Morgunblaðið - 13.02.1997, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 13.02.1997, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1997 47 Nýjar undirlagsmottur á markaðinn Spara spæni og auðvelda þrifnað HESTAR Umsjön Valdimar Kr isti nsson Miklar framfarir hafa átt sér stað í gerð hesthúsa á íslandi síðasta áratuginn og er nú svo komið að þegar byggð eru hesthús er í mörgu fylgt svipuðum kröfum og um íbúðarhús væri að ræða. Víða má finna vönduð og góð hesthús þar sem vel fer um bæði hesta og menn. Ætlunin er að fjalla eilítið um ýmsa þætti í hesthúsbygging- um í næstu hestaþáttum. Fyrir skömmu var skrifað um ástánd í spónamálum og fer því vel á að hefja þessa umfjöllun á nýjungum í undirlagi undir hrossin. Eftir að ásókn í spæni jókst hafa margir lagt höfðuðið í bleyti og velt fyrir sér hvernig megi minnka spónanotkun án þess að slíkt komi niður á hreinlæti. Um árabil hafa verið framleiddar erlendis gúmmí- mottur sem hleypa vatni í gegnum sig. Þannig mottur hafa sést hér á landi en ekki náð neinni útbreiðslu enda spænir lengi vel verið ódýrari og auðfengnari. Eftir að breyting varð þar á hóf Viðar Halldórsson í Gúmmístofunni á síðasta ári inn- flutning á þessari gerð gúmmím- otta. Þær eru framleiddar úr sam- anpressuðum gúmmíflísum. Rakadrægnin helsti kosturinn Mottumar eru 6 sentimetra þykkar og er neðri hlutinn, sem að gólfinu snýr, með hálfgerðu eggja- bakkalagi þannig að þvag og og vatn á greiða leið í niðurfallið. Best er að hafa steypt undirlag undir motturnar en einnig má hafa þær á þéttriðinni trégrind. Lykilatriði er að niðurfall sé undir mottunum til að taka við þeirri bleytu sem í gegn kemur. Einnig kemur vel út að hafa gatað vatnsrör á hæsta punkti stíunnar meðfram mottun- um, þannig að hægt sé að sprauta fersku vatni undir og koma með því í veg fyrir að þar myndist stækja. Með því móti er mögulegt að sprauta undir mottumar þótt hestar standi á þeim. Mottur þessar sem hér um ræðir eru hæfilega mjúkar og fer afar Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson NAUÐSYNLEGT er að hafa góða niðurfallsrás undir mottunum sem tekur við öllum vökva sem sígur í gegnum þær. GÓÐAR raufar eru á mottunum neðanverðum og kemur vel út að hafa gatað vatnsrör á hæsta punkti stíunnar til vökvunar undir motturnar. Kemur slíkt fyrirkomulag í veg fyrir alla stækju og bætir loftið í húsinu. vel um hross á þeim. Þær eru fáan- legar í einum eða hálfum fermetra. Þær eru þungar og sitja því vel þótt best sé að hafa þær skorðaðar í stíunum. Best er í þeim efnum að steypa í kringum þær, en þá þarf að gæta þess að hafa ekki of þröngt að þeim skorið því þær þenjast örlítið út þegar farið er að bieyta þær. Tiltölulega auðvelt er að saga þær eða skera í sundur þannig að hægt sé að sníða þær í stíurnar. Helsti kostur við þessar mottur er að sjálfsögðu sá að öll bleyta sígur í gegn á einni til tveimur mínútum. Smekksatriði er hvort notaðir séu spænir þótt vissulega sé það alltaf skemmtilegra og bæti andrúmsloftið. Motturnar eru hag- kvæmar að því leyti að þær spara spæni verulega og um leið verður þurrara í stíunum. Góð lausn í safnstíum Fyrir þá sem eru með safnstíur má setja hér fram hugmynd sem einn hestamaður í Víðidalnum hefur verið að reyna. Þar er um að ræða trégrind neðst í stíur undir spóna og taðsafnið. Haft er um sentimeters bil á trégrindinni þannig að bleyta sígi vel niður. Þegar mokað er út þarf að lyfta grindinni og hreinsa undan henni, því alltaf veðst eitthvað af taði og spónum undir. Best er í þessu tilviki að hafa steypt gólf með niðurfalli undir grindunum. Að því er best verður séð tryggir slík grind að stíurnar haldist mun þurrari og þar með sparast spænir. $ RAÐ/\/ ir^l Y^IKir^AP „Au pair“ - strax í útjaðar London vantar barngóðan, dugleg- an og jákvæðan einstakling í 6 mánuði. Upplýsingar í síma 552 6605 (Matthildur). Hreingerningar Óskum eftir að ráða samviskusaman og stundvísan starfskraft í alhliða hreingerning- ar og bónvinnu. Umsækjendur skulu vera 23ja ára eða eldri og geta hafið störf sem allra fyrst. Reynsla æskileg en ekki nauðsynleg. Umsóknir leggist inn á afgreiðslu Mbl., merktar: „H - 200“, fyrir 20. febrúar. Heilsugæslustöð Eskifjarðar- læknishéraðs Tvær stöður heilsugæslulækna við heilsu- gæslustöðina í Eskifjarðarlæknishéraði eru lausar til umsóknar. Einnig eru lausar til umsóknar: Afleysingastaða hjúkrunarfræðings, hálft starf, staða rekstrarstjóra, hálft starf, staða móttökuritara, 30% starf. Nánari upplýsingar veita: Stefán Óskarsson, formaður stjórnar, í síma 476 1426 eða Svava I. Sveinbjörnsdóttir, rekstrarstjóri, í síma 476 1630. Umsóknum skal skilað fyrir 28. febrúar 1997 til: Stjórnar heilsugæslustöðvar Eskifjarðarlæknishéraðs, Strandgötu 31, 735 Eskifirði. Skrifstofuhúsnæði til leigu Til leigu er húsnæði í Skipholti og Bæjar- hrauni. Upplýsingar í síma 515 5500. Atvinnuhúsnæði Óska eftir að taka á leigu til langs tíma 100 fm upphitað geymsluhúsnæði með inn- keyrsludyrum á stór-Reykjavíkursvæðinu. Tilboð sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 20. febrúar, merkt: „Geymsla - 4372“. Garðabær Skfðalyfta Garðabær auglýsir til sölu toglyftu af tegund BORER, gerð STAR. Upplýsingar gefur Gísli Valdimarsson, rekstr- arstjóri hjá Garðabæ. Sími: 565 8600. IMauðungarsölur Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Suðurgötu 1, Sauðár- króki, f immtudaginn 20. febrúar 1997 kl. 10.00 á eftirtöldum eignum: Bjarnargil, Fljótahreppi, þingl. eigandi Trausti Sveinsson, gerðarbeið- endur Byggðastofnun, Byggingarsjóður ríkisins, Stofnlánadeild land- búnaðarins, (slandsbanki hf. og Fljótahreppur. Borgarmýri 5 og 5a, Sauðárkróki, þingl. eigandi Loðskinn hf., gerðar- beiðandi Lífeyrissjóður verslunarmanna. Brúarstigur 1, Brúarlundur, Hofsósi, þingl. eigandi Landís ehf., gerð- arbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og sýslumaöurinn á Sauðár- króki. Litla-Gröf, Staðarheppi, þingl. eigendur Bjarki Sigurðsson og Elín Haraldsdóttir, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Sauðárkróki. Nautabú, Hólahreppi, þingl. eigandi Hafdís Gunnarsdóttir, gerðar- beiðandi Landsbanki (slands. Suðurgata 11b, Sauðárkróki, þingl. eigandi Jóhannes Jósefsson, gerðarbeiðandi Samvinnulífeyrissjóðurinn. Suðurgata 22, Sauðárkróki, þingl. eigandi Sigurður Kárason, gerðar- beiðandi Gjaldheimtan í Reykjavík. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki, 10. februar 1997. KÓPAV OGSBÆR Kynning á miðbæjarskipulagi í kvöld kl. 20.00 mun bæjarskipulag Kópa- vogs efna ti! kynningar í Listasafni Kópa- vogs, Gerðarsafni, á tillögu að endurskoðuðu deiliskipulagi Vesturbakka miðbæjar Kópa- vogs. Landsst. 5997021319 VIII I.O.O.F. 5 = 1782138 = II I.O.O.F. 11 = 1782138'/2 = Aðalfundur Verndar verður haldinn í Skúlatúni 6 fimmtudaginn 20. febrúar nk. Fundurinn hefst kl. 17.00. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Stjórnin. \s---7/ KFUM V Aðaldeild KFUM, Holtavegi Inntökufundur hefst kl. 19.00 með borðhaldi. Hjálpræðis- herinn Kirkjustrsti 2 í kvöld kl. 20.30 Kvöldvaka. Miriam Óskarsdóttir, Rannveig Höskuldsdóttir og sr. Gunnþór Ingason sjá um dagskrána. Happdrætti og veitingar. Allir hjartanlega velkomnir. t# UTIVIST nniaamg mm Dagsferð 15. febrúar kl. 8.00 Jeppaferð i Bása, akstur í snjó. Dagsferðir 16. febrúar kl. 10.30 Óttarsstaðir, Lónkot. Létt ganga með ströndinni. Kl. 10.30 Skíðaganga, Bláfjöll, heiðin há, Þrengsli. netslóð: http://www.centrum.is/utivist FERÐAFÉLAG <S> ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Þorraferð í Öræfasveit 15.-16. febrúar. Brottför kl. 8. Fyrir þá sem misstu af stórgóðri ferð um síð- ustu helgi er farið aftur. Góð svefnpokagisting að Hótel Skaftafelli í Freysnesi, þorra- hlaðborð innifalið, farið að Skeiðarárjökli. Skaftafell skoðað í vetrarbúningi o.fl. Miðar á skrifst. Ferðafélag (slands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.