Morgunblaðið - 13.02.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1997 27
LISTIR
EINAR G. Baldvinsson: Frá Þingeyri.
Kjamorka
og kvenhylli
Tíma-
laus
veröld
MYNPUST
Hafnarborg
MÁLVERK
Einar G. Baldvinsson. Opið kl. 12-18
alla daga nema þriðjud. til 17. febr-
úar; aðgangur kr. 200 (gildir á báðar
sýningar).
VIÐ hlið þess sem fyllir efri sali
Hafnarborgar þessa dagana eru
málverkin í Sverrissal sem leiftur
úr fortíð; áhorfendur þurfa að
skipta um gír til að fá notið þeirr-
ar listsýnar, sem þar er boðið upp
á.
Einar G. Baldvinsson stundaði
sitt listnám á fimmta áratugnum,
og þótt hann hafi að nokkru tekið
þátt í afstraktlistinni fyrst í stað,
eru það eldri minni sem hafa verið
honum yrkisefni nær alla hans
listamannstíð: sjávarþorpið, hafið
og fjörukamburinn með sínum bát-
um, kubbslegu húsum og einfalda
fólki hafa verið sú veröld, sem
Einar hefur haldið áfram að sækja
til.
Slík myndefni verða auðveldlega
tengd myndlist kreppuáranna á
fjórða áratugnum, eins og Aðal-
steinn Ingólfsson bendir á í sýning-
arskrá, þegar m.a. Snorri Arin-
bjarnar, Gunnlaugur Scheving og
Þorvaldur Skúlason sköpuðu þann
myndheim, sem hér er byggt á.
Gerðarsafn
Skáld lesa
og svara fyr-
irspurnum
UPPLESTRAR á vegum Ritlistar-
hóps Kópavogs halda áfram í kaffi-
stofu Gerðarsafns síðdegis á
fimmtudögum milli kl. 17 og 18.
Á fimmtudaginn kemur verða les-
arar vikunnar skáldin Anton Helgi
Jónsson, Bragi Ólafsson og Elísa-
bet Kristín Jökulsdóttir og lesa þau
úr birtum og óbirtum verkum sín-
um.
„Fáein undanfarin skipti hefur
sá háttur verið hafður á, að gestum
er boðið til samræðna við skáldin
og geta spurt þau útúr um verk
þeirra og vinnubrögð. Fyrsti höf-
undurinn til að ríða á vaðið með
þetta á upplestrum Ritlistarhópsins
var Þórarinn Eldjárn og sagði hann
undan og ofan af sögu sinni Brota-
höfði eftir fyrirspurnir viðstaddra.
Þessari tilraun verður haldið
áfram á fimmtudögum og hafa
skáldin lýst sig reiðubúin til að
svara fyrirspurnum sem fram
kunna að koma,“ segir í kynningu.
En með tryggð sinni við slík við-
fangsefni hefur Einar lagt sitt af
mörkum til að upphefja þau og
skapa þeim ákveðið tímaleysi, óháð
hlutveruleikanum.
Það er hið innra jafnvægi flatar-
ins, sem listamaðurinn virðist eink-
um vera að fást við. Litaspjaldið
er hógvært og jafnvel dauft á
stundum, en á milli birtast logandi
geislar þeirrar litadýrðar, sem
landið býr yfir. Myndbyggingin
miðar að kyrrð og ró öðru fremur,
sem hæfír best þeim minningum,
sem Einar er að vinna út frá. Það
eru ekki átök og spenna sem hér
er leitað eftir, heldur friður og
festa; slíkt gerir hann væntanlega
í mótaðri andstöðu við seinni tíma
í myndlistinni, þar sem ólgandi
bylgja breytinganna kollvarpar
gjarna öllu á nokkurra ára fresti.
Á sýningunni eru tuttugu olíu-
málverk, sem og nokkur fjöldi
vatnslitamynda. Hér eru hin fyrr-
Á NÁMSKEIÐUM hjá Endur-
menntunarstofnun Háskólans
verða kynnt tungumál og bók-
menntir Kínverja.
Kínversk frásagnarlist -
skáldsögur frá seinni öldum
nefnist annað námskeiðið. Frá-
sagnarlistin sem iðkuð var á te-
húsum í Kína á seinni öldum var
kveikjan að gróskumikilli skáld-
sagnagerð. Þessi grein skáld-
skapar var vinsæl meðal almenn-
ings en lengi vel ekki talin til
„alvarlegra bókmennta" í og með
vegna hins alþýðlega uppruna
síns. Fjallað um höfuðverk kín-
verskrar frásagnarlistar, skáld-
söguna, „Draumurinn um rauða
herbergið" og fleiri skáldsögur
frá tímum Ming- og Qing-keis-
araættanna.
Námskeiðið verður haldið fimm
mánudagskvöld og hefst þann 17.
febrúar. Kennari verður Hjörleifur
nefndu sterkari þátturinn, enda
verða öll litbrigði nákvæmari og
komast þar betur til skila, einkum
þar sem snjóalög, haf og himinn
brotna upp í fínlegum blæbrigðum
litanna. Smæð verkanna kalla á
þrönga myndbyggingu sem hæfir
viðfangsefnum listamannsins eink-
ar vel, eins og sést t.d. vel í „Frá
Þingeyri“ (nr. 3), „Vetur“ (nr. 16)
og „Kvöld á Búðum“ (nr. 18).
Það er ekki að efa að í hugum
margra hinna eldri marki fyrir
söknuði fyrir framan þessi verk,
á sama tíma og yngri áhorfendur
hafna þeim sem tímaskekkju.
Hvoru tveggja segir meira um
viðkomandi en um verkin sem
slík, því að myndlist verður
sjaldnast metin að fullu á for-
sendum eigin tíma. Til þess eru
dæmi listasögunnar of mörg um
að dómum samtímans hafi verið
hnekkt - á báða vegu.
Eiríkur Þorláksson
Sveinbjörnsson, en hann nam við
Pekingháskóla 1976-1981.
Hitt námskeiðið er byijenda-
og framhaldsnámskeið í kín-
versku. Kennd verða undirstöðu-
atriði kínverskrar tungu. Uppr-
uni, þróun og uppbygging rit-
táknanna. Æfingar í skrift.
Framburður hljóða sem ekki eru
til í íslensku. Hljóðskriftakerfið,
kínverska skrifuð með vestrænu
stafrófi, útskýrt og æft. Und-
irstaða í málfræði. Nokkur tákn
kennd og lestraræfingar.
Byijendanámskeiðið, sem er níu
kvöld, hefst 26. febrúar og stendur
til 23. apríl. Kennari verður Hjörleif-
ur Sveinbjömsson. Framhaldsnám-
skeiðið hefst 18. mars og stendur í
níu kvöld til 13. maí. Leiðbeinandi á
því verður Edda Krisljánsdóttir BA
í kínversku og heimspeki frá Peking-
háskóla og BA frá Kaupmannahafii-
arháskóla í Austurlandasögu.
KVIKMYNPIR
Bíóborgin
AÐ LIFA PICASSO
(SURVIVING PICASSO)
★ ★ ★
Leikstjóri James Ivory. Handrit Ruth
Prawer Jhabvala, byggt á Picasso:
Creator and Destroyer eftir Ariönnu
Stassinopoulos Huffington. Kvik-
myndatökustjóri Tony Pierce-
Roberts. Tónlist Richard Robbins.
Aðalleikendur Anthony Hopkins,
Natascha McElhone, Julianne Moore,
Diane Venora, Jane Lapotaire, Joss
Ackland, Joan Plowright. 123 mín.
Bandarísk. Wamer Brothers 1996.
ÞAÐ telst jafnan til tíðinda þegar
þríeykið Ivory/Merchant/Jhabvala
koma með nýtt verk fram á sjónar-
sviðið. Það stendur á bak við nokkr-
ar frábærar myndir á síðustu árum,
einsog Hávarðsendi, Herbergi með
útsýni og Dreggjar dagsins. Þessi
gæðamyndafabrikka hikstaði þó í
fyrsta sinn í Jefferson íParís, næstu
mynd hennar á undan. Það hefur,
sem betur fer, ekki verið annað en
smábensínstífla. Þó Að lifa Picasso
sé ekki í hópi þeirra bestu frá þre-
menningunum er hún að mörgu leyti
gott verk og ásjáleg (öndvert við
Jefferson...).
Rétt er að benda á að Að lifa
Picasso er ekki sögð frá bijósti Pic-
assos (Anthony Hopkins) heldur
sambýliskonu hans og barnsmóður,
Francoise Gilot (Natascha McEl-
hone), eins skoða kvikmyndagerðar-
mennimir hann úr fjarlægð. Myndin
er byggð á ævisögu Ariönnu Huff-
ingtons, dregin út úr henni storma-
samur áratugur samskipta Franc-
oise og Picassos. Þau kynntust á
tímum innrásarliðs nasista í París,
Francoise er upprennandi málari
sem kemst í mjúkinn hjá meistaran-
um. Utan málarasnilldarinnar er Pic-
asso að öllum líkindum kunnastur
fyrir óseðjandi ástríður og tak-
markalausa kvenhylli. Ungi málara-
neminn var ekki lengi að enda í
bólinu hjá karlinum, fjórum áratug-
um eidri. Francoise var þó eina kon-
an í lífi málarans sem gekk út frá
honum.
Samkvæmt myndinni er Picasso
fremur óaðlaðandi persóna (þó hann
hafí haft ómælt aðdráttarafl á kven-
fólk) sem naut þess að fínna aumu
blettina á fólki og stinga í sárið.
Þrifist á því einsog púkinn á fjósbit-
anum. Samansaumaður nirfill og
hrokagikkur; kynóður snillingur.
Handritið er átakalítið en yfirborðs-
kennt, sýnin sem myndin býður af
listamanninum fjallar meira um kyn-
hvatir en kúbisma, holdið fremur en
andann. Þó allt á penu nótunum -
að siðfáguðum hætti Ivory/Prawler.
Þríeykið á tvímælalaust meistara
Hopkins mest að þakka að myndin
lukkast. Hann túlkar listilega þenn-
an sjarmerandi skrögg, einn áhrifa-
mesta listamann aldarinnar með öll-
um sínum litríku blæbrigðum - líkt
og hans eigin verk. Við sjáum fyrir
okkur sálfselskan sérvitring, óseðj-
andi lífsnautnamann, Hopkins er svo
sannarlega í essinu sínu og hrífur
mann með sér á stundum. Annað
veifíð dettur þessi mynd niður í eins-
konar ábúðarmikið aðgerðarleysi, þá
drabbast stórleikarinn með og
minnir á frammistöðu sína í Legends
of the Fall. Það er sem betur fer
sjaldan. Hinsvegar er mótleikari
hans, hin glæsilega McElhone, utan-
gátta og hefur litla nærveru og slak-
an texta. Julianne Moore er eina
kvenpersónan sem kveður að, reynd-
ar fer Joan Plowright þokkalega
með smátt og veigalítið hlutverk
ömmu Francoise. Þriðji breski stór-
leikarinn er svo Joss Áckland, gust-
mikill sem Matisse. Þá er ógetið
nosturslegra búninga og leikmynda,
hér hafa verið snillingar að störfum.
Andblær genginna Parísarára svífur
yfír vötnunum og er áhrifamikill
rammi utanum forvitnilega en ekki
fullkomna mynd.
Sæbjörn Valdimarsson
OIL-FREE PLUS FOUNDATION
Olíulaust meik frá MARBERT
- matt allan daginn.
Einstök tilfinning
með þessu nýja olíulausa
meiki sem inniheldur
A, C og E vítamín.
Húðin fær eðlilega
og matta áferð.
MARBERT
- og þú lítur vel út.
Komdu við og fóðu prufur.
Libia Mjódd. Nano Hólagarói. Holtsapótek
Glæsibæ. Spes Hóaleitisbraut. Evíta Kringlunni. Bró laugovegi. Bytgjan
Kópnvogi. Snyrtihollin Garöobæ. Sandra Hafnarfirði. Goiley Förðun Ke
ísafirði. Tara Akureyri. Apótekið Húsavík. Apótek Vestmannaeyja.
Námskeið í kín-
versku og kínverskri
frásagnarlist
öll fimmtudagskvöld
Fræðsla
& fjör
frá klukkan sjö til tiu
Faxafeni 5
108 Reykjavík
Sími 533 2323
Fax 533 2329
tolvukjor@itn.is
OpiÖ virka daga 12:00-18:30
fimmtudaga 12:00-22:00
og laugardaga 10:00-16:00
.Tölvukjör
Tolvur
verslun
heimilanna
>ær eru komnar.
Vorum að taka upp nýja sendingu frá Trust. Fuli búð af spennandi tölvubúnaði á frábæru verði.
15“ skjár -16 Mb minni - 2,5 Gb diskur
8 hraða geisladrif - SoundBlaster 16 hljóðkort
2 Mb S3 Trio skjákort - Soundwave 240 hátalarar
Hugbúnaðarpakki frá Microsoft - Windows 95
kr. 124.900 ) kr. 139.900 )
m 133 Mhz örcjjörva m 166 Mhz örgjörva
Frábær litableksprautuprentari
meó 2ja hyllcja kerfi . |k g*
720 dpi upplausn
30 blaða arkamatari
kr. 16.900 )
Canon BJC-70 )
Trust Pentium