldum seinna. Það var alltaf að gefa fyrir sálu sinni. Og ekki vantaði lo- forðin. Menn verða ríkir af mörgu. Ég skildi aldrei hvenrig þetta gat samrýmst kenningum Jesú Krists. Er ég þá helst með í huga söguna af honum þegar hann rak peninga- ^ lýðinn út úr musterinu. En þetta er nú allt að verða klappað og klárt, svo væntanlega fær maður meira að heyra af leitinni að Guði. Um kvöldið þá skrúf- aði ég enn frá gufunni. Mér hafði borist til eyma að heimspekipró- fessor, sem Ólafur á Bessastöðum hafði verðlaunað fyrir gott mál mundi _ tala. Ekki veitir af. Ég hélt að þarna myndi maður heyra vel talaða ís- lensku svo sem ylhýra málið getur best hljóm- að, eftir að hafa þurft að hlusta á ráðherra og þuli klæmast á því. Jú mikið rétt. Þetta er sennilega ágætur ís- lenskumaður. Mér fannst þó á stundum eins og hann var málhaltur. Þagnirn- ar voru svo miklar. Kannske hefur þetta bara verið ótætis fyrirspurnin sem spyrillinn lagði á borðið með sér. Hún var þessi: Hvað eru vís- indi? Einna helst komst ég að þeim niðurstöðum að vísindin væru sann- leikur. Þótti engum mikið. Eða dett- ur mönnum í hug að vísindamenn gangi ljúgandi um. Eitthvað fór pró- fessorinn inn á „getgátukenningar“ sem mér skildist að væru mikið not- aðar. Hvert var hlutfallið þar á milli kom ekki í ljós. Mikil birta skín frá virðulegum háskólanum. Þannig getum við alþýðumenn á stundum haft getgátukenningamar einar að leiðarljósi. Ég er stundum að geta þess til að mikið hljóti hann Davíð að vera orðinn leiður á bólförum með madd- ömu Framsókn. Mér finnst hann vera orðinn svolítið þreytulegur. Kannske er það bara eftir megrun- arkúrinn? Kannske hefur hann áhyggjur af að Þórarni vitræna tak- ist ekki að koma sólarhringnum nið- ur í 24 stundir eins og þeir eru að fara lymskulega fram á í Brussel með einni tilskipuninni. Ég held það verði engin fyrirstaða í þessu hjá þeim í ASÍ. Þeir gera allt þessa dag- ana. Þeir eru bara alltaf að heimta meiri peninga í stað loforða. Svo kemur stuttbuxnaliðið og er að kvarta undan jaðarsköttum. Eig- inlega hefi ég aldrei skilið þetta með jaðarskattana. Hvers konar skattar eru þetta? Mér fínnst á stundum það jaðra við ósvífni að hlusta á svona málatilbúning hjá. orðsnillingum í íjármálaráðuneytinu. Eða er þetta bara einhver lúxusskattur, sem þeir eru af og til að smeygja inn í skatta- frumvörpin svona eins og þegar konungkjömir þingmenn og dansk- sinnaðir bæjarfulltrúar voru að læða inn hjá almúganum í gamla daga og þeir þöttust skilja, því fáir vildu láta um sig spyijast að þeir skildu ekki dönsku. Ég hefi miklar áhyggjur af Davíð eins og þú getur skilið. Allt þetta dynur á blessuðum manninum eftir að hann missti af strætisvagninum í for- setakjörinu. Hann taldi þetta allt í lagi fram í maí, en svo kom Ólafur senuþjófur og Davíð réð ekki neitt við neitt. Verst þykir mér þó ef hann er orðinn leiður. Ætli sér að kveðja kóng og prest og setjast að í Landsvirkjun. Að vísu mun hann vera þar hagvanur og eitthvað eru launin hærri en hjá okkur ellilífeyris- Verst er það þó hvað það er að verða reimt á Bessastöðum, segir Kjartan Helgason. Ég hélt að það væri búið að kveða allt slíkt niður. þegum. Svo hann er ekki á vonar- völ. Hvað það snertir. Hitt er svo öllu alvarlegra að finna eftirmann í forsætisráðherraembættið, að ekki sé talað um formennskuna í flokkn- um. Hvernig væri að fá Haarde í formennskuna og Friðrik í forsætis- ráðherrann? Það verða engin vand- ræði með íjármálin eins og þú veist. Þeir eru með svo háar einkunnir í stærðfræði í flokknum að ekki sé talað um hvað glöggir þeir eru í pappírslausum viðskiptum. Allt eru þetta getgátur að sjálfsögðu en eins og prófessorinn sagði, getgátukenn- ingar geta orðið að sannleika. Ég held þetta sé allt í lagi með Fram- sókn. Þeir geta ekki rifíð kjaft þessa dagana. Guðmundur góði frá Húsa- vík er búinn að viðurkenna að hafa svikið eina af 6000 tilskipunum Evr- ópuráðsins og Finnur er milli steins og sleggju út af Columbia Ventures. Svo er framsóknarveðurfræðingur- inn og nefndarmennimir hjá þeim Kjartan Helgason félögum búnir að fínna upp slagorð, sem á að koma í staðinn fyrir maður í fyrirrúmi. Sem sagt að skipta land- inu upp í skákir, þar sem ein skákin er fyrir álver og önnur fyrir ferða- menn og fagra náttúru. Þetta fínnst mér lágloftaveðurfræði. Allt eru þetta þó getgátur sem mér finnst eiginlega vera sannaðar á einn eða annan hátt því eins og þú heyrðir frá Gallup, þá er flokkurinn þinn á uppleið en Framsókn á niðurleið. Þetta lítur alls ekki illa út ef þið kunnið að hamra járnið meðan það er þó ekki væri nema hlandvolgt. Svo eru 2 ár eftir og þú veist að Halldór heldur utan um sitt og þú veist líka að þingmeirihlutinn er drjúgur, svo það gerir eiginlega ekk- ert til þó einstaka karakúlþingmenn séu að gera uppreisn af og til í flokknum þínum. Þetta er dijúgum öruggara en þegar þið voruð með Jóni Baldvin. Verst er það þó hvað það er að verða reimt á Bessastöðum. Ég hélt að það væri búið að kveða allt slíkt niður. Mér sýnist að Ólafur hafí tek- ið með sér eldhúsborðið þar sem hann ræddi við Jóhönnu, Margréti og Kvennalistann um sameiningar á vinstri kantinum. Ég skil að þið bræður á Mogganum séuð ekki hrifn- ir af slíku. Ekki þýðir að tala vð Jón Baldvin eftir að Davík sveik Viðeyj- arsamkomulagið, svona eins og hann væri að veifa hendi. Hann er lítils megandi á því búi eins og þú veist. Rétt marði Sighvat í gegn. Og svo er Sighvatur haldinn stórmennsku- bijálæði og segir bara við Jón: Nú get ég, eins og bróðir Marteins kaup- manns sagði forðum daga. Ég er dulítið hræddur við þetta hvað það dregst á langinn að koma Jóni Bald- vin í sendiherraembættið fyrir balt- nesku löndin. Það var snjallt þó að láta líta svo út að hann sæti ekki í Riga, eða Vilníus, bara í Kaup- mannahöfn. Þetta voru klækir hjá Halldóri. Mér líst þó illa á þennan leik ykkar. Þetta með smuguna er orðinn ansi langur leikur hjá Hall- dóri og Þorsteini. Það versta er að Yeltsín er farinn að skilja þessa hró- keringu og fer hvergi. Líklega verðið þið bara að fóma Jóni Baldvin og setja hann einhvers staðar niður. Hvar? Veit ég ekki. Ekki látið þið hann fara að pakka upp. Hvernig væri að koma honum niður í Króa- tíu, Slóveníu og hvað þau heita með aðsetri í Kaupmannahöfn? Þetta eru getgátur sem reyndar gætu orðið sannindi. Eitt er það þó enn sem mér fínnst ég verði að koma að, en það er með hjúkkuna á Akranesi. Hún virðist alveg vera að komast í mát, jafnvel þó skákmaðurinn rembist við að koma í veg fyrir heimaskítsmát hennar í íslenskri pólitik. Hún vill ekkert tala við lækna. Eða er það kannske svo að þeir vilji ekki tala við hana? Hvort tveggja er slæmt. Svo er hún farin að gefa út tilskipan- ir án þess að tala við kóng eða prest. Heimtar meiri og meiri niðurskurð. Stjómir sjúkrahúsanna eru stór- móðgaðar að ekki sé meira sagt. Eiginlega finnst mér það vera svo að þegar neyðin er mest er hjálpin næst. Þannig hafá ráðgjafar Yeltsin gefið það út að Rússar ætli sér að komast jafnt könum að selja vopn til þriðja heimsins. Það þýðir að við verðum að leggja meira til hjálpar- starfa. Væri ekki snjallt að senda hana þangað sem átökin eru hörð- ust? Þeir fara varla að skjóta ráð- herra þarna í Afríku. En þetta er nú kannske versta getgátan, sem tæpast verður að sannindum. En hvað skal gera. Þetta er að vísu ekki ykkar vandamál í flokknum en þið fáið ábyggilega högg af þessu öllu. Að lokum. Aldrei hafði ég uppi getgátur um að Leifur okkar yrði helsti talsmaður umhverfisverndar. Hann lifði í hugskoti mínu sem útrás- armaður 30. mars. En það var ein- hver ykkar þarna í flokknum, sem sagði um afmælisbarn í stórveislu að mikið hefði verið logið að sér hve slæmur kommúnisti afmælisbamið væri. Upp frá því gengur afmælis- bamið undir nafninu uppáhalds- kommi íhaldsins. Ég læt mér detta í hug að útnefna Leif uppáhaldsí- haldsmann kommanna. Þetta er fínnst mér ef til vill besta getgátu- kenningin, því þessu ráðum við einir kommamir og er ekki til of mikils mælst að fá að eiga eftir eitt átrúnað- argoð eftir að öll önnur eru fallin eða ramba til falls. Það er svo ósk mín til þín, kæri Matthías, að þú minnist skáldbróður þíns, sem skrifaði bókina um eymd heimspekinnar og heim- speki eymdarinnar og fékk eiginlega aldrei botn í. Reynir að kryfja þetta til mergjar og senda frá þér þó ekki væri nema ljóð til útskýringar. Ég sendi þér svo eina, sem sögð er eftir Jón Rafnsson á velmektar- dögum þeirra fyrir austan: Ástandið er hér ei til hags, andlegur dvínar þroski. Ástin er köld í anda Marx, Engels og Zapot- oski. Stenst ekki neitt í stormi dags, Stalin er verri en Trotski. Sölumiðstöðin sendi strax sjö hundruð tonn af þorski. Hafðu það ætíð sem best. Höfundur er framkvæmdasijóri. Aths. ritstjóra: Obirt bréf, sem höfundur vísar til, var talið einkabréf en ekki til birting- ar. Höfundur er vinsamlegast beðinn um að gera greinarmun á einkabréf- um og því efni, sem hann ætlar til birtingar. Ökuþór og dauðar hænur FIMMTUDAGINN 23. janúar birtist í Helg- arpóstinum lítii klausa undir yfírskriftinni: „Ummæli Finns tóm vit- leysa.“ Þar fræddi Gísli Már Gíslason prófessor S við HÍ okkur á því að ýmislegt annað en hið jarðvegsbætandi kís- ilryk kæmi upp um reyk- háfa verksmiðju Járn- blendifélagsins á Grund- artanga. Hefur hinn pennalipri ökuþór Helgi Þ. Ingason verkfræðing- ur Jámblendifélagsins verið að blekkja okkur á síðum Morgunblaðsins undanfarin misseri? En hann virðist hafa unnið það einstaka afrek að keyra tvisvar á dag í fímm * ár fyrir Hvalíjörð með lokuð augun án þess að valda sér né öðmm tjóni. Ekki ætla ég að efast um að kísilryk sé gott til að bæta gróðurmold en reikna með að það ferli sé nokkuð öðmvísi en að hleypa því upp um reykháfa og út í andrúmsloftið, og dreg ég í efa að það sé hollt öndunar- fæmm manna og dýra. Sumir virðast álíta að andstæðing- ar álvers haldi að í nágrenni verk- smiðjanna verði aðeins sviðin jörð, auðvitað vit- um við að grasið verður jafn grænt og áður og vatn verður svo gott sem eins tært og áður, en við erum lítið bætt- ari ef við getum ekki neytt þess eða fóðrað búpening. Ríkulegt fuglalíf En mengunarhættan stafar ekki eingöngu frá stóriðjuvemnum, aukin skipaumferð heftir í för með sér stóraukna hættu á mengunarslys- um. Það var einmitt skip á leið til Gmndartanga sem missti olíu í sjó úti fyrir Álfta- nesi fyrir nokkmm ámm og hlutust af því veruleg vandræði. Megin- straumur í Hvalfírði liggur inn fjörð- inn að norðanverðu og út fjörðinn að sunnanverðu. Mengandi efni sem lenda í sjó við Grundartanga myndu því að öllum líkindum berast inn fjörð- inn. Olíuslys við Gmndartanga hefði þvi vægast sagt skelfilegar afleiðing- ar. Varpstofn æðarfugls á Hvalfjarð- arsvæðinu er líklega á bilinu 5-6.000 pör, en fjöldi fugla getur orðið mun Ég dreg í efa, segir Björn Hjaltason, að kísilryk sé hollt öndunarfærum manna og dýra. meiri, einkum fyrri part vetrar. Aðrar tegundir eiga þar búsvæði að sjálf- sögðu og má nefna að amarpar held- ur sig í fírðinum og hinn sjaldgæfí fugl flórgoði hefur þar viðkomu í nokkrum mæli bæði vor og haust. Einnig má minna á hinar vinsælu kræklingafjörur sem varla eiga sína líka sökum aflabragða og þægilegs aðgengis fyrir allan almenning. Dauðar hænur Allmargar greinar meðmæltar stóriðju hafa birst undanfarið í dag- blöðum, vitna þær gjaman í góða reynslu okkar af álverinu í Straums- vík, en hver er þessi góða reynsla? Ekki var hún svo góð fyrir hænsna- bændurna í Straumi. Fljótlega eftir að álverið tók til starfa hmndi bú- stofninn, púddurnar hreinlega duttu niður dauðar af prikum sínum. Björn Hjaltason Bændurnir höfðuðu mál á hendur verinu en eins og svo oft áður þegar þarf að losna undan óþægilegum málarekstri var sönnunarbyrðinni skellt á herðar bændanna sem fengu að sjálfsögðu engar bætur. Fólki er tekinn vari við því að nýta sér ávexti jarðar í nágrenni versins s.s. ber og sveppi. Það er vitað mál að frá álver- inu í Straumsvík berst töluvert magn mengandi efna en er þó næsta lítið miðað við það sem kveðið er á um í starfsleyfi til álvers á Grundar- tanga. Svo virðist sem forsvarsmenn fyrirtækisins setji skilyrðin og ráða- menn hér skrifí undir en einhvern veginn finnst mér að þetta ætti að vera á hinn veginn. Getur verið að grundvöllur fyrir byggingu álversins sé svo veikur að draga verði úr öllum kröfum til þess. Stjórnvöld telja sig hafin yfir al- þjóðlegar skuldbindingar sínar í mengunarmálum og bera fyrir sig mikla notkun á vistvænni orku, en á þjóðina em farnar að renna tvær grímur um það hversu vistvæn sú orka er eftir allt. Henni hrýs orðið hugur við glæstum áformum á teikniborðum Landsvirkjunar, en það væri efni í aðra grein. Æra Hollustuverndar Augljóst er á framkomu fulltrúa Hollustuverndar ríkisins þegar þeir ræða mál stóriðju á Gmndartanga að þeir fara eins og kettir kring um heitan graut, tala í tómum klisjum og segja einungis það sem yfírboðar- ar þeirra vilja heyra. Hollustuvernd ríkisins hefur misst alla tiltrú al- mennings. Æru stofnunarinnar verð- ur ekki bjargað nema éinhver úr hennar röðum sýni þann manndóm að stíga fram og tjá sig hispurslaust um alvöru málsins. Rassvasaráðuneyti Meðferð ráðamanna á skýrslu Högna Hanssonar, sem er einn virt- asti mengunarsérfræðingur í Svíþjóð, sýnir og sannar að aldrei hefur stað- ið til af þeirra hálfu að taka nokkurt mark á andmælum almennings. Lyktin af þessu máli öllu er orðin mun rammari en af lífrænum áburði Kjósarbænda. Það á að vera skýlaus krafa okkar að umhverfísráðuneytið verði nú þegar tekið úr rassvasa landbúnaðarráðherra og fært í hend- urnar á ábyrgum aðila sem hefur þekkingu á málaflokknum. Ég hvet alla til að mæta á baráttu- fund samtakanna „Björgum Hval- fírði" 18. feb. í Borgarleikhúsinu. Ekki aðeins íbúa Hvalfjarðar heldur einnig þá sem von eiga á að fá há- spennumastur fyrir framan eldhús- gluggann sinn, alla þá sem hafa ímugust á brölti Landsvirkjunar á hálendinu og alla þá sem unna ís- lenskri náttúru. Höfundur er félagsmaður í Hinu íslenska náttúrufræðifélagi og Fuglaverndunarfélagi Islands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.