Morgunblaðið - 13.02.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.02.1997, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JENS JOENSEN + Jens Joensen fæddist á Viðareiði í Fær- eyjum 6. október 1911. Hann lést á heimili sínu í Þor- lákshöfn 3. febr- úar síðastliðinn. Fullu nafni hét hann Jens Elías Sören Fredrik Joensen. Þegar hann gerðist ís- lenskur ríkis- borgari varð hann að afsala sér nöfnunum Sören og Fredrik. Systkinin voru níu en aðeins sjö komust til fullorðinsára. Birgitte, f. 1907, Henry, skipsljóri, f. 1910, nú látinn, Jens, skipstjóri og netagerðarmaður, f. 1911, lát- inn, Axel, vélstjóri og skip- stjóri, f. 1913. Sigrid, f. 1915, Borghild, hjúkrunarfræðingur, f. 1919, og Hanna, ljósmóðir, f. 1923, látin. Foreldrar hans voru Johann- es Joensen, fæddur 6. júlí 1882, > dáinn í okt. 1962 og Anna Skæl- ing, fædd 21. febrúar 1879, dáin 1966, foreldrar þeirra beggja voru kóngs- bændur. Jens kvæntist Hönnu Joensen 11. des. 1939. Hún fædd- ist 20. janúar 1915. Börn þeirar eru: 1) Anna Friðbjörg, f. 6. sept. 1940, sérkenn- ari, gift Boga Leifs Sigurðssyni og eiga þau þijú börn og þrjú barnabörn. 2) Jenný, sjúkraliði, f. 3. nóv. 1943, gift Óla Árna Vilhjálmssyni, þau slitu samvistir. Hún býr í Noregi og börn hennar þrjú ásamt þremur barnabörn- um. 3) Jógfvan Daníel, sér- menntaður innan sjúkraþjálf- unar í manuellterapi, eigandi heilsuhælisins Jetöy Kurbad í Moss í Noregi, kvæntur Evu Margareth og eiga þau fjögur börn og þijú barnabörn. 4) Ruth, kennari og sjúkraþjálf- ari, gfift Arve Dyresen, búsett í Noregi og eiga þijú börn. Útför Jens fer fram frá Að- ventkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Enn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það ölium, sem fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) g- Ég sest niður og horfi yfír farinn veg og rifja upp mín bemskuár. Ég er þakklát fyrir að hafa alist upp á heimili þar sem hin einfalda Guðstrú var í hávegum höfð. Grundvallaratriðið var, gerðu það sem er rétt, segðu það sem er satt og elska skaltu náungann eins og sjálfan þig. Svo einföld var trú pabba og þannig kenndi hann hana áfram til barna sinna og bama- barna. Við systkinin ólumst upp við að eiga föður sem var til sjós meiri hluta ársins. Útiverur hans vom langar svo mánuðum skipti. Þar af leiðandi urðu samverustund- irnar fáar en góðar. Hugur pabba var ávallt heima hjá okkur. Hann > var listrænn og skar út í tré og útbjó fallega muni handa bömun- um sínum til að gleðja þau eftir langa fjarvem. En þann stutta tíma sem hann var í landi notaði hann til að vera með okkur. Kenna okk- ur að meta Guðs sköpunarverk úti í náttúrunni og umgangast og virða fegurð hennar. Minnisstæðar em ferðirnar sem við fómm með hon- um að skoða fuglahreiður þar sem hann kenndi okkur að umgangast dýrin og virða lífshætti þeirra. Hann elskaði náttúruna, mat kyrrð- ina og fegurðina sem þar ríkti. Þannig var okkar uppeldi sem sjó- mannsfjölskylda í Færeyjum fyrir fimmtíu árum. Arin liðu og tímarnir breyttust. Pabbi og mamma vom aldrei hrædd við að takast á við ný verkefni eða erfiðleika. Þau höfðu óbifanlega trú á Guði sínum og frelsara. Það kom svo vel í Ijós þegar þau tóku sig upp frá Færeyjum og fluttust til Vestmannaeyja 1956. Þá byrjaði nýr kafli í lífi okkar allra. Mikil ábyrgð hvíldi á foreldrum sem nú voru að skapa heimili með nýjum siðum, nýrri tungu og þjóð sem þau þekktu lítið. Við það styrktust fjöl- skylduböndin. Bömin voru á við- kvæmum aldri, 4 til 15 ára. Með elju og dugnaði tókst foreldrum okkar að eignast eigið húsnæði og koma börnum sínum til mennta. Pabbi elskaði fjölskyldu sína. Barnabörnin voru honum dýrmæt og þótti þeim gaman að takast á við afa sinn í krók eða sjómanni. } Á hverju ári fór hann nokkrar ferð- ir til Noregs að hitta börnin sín þar ásamt barnabörnum til að eiga með þeim góðar stundir. Síðasta ferð hans þangað var í haust þegar hann hélt upp á 85 ára afmæli sitt. Innri persónur mannsins mat pabbi meira en veraldlegt prjál. Hann var hreinn og beinn, sagði meiningu sína og skoðun á einfald- an og skýran hátt við okkur sem þekktum hann best. Vitnaði oftast í ritninguna máli sínu til stuðnings. Hann leit á sig sem gest á þessari jörð. Það kom best í ljós þegar hann, ásamt öðrum Vestmanney- ingum, varð að taka sig upp frá heimili sínu 1973. Eftir það bjó hann í nokkur ár í Hveragerði og lauk lífsgöngu sinni í Þorlákshöfn. Alltaf var hann heilsuhraustur og vann við netagerð til 78 ára ald- urs. Þegar netin urðu of þung fyr- ir hann tók bæjarhreinsunin í Þor- lákshöfn við. Þar naut hann útiver- unnar og langra göngutúra sem var honum mikils virði. Þótt ferð- imar til Noregs væru margar, var hugurinn heima í Þorlákshöfn; að halda húsinu sem snyrtilegustu, rækta kartöflur, huga að garðinum sem hann fékk viðurkenningu fyrir árið 1985, sem hann var mjög ánægður með. í Þorlákshöfn bjó hann við það öryggi að hafa dóttur sína, tengda- son og þrjá syni ásamt fjölskyldum þeirra sem sýndu gömlu hjónunum ómetanlega umhyggju og kærleika með daglegri umgengni og greið- vikni. Er söknuður þeirra mikill nú þegar svo stór hluti úr hversdags- lífí þeirra hverfur svo brátt. Við hin systkinin og fjölskyldur okkar úti í Noregi hugsum til hans með söknuði. Á vori komanda kemur enginn afí. Hann átti sér máltæki sem verð- ur lengi í minnum haft innan íjöl- skyldunnar „Ongin skal bíða eftir mær“. Þannig kvaddi hann þetta jarðneska líf. Við kveðjum pabba með þökk og virðingu og lítum fram til þess dags er Konungur konung- anna býður alla sína velkomna heim. Jenný og fjölskyldur. „Kynslóðir koma, kynslóðir fara, allar sömu ævigöng." (M. Joch.) Það er komið að kveðjustund ástkærs föður, tengdaföður, afa og langafa. Pabbi fæddist 6. október 1911 og ólst upp á Viðareiði í Færeyjum. Á bernskuárunum hneigðist hugur hans til lista, teikningar, listmálunar og útskurðar í tré. En í þá daga var ekki venja að fram- fleyta sér á slíku og fékk hann því engan stuðning í heimahúsum til þess að þjálfa og þroska með sér listhneigðina. Þær eru ekki fáar myndirnar, sem prýða heimili bama hans, systkina og annarra fjölskyldumeðlima. Barnabörnin sitja ekki heldur tómhent með út- skurðarminningar eftir afa. 14 ára að aldri fór hann á sjóinn og stundaði sjómennsku í rúm 30 ár við Færeyjar, ísland og Græn- land. Hann lauk skipstjóraprófi frá Stýrimannaskóla Færeyja 1936. Foreldrar hans voru 7. Dags aðventistar og ákvað pabbi að taka skírn inn í þann söfnuð 18 ára að aldri, eftir sérstaka björgunar- reynslu á sjónum. Aðventboðskap- urinn var hans hjartans mál, uppi- staða lífs hans og það dýrmætasta sem hann átti fyrir utan fjölskyld- una. Erfiðleikar á sjónum gagnvart hvíldardagshelgihaldi gerðu það að verkum að feðgarnir fjórir fóru í útgerð um nokkurra ára skeið. Skútan fékk heiti sitt af þeim systkinum „7 systkin“. Pabba skeikaði aldrei í trúnaði sínsum við helgihald hvíldardags- ins. Hann hlaut blessun Drottins með andlegum og líkamlegum styrk. Hann fékk það orð á sig að vinna á við tvo menn og að gæfa fylgdi þeim skútum, sem hann var á. Eins og fyrr er getið kvæntist pabbi mömmu 1939 og fengu þau okkur fjögur systkinin. Pabba var það mikið mál að eiga sig og sitt og standa í skilum. Ábyrgðartilfinningin varð snemma hans fylgisveinn, og fylgdi hún honum til dauðadags. Hann byggði hús handa okkur í Færeyjum, sem við bjuggum í til 1956. Á skútuárunum var komið við í mörgum íslenskum höfnum, þar á meðal Vestmannaeyjahöfn. Vegna betri tíma á íslandi eftir sl. heims- styijöld á 6. tug aldarinnar, ákváðu foreldrar okkar að prófa eina ver- tíð í Vestmannaeyjum. Leist þeim vel á Eyjar og fluttust þangað búferlum í maí 1956. Það var ekki auðvelt að byija að nýju á fimmtugsaldri með fjög- ur börn á aldrinum 4-15 ára. Það var ekki eingöngu nýtt umhverfi, sem við komum í, en nýtt tungu- mál, nýir hagir og siðir og engir ættingjar nema ein systir, Borg- hild, og hennar fjölskylda í Vík í Mýrdal. Auk þess þurfti að byggja upp ný vinasambönd. Þetta setti sín spor að vissu marki, en fjöl- skylduböndin urðu þeim mun sterkari. U.þ.b. tveimur árum eftir að við fluttum til íslands byijaði pabbi við netagerð og vann við það til 78 ára aldurs. Hann fékk réttindi innan þess sviðs 1980, 69 ára gam- all. Hann skildi spor eftir sig innan netagerðar, en það var ekki pabba venja að gera stórt úr hlutunum sem viðkomu honum sjálfum. Við bjuggum í Eyjum fram að gosi. Þá var tilverunni aftur raskað og fluttust pabbi og mamma til Hveragerðis eftir Eyjagos. Þau bjuggu þar í 8 ár, en fluttust til Þorlákshafnar 1981 og hafa búið þar síðan. Foreldrum okkar var það mikið kappsmál að við systkinin fengjum menntun. Þau unnu með elju og athafnasemi og lögðu sitt af mörk- um til þess á tíma engra náms- styrkja eða -lána. Þrátt fyrir mikla vinnu pabba á bernskuárum okkar gaf hann sér alltaf tíma fyrir okkur börnin. Hann fór út í móa að leita að hreið- rum og skoða fugla, hann fór með okkur upp á fjöli og niður á bryggju. Það var ekki bara þessi hluti náttúrunnar, sem pabbi hafði áhuga á. Blóma- og grænmetis- rækt lá hjarta hans nærri enda hlutu þau í elli sinni viðurkenningu fyrir garðinn, þeim til mikillar gleði og uppörvunar. Þegar hann hætti í netagerð vann hann fyrir hreppinn við bæjarhreinsun 1 tíma á dag, 6 daga vikunnar. Vann hann sinn tíma, hvernig sem viðraði. Við systkinin þijú og fjölskyldur okkar, sem búsett eru í Noregi, hlökkuðum alltaf til að fá afa í heimsókn vor og haust núna seinni ár. í síðustu heimsókn hans héldum við upp á 85 ára afmæli hans að viðstaddri allri fjölskyldu hans þar, 24 talsins. Barnabörnin og barna- barnabörnin mátu gjafmildi og hugulsemi afa, og er því undarlegt að hugsa til þess að eiga ekki von á honum í heimsókn með vorinu. Barnabörnin og barnabarna- börnin þijú hér á landi nutu þeirra forréttinda að vera sérstakur hluti af tilveru afa og ömmu. Það er því erfitt að sætta sig við að afi sé horfinn, einkum fyrir Friðmar, sem heimsótti afa og ömmu á hveijum degi og kom fyrstur að afa íátnum. Trúrækni pabba var með ein- dæmum. Hann lét sig aldrei vanta í kirkju á hvíldardagsmorgni ef ferð gafst. Á skútuárunum við Grænland voru fegðamir fjórir þeir fyrstu á Grænlandi sem dreifðu ritum um aðventboðskap- inn. Pabbi lét ekki sinn hlut eftir liggja í Þorlákshöfn á því sviði. Hans heitasta ósk var að umhverfi hans fengi eignarhlut í þeim fjár- sjóði sem hann var búinn að finna í trúnni á Jesú Krist frelsara mann- kynsins, sem innan tíðar kemur í skýjum himinsins til þess að sækja þá sem á hann trúa. Við systkinin erum foreldrum okkar ævinlega þakklát fyrir þá trú og það for- dæmi sem þau hafa gefið okkur í orði og verki. Við viljum því kveðja pabba með orðum Páls postula í 1. Þess. 4,13,16-18. „Ekki viljum vér, bræður, láta yður vera ókunnugt um þá, sem sofnaðir em, til þess að þér séuð ekki hryggir eins og hinir, sem ekki hafa von. Því að sjálfur Drott- inn mun með kalli, með höfuðeng- ils raust og með básúnu Guðs, stíga niður af himni, og þeir, sem dánir eru í trú á Jesú Krist, munu fyrst upp rísa; síðan munum vér, sem lifum, sem eftir erum, ásamt þeim hrifnir burt í skýjum til fundar við Drottin í loftinu; og síðan munum vér vera með Drottni alla tíma. Huggið því hver annan með þess- um orðum.“ Friðbjörg, Jógvan og Ruth. Okkur var brugðið þegar dóttir Jens vinar míns hringdi og til- kynnti lát hans. Ekki hefði það átt að koma á óvart, því hann náði þeim aldri, að kallið gat komið hvenær sem var. Hann var fæddur og uppalinn í Færeyjum en fluttist til Vest- mannaeyja árið 1956. Eftir gos flutti hann frá Vestmannaeyjum og frá 1980 var hann búsettur í Þorlákshöfn. íslenskan ríkisborgararétt öðlað- ist hann 14. des. 1972. Hann þurfti ekki að breyta eftirnafni sínu, vegna þess að á sama tíma öðlað- ist heimsfrægur tónlistarmaður ís- lenskan ríkisborgararétt, án þess að skipta um nafn. Réttindi sem netagerðarmaður öðlaðist hann árið 1980. Kunningsskapur okkar hófst fyr- ir rúmum fjörutíu árum, er við vorum skipsfélagar í Vestmanna- eyjum um nokkurra ára skeið og við slíkar aðstæður kemur fljótlega í Ijós hvaða mann félagarnir hafa að geyma. Jens þekkti sjóinn betur en ég eftir áratuga veru á skútum frá Færeyjum, sem matsveinn, háseti, stýrimaður og skipstjóri. Það var fróðlegt fyrir viðvaning að heyra um þá hörðu baráttu sem þessir sjómenn þurftu að heyja, oft marg- ar vikur fjarri ástvinum. Erfitt er að skilja aðstæður þeirra er stunduðu sjóinn fyrir sex- tíu árum á vélvana skútum, sem oftar en ekki treystu á segl en vél. Veiðisvæði var oft við Island eða Grænland í veðrum sem þessi svæði bjóða upp á, jafnvel hörðustu mánuði ársins, og sá stundum ekki til lands svo vikum skipti. Gaman hefði verið fyrir hann að kynnast þeirri tækni, sem í dag ræður ríkj- um á vel búnum skipastóli okkar. Nú búa sjómenn t.d. við þær sjálfsögðu aðstæður að geta farið í bað, hafa sér klefa, meira að segja er farið að segja -sér herbergi. Ytt á takka á tölvunni og hún segir hvar skipið er statt og hvar það var á veiðum fyrir nokkrum árum og margt annað í svipuðum dúr. Jens var lifandi þátttakandi í þeim störfum, sem hann vann við, duglegur, úrræðagóður og ósérhlíf- inn. Oft virtist hann harður á yfir- borðinu, hélt sínum skoðunum fram af festu og með góðum rökum. En undir yfirborðinu var hlýr og góður maður, sem ekki mátti vamm sitt vita. Hann lagði allt kapp á það sem mátti leiða til betra lífs, bæði í eigin lífí og fyrir fjölskylduna. A kreppuárunum, þegar allt snerist um að geta framfleytt fjöl- skyldu sinni, voru margar leiðir reyndar og ekkert til sparað, hvorki tími né fyrirhöfn. Jens var mikill fjölskyldumaður. Konan og börnin áttu hug hans allan. Ekkert gat komið í stað þeirra. Fyrir mér var Jens einn af þeim fáu mönnum sem ekki kunnu að skrökva, ekki einu sinni að hann gæti notað hvíta lygi. Fyrir honum var sannleikurinn eitthvað sem ekki var hægt að breyta og ekki mátti sleppa hluta af. Jens gekk í söfnuð aðventista ungur að árum og aflaði sér mikill- ar þekkingar á Orði Guðs, með stöðugum lestri. Bænin var hans daglega samband við frelsara sinn og skapara. Eftir því sem ég þroskaðist átti ég auðveldara með að tileinka mér skoðanir hans og rök. Hann trúði því sem englarnir sögðu: (P 1,11) „Þessi Jesús, sem varð upp numinn frá yður til himins, mun koma á sama hátt og þér sáuð hann fara til himins.“ I þeirri trú var vissan um endurfundi við frelsara sinn. Hann treysti á loforð Krists sbr. Mt. 25,31: „Mannssonurinn kemur í dýrð sinni og allir englar með honum ... “ Aðstandendum hans vottum við Unnur okkar dýpstu samúð. Og konu hans, okkar góðu vinkonu Hönnu, sem mest hefur misst, biðj- um við góðan Guð að styrkja og varðveita. Huggun hennar er að þau munu eiga endurfundi í ríki Guðs. Blessuð sé minning þessa góða manns. Kristján Friðbergsson. Hinn 18. janúar sl. fór ég og sonur minn Holberg í heimsókn til Jens og Hönnu á heimili þeirra í Þorlákshöfn. Alltaf gaman að koma til þeirra, þau svo ánægð og tekið vel á móti okkur. Þá var Jens svo hress að maður átti ekki von á að þetta yrði okkar síðasta stund hér á jörð. Ég kynntist Jens í Vest- mannaeyjum, þar sem ég er fæddur og uppalinn, þegar hann og Hanna fluttu frá Færeyjum með sína stóru Ijölskyldu. Við unnum saman á netaverkstæðinu hans Reykdals Jónssonar, sem Arnmundur Þor- björns stóð fyrir, það var gott að vinna með honum þar. Eftir gosið í Eyjum fluttu hann og ijölskyldan upp á land og settust að í Þorláks- höfn og áttu þar fallegt hús. Áttum við Jens margar ánægjulegar um- ræður um trúmál og framtíðina á himnum. Jens var trúaður maður. Jesaja, 65, 17. vers og 21. vers: „Sjá, ég skapa nýjan himin og nýja jörð, og hins fyrra skal ekki minnst verða, og það skal engum í hug koma.“ „Þeir munu reisa hús og búa í þeim, og þeir munu planta víngarða og éta ávöxtu þeirra." Nú hvílir trúbróðir þar til Kristur kemur. Ég og fjölskylda mín þökkum góða vináttu og vottum Hönnu og öðrum ástvinum hennar innilegustu samúð. Jón Holbergsson og fjölskylda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.