Morgunblaðið - 13.02.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 13.02.1997, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SIG URBJÖRG EIRÍKSDÓTTIR + Sigurbjörg Ei- ríksdóttir, fyrr- verandi hótelstjóri, fæddist í Reykjavík 23. nóvember 1941. Hún andaðist Landspítalanum 4. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Arndís Sigríður Halldórs- dóttir og Magnús ^ Björn Pétursson. Sigurbjörg var ung sett í fóstur til hjón- anna Sigriðar Þór- mundsdóttur og Ei- ríks E.F. Guðmundssonar að Meltúni í Mosfellsbæ. Systkini Sigurbjargar, sammæðra, eru: Jón Pétursson, Guðlaug Péturs- dóttir, Sigmar Pétursson og Guðmunda Óskarsdóttir. Einn- ig átti Sigurbjörg tvo fóstur- bræður, þá Guðmund og Krist- ján Óskarssyni. Systkini Sigur- bjargar, samfeðra, eru: Sigrún Elín Magnúsdóttir, fædd í nóv- ember 1942, lést í febrúar 1943, Sigríður Ella Magnúsdóttir, ^ Bjarni P. Magnússon, Hallgrím- ur Þ. Magnússon, Karl Smári Magnússon, fæddur 26. október 1952, lést 5. október 1974, og Sigrún Kr. Magnúsdóttir. Sigurbjörg giftist eftirlifandi eiginmanni sínum, Svavari Sig- urjónssyni kaupmanni, hinn 11. ágúst 1962 og átti með honum þrjú börn. Börn þeirra eru: 1) Aslaug Sigríður, f. 19. febrúar 1959, gift Geir Magnússyni og eiga þau þijú börn, Magnús Brynjar, Rebekku Rún og Karólínu Klöru. 2) Margrét Björk, f. 11. desem- ber 1963, gift Ing- ólfi Geir Gissurar- syni og eiga þau tvær dætur, Jónínu og Sigurbjörgu Ölmu. 3) Eiríkur Siguijón, f. 23. sept- ember 1972, unn- usta hans er Guð- rún Vilborg Eyjólfs- dóttir. Sigurbjörg ólst upp að Meltúni í Mosfellsbæ en á gagnfræða- skólaárum sínum dvaldist hún á Reykjum í Hrútafirði og Reyk- holti í Borgarfirði. Árið 1972 varð Sigurbjörg framreiðslu- maður en hún lærði iðn sína í Leikhúskjallaranum og hjá Jóni Ragnarssyni á Hótel Valhöll á Þingvöllum. Lengst af starfaði hún við fag sitt i Klúbbnum en gerðist síðar hótelsljóri hjá Ferðaskrifstofu íslands og rak Edduhótel á ísafirði, í Hús- mæðraskólanum á Laugarvatni og í Nesjaskóla á Homafirði. Árið 1987 hóf hún ásamt eigin- manni sinum rekstur verslunar í Breiðholti, tveimur ámm síðar opnuðu þau Ölkjallarann í Reykjavik og árið 1993 hófu þau verslunarrekstur í Grafarvogi. Útför Sigurbjargar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hún verður jarðsett á Lágafelli í Mosfellsbæ. Móðir - kona - meyja, eru fyrstu orðin sem mér koma í hug þegar Siddý systir er látin. Við vitum öll að okkur er ekki ætlað að lifa að eilífu, en það er alltaf erfítt að skilja og sætta sig við þegar ein- hver er kallaður burt í blóma lífsins úr þessu jarðríki, langt um aldur fram. Hún hefur barist undanfarin ár við banvænan sjúkdóm. En að baráttunni skyldi ljúka svo snemma var ekki hennar lífsstfll. Ég var svo lánsamur að alast upp í Meltúni með Siddý. Það var ekki ónýtt fyrir ungan snáða að eiga systur sem ávallt_ var tilbúin að leiðbeina og kenna. Á unga aldri hafði hún áhrif á framtíð mína því hvatning hennar varð til þess að framtíðarstarf mitt var ráðið. Að vera þjónn annarra og láta öðrum líða vel var hennar takmark, hvort sem var í leik eða starfi. Heimili hennar var öllum opið og bar sterk- an keim af hennar skipulagsgáfum og snyrtimennsku. Hún var ávallt notaleg heim að sækja og átti auð- sjáanlega mjög gott með að um- gangast aðra. Þegar ég rita þessa kveðju rifj- ast upp fyrir mér síðasta samtal okkar þar sem hún sagðist hafa farið og heimsótt æskuheimilið okkar í Meltúni í Mofellssveit. Þar '^lýsti hún fyrir mér í smáatriðum þeim breytingum sem gerðar hafa verið undanfarin ár og hvaða tré eru ennþá í garðinum og hver hafa verið felld. Henni fannst breyting- arnar bara vera til góðs. Hún var mjög ánægð yfír því að hafa farið uppeftir en lét þess getið svona í lokin að þetta væri nú í síðasta sinn sem hún myndi heimsækja æskuheimilið okkar sem henni þótti svo vænt um. Hún ein vissi hve stutt var eftir. Og í þau örfáu skipti sem við ræddum um veikindi henn- - ■* ar sagði hún mér hver staðan væri en jafnan sló hún því fram að við skyldum ekki vera að velta okkur uppúr þeim. Þau enda eins og þau eiga að enda. Hún bar sína erfíð- leika í hljóði, kvartaði aldrei þrátt fyrir að oft hafi hún þurft að taka á öllum þeim krafti sem hún átti, það var einfaldlega ekki hennar stíll að kvarta. Öll vandamál skyldi hún leysa sjálf. Það að vera uppá einhvern annan komin var ekki til í hennar hugarheimi. Hún vildi miklu fremur ræða um hvað væri að gerast í lífínu. Þegar Siddý var á meðal okkar var hún þessi hressa, sjálfstæða dugnaðarkona sem hug- aði að því að búa sér og sínum sem best í haginn, þá skipti tíminn ekki máli, slíkur var kraftur hennar. „Hversu langt sem er á milli okkar og hversu mjög sem lífið hefur breytt okkur, þá eru tengsl okkar óijúfanleg. Þú verður alltaf sérstakur hluti af lífí mínu.“ (Þýð- andi: Óskar Ingimarsson) Elsku mamma, Svavar, Áslaug, Magga og Eiríkur, ykkar missir er mikill. Ég mun biðja þann sem þessum heimi stýrir að hugga og styrkja ykkur í sorginni. Sigmar. Vort hjarta er svo rikt af hreinni ást, að hugir gep um dauðann sjást. Vér hverfum og höldum víðar, en hittumst þó aftur - síðar. (Jóhannes úrKötlum.) Okkur er í fersku minni er pabbi sagði okkur systkinunum að við ættum hálfsystur sem væri lítið eitt eldri en við og að hún ætlaði að heimsækja okkur einhvern næstu daga. Stundin rann upp, systirin Siddý kom í heimsókn, glæsileg unglingsstúlka örugg í framkomu og fasi. Okkur var sönn gleði að taka á móti henni og stolt vorum við að fá að kynnast henni og eignast nýja systur. Siddý ólst upp hjá góðum kjörforeldrum sín- um sem af stóru hjarta deildu með okkur dóttur sinni. Við kveðjustund kemur upp í hugann minning sem þessi og ótal aðrar. Með árunum varð systkina- kærleikurinn meiri. Siddý, Svavar og börnin þeirra urðu hluti af okk- ar fjölskyldu. Hún var okkur fyrir- mynd hvað snerti dugnað og at- orku, hún var óhrædd að takast á við ný og ögrandi vekefni. Hún lagði metnað sinn í að búa sér og sínum fagurt heimili og var höfð- ingi heim að sækja. Margar ánæg- justundir rifjast upp, Siddý hafði einstakan frásagnarhæfíleika. Hún glæddi hveija sögu glettni og lífi sem hélt manni hugföngnum, oft- ast urðu heimsóknirnar langar af því að það var svo gaman að vera nálægt Siddý. Að áliðnu síðasta sumri áttum við systkinin og fjölskyldur okkar saman heila helgi á Reykhólum. Þá var Siddý orðin mjög veik en hrókur alls fagnaðar, í söng, dansi og leikjum, þarna sáði hún fræjum vináttu meðal yngri kynslóðarinnar sem eflaust eiga eftir að bera ávöxt síðar. Á stórum stundum hjá fjölskyld- unni lagði hún einatt eitthvað til málanna því hún var örlát bæði á tíma sinn og elsku. Það lýsir Sigur- björgu vel hvernig samskipti hún átti við móður okakr, hve vel hún reyndist henni á erfiðum stundum. Hún átti ríkan þátt í að halda fjöl- skyldunni saman og hennar verður sárt saknað. Við erum henni þakk- lát og biðjum Guð að blessa minn- ingu hennar. Sigríður, Bjarni, Hallgrímur og Sigrún Magnúsarbörn. Þegar ég kynntist tengdamóður minni fyrir um það bil 15 árum heillaðist ég af persónuleika henn- ar, sem var einstakur. Glaðværðin, dugnaðurinn og metnaðurinn smit- aði út frá sér bæði heima fyrir og í vinnunni. Jákvætt hugarfar, krafturinn og eldmóðurinn skapaði henni sér- stöðu þegar hún lagði land undir fót á vorin og tókst á við eitt af sínum uppáhaldsverkefnum, að stýra hótelum. Þau voru ófá sumr- in sem Siddý var úti á landi hótel- stjóri á einhverju Eddu-hótelanna. Þar var hún í essinu sínu, óþreyt- andi dugnaðarforkur sem hafði allt til brunns að bera sem til þurfti. Stjórnunarhæfíleika sem gerðu það að verkum að fólk hafði gaman af að vinna fyrir hana, dugnaðinn og kraftinn til að tak- ast á við öll þau verkefni sem fram- kvæma þarf á slíkum stað og eig- inleika þess sem kann að þjóna með bros á vör. Þetta endurspeglar að mörgu leyti lífshlaup hennar. Þó má ekki gleyma því sem ef til vill stendur upp úr á þessari stundu þegar ör- lögin hafa gripið svo grimmilega inn í. Það er að aldrei var kvartað. Skipti þá engu hvort sneri að hinu hefðbundna lífsamstri eða hinum erfíðu veikindum, jafnvel ekki þeg- ar vitað var að baráttan var töpuð. Alltaf var höfuðið borið hátt og> aldrei kvartað. Þar kemur til þessi einstaki persónuleiki og uppeldið hjá Sigríði og Eiríki í Meltúni sem tóku hana að sér aðeins tveggja vikna. Elsku Svavar. Þótt systkinin, tengdasynirnir og barnabömin hafí mikið misst þá er missirinn mestur hjá þér. Minningin lifir, hana tekur enginn frá okkur. Geir Magnússon. Snemma að morgni þriðjudags- ins 4. febrúar sl. bárust mér þær fréttir að ástkær tengdamóðir mín væri öll. Það óhjákvæmilega hafði gerst, að vísu þó nokkru fyrr en við var búist, að hún varð að lúta í lægra haldi fyrir illvígum og miskunnarlausum sjúkdómi, sem engum hlífir er hann tekur sér bólfestu í, og án tillits til aldurs og fyrri starfa. Guð einn sem öllu ræður ætlar mönnum oft önnur og æðri hlutverk. Því verður það huggun harmi gegn að vita til þess að Siddý sé að láta gott af sér leiða í Guðsríki. Sú manngerð sem hún hafði að geyma er vand- fundin og á ég erfitt með að finna réttu lýsingarorðin þegar mér verður hugsað til hennar. Orð eins og hugljúf, hjartagóð, kærleiksrík, gjafmild, fyndin og ekki síst við- ræðugóð. Upp í hugann koma margar sögur og brandarar sem hún jafnan sagði á mannamótum og eldhúsfundum. Frásagnargleð- in geislaði af henni, það var hrein- asta upplifun oft að hlusta á hana og aðdragandinn að efninu var alltaf langur og ekki síst nákvæm- ur. Allir nærstaddir hrifust ósjálf- rátt með. Það var ekki endilega það hvað hún sagði, heldur hvern- ig hún sagði það. Það eru orðin þrettán og hálft ár síðan við Siddý sáumst í fyrsta sinn en það var skömmu eftir að ég kynntist dóttur hennar sem í dag er eiginkona mín. Ég var að heimsækja Möggu og var dreginn niður í sjónvarpsherbergi þar sem formleg kynning fór fram. Hverra manna ert þú? o.s.frv. Fljótlega varð manni ljóst að þarna fór ein- staklega skemmtileg og skilnings- rík móðir sem hélt fjölskyldu sinni vel saman. Er seinni dóttir okkar fæddist í nóv. ’90 kom lítið annað til greina en að hún myndi bera nafn hennar enda kom á daginn að þær nöfnur voru hreint ekki svo ólíkar í fasi. Ég og fjölskylda mín urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að fara í ferðalag með Svavari og Siddý til Flórída haustið ’95 og verður sú ferð ógleymanleg og ómetanleg í minningunni. Þó Siddý væri farin að kenna sér meins og heilsan eflaust ekki uppá það besta, var engan bilbug á henni að finna og hún lét sig hafa það að þvælast með okkur unga fólkinu í hina og þessa skemmtigarðana með góða skapið og kímnina að leiðarljósi. Að endingu bið ég algóðan Guð að blessa minningu tengdamóður minnar. Elsku Siddý mín, takk fyr- ir alla þá hamingju og gleði sem þú gæddir líf mitt beint og óbeint. Þinn tengdasonur, Ingólfur Geir Gissurarson. í dag kveðjum við kæra vinkonu sem við höfum þekkt frá æskuá- rum. Vinkona okkar varð að láta í minni pokann í baráttunni við ill- vígan sjúkdóm, þótt okkur sýndist oft að hún ætlaði að hafa sigur. Þijú okkar kynntust Siddý þegar við vorum 15 ára á heimavistar- skóla þar sem vináttan verður oft náin og þannig varð það hjá okkur. Siddý var alltaf mjög sjálfstæð, full af orku og starfskrafti. Hún var hrókur alls fagnaðar þegar kunningjahópurinn hittist, hlátur- mild og skemmtileg og oftar en ekki upphafsmanneskjan að því að gera eitthvað skemmtilegt og skemmtilegri ferðafélaga er vart hægt að hugsa sér. Hún varð fyrst okkar til að festa ráð sitt, fyrst að eignast barn og fyrst að koma sér upp þaki yfír höfuðið. Hún eignað- ist góðan lífsförunaut sem stóð við hlið hennar hvort sem það var við að stjóma heimili þeirra, hóteli á ísafírði, Laugarvatni eða Homa- firði. Frístunda gátu þau líka notið í ríkum mæli og vorum við oft svo lánsöm að fá að njóta þeirra með þeim. Fyrir rúmum þremur árum greindist vinkona okkar með krabbamein og þegar við heimsótt- um hana á sjúkrahúsið eftir fyrstu aðgerð sagði hún: „Það þýðir ekk- ert að gráta strax, stelpur, er það?“ og þannig var hún til dauðadags. Aldrei lét hún veikindin aftra sér, en dreif sig með okkur í skemmti- ferðir, bæði innanlands og utan. Nú síðast fyrir rúmum tveimur mánuðum fórum við saman til San Fransisco og það var hún eins og svo oft áður sem átti frumkvæðið. Þegar ferðin til San Fransisco var auglýst hringdi hún til okkar og sagði. „Ég er búin að panta mér far, þið ráðið hvort þið komið með eða ekki,“ og auðvitað fórum við með og áttum alveg yndislega daga saman sem við nutum út í ystu æsar og vildum alls ekki hafa misst af. Ótrúlegt er að aðeins skuli vera rúmir tveir mánuðir síðan, eins kát og hún var, og augljóst að hún naut hverrar mínútu þrátt fyrir að hún væri mjög veik. Við lítum öll á það sem forrétt- indi að hafa átt Siddý fyrir vin og vitum að við eigum eftir að sakna hennar sárt. Elsku Svavar, Áslaug, Margrét, Eiríkur og kæra Sigríður, við tök- um þátt í sorg ykkar og munið að þið eigið alltaf vin í okkur. Nú dapr þver og nálgast nótt, til náða sem að kveður drótt, ó, faðir ljóss og alls, sem er, gef öllum frið og hvíl í þér. (Stgr. Thorst.) Hvíl þú í friði, kæra vinkona. Guðrún, Úlfar, Heiðrún og Benedikt. í dag verður lögð til hvíldar ein uppáhaldsfrænka mín, hún Siddý. Þær eru ófáar minningarnar sem ég geymi um Siddý og erfítt að tína þær allar saman og alla kosti hennar í stuttu máli. Ég ætla þó að reyna að taka saman og deila með fleirum örfáum minningum sem standa mér efst í huga. Einn helsti kostur Siddýjar og sá sem ég minnist einna helst er hversu yndislega heiðarleg og hreinskilin hún var. Ég vissi alltaf hvað Siddý fannst um mig, annað fólk, og ýmisleg málefni, því hún tók alltaf allan vafa af með því að segja hug sinn umbúðalaust. Eigin- leiki sem ég mun virða hana fyrir um alla eilífð. Hún var líka ein sterkasta, ákveðnasta og dugleg- asta kona sem ég hef kynnst. Hún sýndi þessa kosti bæði í starfi og leik, en þó sérstaklega í baráttunni við veikindi sín. Siddý var líka stálminnug og einstaklega góð sögumanneskja. Hún og Svavar eiginmaður henn- ar, höfðu ferðast víða og hún kunni alltaf einhveijar framandi spennu- sögur sem maður sat dáleiddur yfir. Siddý var líka svo lagin við að sjá spaugilegu hliðarnar á hin- um vandræðalegustu atvikum og gat sagt þannig frá að andartakið stóð manni ljóslifandi fyrir hug- skotssjónum. Ég man að fyrir rétt rúmu ári kom ég til hennar í morgunkaffi eins og við höfðum ákveðið daginn áður. Ég kom til hennar rétt rúmlega tíu og hafði hugsað mér að vera hjá henni í einn til tvo tíma. Siddý og ég töluð- um um alla heima og geima, skoð- uðum myndir, rifjuðum upp liðna atburði, ræddum þá nýju, drukk- um morgunkaffið, borðuðum svo hádegismat og áttum saman ynd- islega og skemmtilega stund. Fyrr en varði var klukkan orðin þijú og ég var orðin of sein að skila lánsbílnum. Hefði ég getað dvalið lengur hefði ég sjálfsagt verið í eldhúsinu hjá henni í hörkusam- ræðum fram eftir nóttu. Ég hélt svo utan í nám og sá ekki Siddý aftur fyrr en í fyrrasumar í brúð- kaupi systur minnar. Okkur gafst ekki tími til að endurtaka langa heimsókn fyrr en í enda sumarsins og áttum þá aftur saman fjörugan dag ásamt Gunnu systur minni. Það var i síðasta skiptið sem ég sá Siddý, því enn og aftur hélt ég utan. Hún var að vanda brosmild, festrisin, og skemmtilega opinská. ;g talaði svo við hana í síma dag- inn áður en hún lagðist á sjúkra- hús og umræðuefnin voru eins mörg og marvísleg og hægt er. Hún sýndi bæði ótrúlegan styrk, hugrekki og ekki vantaði húmor- inn í hana Siddý frekar en fyrri daginn. Þannig mun ég ávallt minnast elsku Siddýjar. Ég votta Svavari eiginmanni hennar, Sigríði móður hennar, Ás- laugu, Margréti, og Eiríki, börnum hennar og Svavars, Geir og Ingólfi tengdasonum þeirra og barnabörn- um mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Arndís Ósk. Nú þegar Siddý vinkona okkar og samstarfskona er kvödd verður manni ósjálfrátt hugsað til baka. Ég kynntist henni í æsku í Mos- fellssveit, hún var bráðfalleg ung stúlka nokkrum árum eldri en ég og passaði þá systur mína. Foreldrar hennar voru sóma- hjónin á Meltúni, Eiríkur bóndi og frú Sigríður, en hjá þeim keyptu foreldrar mínir bæði mjólk og egg. Við Siddý hittumst svo aftur síð- ar á lífsleiðinni, þar sem hún af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.