Morgunblaðið - 13.02.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.02.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIVIAR FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1997 29 Smáaurar og milljónir ÞÓTT UMRÆÐA um jafnréttismál sé yf- irleitt málefnaleg tekur hun stundum á sig und- arlegar myndir. Þá er forsendum og rökum varpað fyrir róða og kappið verður forsjánni yfirsterkara. Undir slíkt verður að flokka grein eftir Steinunni Jóhannesdóttur rithöf- und sem birtist í Morg- unblaðinu 7. febrúar sl. undir fyrirsögninni: „Karlar hreppa milljón- ir, konur frá smáaura." í greininni fjallar Steinunn um meinta mismunun kynjanna í úthlutun fjár annars vegar frá íþróttahreyfingunni og hins vegar úr Kvikmyndasjóði. Hún sparar ekki köpuryrði í garð þess fólks sem að úthlutuninni stendur og segir það beita grófri mismunun kynjanna. Nú er mér öldungis ókunnugt um hvaða sjónarmið ráða úthlutunum úr Kvikmyndasjóði þótt ég geri fast- lega ráð fyrir því að þar ráði fagleg sjónarmið einkum ferðinni. Hinu er ég kunnugri hvernig staðið er að fjárveitingum til afreksíþróttafólks enda hef ég um alllangt skeið átt sæti í stjórn Afreksmannasjóðs ISI, sem hefur með slíkar úthlutanir að gera. Það getur svo sem vel verið að ég og það fólk sem á sæti með mér í umræddri sjóð- stjórn sé bæði einsýnt og forpokað, svo notað sé orðalag Steinunnar, en ásakanir um kynja- mismunun eru bæði ós- angjarnar og rangar. Því tel ég nauðsynlegt að gera athugasemdir við það sem fram kemur í greininni og íjalla jafn- framt örlítið um það sem þar er látið ósagt. Afreksmannasjóður ÍSÍ er eini sjóður íþróttahreyfingarinnar á íslandi sem hefur það að markmiði að styðja og efla afreksíþróttir í landinu. Sjóðurinn er eign íþróttahreyfingarinnar allrar og fær meginhluta tekna sinna af lottó- inu. Má því með sanni segja að það sé almenningur í landinu sem ieggur honum til fjármagn og því rétt og skylt að starfsemi sjóðsins og fjár- veitingar úr honum fari fram fyrir opnum tjöldum og að þær reglur sem úthlutað er eftir séu öllum ljósar. Úthlutunarreglur Afreksmanna- sjóðs eru skýrar. Þar er fyrst og fremst tekið tillit til afreka íþrótta- fólks, stöðu þess á alþjóðlegum mælikvarða og möguleikum íþrótta- fólksins að ná í allra fremstu röð. Þar er enginn greinarmunur gerður á því hvort karlar eða konur eiga í hlut. Eftir þessum starfsreglum, sem Steinar J. Lúðvíksson samþykktar hafa verið af íþrótta- hreyfingunni, hefur sjóðsstjórn út- hlutað íjármagni til einstaklinga og íþróttaflokka. í starfsreglum sjóðsins eru heim- ildarákvæði um að gera megi lang- tímasamninga við íþróttafólk sem ætla má að eigi möguleika á að vera í_ fremstu röð á Ólympíuleikum. Ákvað stjórn sjóðsins að nýta sér þessa heimild í ár, fyrst og fremst í þeim tilgangi að auðvelda afreks- íþróttafólkinu að skipuleggja æfing- ar sínar og keppni með að markmiði að vera á toppnum á Ólympíuleikun- um í Syndney árið 2000. Með öðrum Úthlutunarreglur Af- reksmannasjóðs eru skýrar, segir Steinar J. Lúðvíksson. Þar er enginn greinarmunur gerður á því hvort karl- ar eða konur eiga í hlut. orðum væri hægt að segja að íþrótta- fólkið hafi ráðið sig í vinnu hjá sjóðn- um fram yfir umrædda leika. Val á því íþróttafólki sem um var að ræða var tiltölulega auðvelt. Á alþjóðleg- um mælikvarða voru þrír einstakl- ingar sem stóðu langfremst: Jón Arnar Magnússon, tugþrautarmað- ur, Guðrún Arnardóttir, grinda- hlaupari, og Vala Flosadóttir, stang- arstökkvari. Ákveðið var að ganga til samninga við Jón Arnar og Guð- rúnu og hafa þeir nú verið undirrit- aðir. Samningar þessir voru algjör- lega samhljóða. Á óvart kemur að Steinunn Jóhannesdóttir kýs að minnast ekki á það einu orði í grein Svarta kjaraskýrslan KJARAKÖNNUN arkitekta sl. haust leiddi ýmislegt alvar- legt í ljós, m.a. þá stað- reynd að 14,8% stéttar- innar - þar af 34% ei- nyrkja hafa undir 100.000 kr. í mánaðar- laun þrátt fyrir langt og dýrt háskólanám. Tæplega 70% sjálfstætt starfandi fólks í stétt- inni hafa svo lélegar tekjur að þau hafa ekki efni á að greiða í lífeyr- issjóð, þ.e.a.s. hafa ekki efni á að eldast eins og aðrir þjóðfélagsþegnar! Á tímum jafnréttis kynjanna er það með ólíkindum að kjarakönnunin sýndi að konurnar í stéttinni sem starfa sjálfstætt upp- skera 40% lægri laun en karlamir og hafa því ennþá minni möguleika á lífeyrissjóðsgreiðslum! Atvinnuleysi arkitekta er sem sagt ekki lengur dulið og því engin afsökun að skýla sér ennþá bak við svört sólgleraugun og föt í felulitunum. Óhætt er að fullyrða að sams konar heildarniður- staða meðal byggingartækni- eða -verkfræðinga hefði kallað á skjót viðbrögð stéttarfélaga þeirra. M.a. hefði strax verið boðað til neyðar- fundar þar sem félagsmönnum hefði verið ítariega gerð grein fyrir þýðingu kjarakönnunarinnar og kosið í neyð- arráð sem hefði það verkefni að koma með tillögur um lausnir og fara á fund ráðamanna. Arkitektafélag ís- lands hefur hins vegar ákveðið að kæfa hinar mjög svo óþægilegu kjar- aniðurstöður og ekki hefur heldur borið á marktækum viðbrögðum fé- lagsins gegn frumvarpinu um ný skipulags- og byggingarlög, sem þó er ætlað að veita muni stéttinni náð- arhöggið. Þetta kemur sér einstak- lega vel fyrir keppinautana sem stöð- ugt innræta arkitektum að vanmeta getu sína, og styður enn frekar við ofurtækniþróun samfélagsins sem heldur því fram að tölvuteikniforrit geti komið í stað arkitekta. Því miður er það svo að hin afbrigðilega af- staða félagsstjórnarinnar endur- speglar ástæðuna fyrir hinum myrku niðurstöðum „svörtu kjaraskýrslunnar"; veru- leikafirringu, sýndar- mennsku og ábyrgðar- fælni. Skipulagt öngþveiti? Afleiðingar stefnu- leysis FAI í kjara- og markaðsmálum stéttar- innar eru sífellt að taka á sig skýrari mynd, og áhrifa þessa hefur gætt svo um munar í afkomu og starfsumhverfi stétt- arinnar í heild sl. 8 ár: Menn hafa t.d. ekki átt þess kost að fá uppgef- inn áætlaðan byggingartíma hjá því opinbera áður en farið hefur verið út í samkeppnir, og þannig vantað mikil- vægt svigrúm til þess að geta skipu- Afleiðingar stefnuleysis FAÍ í kjara- og mark- aðsmálum, segir Páll Björgvinsson, í þessari fýrstu grein af þremur, er sífellt að taka á sig skýrari mynd. lagt vinnutíma sinn og önnur verk- efni. Þá hefur ekki verið hægt að treysta því að farið verði í fram- kvæmdir strax að loknum samkeppn- um, og fólk verið látið bíða svo mán- uðum eða jafnvel árum skipti eftir slíkum verkefnum. Einkageirinn hef- ur verið fljótur að læra á öngstrætin í lífi húsameistarastéttarinnar og haft sívaxandi tilhneigingu til þess að fara fram á útsöluverðs eða ókeyp- is tillögur hjá arkitektum með loðnum loforðum um verkefni ef samþykkt fáist á tillöguteikningunum. Verk- efnalausir arkitektar í biðstöðu, svo- kallaðir „snagamenn", hafa margir gert þau mistök að gangast inn á slíka afarkosti með von um betri tíð og blóm í haga, en hafa um leið lagt lið sitt gegn viðgangi eigin stéttar í samfélaginu: Það leysir nefnilega enginn eigið atvinnuleysi með því að gefa öðrum stéttum vinnuna sína, og það er siðlaust að aðrar stéttir innan byggingariðnaðarins komist upp með að notfæra sér neyð þeirra sem ekki hafa sömu atvinnutækifæri eða stéttarfélag til að styðja við bak- ið á sér. Strútsaðferðin Að láta sem ekkert sé á meðan byggingartæknimenn stefna föstum skrefum í að yfirtaka markaðinn er jafn heimskulegt og strútsaðferðin í eyðimörkinni; því með þögninni og aðgerðaleysinu samþykkja arkitektar að þeir séu hafðir að leiksoppum á byggingarmarkaðnum og leggja blessun sína yfir það menningarslys að á sjálfu Álþingi sé stéttarréttur þeirra gróflega vanvirtur af sjálfum löggjafanum, og háskólamenntun þeirra í heyranda hljóði gerð einskis nýt um aldur og ævi. Fróðlegt væri að sjá viðbrögð byggingartækni- og verkfræðinga ef fyrir lægi sú tillaga í frumvarpi á Alþingi að byggingar- tæknifræðimenntun væri talin jafn- gilda -verkfræðimenntun eftir 5 ára starfsreynslu; ef arkitektar gætu litið á sig sem byggingarverkfræðinga líka eftir 5 ára æfingatíma innan verkfræðinnar; ef bæði arkitektar og byggingartæknifræðingar gætu óhindrað leyft sér að valsa inn á verk- svið byggingarverkfræðinga vegna þess að löggjafmn í landinu gerði ráð fyrir því; ef byggingarmeistarar, iðn- fræðingar og tækniteiknarar að 5 ára starfstíma liðnum gætu litið á sig sem byggingartæknifræðinga og byijað óhindrað að starfa sem slíkir. Nei, það segir sig sjálft að byggingar- tækni- og -verkfræðingar myndu ekki beita sjálfsniðurlægingar- eða strútsaðferðinni ef slíkar breytingar væru á döfinni! Húsameistarar ís- lands eiga að taka þessar stéttir sér til fyrirmyndar, hætta að hegða sér sem örverur og láta svörtu kjara- skýrsluna blása sér baráttuvilja í bijóst. Höfundur er arkitekt og fyrrv. formaður atvinnumálanefndar FAÍ. Páll Björgvinsson sinni að Guðrúnu hafi verið gert jafnhátt undir höfði og Jóni Arnari. Ástæða þess að slíkur samningur var ekki gerður vð Völu Flosadóttur er einföld. Alþjóða ólympíunefndin er svo „einsýn og forpokuð“ að hún hefur ekki enn ákveðið að stangar- stökk kvenna verði keppnisgrein í Syndney árið 2000. Allar líkur eru þó á því að svo verði og mun þá varla standa á Afreksmannasjóði að gera langtímasamning við Völu hafi hún á því áhuga og vilja. í grein sinni gerir Steinunn mikið úr því sem hún telur vera mismunun íþróttahreyfingarinnar á úthlutun fjármuna til Völu Flosadóttur og Jóns Arnars Magnússonar. Hun setur undir einn hatt fjárveitingar íþrótta- hreyfíngarinnar og algjörlega óskildra aðila til Jóns Amars en sleppir að geta þess að greiðslur sem Vala fær frá Áfreksmannasjóði eru ekki einu greiðslurnar sem hún fær frá íþróttahreyfingunni. Ólympíu- nefnd íslands vann ötullega að því og fékk því framgengt að Vala fær stuðning frá Ólympíusamhjálpinni. Samanlagðar eru þær greiðslur og greiðslur sem Vala fær frá Afreks- mannasjóði nánast algjörlega hinar sömu og Jón Amar fær frá íþrótta- hreyfíngunni. I þeim umræðum sem orðið hafa um fjárstuðning við afreksíþrótta- fólk gætir þess misskilnings að íþróttafólkið sjálft fái umrædda styrki í eigin vasa og sé orðið vel launað forréttindafólk. Sannleikur- inn er sá að þátttaka í afreksíþrótt- um er ótrúlega kostnaðarsöm og meginhluti þess fjármagns sem veitt er til þess fer í greiðslu á margskon- ar kostnaði og þá ekki síst þjálfara- kostnað. Það sem íþróttafólkið fær í sinn hlut nær varla almennum launatekjum. Eins og fyrr greinir skellir Stein- unn Jóhannesdóttir saman greiðsl- BÓKHALDSHUGBÚNAÐUR fyrir WINDOWS Einföld lausn á flóknum málum gl KERFISÞRÚUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055 www.treknet.is/throun um sem Jón Arnar Magnússon fær frá íþróttahreyfingunni og öðrum aðilum utan hreyfingarinnar til að ná fram þeim forsendum sem hún hefur gefið sér fyrirfram, að íþróttahreyfíngin mismuni kynjun- um. Fyrirtæki á Sauðárkróki og Sauðárkróksbær koma mjög mynd- arlega inn í fjármögnun undirbún- ings Jóns Arnars fyrir Ólympíuleik- ana í Syndney. Fyrir skömmu sá ég að fyrrverandi alþingismaður sagði í hálfgerðum hálfkæringi í Degi-Tímanum að þeir hlytu að vera ríkir á Sauðárkróki fyrst þeir gætu þetta. Undir það má taka. En að mínu mati felst þó ríkidæmi Sauðkræklinga ekki í þeim pening- um sem þeir leggja í þetta, heldur miklu fremur í því að eiga einstakl- inga, bæði innan fyrirtækja og í bæjarstjórn, sem hafa skilning á gildi afreksíþrótta og að stuðningur við þær kemur ekki aðeins einstakl- ingum sem nýtur fyrirgreiðslu til góða, heldur og allri æsku bæjar- ins. Mættu fleiri hafa þessi viðhorf. Þær Guðrún Arnardóttir og Vala Flosadóttir keppa undir merkjum Reykjavíkurfélaganna Ármanns og ÍR. Vonandi er að Reykjavíkurborg veiti þeim sama stuðning og Sauð- árkróksbær veitti Jóni Arnari. Um það munu mestu ráða helstu valda- aðilar borgarinnar, þær Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, Guðrún Ágústsdóttir, forseti borg- arstjórnar og Steinunn Óskarsdótt- ir, formaður íþróttaráðs borgarinn- ar. Hjá þeim þarf varla að óttast einsýni og forpokun í viðhorfum til þessara frábæru íþróttakvenna. Höfundur er rithöfundur. Brúðkaupsmyndir PÉTUR PÉTURSSON IJÓSMYNDASTÚDÍÓ LAUGAVEGI 24 • SÍMI 552 0624 ^ Kuldaskór með hrágúmmísóla Verð: 1.995,- Tegund: 604 Stærðir: 41-45 Litur: Svartir og brúnir k Ath: Lítil númer Póstsendum samdæffurs \oppskórinn Veltusundi við Ingólfstorg sími: 552 1212
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.