Morgunblaðið - 13.02.1997, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 13.02.1997, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1997 49 Keflavíkurkirkja Samræða um sjálfsímyndina KYRRÐAR- og fræðslustundir eru á fimmtudögum kl. 17.30 í Kefla- | víkurkirkju. Frá fimmtudeginum 13. febrúar til laugardagsins 8. mars verður sérstakt fræðsluátak sem ber yfirskritina Samræða um sjálfsímyndina. Þá munu sérfræð- ingar, hver á sínu sviði, fjalla um sjálfsímyndina í tengslum við fíkni- efnavandann, sjálfsvíg og samkyn- hneigð. Fimmtudaginn 13. febrúar mun i Sigurlína Davíðsdóttir, háskóla- í kennari, fjalla um fíkniefnavand- " ann og sjálfsímynd alkóhólistans. Fimmtudaginn 20. febrúar flytur Sæmundur Hafsteinsson, sálfræð- ingur, erindi um sjálfsímyndina. Fimmtudaginn 27. febrúar ræðir Guðrún Eggertsdóttir, djákna- nemi, um sjálfsvíg. Fimmtudaginn 6. mars ræða þær Jóna Lísa Þor- steinsdóttir, gupfræðingur, og Margrét Pála Ólafsdóttir, leik- P I skólastjóri, um samkynhneigð. Laugardaginn 8. mars fer fram samræða fyrirlesaranna og þátt- takenda um sjálfsímyndina og hvemig hún tengist viðfangsefnum þeirra. Þetta fræðsluátak er unnið í samstarfi við fræðsludeild og þjóð- málanefnd kirkjunnar og nefnd á vegum kirkjunnar um málefnið samkynhneigð og kirkja, en á Kirkjuþingi 1996 var samþykkt að fela nefndinni áframhaldandi starf sem m.a. felst í því að „nefndin efni til nærfærinnar og einlægrar umræðu og fræðslu í kirkjunni um málefni samkynhneigðra". Þá hef- ur einnig verið leitað samstarfs við fræðsluyfirvöld, nemendafélög, foreldra- og félagsmálayfirvöld í Reykjanesbæ. Dagskráin er öllum opin. Verkefnisstjóri með kyrrðar- og fræðslustundum í Keflavíkur- kirkju er Lára G. Oddsdóttir. Morgunblaðið/Ámi Sæberg MARÍA Jónsdóttir, formaður Félags aðstandenda Alzheim- ersjúklinga, tekur á móti styrknum frá Sigríði Ingvarsdóttur, formanni Caritas á Islandi. A bak við þær standa félagar úr sljórn Félags aðstandenda Alzheimersjúklinga. Caritas styrkir Alzheimersjúklinga FÉLAGI aðstandenda Alzheimer- sjúklinga var nýverið afhentur styrkur frá Caritas á íslandi, hjálp- | arstofnun kaþólsku kirkjunnar. Peningunum, alls 620 þúsund Í3 krónum, var safnað á aðventunni, meðal annars með aðventutónleik- um sem haldnir voru í Kristskirkju í Landakoti. Sigríður Ingvarsdóttir, formað- ur Caritas á íslandi, segir aldrei hafa safnast meira fé í aðventu- söfnun Caritas. „Þennan góða árangur er fyrst og fremst að þakka velvild fjölmargra einstakl- inga og listamanna sem hafa lagt þessari söfnun lið,“ segir hún. Ætlunin er að styrknum verði varið til þess að efla fræðslu í þágu Alzheimersjúklinga. Sjálfstæðar konur i Fundur um vinnumarkað SJÁLFSTÆÐAR konur halda op- inn fund um vinnumarkaðinn og mögulegar leiðir til að eyða launa- mun kynjanna fimmtudaginn 13. febrúar. Rætt verður um áherslur ríkisvalds, verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda í jafnréttismálum og hvort uppi séu áform um að á taka á launamun kynjanna í þeim kjarasamningum sem framundan * eru. I Frummælendur á fundinum verða: Friðrik Sophusson, fjár- málaráðherra, Ari Skúlason, fram- kvæmdastjóri ASÍ, Rannveig Sig- urðardóttir, hagfræðingur BSRB, og Hjördís Ásberg, starfsmanna- stjóri hjá Eimskip hf. Að loknum stuttum erindum verða umræður. Fundarstjóri verður Áslaug Magn- úsdóttir, lögfræðingur. Fundurinn verður haldinn á Litlu-Brekku (til hliðar við Lækjar- brekku, fyrir ofan Myllubakarí) og hefst kl. 20.30. Á MYNDINNI, sem tekin var við þetta tækifæri, eru (f.h.) Gunn- ar Reynir Antonsson, Sigurrós M. Sigurjónsdóttir, Þór Jakobs- son og Olöf Ríkharðsdóttir. Gaf Sjálfsbjörg frímerkjasafn ÞÓR Jakobsson, veðurfræðingur, færði Sjálfsbjörg, félagi fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, frímerkja- safn 23. janúar sl. sem hann hafði BENEDIKT Halldórsson verkfræð- ingur hlaut verkefnastyrk Félags- stofnunar stúdenta fyrir M.S. rit- gerð sína: Um útbreiðslu jarð- skjálftabylgna og áhrif þeirra á lagnakerfi. Benedikt lauk M.S. prófi 1. febr- úar sl. með ágætiseinkunn frá verk- fræðideild Háskóla íslands. Um- sjónarnefnd námsins skipuðu pró- fessorarnir Páll Einarsson, Júlíus Sólnes og Ragnar Sigurbjörnsson sem var formaður nefndarinnar og aðalleiðbeinandi. Verkefnastyrkur Félagsstofnun- Fundi um örygg’- ismáláSkeiðar- ársandi aflýst FUNDI um öryggismál á Skeiðarár- sandi sem halda átti í Hofgarði í Öræfum í dag, fimmtudag, kl. 14 er aflýst vegna óviðráðanlegra orsaka. Kjörinn í nefnd SÞ FYRSTI formlegi fundur efnahags- og félagsmálaráðs SÞ (ECOSOC) á þriggja ára kjörtímabili íslands í ráðinu var haldinn í New York dag- ana 4.-7. febrúar sl. Fundurinn var haldinn til undirbúnings ársfundi ráðsins í Genf á komandi sumri. Stefnumótun og samræming á efnahags- og félagsmálasviðinu er helsta viðfangsefni ECOSOC, sem er ein höfuðstofna SÞ og þar eiga 54 aðildarríki sæti á hveijum tíma. Á fundinum fóru einnig fram kosningar í sérfræðinganefndir sem falla undir ECOSOC. Jón Ingimars- ásamt fjölskyldu sinni safnað. í framhaldi af gjöfínni hefur verið stofnaður frímerkjaklúbbur innan félagsins. ar stúdenta er veittur þrisvar á ári. Tveir við útskrift að vori, einn í október og einn í febrúar. Nem- endur sem skráðir eru til útskriftar hjá Háskóla íslands og þeir sem eru að vinna verkefni sem veita 6 ein- ingar eða meira í greinum þar sem ekki eru eiginleg lokaverkefni geta sótt um styrkinn. Markmiðið með Verkefnastyrk FS er að hvetja stúd- enta til markvissari undirbúnings og metnaðarfyllri lokaverkefna. Jafnframt að koma á framfæri og kynna frambærileg verkefni. Styrk- urinn nemur 100.000 kr. son, skrifstofustjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu, var kjörinn til setu í nefnd SÞ um nýja og end- urnýjanlega orkugjafa og orku í þágu þróunar (Committee on Ne and Renewable Sources of Energy and on Energy for Development) til úögurra ára. í nefndinni sitja 24 sérfræðingar frá öllum svæða- hópum aðildarríkja SÞ. Verðlaunuð stríðsmynd í bíósal MÍR KVIKMYNDIN Uppgangan eða „Voskozdenie" verður sýnd sunnu- daginn 16. febrúar kl. 16 í bíósal MIR, Vatnsstíg 10. Mynd þessi var gerð í Moskvu árið 1976 og er byggð á skáldsögunni „Sotnikov" eftir Vasilí Bykov. Sagan gerist árið 1942 á hernámssvæði íjóðveija í Hvíta- Rússlandi og segir frá því er tveir liðsmenn úr flokki skæruliða og fjöl- skyldna þeirra eru sendir af stað úr felustað hópsins í skóginum til að afla einhvers matarkyns fyrir fólkið. Lýst er ólíkum viðbrögðum sendimannanna, Rybaks og Sotn- ikovs, þegar mest á reynir. I mynd- inni má sjá ótvíræða skírskotun til píslarsögu Krists eins og hún er sögð í Biblíunni, segir í fréttatil- kynningu. Leikstjóri er Larisa Shepitko (1938-1979) en með helstu hlut- verk fara Boris Plotnikov, Vladimír Gostjúkhin, Ljúdmila Poljakova og Anatolí Solonitsin. Skýringar á ensku. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Áhyg-gjur af atvinnumálum VERKALÝÐSFÉLAG Húsavíkur hefur áhyggjur af framtíð byggðar- og atvinnumála í Þingeyjarsýslu, ekki síst vegna þess að boðaður hefur verið umtalsverður niður- skurður á fjárveitingum til Sjúkra- húss Þingeyinga og nú nýverið til skólamála. í ályktun sem stjórn félagsins samþykkti er spurt hvort það sé stefan ríkisstjórnarinnar að leggja niður smærri byggðarlög. Verkalýðsfélag Húsavíkur hefur sent Atvinnuþróunarfélagi Þingey- inga bréf þar sem lagt er til að þegar í stað verði boðað til ráð- stefnu um framtíð Þingeyjarsýslna. ■ ÁTTHAGAFÉLAG Múlsveit- unga, Austur-Barðastrandar- sýslu heldur árlegt þorrablót í fé- lagsheimili Árbæjarkirkju laugar- daginn 15. febrúar. Húsið verður opnað kl. 19, borðhald hefst kl. 20. Allir Múlsveitungar og aðrir velunn- arar velkomnir. LEIÐRÉTT Bikarkeppni Dansráðs íslands í UMFJÖLLUN Morgunblaðsins um bikarkeppni Dansráðs íslands, sem haldin var sl. sunnudag í íþróttahús- inu á Seltjarnarnesi, var sagt að dansfélagi Stefáns Claessen í A- riðli 9 ára og yngri, bæði í „latín“- og „standard“-dönsum, hefði verið systir hans, Anna Claessen. Þetta er ekki rétt heldur dansaði Erna Halldórsdóttir við Stefán. Einnig var rangt farið með nöfn þeirra er lentu í 7. sæti í B/C riðli 10-11 ára, „latín", en það voru þau Brynj- ar Jakobsson og Bergrún Stefáns- dóttir. Beðist er velvirðingar á mistök- unum. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓREYJAR SIGURÐARDÓTTUR, áðurtil heimilis i Njörvasundi 11, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki 4. hæöar hjúkrunarheimilisins Skjóls í Reykjavík fyrir frábæra hjúkrun og umönnun Örn Ingólfsson, Guðmundur Ingólfsson, Sigþór Ingólfsson, Jósef G. Ingólfsson, Ingibjörg Þ. Ingólfsdóttir, Snorri Steindórsson, barnabörn og barnabarnabörn. Gerður Baldursdóttir, Kristín Júliusdóttir, Sólveig Kristjánsdóttir, Morgunblaðið/Golli BENEDIKT Halldórsson t.v. tekur við styrk úr hendi Guðjóns Ólafs Jónssonar. Hlaut verkefnastyrk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.